Steingrímur Davíðsson (1891-1981) Skólastjóri Svalbarða á Blönduósi

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Steingrímur Davíðsson (1891-1981) Skólastjóri Svalbarða á Blönduósi

Parallel form(s) of name

  • Steingrímur Árni Björn Davíðsson (1891-1981)
  • Steingrímur Árni Björn Davíðsson Skólastjóri Svalbarða á Blönduósi

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

17.11.1891 - 9.10.1981

History

Skólastjóri og vegaverkstjóri á Blönduósi. Barnakennari og vegaverkstjóri á Blönduósi 1930. Var á Svalbarði, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík. Óbifandi, trú og ódrepandi áhuga hafði afi fyrir skógrækt á Íslandi. Taldi það eina brýnustu skyldu okkar að skila landinu aftur þeim trjágróðri, er við höfum rænt því á umliðnum öldum. Afa þóttu tré allra plantna merkilegust og göfugust og táknræn mjög. „Laufkrónan sýnir hve ljósið má/lyfta moldinni jörðu frá," segir í einu ljóða hans. Afi sagði mér frá því, að er hann var lítill drengur, hafi hann eitt sinn reynt að setja spelkur við hrísrunna, til að hann yxi upp en ekki með jörðu, en það hafi lítið gagnað. Stuttu eftir að þau fluttu til Reykjavíkur, gáfu þau skógræktarfélagi Austur-Húnvetninga jörðina Gunnfríðarstaði til skógræktar. Þar hefur verið unnið þarft verk og eru nú víða að koma upp myndarlegir trjálundir. Sérstaklega hefur lerkið þrifist þar vel. Þar í landinu er einn fimmtán ára lerkilundur, sem víðast hvar er orðinn um fjögurra metra hár. Birki dafnar þarna vel og stafafura þar sem nægur raki er í jörðu. Eftir að landið var friðað, hefur víðir á fjölmörgum stöðum vaxið upp í háa runna. Á síðustu árum hans var það hans mesta kappsmál að koma norður og planta trjám. Til þess keypti hann plöntur fyrir eigin reikning. Fyrir ofan rústirnar á Gunnfríðarstöðum plantaði hann fjölmörgum eins og hálfsmetra reyniviðartrjám, sem nú eru orðin mjög falleg, auk fleiri trjátegunda. Það var von hans, að Gunnfríðarstaðaskógur yrði fólki framtíðarinnar unaðsreitur og sönnun þess að hægt er að rækta skóg í Húnavatnssýslum, „þó váleg oft næði kylja."
var pólitískur mjög og það sjálfstæður í skoðunum, að hann þurfti ekki að lesa forystugreinar í dagblöðum eða kynna sér viðhorf annarra, til að taka afstöðu til mála. Ekki trúi ég að hann hafi rekist vel í flokki. Þó var hann síðari helming ævi sinnar mikill sjálfstæðisflokksmaður. Hann hafði af því miklar áhyggjur hve sósíalisminn var í miklum uppgangi, en hann taldi sósíalismann af hinu illa. Þá þótti honum ungdómurinn alinn upp við allt of mikla linkind.
Á heimili þeirra að Hofteig 18 ríkti mikil friðsæld og var sérstaklega róandi að koma þangað, taka sér bók í hönd, setjast inn í stofu og lesa. Margan veturinn kom ég þangað ætíð í sunnudagsmat. Var þá tíðum hlustað á messu, áður en gengið var að matborði. Eftirtektarvert var hve mikla virðingu þau hjón báru hvort fyrir öðru. Voru þau bæði jafn rétthá í hjónabandinu, þó verkaskipting væri á heimilinu. Helga var góður hagyrðingur og kváðust þau oft á. Þá voru þau bæði mjög andlega sinnuð og dreymdi oft fyrir daglátum. Var gaman að ræða við þau saman um húnvetnskar vísur og annan skáldskap. Held að Steingrímur hefði ekki getað verið heppnari með sinn lífsförunaut. Hann hélt allgóðri heilsu þar til á 83. og 84. aldursári, en sjón hans hrakaði þá mjög. Hann hafði það stundum að orði, að hann hefði getað gegnt störfum sínum fyrir norðan mun lengur, en varð. Fannst honum það eigi gott fyrirkomulag, að mönnum væri skipað út í horn til að drepast, þótt þeir yrðu sjötugir. En það væri nú eftir öðru í þessu sósíalíska þjóðfélagi. Á Sólvangi í Hafnarfirði dvaldi afi í tæplega 3 ár, en þar andaðist hann 9. október síðastliðinn 89 ára að aldri.

