Stefán Jasonarson (1914-2004)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Stefán Jasonarson (1914-2004)

Parallel form(s) of name

  • Stefán Jasonarson (1914-2004) Vorsabæ

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

19.9.1914 - 19.2.2004

History

Stefán Jasonarson fæddist í Vorsabæ í Gaulverjabæjarhreppi, Flóa, 19. september 1914. Hann lést á Kumbaravogi á Stokkseyri 19. febrúar 2004. Hann var formaður stjórnar Varðveislufélags Rjómabús Baugsstaða en þar var opnað minjasafn 21. júní 1975. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1984 fyrir störf að félagsmálum.
Útför Stefáns verður gerð frá Gaulverjabæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Places

Vorsabær í Bæjarhrepp:

Legal status

Stefán stundaði nám í Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal 1937-1938; nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni 1938-1939; nám í Námsflokkum Reykjavíkur 1940-1941.

Functions, occupations and activities

Stefán tók mikinn þátt í félagsmálum sveitar sinnar og héraðs. Hann var formaður Ungmennafélagsins Samhygðar frá 1936-1964, að einu ári undanskildu. Formaður kirkjukórs Gaulverjabæjarkirkju var hann frá 1955-1985 og formaður áfengisvarnanefndar frá 1956-1984. Stefán var hreppsstjóri í Gaulverjabæjarhreppi frá 1963-1984. Hann sat í fulltrúaráði Mjólkurbús Flóamanna frá 1950-1989 og Mjólkursamsölunnar frá 1968-1989. Í stjórn Búnaðarsambands Suðurlands frá 1959-1987, þar af formaður frá 1969. Í Laugardælanefnd Búnaðarsambandsins frá 1969 og síðar í stjórn tilraunastarfsins á Stóra-Ármóti til 1988. Í stjórn Skógræktarfélags Árnesinga var Stefán frá 1966-1986. Stefán var formaður landsmóts ungmennafélaganna á Laugarvatni 1965 og í framkvæmdanefnd landbúnaðarsýningarinnar á Selfossi 1978. Hann sat í stjórn klúbbanna "Öruggur akstur" og vann mikið að umferðarmálum á þeirra vegum vítt og breitt um landið.

