Sýnir 10353 niðurstöður

Nafnspjald

Ingibjörg Jónsdóttir Kolka (1916-2005) Hemmertshúsi

  • HAH01492
  • Einstaklingur
  • 3.11.1916 - 14.11.2005

Ingibjörg Jónsdóttir Kolka fæddist í Reykjavík 3. nóvember 1916. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 14. nóvember síðastliðinn. Ingibjörg og Guðmundur hófu búskap á Blönduósi, en bjuggu lengst af í Reykjavík. Hún hafði unnið verslunar- og skrifstofustörf fyrir hjónaband og eftir andlát eiginmanns síns sneri hún aftur til starfa hjá Sjóvátryggingafélagi Íslands, þar sem hún starfaði þar til hún fór á eftirlaun.

Útför Ingibjargar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Ingibjörg Pétursdóttir (1921-2013) Pétursborg

  • HAH01495
  • Einstaklingur
  • 1.9.1921 - 29.12.2013

Ingibjörg Kristín Pétursdóttir fæddist á Skagaströnd 1. september 1921. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 29. desember 2013. Ingibjörg ólst upp á Torfalæk hjá hjónunum Jóni Guðmundssyni, móðurbróður sínum, og Ingibjörgu Björnsdóttur konu hans. Hún stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1939-40. Var ráðskona á Sjúkrahúsinu á Blönduósi 1947-48. Síðan heimavinnandi húsmóðir um skeið en starfaði lengst af við umönnun og fleira á Héraðshælinu á Blönduósi. Ingibjörg hafði yndi af alls kyns handavinnu og föndri, einnig hafði hún mikla ánægju af blómarækt og garðyrkju. Þau Jósafat bjuggu á Blönduósi mestallan sinn búskap.

Útför Ingibjargar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 9. janúar 2014, og hefst athöfnin kl. 13

Ingibjörg Þórhallsdóttir (1933-2004) Ánastöðum

  • HAH01497
  • Einstaklingur
  • 25.4.1933 - 13.5.2004

Ingibjörg Marsibil Þórhallsdóttir fæddist á Ánastöðum á Vatnsnesi 25. apríl 1933. Hún andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 13. maí síðastliðinn. Ingibjörg ólst upp í þessum stóra strákahópi og gekk í barnaskóla sveitarinnar, sem þá var farskóli. Hún fór strax á unglingsárum að vinna utan heimilis í átthögum sínum og svo lá leið hennar til Reykjavíkur, eins og svo margra unglinga úr sveitunum. Þar starfaði hún á nokkrum stöðum, en líklega lengst hjá saumastofunni Dúki.
Framan af dvöl sinni í Reykjavík bjó hún í leiguhúsnæði, en eignaðist svo íbúð á Garðsenda 12 og var þar heimili hennar til æviloka. Ingibjörg var ógift og barnlaus.
Útför Ingibjargar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Ingileif Sæmundsdóttir (1902-1993) Kleifum

  • HAH01513
  • Einstaklingur
  • 2.6.1902 - 7.6.1993

Ingileif Sæmundsdóttir, Kleifum Fædd 2. júní 1902 Dáin 7. júní 1993. Á sínum yngri árum tók Ingileif virkan þátt í félagslífi. Ungmennafélagið hafði barnaball sem við kölluðum svo, en nú heitir jólatrésskemmtun, á hverjum vetri eftir jólin. Þá skemmtu félagarnir okkur krökkunum og dönsuðu við okkur. Ingileif vildi fá að kenna mér marsúka.
Ingileif var glæsileg kona og bar sig ákaflega vel, enda vakti hún alls staðar athygli. Og hún var það alveg fram á síðustu ár. Hún var svo heppin að geta verið heima og haft heimili með aðstoð Magnúsar sonar síns alveg fram á síðustu mánuði er hún lagðist inn á sjúkradeild Héraðshælis Húnvetninga, sem nú má ekki heita það lengur heldur héraðsspítali. Þar dó hún sl. mánudag.
Húsfreyja á Blönduósi 1930. Var á Kleifum, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Ingimar Ástvaldur Magnússon (1907-2004)