Places

Blönduós: Reykjavík:

Legal status

Hann lauk kennaraprófi 1915.

Functions, occupations and activities

Var farkennari í Skarðshreppi, Skagafirði 1915-1917 og í Vindhælishreppi, A-Hún, 1917-1919. Skólastjóri Barnaskólans á Blönduósi 1920-1959. Verkstjóri hjá vegagerð ríkisins 1917-1965.
Aðalverkstjóri í Húnavatnssýslum báðum í nokkur ár. Í hreppsnefnd Blönduósshrepps 1928-1958. Oddviti hreppsins 1942-1958. Var einn af stofnendum verkamannafélagsins Hvöt á Blönduósi og formaður þess í 8 ár.
Í stjórn héraðssambands ungmannafélaganna í Húnavatnssýslum 1926-1931. Annar aðalhvatamaður að stofnun Rafveitu Austur-Húnavatnssýslu 1933 og í framkvæmdastjórn Rafstöðvarinnar 1933-1957, er stöðin var afhent ríkinu, en sú afhending var honum mjög á móti skapi. Var stofnandi kennarafélags Húnvetninga 1922 og í stjórn þess til 1956. Framkvæmdastjóri hafnarnefndar Blönduóss 1948-1958, en hann barðist á sínum tíma fyrir því, að reist yrði nægilega stór uppskipunarhöfn við Blönduós og einnig aðstaða til útgerðar, en mun ekki hafa haft meðbyr samferðamanna sinna í því máli. Var hvatamaður að stofnun félagsheimilisins á Blönduósi og í stjórn framkvæmdanefndar 1957-1959.
Í stjórn Kaupfélags Húnvetninga 1943-1947. Þá var hann atkvæðamikill í stjórnmálabaráttu sinnar samtíðar.

Mandates/sources of authority

Göngum með Guði í starfi,
er gaf okkur landið fræða.
Stefnum til stórra dáða.
Strengjum þess heit að græða
sár lands og sollnar undir,
svíðandi þjóð er mæða.
Ljósvakinn lömun sigri,
lífi sé stefnt til hæða.

Vaxtarsprotana verndum,
váleg þá næðir kylja.
Skruggur á tíðum skella,
skin er þó milli bylja.
Valdið í vorum höndum
verður því glöggt að skilja.
Gróska í legi og láði
er lífið að drottins vilja.

„Laufkrónan sýnir hve ljósið má
lyfta moldinni jörðu frá,"
segir í einu ljóða hans.

