Jóhann Ragúels (1875-1942) Akureyri
- HAH05340
- Einstaklingur
- 3.9.1875 - 2.3.1942
Jóhann Ragúelsson Ragúels 3. sept. 1875 - 2. mars 1942. Húsbóndi í Hafnarstræti 35 á Akureyri, Eyj. 1910. Verzlunarmaður á Akureyri 1930.
Jóhann Ragúels (1875-1942) Akureyri
Jóhann Ragúelsson Ragúels 3. sept. 1875 - 2. mars 1942. Húsbóndi í Hafnarstræti 35 á Akureyri, Eyj. 1910. Verzlunarmaður á Akureyri 1930.
Áslaug Hafberg (1921-2010) kaupmaður Reykjavík
Áslaug Hafberg 12. maí 1921 - 17. mars 2010 Var á Bergþórugötu 11 a, Reykjavík 1930. Verslunareigandi og húsfreyja í Reykjavík. Áslaug var mikil hannyrðarkona, meðal annars saumaði hún öll jólakortin fyrir síðustu jól.
Útför Áslaugar fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 31. mars 2010, og hófst athöfnin kl. 13. Afkomendur barna Áslaugar eru 32.
Fríða Sigurbjörnsdóttir (1893-1976) Ljósmóðir á Sporði,
Fríða Sigurbjörnsdóttir 10. nóvember 1893 - 17. desember 1976 Ljósmóðir á Sporði, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Ljósmóðir. Síðast bús. í Þorkelshólshreppi.
Valbjörn Jónsson (1895-1926) Borgarnesi
Valbjörn Jónsson 21. maí 1895 - 19. júlí 1926. Verkamaður í Borgarnesi. Ókvæntur og barnlaus. Verslunarskólanum 1915-1916
Jón Stefánsson (1880-1971) Bóndi í Möðrudal á Fjöllum
Jón Aðalsteinn Stefánsson 22. feb. 1880 - 15. ágúst 1971. Bóndi í Möðrudal á Fjöllum, Hofteigssókn, N-Múl. 1930. Bóndi í Möðrudal frá 1919 til dauðadags. Einnig bóndi á Arnórsstöðum á Jökuldal og í Víðidal á Fjöllum, N-Múl. „Þjóðfrægur óðalsbóndi og listamaður.“ segir í Eftirmælaskrá Jóns Skagan.
Guðbjörg Guðmundsdóttir (1861-1933) Auðkúku ov
Guðbjörg Guðmundsdóttir 7. mars 1861 - 18. október 1933 Niðursetningur í Koti, Grímstungusókn, Hún. 1870. Vinnukona á Hjaltabakka, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Leigjandi í Auðkúlu, Auðkúlusókn, Hún. 1901.
Helga Guðmundsdóttir (1859) Meðalheimi
Helga Ingibjörg Guðmundsdóttir 19. nóv. 1859. [1.12.1860, sk 3.12.1860] Tökubarn Hvoli 1880, vk þar 1890. Vinnukona í Meðalheimi í Blönduóss., A-Hún. 1910. Vinnukona í Meðalheimi, Blönduósssókn, A-Hún. 1930.
Þórdís Samsonardóttir (1897-1925) Ingunnarstöðum
Þórdís Ingibjörg Samsonardóttir 1. júlí 1897 - 8. júlí 1925. Var á Ingunnarstöðum, Garpsdalssókn, Barð. 1901. Húsfreyja á Akureyri 1920. Kvsk á Blönduósi 1915-1916. Sýslumannshúsinu á Borðeyri 1920.
Sigvaldi Fanndal Torfason (1922-1998) Blönduósi
Sigvaldi Fanndal Torfason fæddist í Hvítadal í Saurbæ í Dalasýslu 2. júlí 1922.
Hann lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 19. nóvember 1998.
Útför Sigvalda fór fram frá Blönduóskirkju 28.11.1998 og hófst athöfnin klukkan 14.
Skafti Fanndal Jónasson (1915-2006) Dagsbrún á Skagaströnd
Skafti Fanndal Jónasson fæddist á Fjalli á Skaga 25. maí 1915. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. september síðastliðinn. Skafti var alinn upp á Fjalli við almenn sveitastörf, hann vann öll almenn verkamannastörf og stundaði meðal annars sjó. Hann var sérstaklega laginn við allar vélar og tæki og nýttist það vel bæði til sjós og lands. Hann vann við hafnargerð á ýmsum stöðum á landinu, við skipasmíðar og húsbyggingar, fór á vertíðir suður með sjó og vestur á firði og vann á síldarplani á Raufarhöfn. Hann átti nánast allan sinn búskap trillu sem hann nefndi Kóp og stundaði fyrstur manna grásleppuveiðar frá Skagaströnd.
Skafti og Jóna áttu heima í Dagsbrún til ársins 1958, þá fluttust þau að Fellsbraut 5, síðan í Lund en í mörg ár bjuggu þau á dvalarheimili aldraðra, Sæborg, á Skagaströnd og þar bjó Skafti til æviloka.
Útför Skafta verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Stanley Guðmundsson Melax (1893-1969)
Fæddur 7. desember 1893 - 20. júní 1969. Bóndi og prestur á Barði, Barðssókn, Skag. 1930. Prestur og rithöfundur á Barði í Fljótum, Skag. 1921-1931 og á Breiðabólstað i Vesturhópi eftir 1931. Síðast bús. í Reykjavík.
Hinn 20. f.m. andaðist á heimili sínu, Ljósheimum 4 hér í Reykjavík, séra Stanley Guðmundsson Melax, fyrrverandi sóknarprestur að Breiðabólstað í Vesturhópi. Kom andlátsfregn hans stéttarbræðrum hans og vinum mjög á óvart, því að ekki hafði heyrzt, að hann hefði verið að undanförnu veikur, enda hafði svo ekki verið. Veiktist hann snögglega skömmu eftir hádegi föstudaginn 20. júní. Kom læknir til hans strax að heita mátti og var yfir honum, en gat ekkert að gert og að tveim stunduim liðnum var hann látinn. Svo örstutt var bilið milli blíðu og éls í þetta sinn.