  • HAH01514
  • Einstaklingur
  • 13.10.1907 - 24.6.2004

Ingimar Ástvaldur Magnússon fæddist á Ytri-Hofdölum í Viðvíkursveit í Skagafirði 13. október 1907. Hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ 24. júní síðastliðinn. Ingimar fluttist til Reykjavíkur 1930 og hóf skömmu síðar húsasmíðanám hjá Zóphoníasi Snorrasyni, húsasmíðameistara. Hann lauk prófi við Iðnskólann í Reykjavík 1933, sveinsprófi 1935 og fékk húsasmíðaréttindi í Reykjavík 1939.
Ingimar starfaði um árabil við húsasmíðar í þjónustu ýmissa aðila, lengst af hjá Ingólfi B. Guðmundssyni, sem í marga áratugi rak Sögina hf. í Reykjavík. Á sjötta áratugnum stofnaði Ingimar ásamt öðrum byggingarfélagið Afl sf., sem rak öfluga byggingarstarfsemi í Reykjavík í hartnær tvo áratugi.
Útför Ingimars verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Ingimundur Ævar Þorsteinsson (1937-2013) Enni

  • HAH01515
  • Einstaklingur
  • 1.3.1937 - 23.12.2013

Ingimundur Ævar Þorsteinsson fæddist 1. mars 1937 í Enni. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 23. desember 2013. Ævar gekk í þennan hefðbundna sveitaskóla sem boðið var upp á og byrjaði ungur að vinna bæði heima fyrir og víðar. Síðar fór hann suður og var nokkur ár við ýmis tilfallandi störf, bæði til sjós og lands. Ævar og Ingibjörg kaupa Enni 1967. Byggðu upp jörðina og bjuggu myndarbúi lengst af með hross og sauðfé, eða þar til riðuveikin bankaði upp á veturinn 1984 og var þá allt sauðfé skorið niður en þá fjölguðu þau hrossunum. Ævar var ræktunarmaður, sem best má sjá á því að hann var búinn að rækta og græða upp nánast alla mela í Ennislandi og var mjög stoltur af. Ævar átti mikið af góðum og fallegum reiðhestum í gegnum tíðina og vildi vera vel ríðandi, á meðan hann fór á bak og ekki var verra að eiga góðan hund líka. Ævari þótti gaman að grípa í spil bæði brids og lomber. Hittust hann og spilafélagar hans vikulega í mörg ár og spiluðu lomber. Hann var mikill nátturuunnandi og dýravinur, víðlesinn og unni sveitinni sinni mikið og var hún hans hjartans mál. Gegndi Ævar mörgum trúnaðarstörfum, m.a. í sveitarstjórn, hestafélaginu Neista, hagsmunafélagi hrossabænda, Hrossaræktarsambandi A-Hún., veiðifélagi Blöndu og Svartár, Lionsklúbbi Blönduóss.
Ævar verður jarðsunginn í dag, 4. janúar 2014, frá Blönduóskirkju kl. 14.

Ingveldur Sveinsdóttir (1903-1998)

  • HAH01526
  • Einstaklingur
  • 28.8.1903 - 29.4.1998

Ingveldur Sveinsdóttir var fædd í Goðdölum í Skagafirði 28. ágúst 1903. Hún lést 29. apríl síðastliðinn. . Ingveldur ólst upp í foreldrahúsum, fyrst í Goðdölum, en síðan í Skarðsstöð á Skarðsströnd, þar sem faðir hennar sinnti verslunarstörfum um hríð. Þá lá leiðin að Litla-Múla í Saurbæ og síðan til Árness í Trékyllisvík, þar sem faðir hennar gegndi prestsþjónustu. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Árið 1936 flutti hún til Reykjavíkur og bjó þar æ síðan. Fyrstu árin starfaði hún við iðnverkastörf, en síðan um áratugi við umboð Happdrættis Háskóla Íslands á Vesturgötu 10. Útför Ingveldar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Jakob Guðmundsson (1913-2005)

  • HAH01534
  • Einstaklingur
  • 31.5.1913 - 26.9.2005

Jakob Guðmundsson fæddist á Hæli í Flókadal 31. maí 1913. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 26. september sl. Jakob var bóndi á Hæli frá vori 1938 til hausts 1991. Frá árinu 1943 hófu Ingibjörg og Ingimundur maður hennar búskap á móti Jakobi, Ingimundur lézt haustið 1985 en búskapur Jakobs og Ingibjargar stóð til hausts 1991. Þar var um samvinnubúskap að ræða. Eftir búskaparlok dvaldi Jakob áfram á Hæli í rúma tvo mánuði, síðan um skeið hjá Herdísi systur sinni á Þverfelli, en vorið 1992 flutti hann á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi, þar sem hann átti heima til æviloka.
Jakob var við nám í Reykholtsskóla 1933-1935. Hann vann mest að búinu á Hæli áður en hann hóf búskap sjálfur, en stundaði tímabundna vinnu utan heimilis, svo sem vegavinnu og önnur íhlaupaverk. Einnig vann hann á haustum í sláturhúsi á Hurðarbaki og hélt því áfram í mörg haust eftir að hann hóf búskap. Leitarmaður í Fljótsdrögum í fjölda ára og leitarstjóri í allnokkur ár. Starfaði mikið í Ungmennafélagi Reykdæla, tók virkan þátt í byggingu félagsheimilisins, leikstarfsemi og skógræktarstarfi.
Útför Jakobs var gerð frá Reykholtskirkju laugardaginn 8. október.