Internal structures/genealogy

Steingrímur Árni Björn, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur þann 17.nóv. 1891, að Neðri-Mýrum, Engihlíðarheppi, Austur-Húnavatnssýslu, sonur hjónanna Davíðs Jónatanssonar og Sigríðar Jónsdóttur, er þar voru vinnuhjú. Faðir Davíðs var Jónatan, bóndi, að Marðarnúpi í Vatnsdal, Davíðssonar, bónda, að Hvarfi í Víðidal, Davíðssonar, bónda að Spákonufelli, Guðmundssonar. Kona Jónatans var Sigurrós Hjálmarsdóttir, bónda að Sigríðarstöðum, ættuðum frá Nýjabæ í Hörgárdal. Kona Davíðs Davíðssonar, Hvarfi, var Ragnheiður Friðriksdóttir, prests, að Breiðabólstað í Vesturhópi, Þórarinssonar, sýslumanns, að Grund í Eyjafirði. Kona séra Friðriks var Hólmfríður Jónsdóttir, lögmanns í Víðidalstungu Ólafssonar, en kona Jóns var Þorbjörg Bjarnadóttir, sýslumanns, að Þingeyrum, Halldórssonar. Kona Bjarna Halldórssonar var Hólmfríður dóttir Páls, lögmanns, Vídalíns, í Víðidalstungu.
Kvæntist Helgu D. Jónsdóttur, smiðs og bónda, Hróbjartssonar, Gunnfríðarstöðum í Svínavatnshreppi. Kona Jóns, móðir Helgu var Anna Einarsdóttir, bónda og galdramanns, að Bólu í Skagafirði.
Þau eignuðust 14 börn og komust 12 þeirra til fullorðinsára. Afkomendur þeirra munu nú vera um eitt hundrað.
1) Anna Sigríður, f. 18. apríl 1919 - 23. maí 1993 Var á Blönduósi 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Mosfellsbæ.
2) Aðalheiður Svava, f. 8. september 1921 - 31. júlí 2014 Var á Blönduósi 1930. Húsfreyja og fékkst við ýmis störf, bús. á Blönduósi, í Borgarnesi, á Akranesi, Selfossi og loks í Reykjavík.
3) Árdís Olga, f. 16. september 1922 - 15. apríl 2010 Var á Blönduósi 1930. Var í Reykjavík 1945. Húsfreyja, skólastarfsmaður og verkakona í Reykjavík.
4) Hólmsteinn Otto, f. 4.12. 1923,
5) Hersteinn Haukur, f. 30.8.1925,
6) Brynhildur Fjóla, f. 23. ágúst 1927 - 4. ágúst 1993 Var á Blönduósi 1930. Símamær á Akranesi. Síðar bús. á Blönduósi. Var á Svalbarði, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Hafnarfirði.
7) Jóninna Guðný, f. 8. september 1928 - 21. október 2015 Var á Blönduósi 1930. Bús. í Blönduóshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja, matráðskona og prjónakona á Blönduósi, síðar bús. í Kópavogi og loks á Blönduósi. Nefnd Jóninna Guðný skv. Æ.A-Hún.
8) Hásteinn Brynleifur f. 14.9.1929, héraðslæknir Selfossi.
9) Sigþór Reynir, f. 23.1.1931,
10) Steingrímur Davíð, f. 6. júní 1932 - 10. maí 2017. Rafvirki í Kópavogi. ,
11) Jón Pálmi, f. 22. júní 1934 - 16. júní 2001 Rak Áhaldaleigu Kópavogs. Síðast bús. í Kópavogi.
12) Sigurgeir, f. 16.8.1938.

General context

"Ég mun nú lýsa afa eins og hann horfir við mér í minningunni, en hann var um margt sérstæður persónuleiki og setti sterkan svip á mannlíf í Húnaþingi, meðan hans naut þar við. Afi var frekar lágvaxinn, en þrekinn og limaður vel. Mun hann snemma hafa orðið sköllóttur. Höfuðið var stórt og svipmikið. Yfir snjóhvítu ræktarlegu yfirskeggi, skagaði tígulegt arnarnef, digurt. Undir hvössum brúnum og háu enni lágu blá íhugul augu. Hér um bil jafnlöng nefinu skagaði hakan, er gaf andlitinu svolítinn „Napóleon-svip". Er afi hló skein í sterklegar tennurnar og skemmtilegur svipur færðist yfir andlitið. Ég man fyrst eftir afa heima á Svalbarði á Blönduósi, en húsið Svalbarð stendur á fallegum stað norðan Blöndu. Austan við húsið voru fjárhús, fjós, hlaða og hænsnahús, er tengdust íbúðarhúsinu með skjólvegg. Sunnan við skjólvegginn var gróðurhús ömmu. Suður af húsinu í slakka niður að Blöndu var lítill trjágarður. Þetta var heimili afa og ömmu í þá tíð, eða um 1957-58 er ég byrja að muna eftir mér að
ráði."
Steingrímur Þormóðsson.

