Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Jóhann Ólafsson (1908-1989) Sarpi, Skorradal
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
8.10.1908 - 11.12.1989
History
Jóhann Ólafsson magnaravörður Jóhann Ólafsson frá Sarpi í Skorradal andaðist í Landspítalanum þ. 11. desember 1989
Jóhann fæddist 8. október 1908. Foreldrar Jóhanns voru Elín Jó hannsdóttir, sem var annáluð dugnaðarkona, og Ólafur Guðmundsson, Ólafssonar óðalsbónda og alþingismanns.
Jóhann ólst upp við venjuleg sveitastörf. Oft mun hafa verið þröngt í búi á þeim árum hjá barnmargra fjölskyldu. Og ekki var mulið undir aldamótakynslóðina, því þá varð hver og einn að ryðja sjálfum sér braut.
Að Nesi við Seltjörn kom hann 1. október 1937 og hefur verið þar síðan. Fyrst við sveitabúskap hjá móður okkar, sem þá var nýlega orðin ekkja.
Places
Legal status
Jóhann fór í alþýðuskólann á Laugum, og síðar lærði hann rafvirkjun. Jóhann vann á ýmsum stöðum, m.a. á Laugarvatni.
Functions, occupations and activities
Rafvirki. Árið 1944 hóf hann störf hjá Ríkisútvarpinu, fyrst í viðtækja smiðjunni, síðan varð hann magnaravörður 1948 og lét þar af störfum rúmlega 70 ára. Trúmennska og nákvæmni var honum í blóð borin og starfi sínu hjá Ríkisútvarpinu gegndi hann af mikilli samviskusemi.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Jóhann Ólafsson 8.10.1908 - 11.12.1989. Rafvirki á Sarpi, Fitjasókn, Borg. 1930. Magnaravörður, síðast bús. á Seltjarnarnesi. Kjörsonur: Haraldur Jóhannsson, f.8.4.1954.
Foreldrar hans; Ólafur Guðmundsson 23.6.1861 - 30.11.1921. Bóndi á Sarpi í Skorradal og kona hans; Elín Jóhannsdóttir 11.6.1871 - 1.12.1951. Húsfreyja á Sarpi, Fitjasókn, Borg. 1930. Húsfreyja á Sarpi í Skorradal.
Kona hans; Ólöf Gunnsteinsdóttir 10.8.1914 - 24.6.1997. Var í Nesi II, Reykjavíkursókn, Kjós. 1930. Síðast bús. á Seltjarnarnesi.
Kjörsonur:
1) Haraldur Jóhannsson, f. 8.4.1954.
General context
Jóhann var meðalmaður á hæð, fríður sínum, léttur í spori, enda íþróttamaður mikill. Hann var verk hagur og dugnaður hans orðlagður, fyrirhyggjusamur, úrræðagóður, hann var tilfinningaríkur og gat verið ör í lund, en sérstaklega hjálpfús öllum og með afbrigðum raungóður, meðal annars reyndist hann okkur systkinunum mikill vinur og hjálparhella alla tíð.
Jóhann var mjög söngvinn og söng í kór. Hann var líka mikill ungmennafélagsmaður og neytti hvorki tóbaks né víns, en var samt hrókur alls fagnaðar á góðum stundum, eða eins og gamalt spakmæli segir: "Þar sem góðir menn fara eru guðs vegir."
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Maintained by
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ skráning 6.8.2021
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði 6.8.2021
Íslendingabók
Mbl 19.12.1989. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/42584/?item_num=23&searchid=137431d293d36aa1437aac136d950f8658da4106