Jakob Sigurðsson (1920-1991) Steiná

  • HAH01535
  • Einstaklingur
  • 10.10.1920 - 27.5.1991

Jakob S. Sigurðsson frá Steiná - Minning Fæddur 10. október 1920 Dáinn 27. maí 1991 Í dag verður til moldar borinn afabróðir minn, Jakob Skapti Sigurðsson frá Steiná í Svartárdal, Austur-Húnavatnssýslu. Daddi, eins og hann var alltaf kallaður, lést 27. maí síðastliðinn á sjúkrahúsinu á Blönduósi eftir erfið veikindi.
Daddi var fæddur 10. október 1920. Daddi starfaði alla tíð við búskap. Hann tók Hól, næsta bæ við Steiná, á leigu árið 1959 og keyptisíðan jörðina árið 1964. Á Hóli byggði hann vönduð fjárhús og rak fjárbúskap af miklum myndarbrag. Hann hafði einnig nokkur hross. Daddi var frekar hlédrægur, ekki maður margra orða en lét heldur verkin tala því vinnusemin, vandvirknin og snyrtimennskan voru einstök. Þetta sást best þegar komið var í fjárhúsin á Hóli, það var eins og að ganga inn í helgidóm. Þrátt fyrir hlédrægni þá gat Daddi svo sannarlega gert að gamni sínu og verið skemmtilegur í viðræðum. Það kom jafnvel fram þegar ég heimsótti hann í hinsta sinn fyrir þrem vikum, helsjúkan á sjúkrahúsinu. Þá var hugurinn skýr og áhuginn á þjóðmálum mikill og þessi góðlátlega glettni, sem einkenndi hann, var ekki langt undan.
Daddi var fróður um menn og málefni og lét stundum í ljós skoðanir sem maður uppgötvaði löngu seinna að voru réttar.

Ingibjörg Árnadóttir (1922-2015) Selfossi, frá Miðgili

  • HAH01541
  • Einstaklingur
  • 19.9.1922 - 13.8.2015

Ingibjörg Árnadóttir fæddist að Miðgili í Langadal A-Húnavatnssýslu 19. september 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum 13. ágúst 2015. Imma ólst upp við hefðbundin sveitastörf á æskuheimilinu. Tvo vetur var hún við nám í Kvennaskólanum á Blönduósi og átti þaðan góðar minningar og hélt sambandi við margar skólasystur sínar árum saman. Þegar hún var í Kvennaskólanum kynntist hún eiginmanni sínum til 70 ára sem þá var skólasveinn á Bændaskólanum að Hólum. Árið 1945 hófu þau búskap á Selfossi sem þá var í mótun sem þéttbýlisstaður. 1948 fluttu þau að Eyrarvegi 12 og bjó fjólskyldan þar til ársins 1966 að þau fluttu að Mánavegi 1 sem var heimili þeirra í 48 ár. Fyrstu árin starfaði Imma á Hótel Selfoss og var það hennar vinnustaður af og til jafnhliða barnauppeldi og heimilisstörfum. Eftir að börnin uxu úr grasi fór hún að vinna hjá Kaupfélagi Árnesinga við afgreiðslu í bakaríinu við Eyrarveg og eru það margir sem minnast hennar þaðan. Hún var ein af stofnfélögum Kvenfélags Selfoss og var virk þar um árabil. Helsta áhugamál þeirra hjóna voru ferðalög um landið okkar fagra og eru fáir staðir sem þau hafa ekki heimsótt. Eitt af sameiginlegum áhugamálum þeirra var einnig hestamennska og voru þau félagsmenn í Hestamannafélaginu Sleipni. Ætíð var hún kvik í hreyfingum og voru gönguferðir partur af hennar daglega lífi. Heilsuhraust var hún með eindæmum alla tíð. Eftir að Einar fluttist að Fossheimum 2008 hélt hún ein heimili þar til hún var rúmlega 90 ára er hún flutti til hans og nutu þau síðustu æviáranna saman. Hún átti 16 langömmubörn og eitt langalangömmubarn.
Útförin fór fram í kyrrþey.