Relationships area

Related entity

Þormóður Pétursson (1928-2007) (25.7.1929 - 5.2.2007)

Identifier of related entity

HAH02149

Category of relationship

family

Dates of relationship

1951

Description of relationship

Þormóður var giftur Jóninnu dóttur Steingríms

Related entity

Steinunn Matthíasdóttir (1912-1990) Hæli Gnúp (8.10.1912-6.2.1912)

Identifier of related entity

HAH02047

Category of relationship

family

Dates of relationship

null

Description of relationship

Svava dóttir hans var kona Páls Hallgrímssonar sýslumanns sem var faðir Drífu Pálsdóttur konu Gests skattstjóra sonar Steinþórs á Hæli og Steinunnar.

Related entity

Þorbjörg Bergþórsdóttir (1921-1981) Blönduósi (17.5.1921 - 7.5.1981)

Identifier of related entity

HAH02127

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Helga Brynleifsdóttir Steingrímssonar sonardóttir Steingríms er gift Hirti Bergþóri Hjartarsyni sonur Ingibjargar Bergþórsdóttur systur Þorbjargar

Related entity

Páll Jónatan Steingrímsson (1879-1947) ritstj Vísis frá Njálsstöðum (25.3.1879 - 23.8.1947)

Identifier of related entity

HAH07526

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Fósturbróðir Páls

Related entity

Guðlaug Einarsdóttir (1939) (30.1.1939 -)

Identifier of related entity

HAH03923

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Guðlaug var á heimili Steingríms og Helgu 1957

Related entity

Guðríður Benediktsdóttir (1915-1978) Hnausum (24.6.1915 - 20.9.1978)

Identifier of related entity

HAH04195

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Seinnikona Brynleifs Steingrímssonar var Hulda Guðbjörnsdóttir (1951) systir Björns manns Kolbrúnar dóttur Guðríðar

Related entity

Guðrún Friðriksdóttir (1841-1920) Njálsstöðum (9.8.1841 - 17.3.1920)

Identifier of related entity

HAH04226

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Fóstursonur Guðrúnar Önnu 1901

Related entity

Neðri-Mýrar í Refasveit ((1920))

Identifier of related entity

HAH00206

Category of relationship

associative

Dates of relationship

17.11.1891

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Pálmi Steingrímsson (1934-2001) Svalbarða (22.6.1934 - 16.6.2001)

Identifier of related entity

HAH01587

Category of relationship

family

Type of relationship

Pálmi Steingrímsson (1934-2001) Svalbarða

is the child of

Steingrímur Davíðsson (1891-1981) Skólastjóri Svalbarða á Blönduósi

Dates of relationship

22.6.1934

Description of relationship

Related entity

Svava Steingrímsdóttir (1921-2014) Svalbarða (8.9.1921 - 31.7.2014)

Identifier of related entity

HAH02057

Category of relationship

family

Type of relationship

Svava Steingrímsdóttir (1921-2014) Svalbarða

is the child of

Steingrímur Davíðsson (1891-1981) Skólastjóri Svalbarða á Blönduósi

Dates of relationship

8.9.1921

Description of relationship

Related entity

Anna Steingrímsdóttir (1919-1993) Pálmalundi (18.4.1919- 23.5.1993)

Identifier of related entity

HAH01031

Category of relationship

family

Type of relationship

Anna Steingrímsdóttir (1919-1993) Pálmalundi

is the child of

Steingrímur Davíðsson (1891-1981) Skólastjóri Svalbarða á Blönduósi

Dates of relationship

18.4.1919

Description of relationship

Related entity

Jóninna Steingrímsdóttir (1928-2015) Svalbarða (8.9.1928 - 21.10.1915)