Mandates/sources of authority

Stefán var í framkvæmdanefnd heimildarkvikmyndarinnar "Í dagsins önn" frá 1950-1987. Hann var fréttaritari Ríkisútvarpsins frá 1958 og Sjónvarpsins frá stofnun þess, svo lengi sem aldur leyfði. Hann skrifaði auk þess fjölda greina í blöð og tímarit og flutti erindi í útvarp. Einnig skrifaði hann ævisögu sína "Alltaf glaðbeittur" sem út kom árið 1991.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru hjónin Jason Steinþórsson frá Arnarhóli, f. 12. febrúar 1872, d. 27. mars 1952, og Helga Ívarsdóttir frá Vorsabæjarhjáleigu, f. 20. maí 1871, d. 7. júní 1917, þau bjuggu í Vorsabæ frá 1903, en þegar Helga lést kom frænka hennar Kristín Helgadóttir, f. 29. nóvember 1884, d. 2. júlí 1977, og gekk Stefáni og systkinum hans í móður stað. Jason og Kristín giftust og bjuggu í Vorsabæ frá 1918 til 1943.
Alsystkini Stefáns voru: 1) Þórður, byggingatæknifræðingur í Reykjavík, f. 11. maí 1907, d. 1. september 1980, 2) Sigríður, húsfreyja á Selfossi, f. 15. nóvember 1908, d. 6. mars 1988, 3) Ívar Kristinn, bóndi í Vorsabæjarhóli í Flóa, f. 5. júlí 1910, d. 28. júlí 1963, og 4) Steinþór, framkvæmdastjóri á Stokkseyri, f. 5. ágúst 1911, d. 24. ágúst 1955.
Hálfsystkini Stefáns, börn Jasonar og Kristínar, eru: 1) Helga, húsfreyja í Reykjavík, f. 20. janúar 1920, d. 23. apríl 1994, 2) Helgi pípulagningameistari í Reykjavík, f. 9. desember 1921, og 3) Guðmundur, rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 10. október 1925.
Hinn 29. maí 1943 gekk Stefán að eiga Guðfinnu Guðmundsdóttur frá Túni í Hraungerðishreppi, f. 3. september 1912, d. 8. júlí 2000, þau hófu búskap í Vorsabæ árið 1943 en brugðu búi árið 1988. Þar áttu þau heima til ársins 2000 er Guðfinna lést.
Börn Guðfinnu og Stefáns eru:
1) Helgi, bóndi og vörubílstjóri í Vorsabæ, f. 26. apríl 1945. Fyrri maki Ólafía Ingólfsdóttir, f. 30. maí 1952, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Kristín Þóra leikskólakennari, f. 1969, maki Sveinn Ragnarsson viðskiptafræðingur, f. 1970, þau eiga þrjú börn. b) Stefán húsasmiður, f. 1972, sambýliskona Rannveig Bjarnfinnsdóttir leikskólakennari, f. 1974, þau eiga eina dóttur. c) Guðfinna iðnrekstrarfræðingur, f. 1976, sambýlismaður Jónas Björgvinsson vélvirki, f. 1971. Hann á eina dóttur. d) Berglind nemi í frönsku, f. 1983. Sambýliskona Helga er Elinborg Baldvinsdóttir, f. 28. mars 1947. Hún á fimm uppkomin börn.
2) Ragnheiður, grunn- og framhaldsskólakennari á Akureyri, f. 1. júlí 1946, maki Tómas Búi Böðvarsson tæknifræðingur, f. 14. nóvember 1942. Synir þeirra eru: a) Böðvar, bygginga- og brunaverkfræðingur, f. 1972, sambýliskona Anna Pála Stefánsdóttir spænskukennari og leiðsögumaður, f. 1975. b) Hlynur, B.Sc. í rafmagns- og tölvuverkfræði, f. 1975, maki Ragna Kristín Jóhannsdóttir viðskiptafræðingur, f. 1975, þau eiga tvo syni.
3) Kristín, handmenntakennari og húsmóðir á Hurðarbaki í Flóa, f. 18. september 1948, maki Ólafur Einarsson bóndi, f. 19. september 1945. Börn þeirra eru: a) Eyrún hjúkrunarfræðingur, f. 1973, sambýlismaður Páll Erland rekstrarhagfræðingur, f. 1970, þau eiga einn son. b) Stefán bifreiðastjóri, f. 1977, sambýliskona Sigrún Sighvatsdóttir grunnskólakennari, f. 1975, þau eiga tvö börn. c) Fanney búfræðingur, f. 1980, sambýlismaður Reynir Þór Jónsson búfræðingur, f. 1981, þau eiga einn son. d) Guðmunda, nemi, f. 1989.
4) Unnur leikskólastjóri í Kópavogi, f. 18. janúar 1951 d. 8. ágúst 2011. Kennari, leikskólastjóri og varaþingmaður í Kópavogi. Frjálsíþróttakona og frumkvöðull að Heilsustefnu í leikskólum á Íslandi. Gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum, maki Hákon Sigurgrímsson skrifstofustjóri, f. 15. ágúst 1937. Börn þeirra eru: a) Finnur hljóðtæknimaður, f. 1975, sambýliskona Þórunn Sigurðardóttir nemi í alþjóðaviðskiptum, f. 1977. b) Grímur nemi í kvikmyndaleikstjórn, f. 1977. c) Harpa Dís nemi, f. 1993. 5) Sveinbjörg bankastarfsmaður í Borgarnesi, f. 17. ágúst 1956, maki Hans Lind Egilsson vélfræðingur, f. 20. júlí 1957. Börn þeirra eru: a) Heiðar Lind nemi, f. 1986. b) Gunnhildur Lind nemi, f. 1990. c) Egill nemi, f. 1994.

General context

Relationships area

Related entity

Bjarni Guðmundsson (1908-2000) frá Túni (26.1.1908 - 4.4.2000)

Identifier of related entity

HAH05112

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Guðfinna kona Stefáns var systir Bjarna

Related entity

Helga Jasonardóttir (1920-1994) Vorsabæ (20.1.1920 - 23.4.1994)

Identifier of related entity

HAH07835

Category of relationship

family

Type of relationship

Helga Jasonardóttir (1920-1994) Vorsabæ

is the sibling of

Stefán Jasonarson (1914-2004)

Dates of relationship

20.1.1920

Description of relationship

samfeðra

Related entity

Jón Magnús Ívarsson (1948) frá Vorsabæjarhól í Flóa (3.12.1948 -)

Identifier of related entity

HAH06129

Category of relationship

family

Type of relationship

Jón Magnús Ívarsson (1948) frá Vorsabæjarhól í Flóa

is the cousin of

Stefán Jasonarson (1914-2004)

Dates of relationship

3.12.1948

Description of relationship

Stefán var föðurbróðir Jóns.

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02026

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 28.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places