Sigurlaug Valdimarsdóttir (1915-2000) Vinaminni

  • HAH01559
  • Einstaklingur
  • 18.8.1915 - 26.9.2000

Jóhanna Sigurlaug Valdimarsdóttir fæddist í Árbæ á Blönduósi 18. ágúst 1915. Hún lést á Héraðshælinu á Blönduósi 26. september 2000. Sgurlaug fór snemma að vinna fyrir sér sem unglingur. Hún lauk námi við Kvennaskólann á Blönduósi 1934. Vann síðan ýmis þjónustustörf í Reykjavík og til sveita þar til hún giftist Jóni og húsmóðurstörfin tóku við. Síðar starfaði hún um margra ára skeið m.a. í Brauðgerðinni Krútti og sinnti húsvörslu í Blönduósskirkju hinni eldri. Sigurlaug var mjög virk í Kvenfélaginu Vöku um langt árabil og var heiðursfélagi þar hin síðari ár. Sigurlaug og Jón bjuggu alla tíð á Blönduósi og síðustu árin bjó Sigurlaug á Hnitbjörgum á staðnum.
Sigurlaug var jarðsungin frá Blönduósskirkju 7. okt. 2000 og hófst athöfnin klukkan 14.

Jón Eggert Ríkharð Arngrímsson (1925-1997)

  • HAH01568
  • Einstaklingur
  • 4.1.1925 - 14.1.1997

Jón Arngrímsson var sterkur og litríkur persónuleiki og eftirminnilegur öllum þeim sem honum kynntust. Hann var ekki maður lítilla sanda né sæva, heldur stór í sniðum og batt ekki ávallt sína bagga sömu hnútum og samferðamenn.

Sinawik klúbbur Blönduóss (1983)

  • HAH10004
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 22.apríl 1938-

Sinawik klúbbur eiginkvenna Kiwanis-manna var stofnaður 13.mars 1969.
Kiwanis er alþjóðleg þjónustuhreyfing manna og kvenna, sem hafa áhuga á að taka virkan þátt í að bæta samfélagið, og láta gott af sér leiða. Í samstarfi fá þessir aðilar áorkað því sem einstaklingar geta ekki einir. Frjálst samstarf gerir þeim kleift að vinna að alþjóðlegum verkefnum innan hinnar alþjóðlegu hreyfingar.
Þeir vinna einnig að umbótum á landsvísu. Ekki síst vinna þeir að mannúðar og framfaramálum sem horfa til heilla fyrir bæjarfélag þeirra, sem opinberir aðilar annað hvort vilja ekki eða geta ekki sinnt. Þannig verða þeir leiðandi aðilar í sínu byggðarlagi.
Sem dæmi má nefna aðstoð við ungt fólk eða aldrað, náttúruvernd, þróun félagslegrar aðstöðu og eflingu vináttu og skilnings milli manna og þjóða. En hvert svo sem markmið Kiwanisfélaga er, er þeim öllum sameiginlegur þjónustuviljinn og löngunin til að eignast góða félaga innan klúbbsins síns og Kiwanishreyfingarinnar.

Jón Guðmundsson (1935-2004) Eiríksstöðum

  • HAH01571
  • Einstaklingur
  • 16.9.1935 - 28.3.2004

Jón Guðmundsson fæddist á Eiríksstöðum í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu 16. september 1935. Hann varð bráðkvaddur að kvöldi 28. mars síðastliðinn. Jón lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum og varð meistari í rafvélavirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann starfaði lengi hjá rafvélaverkstæðinu Rafver hf. en undanfarin ár starfaði hann hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og síðar Orkuveitu Reykjavíkur. Jón var hestamaður og var hann gæðingadómari á hestamannamótum í áraraðir. Einnig söng hann í kórum frá barnsaldri og tók meðal annars þátt í óperusýningum og flutningi stærri kirkjulegra verka hér á landi og erlendis.
Útför Jóns fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Jón Kristján Kristjánsson (1903-1989)