Identifier of related entity

HAH06481

Category of relationship

family

Type of relationship

Jóninna Steingrímsdóttir (1928-2015) Svalbarða

is the child of

Steingrímur Davíðsson (1891-1981) Skólastjóri Svalbarða á Blönduósi

Dates of relationship

8.9.1928

Description of relationship

Related entity

Brynleifur Steingrímsson (1929-2018) Læknir (14.9.1929 - 24.4.2018)

Identifier of related entity

HAH02315

Category of relationship

family

Type of relationship

Brynleifur Steingrímsson (1929-2018) Læknir

is the child of

Steingrímur Davíðsson (1891-1981) Skólastjóri Svalbarða á Blönduósi

Dates of relationship

14.9.1929

Description of relationship

Related entity

Fjóla Steingrímsdóttir (1927-1993) frá Svalbarða Blönduósi (23.8.1927 - 5.8.1993)

Identifier of related entity

HAH01221

Category of relationship

family

Type of relationship

Fjóla Steingrímsdóttir (1927-1993) frá Svalbarða Blönduósi

is the child of

Steingrímur Davíðsson (1891-1981) Skólastjóri Svalbarða á Blönduósi

Dates of relationship

23.8.1927

Description of relationship

Related entity

Olga Steingrímsdóttir (1922-2010) Svalbarða á Blönduósi (16. 9. 1922 - 15. 4. 2010)

Identifier of related entity

HAH01060

Category of relationship

family

Type of relationship

Olga Steingrímsdóttir (1922-2010) Svalbarða á Blönduósi

is the child of

Steingrímur Davíðsson (1891-1981) Skólastjóri Svalbarða á Blönduósi

Dates of relationship

16.9.1922

Description of relationship

Related entity

Steingrímur Jónatansson (1854-1926) Flögu ov í Vatnsdal (24.2.1854 - 16.10.1926)

Identifier of related entity

HAH09442

Category of relationship

family

Type of relationship

Steingrímur Jónatansson (1854-1926) Flögu ov í Vatnsdal

is the parent of

Steingrímur Davíðsson (1891-1981) Skólastjóri Svalbarða á Blönduósi

Dates of relationship

Description of relationship

Fóstursonur Steingríms 1901

Related entity

Friðrika Margrét Steingrímsdóttir (1877-1960) Sæunnarstöðum (7.5.1877 - 17.7.1960)

Identifier of related entity

HAH03472

Category of relationship

family

Type of relationship

Friðrika Margrét Steingrímsdóttir (1877-1960) Sæunnarstöðum

is the sibling of

Steingrímur Davíðsson (1891-1981) Skólastjóri Svalbarða á Blönduósi

Dates of relationship

Description of relationship

Steingrímur var uppeldisbróðir Friðriku

Related entity

Magnús Steingrímsson (1881-1951) Bergsstöðum (3.4.1881 - 25.7.1951)

Identifier of related entity

HAH09440

Category of relationship

family

Type of relationship

Magnús Steingrímsson (1881-1951) Bergsstöðum

is the sibling of

Steingrímur Davíðsson (1891-1981) Skólastjóri Svalbarða á Blönduósi

Dates of relationship

Description of relationship

fósturbróðir

Related entity

Páll Sigurðsson Steingrímsson (1887-1964) Njálsstöðum (25.7.1887 - 18.7.1964)

Identifier of related entity

HAH09441

Category of relationship

family

Type of relationship

Páll Sigurðsson Steingrímsson (1887-1964) Njálsstöðum

is the sibling of

Steingrímur Davíðsson (1891-1981) Skólastjóri Svalbarða á Blönduósi

Dates of relationship

Description of relationship

fósturbræður

Related entity

Helga Dýrleif Jónsdóttir (1895-1995) Svalbarða á Blönduósi (8.12.1895 - 7.6.1995)