Séra Stanley fæddist 7. des. 1893 (skv ministerialbók) að Laugalandi á Þelamörk í Eyjafirði. Voru foreldrar hans Guðmundur 7.11.1869 - 20.3.1899 búfræðingur Jónsson (1830-1915) hreppstjóra á Laugalandi Einarssonar og unnusta hans, Guðrún Oddný f. 20.8.1862 - 1.1.1938 Guðjónsdóttir 8.7.1841 - 4.6.1898 Oddssonar frá Syðra-Fjalli í Aðaldal.
Er séra Stanley var á þriðja ári (!!! faðir hans lést skv ísl.bók 1899 og þá hefur Stanley verið á 6. ári. Í guðfræðingatali er hann sagður hafa dáið 1896 og þaðan er ruglingurinn kominn inn í minningargrein nema þá að það sé rangt dánarár í ísl.bók. Aths GPJ)) , andaðist faðir hans snögglega og var það skömmu áður en þau hugðust ganga í hjónaband. Hafði séra Stanley eftir það ekkert að segja af föðurfólki sínu. Móðir hans, Guðrún Oddný, var af hinni svokölluðu Bucks ætt. En Nikulás Buck var beykir á Húsavík, af norskum ættum. Hann kvæntist Karen Björnsdóttur Halldórssonar biskups á Hólum. Eru ýmsir merkir menn út af þeim komnir, svo sem Steinigrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri og ráðherra. Var Guðrún fjórði ættlilður frá þeim. Er sagt um Nikulás Buck, að hann hafi verið mikill dugnaðarmaður og hraustmenni, en jafnframt stórbrotinn í skapgerð. Mun að minnsta kosti sumt af afkomendum hans hafa erft þessi ættareikenni. Og líklega mun Guðrún Oddný hafa verið í þeim hópi. Hún var afburða dugleg og kjarkmikil, en jafnframt nokkuð skapstór. Það kom nú algerlega í hennar hlut uppeldi föðurlausa drengsins, og það hlutverk rækti hún með frábærri alúð, fórnfýsi og kærleika. Hún var í eðli sínu sérstaklega barngóð og að sjálfsögðu varð sonur hennar, sem nú var að öllu Ieyti hennar forsjá falinn, augasteinn hennar og eftirlæti. Sparaði hún ekkert til uppeldis hans, vann sjálf baki brotnu og gekk ýmislegs á mis til þess að framtíð hans yrði sem best tryggð. Voru þau mæðginin mest á Akureyri eða þar í grennd á þessum uppvaxtarárum hans.
Breiðabólstaðarprestakalli þjónaði séra Stanley til hausts 1960, en þá sagði hann af sér og fluttust þau hjónin til Reykjavikur og hafa búið þar síðan að Ljósheimum 4.
Hann hafði verið prestur í full 40 ár og stundað embætti sitt með mikilli skyldurækni og samviskusemi. Öll prestsverk fóru honum prýðlega úr hendi. Hann var ágætur ræðumaður, hafði góða rödd og sómdi sér vel fyrir altari, enda fyrirmannlegur hvar sem hann kom fram. Hann var frjálslyndur í skoðunum og enginn kreddumaður, en einlæguir Kristsunnandi og hafði háar hugmyndir um gildi þjónsstarfsins í kristinni kirkju.
Búskap stundaði hann nokkuð, en þó í frekar smáum stíl, enda áreiðanlega meira gefinn fyrir bókiðju en búskap. Voru börnin hans, meðan þau voru heima, og ekki sízt Halldór fóstursonur hans.
Séra Stanley var í eðli sínu alvörumaður, enda uppeldið í fátækt með einstæðings móður, fjarri frændum og venzlafólki, stutt að því og haft nokkur varanleg áhrif á hann. Hann var líka mjög hlédrægur og vildi ekki láta mikið á sér bera. Ég býst við, að mörgum hafi við fyrstu kynni virzt hann lítt gefinn fyrir að blanda geði við hvern sem var og vera nokkuð seintekinn sem kallað er. En hann var trölltryggur þar sem hann tók þvi og mikill vinur vina sinna. Í góðvina hópi var hann glaður og reifur og hinn skemmtlegasti í viðræðum og umgengni, enda greindur vel og gamansamur, er því var að skipta.
Vandamenn hans og vinir sakna þessa heilsteypta manns og kristin kirkja þakkar honum 40 ára dygga þjónustu,
Stefán Hafsteinn Ingólfsson (1946-2004)
Stefán Hafsteinn Ingólfsson fæddist í Reykjavík 9. september 1946. Hann lést í Reykjavík 21. október síðastliðinn. Útför Stefáns fer fram frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.
Stefán Jasonarson fæddist í Vorsabæ í Gaulverjabæjarhreppi, Flóa, 19. september 1914. Hann lést á Kumbaravogi á Stokkseyri 19. febrúar 2004. Hann var formaður stjórnar Varðveislufélags Rjómabús Baugsstaða en þar var opnað minjasafn 21. júní 1975. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1984 fyrir störf að félagsmálum.
Útför Stefáns verður gerð frá Gaulverjabæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Stefán Þorgrímsson (1919-2004) Reykjavík
Stefán Þorgrímsson fæddist í Syðra Tungukoti, sem nú heitir Brúarhlíð í Blöndudal í A-Húnavatnssýslu 1. október 1919. Hann lést á LSH í Fossvogi 31. júlí síðastliðinn. Útför Stefáns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Stefán Sigurðsson (1907-2000) Steiná
Stefán Þórarinn Sigurðsson bóndi fæddist á Steiná í Svartárdal, Austur-Húnavatnssýslu 25. september 1907. Stefán átti alla sína ævi heima á Steiná. Hann bjó fyrstu búskaparárin eða frá 1929 á móti föður sínum þar til hann lét af búskap. Stefán sá um hirðingu á búfénaði sínum í félagi við bróður sinn Jakob síðustu árin eða til 1991 en þá naut Jakobs ekki lengur við og eftir það var Stefán ekki nema einn vetur við hirðingu en þá var hann 85 ára. Útför Stefáns fer fram frá Bergsstaðakirkju í Svartárdal í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00.
Steinar Guðjón Magnússon (1932-1991)
Steinar Guðjón Magnússon skrifstofustjóri lést í Landspítalanum 1. þessa mánaðar.
Steingrímur Jóhannesson (1902-1993) Svínavatni
Steingrímur Jóhannesson frá Svínavatni lést í Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 15. þ.m. Hann hafði dvalist þar á elli- og sjúkradeild tæp tvö ár, verið hress af níræðum manni að vera, léttur á sér og kvikur í hreyfingum og las blöð og bækur gleraugnalaust, en minnið var orðið lítið.