  • HAH01578
  • Einstaklingur
  • 29.7.1903 - 29.3.1989

Jón Kristján Kristjánsson kennari og bóndi á Víðivöllum var fæddur á Veisu 29. júlí 1903. Hann var kennari þeirra Fnjóskdælinga að segja má barna og fullorðinna í 45 ár og lengst af þann tíma skólastjóri heimavistarbarnaskólans á Skógum við þó óhæga aðstöðu þangað til Stórutjarnaskólinn tóktil starfa sem Fnjóskdælingar eiga mikinn hlut að, bæði að byggja hann og ástunda. Hér er síst ætlunin að greina frá öllum þeim menningartáknum sem þessi maður mælti á, ekki aðeins í kennslustarfinu heldur í gjörvöllu verki í félagsmálum hvort heldur varðaði kaupfélagið, sveitarfélagið, sýslufélagið þar sem hann var um áratugi sýslunefndarmaður en hafði þó tíma fyrir Búnaðarfélagið og málefni kirkjunnar og þótti síst merkileg þeimsem mundu til Þórhalls biskups Bjarnasonar sem og áhuga hans um andleg sem veraldleg málefni, ef einhver skyldi halda að það tvennt sé andstætt, en sem rúmaðist ljúflega saman í kirkjublaði biskups. ekki lét friðar ellegar framhaldskenning Haraldar Níelssonar prófessor endurræktarbóndann á Víðivöllum ósnortinn þó stillti trúarhita sinn neðar brunahita hvar oft var þó vandinn mestur og máski enn.
Nema má staðar og spyrja hvar Björg sé, húsfreyjan sem átti félagsbú með slíkum bónda. Hulda Björg Kristjánsdóttir fæddist í Nesi 29. október 1909 og við henni blasti asð morgni Vaglaskógurinn fagri í austurbrekkunni og einstaka bogabrúin yfir Fnjóskána, brautryðjandi verk í samgöngum, snertispöl sunnan bæjarins, aðeins eldri en Hulda í Nesi, en gegnt þeirri forlaga brekku Vaðlaheiðar, þar sem Skógar risu síðar sem samgöngu- og þjónustustaður og skóli. Ekki mun þá hafi látið hátt í þeim dreng sex ára gömlum sem lék sér að hornum og legg þar lengra norður með heiðinni en var þar þegar kominn Jón á Víðivöllum.

Pálmi Karlsson (1922-2004) Akureyri

  • HAH01586
  • Einstaklingur
  • 9.1.1922 - 25.7.2004

Jón Pálmi Karlsson fæddist á Mosfelli í A-Hún. 9. jan. 1922. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri sunnudaginn 25. júlí síðastliðinn. Pálmi fluttist til Akureyrar 1937, þá 15 ára gamall. Vann ýmiss konar störf, en lengst af sem bifreiðastjóri hjá Akureyrarbæ og Bifreiðastöð Oddeyrar.
Pálmi verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag 3.8.2004 og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Pálmi Steingrímsson (1934-2001) Svalbarða

  • HAH01587
  • Einstaklingur
  • 22.6.1934 - 16.6.2001

Jón Pálmi Steingrímsson fæddist 22. júní 1934 í Pálmalundi á Blönduósi í Austur-Húnavatnssýslu. Hann lést að morgni 16. júní síðastliðins á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut.

Jón Sigurður Guðmundsson (1921-2004)

  • HAH01589
  • Einstaklingur
  • 27.6.1921 - 12.6.2004

Jón Sigurður Guðmundsson, forstjóri og ræðismaður Íslands í Louisville í Kentucky, fæddist á Þingeyrum í Austur Húnavatnssýslu 27. júní 1921. Hann lést 12. júní síðastliðinn. Jón lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1938. Á unglingsárum tók hann mikinn þátt í skátahreyfingunni í Reykjavík.
Hann vann hjá Jóni Loftssyni h.f. í Reykjavík og stýrði innkaupaskrifstofu fyrirtækisins í New York 1942 til 1946.
Jón fluttist til Bandaríkjanna með fjölskyldu sína árið 1950, og settust þau að í Louisville í Kentucky. Hann var einn af stofnendum og stjórnarformaður Íslenska-Ameríska verslunarráðsins í New York, og einnig í stjórn American-Scandinavian Foundation. Hann stofnaði Þjóðræknisfélag Íslendinga í Bandaríkjunum.
Jón starfaði í harðviðariðnaðinum í mörg ár en árið 1964 stofnaði hann sitt eigið harðviðarfyrirtæki, Norðland Corporation. Einnig starfaði hann sem stjórnarformaður eða stjórnarmeðlimur í mörgum aðalsamtökum harðviðariðnaðarins í Bandaríkjunum og Kanada.
Jón var í 20 ár meðlimur skipulagsnefndar sýslunnar sem hann bjó í.
Jón var sæmdur Fálkaorðunni árið 1996.
Útför Jóns var gerð í Louisville í Kentucky 16. júní.

Jónas Bergmann Hallgrímsson (1945-1992)

