Baldur Pálmason (1919-2010)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Baldur Pálmason (1919-2010)

Parallel form(s) of name

  • Kristófer Baldur Pálmason (1919-2010)

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

17.12.1919 - 11.9.2010

History

Kristófer Baldur Pálmason fæddist í Köldukinn á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu hinn 17. desember árið 1919. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík, 11. september síðastliðin.
Útför Baldurs verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, föstudaginn 17. september, kl. 15.

Places

Kaldakinn: Blönduós: Reykjavík:

Legal status

Baldur brautskráðist frá Verslunarskóla Íslands vorið 1938

Functions, occupations and activities

Hann hóf síðan störf sem bókari hjá heildsölufyrirtæki G. Helgason & Melsteð hf. 1939 og vann þar til ársins 1946. Einnig sinnti Baldur í gripastarfi sem þulur hjá Ríkisútvarpinu. Þetta réð úrslitum um feril Baldurs því 1. desember 1947 tók hann við starfi fulltrúa á skrifstofu útvarpsráðs, sem síðar var nefnd dagskrárskrifstofa. Baldur annaðist lengi barnatíma útvarpsins, síðan kvöldvökur og tók saman bókmenntaþætti. Ekki er of sögum sagt að Baldur hafi verið um langt skeið ein traustasta kjölfestan í dagskrárgerð Ríkisútvarpsins. Baldur vann hjá Ríkisútvarpinu á fjóra áratugi en hann lét af störfum árið 1981.
Baldur var mikill félagsmálamaður og var stjórnarmaður í fjölmörgum félagasamtökum, svo sem Taflfélagi Reykjavíkur, Kór Hallgrímskirkju, Skáksambandi Íslands, fulltrúi í BSRB og ritstjóri Ásgarðs svo fátt eitt sé nefnt. Hestamennsku stundaði Baldur af áhuga um árabil, átti ágæta hesta og hafði mikið yndi af þeim. Heiðarleiki og hreinskiptni var aðal Baldurs sem átti sér ýmis áhugamál. Hann hafði mikla unun af tónlist og leiklist og sóttu þau hjónin gjarnan tónleika og leiksýningar. Skáklistin skipaði háan sess og var Baldur einn helsti skákmaður í hópi starfsmanna Ríkisútvarpsins.

Mandates/sources of authority

Hann var ritstjóri tímaritsins Frjálsrar verslunar frá 1946-49 og fastur starfsmaður félagsins frá 1946-47.
Hann hafði mikinn áhuga á skáldskap, ekki síst ljóðum, og tók oft saman góða ljóðaþætti. Ljóðlistin var honum hugleikin og allt frá unglingsárum sínum orti hann ljóð og kvæði.
Árið 1977 sendi Baldur frá sér ljóðabókina Hrafninn flýgur um aftaninn, ljóð frá miðjum aldri, og tveimur árum síðar kom út safn af æskuljóðum sem hann nefndi Björt mey og hrein, í minningu móður sinnari. Árið 2000 gaf Baldur út ljóðaþýðingar í síðustu bók sinni sem nefnist Á laufblaði einnar lilju sem hann gaf út til minningar um föður sinn Pálma Jónasson en faðir hans var einnig ágætlega vel hagmæltur. Þá hefur Baldur einnig þýtt fáeinar skáldsögur og leikrit fyrir útvarp. Ort og þýtt söngtexta, þar á meðal er Alparósin við lag Edelweiss úr The Sound of Music sem allir kunna.