Steinunn Matthíasdóttir (1912-1990) Hæli Gnúp
Svala Albertsdóttir (1967-2002) Blönduósi
Svala Albertsdóttir fæddist í Reykjavík 23. desember 1967. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 30. maí 2002.
Í ágúst 1985 flutti hún til Blönduóss og hefur átt heima þar síðan.
Útför Svölu var gerð frá Blönduóskirkju 8.6.2002 og hófst athöfnin klukkan 14.
Svanhildur Þorleifsdóttir (1934-1988) Blönduósi, frá Sólheimum í Svínadal
Svanhildur Þorleifsdóttir. Fædd 9. september 1934 Dáin 13. apríl 1988. Var í Skála, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja og gangastúlka á Blönduósi.
Svava Kristjánsdóttir (1920-1999) frá Kirkjuból í Korpudal
Svava Kristjánsdóttir var fædd að Kirkjubóli í Korpudal í Önundarfirði 31. júlí 1920. Hún andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn 2. september síðastliðinn. Útför Svövu verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. september og hefst athöfnin kl. 13:30.
Svava Steinsdóttir (1919-2001) Neðra-Nesi
Svava Steinsdóttir fæddist á Hrauni á Skaga 17. nóvember 1919. Svava stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1936-37. Árið 1949 hófu Svava og Lárus búskap á Mallandi á Skaga, fluttu þaðan í Efra-Nes 1955 og 1967 í Neðra-Nes, þar sem þau dvöldu uns þau brugðu búi 1994 og fluttu á dvalarheimilið Sæborg á Skagaströnd.
Útför Svövu fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Sveinborg Helga Sveinsdóttir (1948-2004) Hjúkrunarfræðingur
Sveinborg Helga Sveinsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 13. júní 1948. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 13. mars síðastliðinn. Sveinborg verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag 26. mars 2004 og hefst athöfnin klukkan 11.
Sveinn Guðlaugsson (1921-2006)
Sveinn Guðlaugsson fæddist í Reykjavík 9. október 1921. Hann lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 14. desember síðastliðinn. Sveinn ólst upp í Reykjavík. Útför Sveins fór fram í kyrrþey.
Sveinn Víkingur Grímsson (1896-1971) prestur Seyðisfirði ov
Sveinn Víkingur Grímsson, sóknarprestur og rithöfundur, fæddist í Garði í Kelduhverfi 17.1. 1896. Hann var sonur Gríms (1852-1905), bónda í Garði og Þórarinssonar á Víkingavatni , og Kristjönu Guðbjargar (1856-1911) Kristjánsdóttur á Víkingavatni. Sveinn var sannfærður spíritisti eins og fleiri guðfræðingar á þeim tíma, var varaformaður Sálarrannsóknarfélags Íslands um árabil og forseti þess 1960-63.
Magnús Kristinsson (1930-2000) Kleifum
Sæmundur Magnús Kristinsson fæddist á Blönduósi 22. maí 1930. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi 17. nóvember sl. Magnús bjó á Blönduósi alla ævi, ókvæntur og barnlaus. Hann stundaði búskap á Kleifum þar til heilsan brast.
Magnús verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju í dag kl. 14.
Sævar Frímann Sigurgeirsson (1940-1999) Samkomuhúsinu
Sævar Frímann Sigurgeirsson fæddist í Reykjavík 4. september 1940. Hann lést á heimili sínu 23. febrúar síðastliðinn. Sævar ólst upp á Blönduósi. Hann var mörg sumur í sveit sem barn og unglingur en ævistarf hans var bifreiðaakstur. Útför Sævars fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.
Torfi Óldal Sigurjónsson (1918-2002)
Torfi Óldal Sigurjónsson fæddist á Hörgshóli í Þverárhreppi 18. september 1918. Hann lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 25. mars síðastliðinn.
Útför Torfa fer fram frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Tryggvi Björnsson (1919-2001) Hrappsstöðum, Víðidal,
Tryggvi Björnsson fæddist á Hrappsstöðum, Víðidal, Vestur-Húnavatnssýslu, 29. maí 1919. Hann lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 21. mars síðastliðinn. Tryggvi fór snemma að vinna að bústörfum á Hrappsstöðum og var einnig vinnumaður á nokkrum bæjum á unga aldri. Síðustu árin hefur hann verið vistmaður á sjúkrahúsinu á Hvammstanga.
Útför Tryggva fer fram frá Víðidalstungukirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Unnur Guðjónsdóttir (1907-2006)
Unnur Guðjónsdóttir fæddist á Kýrunnarstöðum í Hvammssveit 22. september 1907. Hún lést á dvalarheimilinu Silfurtúni 17. janúar síðastliðinn. Útför Unnar verður gerð frá Garpsdalskirkju í dag kl. 14.
Unnur Kristinsdóttir (1906-1994)
Unnur Kristinsdóttir var fædd á Núpi í Dýrafirði 17. ágúst 1906. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 11. nóvember sl., 88 ára að aldri.
Útför Unnar verður gerð frá Neskirkju í dag.
Unnur Tryggvadóttir (1907-1987)
Unnur Tryggvadóttir frá Völlum - Minning Fædd 27. desember 1907 Dáin 24. maí 1987. Bjartur vormorgunn um Eyjafjörð. Að kvöldi leggur þoku frá hafi, sem byrgir sýn.
Unnur var kát, orðheppin, órög til leikja og rösk til starfa, er fram liðu stundir. Aðeins eins árs aldursmunur var á henni og Ingibjörgu systur minni og voru þær alla ævi ákaflega samrýndar og veit ég ekki til að nokkurn tíma kæmi upp missætti þeirra á milli. Þær sóttu saman barnaskóla til Dalvíkur, þar sem Tryggvi frændi var kennari og dvöldu þá á heimili móðurbróður Unnar, Angantýs Arngrímssonar, og konu hans, Elínar Tómasdóttur prests á Völlum. Þykist ég vita að sú tilhögun hafi að nokkru ráðist til þess, að styrkja samband Unnar við föður hennar og systur.<<
Þau bjuggu í Reykjavík til ársins 1941, er þau fluttu til Akureyrar, er Jakob tók við starfi kirkjuorganista þar, ásamt kennslu og mörgum öðrum störfum að tónlistarmennt. Jakob stundaði um skeið framhaldsnám í London og dvaldi Unnur þar hluta af námstímanum, ásamt dætrum þeirra ungum. Að öðru leyti hafa þau búið óslitið á Akureyri í rösklega 45 ár.