  • HAH01604
  • Einstaklingur
  • 13.5.1945 - 3.5.1992

Jónas ólst upp á Helgavatni með systkinum sínum þremur og þar átti hann heima allt sitt líf. Snemma fór hann að hjálpa til við búskapinn og síðar gerðist hann bóndi sjálfur. Fyrst í félagi við föður sinn, en síðan keypti hann Helgavatn, jörðina, sem afi hans og faðir höfðu unnað og byggt upp. Þar stendur lífsstarf þriggja ættliða.
Á Helgavatni hefur jafnan verið rekið gott bú. Þar er snyrtimennska meiri en almennt gerist og hjálpsemi Helgavatnsfólksins er einstök. Það hafa nágrannar, vinir og sveitungar oft fengið að reyna. Um árabil ferðaðist Jónas víða um sveitir á vetrum og rúði fé fyrir bændur. Þessum starfa hætti hann er þau tóku við búinu. En síðasta áratuginn stundaði hann fjárkeyrslu bæði vor og haust. Hvergi var af sér dregið og vinnudagur oft langur. Hér undi hann sér í umhverfi því er fóstraði hann. Umhverfi sem mótaði skaphöfn hans, efldi manndóm og metnað; grundvallaði lífsviðhorf hans og farsæld í störfum. Í þessu umhverfi kaus hann að lifa með fjölskyldu sinni, jörðinni sinni og búsmala.
Það var gæfa Jónasar að kynnast Sigurlaugu Helgu Maronsdóttur frá Ásgeirsbrekku í Skagafirði. Sambúð þeirra var farsæl og þau bjuggu vel að sínu.

Judith Jónbjörnsdóttir (1906-1995) kennari Akureyri

  • HAH01610
  • Einstaklingur
  • 10.12.1906 - 21.1.1995

Júdit Jónbjörnsdóttir fæddist 10. desember 1906 í Köldukinn í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Hún lést 21. janúar sl. og var jarðsungin frá Akureyrarkirkju 27. janúar. Þær mæðgur Júdit og Ingibjörg fluttu til Siglufjarðar 1933 þegar Júdit var ráðin að Barnaskóla Siglufjarðar en þar starfaði hún þar til hún réð sig að Barnaskóla Akureyrar árið 1945 og var þar kennari þar til hún hætti störfum árið 1970. Eftir það kenndi hún um tíma litlum börnum innan skólaskyldualdurs og sagði mér að aldrei hefði hún notið þess jafn vel að kenna eins og þegar hún kenndi þessum litlu krökkum, svo opinská og námfús sem börn eru á þessum aldri.
Eftir að Júdit hætti kennslustörfum kom hún stundum til Suðurlands til að hitta vini og kunningja.
Faðir hennar yfirgaf fjölskylu og föðurland og fluttist til Kanada. Hún sagði mér löngu síðar að hann hefði skilið eftir nokkra fjárupphæð í banka í Reykjavík og lagt svo fyrir að hún ætti að nota peningana til þess að mennta sig og þetta var hennar lífeyrir á meðan hún var í Kennaraskólanum. Ekki er að efa að vel fór hún með sinn föðurarf.

Júlíana Ingibjörg Eðvaldsdóttir (1927-2001) Skrapatungu-Skuld

  • HAH01626
  • Einstaklingur
  • 27.11.1927 - 27.3.2001

Júlíana Ingibjörg Eðvaldsdóttir fæddist í Reykjavík 27. nóvember 1927. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 27. mars síðastliðinn. Ingibjörg ólst upp í Reykjavík, hún útskrifaðist frá Iðnskólanum í Reykjavík sem hárgreiðslukona 1947 og frá Húsmæðraskólanum á Blönduósi 1949. Ingibjörg vann í 17 ár hjá Sláturfélagi Suðurlands í Austurveri en síðustu árin vann hún við umönnun á Skjóli.
Útför Ingibjargar fer fram frá Breiðholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Karl Jóhann Sighvatsson (1950-1991)

  • HAH01634
  • Einstaklingur
  • 8.9.1950 - 2.6.1991

Tónlistarmaður, síðast bús. í Hveragerðisbæ. Lést af slysförum.
Karl Jóhann Sighvatsson (Kalli Sighvats) tónlistarmaður er án efa þekktasti Hammond-orgelleikari íslenskrar tónlistarsögu og kom hann við sögu í fjölmörgum hljómsveitum á tímum bítla og hippa. Hann féll frá rétt liðlega fertugur að aldri.

Karl fæddist 1950 á Akranesi, þar sleit hann barnsskónum og bjó til fimmtán ára aldurs. Hann fékk snemma áhuga á hvers kyns hljóðfæraleik og hafði ungur lært á einhver blásturshljóðfæri en hann lék með lúðrasveit á Skaganum. Karl lærði hjá Hauki Guðlaugssyni í upphafi en síðar hjá kennurum eins og Margréti Eiríksdóttur, Rögnvaldi Sigurjónssyni og Þorkeli Sigurbjörnssyni.

Karl lærði einnig á píanó og lék á bassa í skólahljómsveitum frá tíu ára aldri en fyrsta alvörugigg Karls var þegar hann lék með Dúmbó sextettnum aðeins þrettán ára gamall. Hann mun einnig eitthvað hafa verið í hljómsveitum í Reykholti þar sem hann var við nám á unglingsárunum.