Internal structures/genealogy

Foreldrar Baldurs voru Margrét Kristófersdóttir frá Köldukinn, f. 12. mars 1884, d. 19. mars 1950, og Pálmi Jónasson, bóndi á Álfgeirsvöllum í Skagafirði, f. 15. maí 1898, d. 14. október 1955.
Baldur var einbirni og ólst aðallega upp á Blönduósi hjá móður sinni en fluttist með henni til Reykjavíkur er hann hóf nám þar. Eiginkona Baldurs var Guðný Sesselja Óskarsdóttir, f. 15. desember 1925, d. 20. maí 1990. Foreldrar hennar voru hjónin Óskar Árnason rakarameistari og Guðný Guðjónsdóttir. Baldur og Guðný giftu sig 4. nóvember 1950, þeim varð ekki barna auðið og bjuggu þau alla tíð á Egilsgötu 14, í Reykjavík.
Á seinni árum bjó Baldur með Guðrúnu A. Jónsdóttur á Vesturbrún 31 í Reykjavík, Guðrún lést 15. júní 2008.

General context

Relationships area

Related entity

Byggðasafnið á Reykjum (1955 -)

Identifier of related entity

HAH00186

Category of relationship

temporal

Dates of relationship

1955

Description of relationship

Var í framkvæmdanefnd um stofnun safnsins.

Related entity

Vegamót Blönduósi (1909 -)

Identifier of related entity

HAH00733

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1925

Description of relationship

barn þar

Related entity

Agnarsbær Blönduósi - Efstibær (1920 -)

Identifier of related entity

HAH00145

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar 1924

Related entity

Jóhann Ólafsson (1908-1989) Sarpi, Skorradal (8.10.1908 - 11.12.1989)

Identifier of related entity

HAH08798

Category of relationship

associative

Type of relationship

Jóhann Ólafsson (1908-1989) Sarpi, Skorradal

is the friend of

Baldur Pálmason (1919-2010)

Dates of relationship

1944-1970

Description of relationship

Samstarfsmenn

Related entity

Margrét Kristófersdóttir (1884-1950) Vegamótum (12.3.1884 - 19.3.1950)

Identifier of related entity

HAH01531

Category of relationship

family

Type of relationship

Margrét Kristófersdóttir (1884-1950) Vegamótum

is the parent of

Baldur Pálmason (1919-2010)

Dates of relationship

17.12.1919

Description of relationship

Faðir hans var Pálmi Jónasson f. 15.5.1898-4.10.1955, Vinnumaður á Álfgeirsvöllum, 1930

Related entity

Sveinn Kristófersson (1897-1991) Bergi Skagaströnd (24.6.1897 - 10.5.1991)

Identifier of related entity

HAH02067

Category of relationship

family

Type of relationship

Sveinn Kristófersson (1897-1991) Bergi Skagaströnd

is the cousin of

Baldur Pálmason (1919-2010)

Dates of relationship

18.4.1922

Description of relationship

Baldur var sonur Margrétar (1884-1950) hálfsystur Sveins samfeðra.

Related entity

Gísli Björnsson (1876-1966) Skíðastöðum í Tungusveit (18.1.1876 - 3.3.1966)

Identifier of related entity

HAH03754

Category of relationship

family

Type of relationship

Gísli Björnsson (1876-1966) Skíðastöðum í Tungusveit

is the cousin of

Baldur Pálmason (1919-2010)

Dates of relationship

1919

Description of relationship

Sonur Jónasar (1872-1939) bróður Gísla var Pálmi (1898-1955) faðir Baldurs

Related entity

Albert Björnsson (1869-1945) Neðstabæ (11.7.1869 - 21.12.1945)

Identifier of related entity

HAH03787

Category of relationship

family

Type of relationship

Albert Björnsson (1869-1945) Neðstabæ

is the cousin of

Baldur Pálmason (1919-2010)

Dates of relationship

1919

Description of relationship

Faðir Baldurs var Pálmi (1898-1955) faðir hans var Jónas (1872-1939) bróðir Alberts

Related entity

Anna Árnadóttir (1851-1924) Köldukinn (6.2.1851 - 1.10.1924)

Identifier of related entity

HAH02307

Category of relationship

family

Type of relationship

Anna Árnadóttir (1851-1924) Köldukinn

is the grandparent of

Baldur Pálmason (1919-2010)

Dates of relationship

17.12.1919

Description of relationship

móðir hans var Margrét dóttir Önnu

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01101

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 13.5.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places