Arndís Pálsdóttir (1929-2007) Barkarstöðum
Arndís Pálsdóttir fæddist á Sveðjustöðum í Vestur-Húnavatnssýslu 28. janúar 1929. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga 10. maí síðastliðinn. Útför Arndísar verður gerð frá Melstaðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Ármann Þorsteinsson (1903-1987)
Bjarni Sigurðsson (1937-2011) Barkarstöðum
Bjarni Steingrímur Sigurðsson fæddist á Barkarstöðum í Svartárdal, A-Hún., 2. júní 1937. Hann lést á heimili sínu á Blönduósi 15. júní 2011.
Bjarni og Ísgerður hófu búskap á Barkarstöðum 1960 og bjuggu þar nokkur ár á móti Þorkeli, bróður hans en síðan á Eyvindarstöðum í Blöndudal. Þar var blandaður búskapur, kúabúið sérlega afurðagott. Árið 1992 slitu hjónin samvistum og fluttu þá bæði til Blönduóss.
Útför Bjarna fór fram í kyrrþey frá Garðakirkju á Álftanesi 8. júlí 2011 og hvílir hann þar við hlið fyrrverandi eiginkonu sinnar, Ísgerðar.
Jensína Antonsdóttir (1899-1926) Glaumbæ, Engihlíðarhr
Jensína Ingibjörg Antonsdóttir 21. júlí 1899 - 11. október 1926 Húsfreyja í Glaumbæ, Engihlíðarhr.
Margrét Sigurðardóttir (1919-1999) Enni
Arína Margrét Sigurðardóttir, húsfreyja og verslunarmaður, fæddist í Enni í Refsborgarsveit í Engihlíðarhreppi í A-Húnavatnssýslu hinn 10. september 1919. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 16. apríl síðastliðinn. A. Margrét ólst upp í Enni og bjó þar til 19 ára aldurs þegar hún fluttist til Reykjavíkur þar sem hún bjó síðan alla tíð til dauðadags.
Útför A. Margrétar fór fram í kyrrþey 23. apríl, að ósk hennar sjálfrar.
Björn Sigurðsson (1920-2010) frá Kornsá
Björn Sigfús Sigurðsson fæddist á Kornsá í Vatnsdal 6. júlí 1920. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 14. maí sl.
Útför Björns fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 21. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 15.
Unnur Þorsteinsdóttir (1910-1987) frá Eyjólfsstöðum
Var á Eyjólfsstöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Verslunarmaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Hún fæddist á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, sem er ein fegursta sveit landsins þarsem tign, fegurð og mildi fylla sjóndeildarhringinn.
Alltaf bjuggu þær systur með foreldrum sínum, lengst af á Bergstaðastræti 64. Það hús keyptu þau Eyjólfsstaðahjónin og þar nutu þau elliáranna við hina bestu umönnun og hlýju þeirra systra. Eftir lát þeirra keyptu þær Unnur og Hulda íbúð í Stóragerði 32 og bjuggu þar saman. Mig langar til að þakka þeim systrum fyrir alla þá velvild og hlýju sem þær hafa alla tíð sýnt mér og fjölskyldu minni.
Síðustu árin var Unnur á sjúkrahúsi. Þrek hennar var þrotið. Þeirsem komu að finna hana og mundu hana unga og lífsglaða við að hlúa að blómum í garðinum heima þekktu hana ekki. En víst er að Unnur mun ætíð standa okkur sem þekktum hana fyrir hugskotssjónum eins og í garðinum heima.
Valdimar Óskarsson (1922-2003)
Valdimar Óskarsson fæddist í Hverhóli í Skíðadal 25. október 1922. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi sunnudaginn 1. júní síðastliðinn. Valdimar ólst upp á Kóngsstöðum í Skíðadal.
Útför Valdimars verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Arnþrúður Sigurðardóttir (1920-2005)
Arnþrúður Sigurðardóttir fæddist á Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu 17. janúar 1920. Hún lést á dvalarheimilinu Eir 9. febrúar 2005.
Útför Arnþrúðar fór fram í Fossvogskapellu 18. febrúar í kyrrþey.
Árni Árnason (1888-1971) Stóra-Vatnsskarði
Bóndi í Vatnsskarði, Víðimýrarsókn, Skag. 1930. Bóndi á Stóra-Vatnsskarði á Skörðum, Skag. Síðast bús. í Seyluhreppi. Hann fæddist í Borgarey í Hólmi 5. september 1888 sonur hjónanna Árna Jónssonar snikkara ættuðum úr Vopnafirði og Guðrúnar Þorvaldsdóttur frá Framnesi i Blönduhlíð. Árni átti ekki því láni að fagna, að alast upp með föður slnum, því hann var látinn áður en sonurinn fæddist. Árni ólst því upp með móður sinni og seinni manni hennar, Pétri Gunnarssyni frá Syðra-Vallholti.
Árni fluttist með Pétri og Guðrúnu að Stóra Vatnsskarði árið 1899 og átti þar heima alla ævi eftir það. Nokkru eftir að þau fluttust að Stóra-Vatnsskarði tóku þau Guðrún og Pétur í fóstur litla stúlku tveggja sólarhringa gamla, Guðrúnu Ingibjörgu Nikódemusdóttur, en hún andaðist á þrettánda aldursári árið 1923 og varð mikil eftirsjá fósturforeldrum og fóstursystrunum, sem öll unnu henni mjög, og þegar Árni eignaðist síðar dóttur lét hann hana heita í höfuðið á henni, annað kom ekki til greina. Eftir lát þeirra Péturs og Guðrúnar, en þau létust, hann árið 1923, hún árið 1924, tók við búinu elzti bróðirinn, Þorvaldur, en hann andaðist einnig á árinu 1924 og tóku þá við búi á jörðinni bræðurnir Árni og Benedikt og bjuggu þar í tvíbýli til ársins 1964 að Benedikt andaðist. Árni var þá búinn að missa heilsuna að mestu og lét einnig af búskap.