Orgelið varð fljótlega aðalhljóðfæri Karls og náði hann mikilli leikni á hljóðfærið, svo eftir var tekið. Hammond fjölskyldan varð fyrir valinu og var ekki aftur snúið en æ síðan var hann kallaður konungur Hammond-orgelanna. Þess má geta að hann var titlaður Hammond Islandus í blaðagrein sem tengdist andláti hans 1991.

Þegar Karl flutti á höfuðborgarsvæðið um 1965 fór fljótlega að kveða að honum á tónlistarsviðinu þótt ekki væri hann ýkja gamall. Árið 1966 gekk hann til liðs við Tóna og lék m.a. með þeirri sveit á frægum tónleikum í Austurbæjarbíói þegar ólæti unglinga urðu blaðamönnum og felmtri slegnum foreldrum tilefni blaðaskrifa um hvernig æsku landsins væri nú komið og hvernig mætti bregast við.

Það varð snemma einkenni á ferli Karls hversu stutt hann staldraði við í hverju verkefni og rótleysi virtist honum í blóð borið. Hann var ekki lengi í Tónum og var hljómsveit sem þá hafði þegar slegið í gegn, Dátar næst á vegi hans vorið 1967. Sú sveit með Rúnar Gunnarsson söngvara í broddi fylkingar naut mikilla vinsælda og kom reyndar Karli á tónlistarkortið sem eins af efnilegustu hljómborðsleikurum landsins. Það kom því ekki á óvart að þegar hann sagði skilið við sveitina sama haust, fjaraði undan Dátum.
Karl stofnaði þá ásamt öðrum (s.s. yngri bróður sínum Sigurjóni Sighvatssyni) hljómsveitina Flowers sem ásamt fyrrnefndum Dátum (og Hljómum) teljast til samnefndara bítlatónlistar á Íslandi. Flowers slógu í gegn rétt eins og Dátar og þar kvað Karl sér hljóðs sem lagahöfundur í fyrsta skipti þegar fjögurra laga plata sveitarinnar kom út 1968, en hann samdi tvö af fjórum lögum sveitarinnar. Einnig varð hann nú þekktur sem útsetjari en sveitin flutti m.a. á tónleikum Pílagrímskórinn úr Tannhäuser eftir Wagner í útsetningu hans, en þegar til stóð að flytja verkið í útvarpi sagði útvarpsstjóri nei.

Flowers starfaði til vors 1969 þegar súpergrúbban Trúbrot var stofnuð upp úr henni og Hljómum en Karl hafði þá komist á stall sem færasti hljómborðs- og orgelleikari samtímans í poppinu. Vera Karls í Trúbrot var ekki samfleyt og hann hætti í sveitinni sumarið 1970, hann kom þó aftur inn í upphafi árs 1971 og vann með sveitinni að stórvirkinu …lifun en hætti síðan aftur um sumarið.

Minna fór fyrir Karli á tónlistarsviðinu í kjölfarið, hann lék með sýruhljómsveitinni Frugg um tíma og sú sveit flutti meðal annars tónverkið Hallgrímur kvað… eftir Karl, og fljótlega eftir það gekk hann til liðs við hljómsveitina Náttúru sem þá hafði verið starfandi í nokkurn tíma en með þeirri sveit kom hann að uppfærslu á söngleiknum Jesus Christ superstar sem settur var á fjalirnar 1973.

Eftir að Náttúra hætti störfum 1973 dró Karl sig nokkuð í hlé um tíma, hann fluttist austur í Hveragerði þar sem hann starfaði við heilsuhælið þar í bæ en söðlaði síðan um og fór þaðan til Austurríkis í tónlistarnám og var þar næstu árin, fyrst í Vín en síðan Salzburg í orgelnám.
Eðlilega fór lítið fyrir Karli hér heima um það leyti en þegar hann fluttist aftur heim á norðurslóðir 1975 fór að kveða nokkuð að honum á nýjan leik þótt í öðru formi væri. Hann starfaði nú meira í hljóðverum, stjórnaði upptökum og útsetti auk þess að spila á plötum ýmissa listamanna og hljómsveita. Hann lék m.a. á plötum Ríó tríósins, Heimavarnarliðsins, Lítið eitt, Sigrúnu Harðardóttur, Spilverks þjóðanna & Megasar, Olgu Guðrúnar Árnadótur, Pal brothers, Mannakornum og Randvers svo fáein dæmi séu tekin, og einnig á plötum Þokkabótar en hann varð reyndar meðlimur þeirrar sveitar um tíma.