Identifier of related entity

HAH01403

Category of relationship

family

Type of relationship

Helga Dýrleif Jónsdóttir (1895-1995) Svalbarða á Blönduósi

is the spouse of

Steingrímur Davíðsson (1891-1981) Skólastjóri Svalbarða á Blönduósi

Dates of relationship

14.7.1918

Description of relationship

börn þeirra: 01) Anna Sigríður, f. 1919, d. 1993, 02) Aðalheiður Svava, f. 1921, 03) Árdís Olga, f. 1922, 04) Hólmsteinn Otto, f. 1923, 05) Hersteinn Haukur, f. 1925, 06) Brynhildur Fjóla, f. 1927, 07) Jóninna Guðný, f. 1928, 08) Hásteinn Brynleifur f. 1929, 09) Sigþór Reynir, f. 1931, 10) Steingrímur Davíð, f. 1932, 11) Jón Pálmi, f. 1934 og 12) Sigurgeir, f. 1938.

Related entity

Jónatan Ólafsson (1882) Helena Montana, frá Skottastöðum (30.4.1882 -)

Identifier of related entity

HAH04360

Category of relationship

family

Type of relationship

Jónatan Ólafsson (1882) Helena Montana, frá Skottastöðum

is the cousin of

Steingrímur Davíðsson (1891-1981) Skólastjóri Svalbarða á Blönduósi

Dates of relationship

1891

Description of relationship

Davíð faðir Steingríms var bróði Jónatans

Related entity

Þorlákur Jónatansson (1867-1929) Innri Fagradal í Saurbæ frá Marðarnúpi (1.1.1867 - 21.7.1929)

Identifier of related entity

HAH04733

Category of relationship

family

Type of relationship

Þorlákur Jónatansson (1867-1929) Innri Fagradal í Saurbæ frá Marðarnúpi

is the cousin of

Steingrímur Davíðsson (1891-1981) Skólastjóri Svalbarða á Blönduósi

Dates of relationship

1891

Description of relationship

bróður sonur

Related entity

Sigurrós Hjálmarsdóttir (1834-1924) Marðarnúpi (13.10.1834 - 24.12.1924)

Identifier of related entity

HAH04359

Category of relationship

family

Type of relationship

Sigurrós Hjálmarsdóttir (1834-1924) Marðarnúpi

is the grandparent of

Steingrímur Davíðsson (1891-1981) Skólastjóri Svalbarða á Blönduósi

Dates of relationship

1891

Description of relationship

Related entity

Brautarholt Blönduósi (1917-)

Identifier of related entity

HAH00090

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Brautarholt Blönduósi

is owned by

Steingrímur Davíðsson (1891-1981) Skólastjóri Svalbarða á Blönduósi

Dates of relationship

1920-1930

Description of relationship

Húsbóndi þar

Related entity

Svalbarð Blönduósi (1938 -)

Identifier of related entity

HAH00491

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Svalbarð Blönduósi

is owned by

Steingrímur Davíðsson (1891-1981) Skólastjóri Svalbarða á Blönduósi

Dates of relationship

1938

Description of relationship

Related entity

Gunnfríðarstaðir á Bakásum ((1950))

Identifier of related entity

HAH00697

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Gunnfríðarstaðir á Bakásum

is controlled by

Steingrímur Davíðsson (1891-1981) Skólastjóri Svalbarða á Blönduósi

Dates of relationship

1928

Description of relationship

Related entity

Barnaskólinn á Blönduósi / Blönduskóli (1908)

Identifier of related entity

HAH00062

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Barnaskólinn á Blönduósi / Blönduskóli

is controlled by

Steingrímur Davíðsson (1891-1981) Skólastjóri Svalbarða á Blönduósi

Dates of relationship

Description of relationship

Skólastjóri

Related entity

Pálmalundur Blönduósi 1919 / Hrafnaflatir Blönduósi 1909 (1919 - 1991)

Identifier of related entity

HAH00128

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Pálmalundur Blönduósi 1919 / Hrafnaflatir Blönduósi 1909

is controlled by

Steingrímur Davíðsson (1891-1981) Skólastjóri Svalbarða á Blönduósi

Dates of relationship

1930

Description of relationship

1930-1939, nefnist Steingrímshús í mt 1940

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02037

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 29.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places