Ásmundur Guðmundsson (1888-1969) biskup
Var í Reykjavík 1910. Prestur á Helgafelli í Helgafellssveit 1916-1919. Skólastjóri Alþýðuskólans á Eiðum um tíma. Háskólakennari á Laufásvegi 75, Reykjavík 1930. Prófessor og biskup yfir Íslandi. Síðast bús. á Akranesi.
Valgeir Matthías Pálsson fæddist í Unuhúsi í Reykjavík 6. júlí 1911. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 9. janúar síðastliðinn.
Útför Valgeirs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag 16 jan. 2004 og hefst athöfnin klukkan 15.
Valgerður Sigurtryggvadóttir (1922-2006) frá Litlu-Völlum í Bárðardal í S-Þing.
Valgerður Sigurtryggvadóttir fæddist á Litlu-Völlum í Bárðardal í S-Þing. 7. ágúst 1922. Hún lést á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi aðfaranótt 25. júlí síðastliðinn 83 ára að aldri.
Útför Valgerðar var gerð frá Fossvogskirkju 3.8.2006 og hófst athöfnin klukkan 13.
Þorkell Sigurðsson (1933-2008) Barkarstöðum
Þorkell Sigurðsson fæddist á Barkarstöðum í Svartárdal, A-Hún., 23. mars 1933. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi 7. október 2008. Þorkell átti heima á Barkarstöðum alla ævi og var bóndi þar allan sinn starfsaldur.
Útför Þorkels fer fram frá Bergsstaðakirkju í dag 18. okt. 2008 og hefst athöfnin kl. 14.
Þormóður Pétursson (1928-2007)
Þormóður Ingi Pétursson fæddist á Ormsstöðum á Fljótsdalshéraði 25. júlí 1929. Hann lést á heimili sínu 5. febrúar síðastliðinn eftir erfið veikindi. Þormóður ólst upp austur á Fljótsdalshéraði.
Útför Þormóðs verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.
Þorsteinn Erlings Ásgrímsson (1936-1999) frá Ásbrekku
Þorsteinn Erlings Ásgrímsson fæddist að Ási í Vatnsdal 23. september 1936. Hann lést á Landspítalanum 8. maí síðastliðinn. Þorsteinn og Ingibjörg hófu búskap í félagi við foreldra hennar 1958 og bjuggu að Varmalandi til vorsins 1998, að þau fluttust til Sauðárkróks.
Þorsteinn Matthíasson (1908-1990)
Þorsteinn Matthíasson frá Kaldrananesi Fæddur 23. apríl 1908 Dáinn 28. september 1990 Í dag verður til moldar borinn Þorsteinn Matthíasson frá Kaldrananesi, kennari og rithöfundur. Hann fæddist í Bjarnarnesi í Kaldrananeshreppi, Strandasýslu, þann 23. apríl 1908.
Þorvaldur Þorvaldsson (1921-2007) frá Þóroddsstöðum í Hrútafirði
Þorvaldur Þorvaldsson fæddist á Þóroddsstöðum í Hrútafirði 27. september 1921. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Landakoti 3. júlí síðastliðinn. Þorvaldur ólst upp á Þóroddsstöðum og stundaði hin ýmsu sveitastörf. Sælureit átti Þorvaldur í Norðurkotslandi í Grímsnesi og dvaldi þar oft og að loknu dagsverki við að betrumbæta bústaðinn og hlúa að gróðri naut hann þess að koma við á Gömlu Borg og fá sér te og jólaköku, spila bridge, spjalla við gesti og gangandi, njóta tónlistar eða taka dansspor.
Hann var einn traustasti sjálfstæðismaður, sem ég hefi kynnst, með mótaðar skoðanir án þess að vera þröngsýnn og kunni að meta skoðanir annarra.
Hann var fyrst og síðast sjálfstæður einstaklingur, sem mat þýðingu framtaks einstaklinga til velferðar allra.
Útför Þorvaldar verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.
Þóra Sigurgeirsdóttir (1913-1999) hótelstýra Blönduósi
Þóra Sigurgeirsdóttir fæddist á Ísafirði 12. september 1913. Hún lézt á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 9. maí síðastliðinn. Þóra Sigurgeirsdóttir, rak lengi hótel á Blönduósi, ásamt manni sínum Snorra heitnum Arnfinnssyni búfræðingi
Útför Þóru Sigurgeirsdóttur fór fram frá Blönduósskirkju laugardaginn 15. maí.
Þórarinn Ólafsson (1935-1998) læknir Hvammstanga
Þórarinn Böðvar Ólafsson fæddist í Reykjavík 20. mars 1935. Þórarinn ólst upp í Hafnarfirði, Kaupmannahöfn og á Vífilsstöðum.
Hann lést á Landspítalanum að kvöldi 23. febrúar 1998.
Útför Þórarins fór fram frá Hallgrímskirkju4.3.1998 og hófst athöfnin klukkan 15.
Þórður Kristján Runólfsson (1896-1998)
Þórður Kristján Runólfsson fæddist í bænum Efri-Hrepp í Skorradalshreppi 18. september 1896. Barn að aldrei fluttist Þórður með foreldrum sínum að Hálsum í Skorradal og ólst þar upp. Árið 1913 fór hann sem vinnumaður að Efstabæ í Skorradal og var þar í fjögur ár en fór þá að Fitjum í sömu sveit og var það önnur fjögur ár og einnig í vinnumennsku. Þórður og Halldóra byrjuðu búskap á Draghálsi í Svínadal á vordögum 1921 og voru þar í eitt ár en fluttu þá að Svanga í Skorradal (nafni breytt síðar í Haga), þar bjuggu þau síðan og Þórður þar einbúi í 14 ár eftir lát konu sinnar. Annan október 1996 flutti hann á Davlarheimilið í Borgarnesi. Hafði þá búið í Haga í 74 ár.
Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 25. september síðastliðinn.
Útför Þórðar fer fram frá Hallgrímskirkju í Saurbæ í dag og hest athöfnin klukkan 14.
Þórey Daníelsdóttir (1926-2011) Litla-Búrfelli
Þórey Daníelsdóttir fæddist á Stóra-Búrfelli, Svínavatnshreppi í Austur- Húnavatnssýslu, 22 desember 1926. Hún lést 26. júlí 2011.
Útför Þóreyjar fór fram frá Blönduósskirkju 6. ágúst 2011 í kyrrþey.
Þórunn Scheving Thorsteinsson (1924-2009) sýslumannshúsinu við Aðalgötu
Þórunn Scheving Thorsteinsson fæddist 7. október 1924. Fyrstu árunum eyddi Þórunn ýmist í foreldrahúsum á Blönduósi eða hjá föðurforeldrum sínum í Reykjavík, Þórunni Stephensen, f. 1860, d. 1942 og Davíð Scheving Thorsteinsson, f. 1855, d. 1938.
Síðustu árin dvaldi Þórunn í góðu yfirlæti á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.
Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 9. janúar 2009.
Útför Þórunnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.
Þórunn Ólafsdóttir (1908-1996)
Þórunn Ólafsdóttir fæddist á Eyri í Svínadal, Hvalfjarðarstrandarhreppi, 17. apríl 1908. Vetrarstúlka á Laugavegi 2, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
Hún lést 16. ágúst 1996 á hjúkrunarheimilinu Eir.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Einar Heimir Pétursson (1936-2017) Blönduósi
Einar Heimir Pétursson fæddist 31. desember 1936 á Blönduósi. Hann lést á líknardeild Landspítalans 11. mars 2017.
Einar greindist fyrst með krabbamein 1997 og lést á líknardeild Landspítalans 11.3. 2017.
Að ósk Einars fór kveðjuathöfn/bálför fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 16. mars 2017.
Kristján Karlsson Hall (1935-2015) Blönduósi
Kristján K. Hall fæddist á Blönduósi þann 2. apríl 1935. Hann lést á deild 11G á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi 16. júní 2015.
Kristján bjó fyrstu æviárin á Blönduósi, en flutti ungur að árum til Reykjavíkur með foreldrum sínum og systur.
Útför Kristjáns fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu.
Haukur Pálsson (1949-1998) frá Hvassafelli
Fæddist á Hvassafelli á Blönduósi hinn 20. desember 1949. Haukur ólst upp á Blönduósi til 17 ára aldurs, en fluttist hann þá til Reykjavíkur. Hann
bjó þar í tvö ár en fluttist þá til Grindavíkur og þar kynntist hann konu sinni Ástrósu.
Hann lést á Landspítalanum 3. júlí 1998.
Útför Hauks fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.
Aase Hjort, f. 14. júní 1955 í Árósum, kennari í Kaupmannahöfn.
Aðalheiður Ingvarsdóttir (1948) Hólabaki
Aðalheiður Rósa Jónsdóttir (1884-1931) kennari Hrísum í Víðidal
Hún ólst upp hjá Jónasi Jónssyni og Aðalheiði Rósu Sigurðardóttur í Finnstungu
Aðalsteinn Dýrmundsson (1886-1959) Stóru-Borg
Aðalsteinn Dýrmundsson 7. október 1886 - 26. mars 1959 Hjú í Hvammi, Undirfellssókn, Hún. 1901. Bóndi á Stóru-Borg, Vesturhópshólasókn, V-Hún. 1930. Kennari og bóndi á Stóruborg.
Aðalsteinn Pétursson (1899-1980)
Aðalsteinn Pétursson Ólafsson f. 19. september 1899 - 18. júní 1980 Verslunarmaður og skrifstofumaður á Patreksfirði.
Agnar Leví Jónsson (1917-2006)
Agnar Jónsson fæddist á Heggsstöðum í Ytri-Torfustaðahreppi, V-Húnavatnssýslu 9. maí 1917.
Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 15. október 2006.
Útför Agnars fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.
Agnes Jóhannesdóttir (1933-2010)
Agnes Jóhannesdóttir f. 29. nóvember 1933 - 23. ágúst 2010 Hjúkrunarfræðingur og deildarstjóra ungbarnadeildar Barnaspítala Hringsins, bús. í Kópavogi. Kjörforeldrar skv. Vigurætt: Jóhannes Jónsson, f. 20.8.1902 og Sigrún Helena Jóhannesdóttir, f. 22.12.1908.
Agnes Jóhannesdóttir barnahjúkrunarfræðingur fæddist í Álftafiði 29. nóvember 1933. Hún lést mánudaginn 23. ágúst, 76 ára að aldri.
Agnes verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, mánudaginn 30. ágúst 2010, klukkan 15.
Albert Eðvarðsson (1909-1940) Söðlasmiður á Blönduósi.
Albert Eðvarðsson f. 23. júní 1909 - 4. júlí 1940 Vinnumaður á Helgavatni, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Söðlasmiður á Blönduósi.
Albert Hreindal Svavarsson (1961) frá Miðhúsum
Undirfellskirkja er í Þingeyrarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Nikulási biskupi í Myra. Útkirkja var að Másstöðum, þar til hún brotnaði í snjóflóði 1811, og í Grímstungu 1849-1881.
Víða voru hálfkirkjur og bænhús í sókninni. Kirkjan, sem nú stendur, er byggð úr steinsteypu 1915. Rögnvaldur Ólafsson, húsameistari, teiknaði hana.
Undirfell er eyðibýli, kirkjustaður og fram til 1906 prestssetur í vestanverðum Vatnsdal. Stendur staðurinn undir Felli (358m y.s.) og er kenndur við það. Fell þetta mun upphaflega hafa heitið Undornfell. Undorn (eða undrun) er eyktamark í fornu máli og merkti sama og nón (kl.3), spr. Völuspá, 6. vísu:
"morgin hétu
ok miðjan dag,
undorn og aftan,
árum at telja."
En fellið er í nónstað frá bænum. Í Landnámabók og Vatnsdæla sögu er bærinn Undirfell nefndur Undunfell. Einnig kemur fyrir rithátturinn Undinfell og Undurnfell og virðist bærinn þannig hafa verið samnefndur fellinu.
Kirkjan á Undirfelli var helguð Nikulási biskupi í Myra í kaþólskum sið. Útkirkja þaðan var á Másstöðum uns hana braut í snjóflóði árið 1811, og í Grímstungu 1849-1881. Hálfkirkjur og bænhús voru víða í sókninni að fornu. Núverandi kirkja á Undirfelli er allveglegt steypuhús sem byggt var sumarið 1915 eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar húsameistara, dálítið sérkennileg að því leyti að turninn er upp af nyðra framhorni hennar. Í henni er altaristafla eftir Ásgrím Jónsson er sýnir Jesúm blessa börnin og fleiri góðir gripir.
Fyrra kirkjuhús, sem var stór timburkirkja frá 1893, brann á annan í jólum 1913. Síðasti presturinn á Undirfelli, séra Hjörleifur Einarsson (1831-1910) sagði af sér embætti árið 1906 eftir 30 ára þjónustu á staðnum. Séra Hjörleifur lagði mikla stund á kennslu og hafði flesta vetur námssveina og á árunum 1879-1883 var haldinn kvennaskóli á Undirfelli fyrir hans forgöngu, með 6 nemendum og einum kennara auk hans sjálfs sem kenndi stúlkunum bóklegar greinar. Var það fyrsti vísir að kvennaskóla Húnvetninga. Sonur Hjörleifs var Einar H. Kvaran (1859-1938) rithöfundur. Einar var afkastamikill rithöfundur og vinsælt skáld á löngum og merkum rithöfundarferli. Hann var ritstjóri ýmissa blaða og tímarita, einnig í Winnipeg þar sem hann dvaldi í 10 ár fyrir aldamót, en á háskólaárum í Kaupmannahöfn var hann einn Verðandimanna. Lengstu skáldsögur hans eru Ofurefli (1908) og gull (1911) en kunnastur er hann nú fyrir smásögur sínar. Heildarsafn verka Einars er ritsafn I-IV (1944 og síðar).
Einn fyrsti listmálari sem nokkuð kveður að á Íslandi, Þórarinn B. orláksson (1867-1924) var fæddur á Undirfelli og ólst þar upp fyrstu árin.
Turninn rís upp úr nyrðra framhorni hennar. Ásgrímur Jónsson málaði altaristöfluna (Jesús að blessa börnin). Nokkrir aðrir góðir gripir eru í kirkjunni. Timburkirkjan, sem þarna stóð frá 1893, brann annan í jólum 1913. Sonur síðasta prestsins, Hjörleifs Einarssonar, sem þjónaði að Undirfelli í 30 ár til 1906, var Einar H. Kvaran (1859-1938), rithöfundur. Fyrsti listmálarinn, sem kvað að á Íslandi, Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924), fæddist að Undirfelli.
Albert Kristjánsson (1865-1953) Páfastöðum á Langholti
Albert Kristjánsson 22. nóvember 1865 - 11. desember 1953. Bóndi og oddviti á Páfastöðum á Langholti, Skag. 1889-1931.
Alda Theodórsdóttir (1932) Bjargi Blönduósi, frá Brúarlandi
Alda Sigurlaug Theódórsdóttir f. 17. júlí 1932 Var á Bjargi, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
Alexandra Viðarsdóttir Berndsen (1997)
Alexandra Dögg Viðarsdóttir Berndsen f. 12. apríl 1997
Guðmundur Arason (1946) Helgafelli
Alvilda Ása Gísladóttir (1902-1917)
Alvilda Ása Gísladóttir f. 22. júní 1902 - 5. október 1917.
Elísabet Guðmundsdóttir (1902-1997) frá Engihlíð
Elísabet Guðrún Guðmundsdóttir fæddist í Engihlíð í Langadal 11. júní 1902. Hún lést 22. nóvember 1997.
Útför Elísabetar Guðrúnar fór fram frá Blönduóskirkju 28. nóvember 1997.
Elísabet Pétursdóttir (1919-2006) Lækjarbakka og Reykjavík
Elísabet Pétursdóttir fæddist á Skagaströnd 12. ágúst 1919. Var í Víkum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Hún lést á Landspítalanum 13. mars 2006.
Útför Elísabetar verður gerð frá Langholtskirkju í dag 21. mars 2006 og hefst athöfnin klukkan 13.
Guðrún Guðmundsdóttir (1950) Hvammstanga og Skagaströnd
Guðrún er fædd 3.maí 1950. Hún er uppalin á Hvammstanga en bjó lengi á Skagaströnd.
Þar starfaði hún meðal annars sem leiðbeinandi í handavinnu aldraðra, rak hannyrðaverslun og fleira slíkt. Fjölskyldan flutti síðan suður fyrir rúmum áratug og síðan þá hefur Guðrún meðal annars staðið fyrir námskeiðum í japönskum pennasaum sem haldin hafa verið víða um land. Jafnhliða því rekur hún verslunina Annoru sem nú orðið er aðeins starfrækt á netinu. Eiginmaður Guðrúnar er Árni Björn Ingvarsson og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn.
Erla Aðalsteinsdóttir (1929-2016)
Erla Aðalsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 13. júlí 1929. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 15. ágúst 2016. Þau bjuggu þau fyrstu árin í Reykjavík en fluttust norður í Húnavatnssýslu árið 1961 þar sem þau byggðu bæinn Sturluhól. Árið 1981 fluttu Erla og Snorri á Blönduós og bjuggu þar þangað til Snorri lést. Síðustu árin bjó Erla í Keflavík og á Eir þar sem hún lést.
Útför Erlu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 29. ágúst 2016, og hefst athöfnin klukkan 15.
Andrés Árnason (1854-1921) Verslunarstjóri hjá Höepfner á Skagaströnd
Verslunarstjóri hjá Höepfner á Skagaströnd. Andrés var systursonur Bólu-Hjálmars.
Andrés Árnason f. 14.1.1854, Akureyri 40a, Hrafnagilssókn, Eyj. 1870. Verzlunarþjónn í Gilinu, Akureyrarsókn, Eyj. 1880. Verslunarstjóri á Skagaströnd, Spákonufellssókn, Hún. 1890, óg.
Andrew Danielsson (1879-1954) ríkisþingmaður Blaine Washingthon
Andrés Daníelsson f. 21. desember 1879 [22.12.1879] - 15. september 1954 [13.9.1954], var á Harastöðum, Hofssókn, Hún. 1880. Fluttist níu ára til Vesturheims. Settist að í Blaine. Vann fyrstu árin við verslun, en gerðist síðan fasteignasali. Hann var einnig bæjarráðsmaður, ríkisþingmaður og friðdómari um skeið. Jarðsettur í Blaine Cemetery.
Andrés Leifsson (1961) Blönduósi
Andrés Ingiberg Leifsson f. 21. september 1961. Kjörfaðir: Leifur Sveinbjörnsson, f. 2.10.1919 – 22.2 2008 bóndi Hnausum.
Andrés Jónsson (1857-1940) Skarði á Vatnsnesi
Andrés Jónsson f. 3. september 1857 - 23. mars 1940, Syðri-Reykjum, Melstaðasókn, Hún. 1860. Var á Syðri-Kárastöðum, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1870. Bóndi í Kothvammi. Bóndi í Skarði, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1901. Var í Bjarmalandi, Grindavíkursókn, Gull. 1930.
Anna Árnadóttir (1851-1924) Köldukinn
Anna Árnadóttir f. 6. febrúar 1851 - 1. október 1924. Húsfreyja í Köldukinn á Ásum, A-Hún.
Halla Jökulsdóttir (1952-2016) frá Núpi
Sigurlaug Halla Jökulsdóttir fæddist á Skagaströnd í Austur-Húnavatnssýslu 30. september 1952. Hún lést á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri 16. september 2016.
Halla flutti á fimmta ári að Núpi í Laxárdal með foreldrum sínum ásamt tveimur yngri bræðrum, þar sem þau tóku við búi fósturforeldra föðurs hennar. Halla sótti nám í farskóla sveitarinnar, var einn vetur í Blönduskóla og síðan tvo vetur í grunnskólanum á Skagaströnd. Veturinn 1967 vann Halla við mötuneyti Reykjaskóla í Hrútafirði og árið eftir fór hún í Húsmæðraskólann á Laugalandi. Flutti hún þá til Akureyrar og vann við ýmis störf meðal annars við Fjórðungssjúkrahúsið. Eftir að börnin fæddust starfaði Halla jafnhliða barnauppeldi og heimilisstörfum á sjúkrahúsinu á Blönduósi með hléum. Vorið 1980 festu hjónin kaup á jörðinni Efri-Mýrum í Engihlíðarhreppi og ráku þar aðallega eggjabúskap allt til ársins 2008. Halla hafði gaman af félagsmálastörfum og var virkur félagi í JC hreyfingunni um nokkurra ára bil.
Benedikt Blöndal (1887-1968) Brúsastöðum
Bóndi á Brúsastöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Brúsastöðum, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi.
Björg Sigvaldadóttir (1915-1993) Hrafnabjörgum
Húsfreyja. Var á Auðkúlu, Svínavatnssókn, A-Hún. 1930. Heimili: Hrafnabjörg. Síðast bús. í Neshreppi.
Auðbjörg Ámundadóttir (1928-2001) Fossgerði í Eiðaþinghá
Auðbjörg Ámundadóttir fæddist í Dalkoti í Kirkjuhvammshreppi í V-Húnavatnssýslu 25. nóvember 1928. Hún lést á heimili sínu á Brávöllum 1, Egilsstöðum, aðfaranótt 5. janúar síðastliðins. Auðbjörg og Sigfús fluttu til Blönduóss 1954 frá Reykjavík. Þar starfaði hún sem húsfreyja og Sigfús var búnaðarráðunautur hjá Búnaðarsambandi A-Hún. Árið 1966 fluttist fjölskyldan til Egilsstaða og árið 1972 keyptu þau jörðina Fossgerði í N-Múl. og gerðust bændur. Þau stunduðu búskap til ársins 1996 er þau fluttu aftur til Egilsstaða.
Útför Auðbjargar fór fram frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.
Guðmunda Guðmundsdóttir Hansen (1924-2005)
Guðmunda Guðmundsdóttir fæddist á Blönduósi 6. október 1924. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 7. apríl síðastliðinn.
Útför Guðmundu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.
Ármann Eydal Albertsson (1929-2004) frá Keldulandi
Ármann Eydal Albertsson fæddist á Selá á Skaga 8. júní 1929. Hann lést hinn 20. nóvember síðastliðinn. Ármann ólst upp í sveitinni, fyrst á Selá og síðan á Reykjum á Reykjaströnd. Sumarið 1933 fluttu þau að Keldulandi vegna þess að þrír bræður Sigurlínu féllu frá með skömmu millibili og eftir var forsjárlaust heimili þar.
Útför Ármanns verður gerð frá Útskálakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Anna Steingrímsdóttir (1919-1993) Pálmalundi
Anna Sigríður Steingrímsdóttir - Minning Fædd 18. apríl 1919 Dáin 23. maí 1993 Hún var fædd 18. apríl 1919, en dó 23. maí síðastliðinn.
Var á Blönduósi 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Mosfellsbæ.
Baldur Magnússon (1918-1992) Hólabaki
Var á Sveinsstöðum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Hólabaki, var oddviti í Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Síðar skrifstofumaður í Reykjavík.
Bernódus Ólafsson (1919-1996) Skagaströnd
Bernódus Ólafsson var fæddur á Gjögri í Árneshreppi á Ströndum 17. mars 1919. Hann lést á Skagaströnd 18. september 1996.
Bernódus ólst upp í Kúvíkum í Reykjarfirði. Útför Bernódusar fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag 28. sept 1996 og hefst athöfnin klukkan 14.
Bjarni Pálsson (1927-2004) Ólafshúsi
Bjarni Pálsson fæddist á Blönduósi 13. apríl 1927. Hann lést 11. okt 2004 síðastliðinn.
Útför Bjarna fer fram frá Blönduóskirkju í dag 23. okt. 2004 og hefst athöfnin klukkan 10.30.
Árný Jóhannesdóttir (1939-1988) Vatnshlíð, frá Neðri Fitjum
Árný var fædd á Neðri-Fitjum í Víðidal 22. mars 1939.
Kristófer Baldur Pálmason fæddist í Köldukinn á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu hinn 17. desember árið 1919. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík, 11. september síðastliðin.
Útför Baldurs verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, föstudaginn 17. september, kl. 15.
Ásta Hannesdóttir (1926-2000) frá Undirfelli
Ásta Hannesdóttir fæddist á Undirfelli í Vatnsdal 11. júlí 1926. Hún lést á líknardeild Landspítalans 26. september 2000. Ásta verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 2. október og hefst athöfnin klukkan 10.30.
Birgir Snæbjörnsson (1929-2008)
Séra Birgir Snæbjörnsson, prestur og prófastur á Akureyri, fæddist á Akureyri 20. ágúst 1929. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt fimmtudagsins 17. júlí síðastliðins á sjötugasta og níunda aldursári.
Útför sr. Birgis fer fram frá Akureyrarkirkju í dag 10. ágúst 2008 og hefst athöfnin klukkan 13.30.