Veturinn 1977-78 reri Karl á algjörlega ný mið þegar hann fluttist austur á Neskaupstað og starfaði þar sem organisti, þar sinnti hann líklega einnig tónlistarkennslu en þegar hann kom aftur á höfuðborgarsvæðið kom hann aftur í sviðsljósið sem hann hafði verið utan í mörg ár, þegar hann gekk til liðs við Þursaflokkinn með Hammond orgelið sitt.

Karl starfaði með þeirri sveit til 1981 samhliða öðrum verkefnum en hann var þá störfum hlaðinn í hljóðverum sem fyrr. Hann starfaði þó á þeim tíma einnig í hljómsveitunum Reykjavík rhythm section, Mannakornum og Blúskompaníinu þegar það starfaði.

1981 fór Karl aftur til náms erlendis en í þetta skiptið til Boston í Bandaríkjunum. Þar nam hann m.a. tónsmíðar en hann lauk námi sínum 1986. Þá kom hann heim til Íslands en fluttist vestur í Bolungarvík þar sem hann sinnti starfi organista um tíma og hugsanlega einnig tónlistarkennslu.
Karl var ekki lengi vestra og fluttist aftur suður enda kallaði hljóðversvinnan og henni gat hann eðlilega ekki sinnt á Vestfjörðum. Hann starfaði nú í hljóðveri með hljómsveitum og tónlistarmönnum á borð við Stjórnina, Síðan skein sól, Strax, Bítlavinafélaginu, Bubba Morthens og Eiríki Haukssyni og lék á plötum þeirra.

Hann fluttist nú aftur austur í Ölfus þar sem hann hafði verið á fyrri hluta áttunda áratugarins, þar stjórnaði hann Kirkjukór Hveragerðis og Kotstrandarsóknar og Söngfélagi Þorlákshafnar en var einnig organisti við fimm kirkjur í héraðinu. Hann var ennfremur um stutt skeið stjórnandi Kórs Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.

Karl lék ekki mikið með hljómsveitum á þessum síðari árum en starfrækti þó eigin hljómsveit, Blúsband Kalla Sighvats sem lék blústónlist við hátíðleg tækifæri.

Karl bjó austur í Hveragerði sumarið 1991 þegar hann lést í bílslysi neðan við skíðaskálann í Hveradölum á leið til Reykjavíkur. Hann var þá rétt fertugur að aldri.

Minningartónleikar undir yfirskriftinni Karlsvaka voru haldnir, fyrst 1991, og reglulega síðan, þar sem fjöldi tónlistarmanna og hljómsveita hafa heiðrað minningu Karls. Einnig var minningarsjóður stofnaður í minningu hans, ætlaður til að styrkja unga og efnilega orgelleikara, og hefur verið veitt úr þeim sjóði með reglulegu millibili.
Plata með upptökum frá minningartónleikunum um Karl 1991 voru gefnið út árið 1992. Á þeirri plötu koma ýmsir þekktir tónlistarmenn og hljómsveitir við sögu.

Karl kom miklu víðar við í tónlist sinni en hér er upp talið, hann samdi til að mynda heilmikið af þeirri tónlist sem hljómsveitir hans gáfu út en einnig tónlist fyrir leikhús og kvikmyndir, þar má nefna myndirnar Atómstöðina, Nýtt líf og Dalalíf. Hann var einnig á einhverjum tíma organisti við Landakotskirkju og í Breiðholtinu, hvenær nákvæmlega er ekki ljóst. Karl kom ennfremur að stofnun SATT-samtakanna, Samband alþýðutónskálda og tónlistarmanna, og sat í stjórn þeirra í upphafi.

Svo lesendur geri sér betur grein fyrir hlut Karls J. Sighvatssonar í íslenskri tónlist má hér nefna nokkur lög sem hann hefur komið við sögu í; Starlight og Án þín með Trúbrot, Slappaðu af og Glugginn með Flowers, Litlir sætir strákar með Megasi, Brúðkaupsvísur með Þursaflokknum, Reyndu aftur með Mannakornum, Rækjureggae (ha ha ha) með Utangarðsmönnum, Yackety yack, smackety smack með Magnúsi og Jóhnani og Saga úr sveitinni með Megasi og Spilverki þjóðanna.

Karl Pétursson Sæmundsen (1886-1976) Kaupmannahöfn

  • HAH01636
  • Einstaklingur
  • 14.2.1886 - 11.7.1996

Var í Ingólfsstræti, Reykjavík. 1901. Búsettur í Kaupmannahöfn og giftur danskri konu. K: Johanne.

Minningaríbúð um Jón Sigurðsson
Forseti (Ásgeir Bjarnason):
Áður en gengið er til dagskrár leyfi ég mér að tilkynna hv. Alþingi að s.l. sunnudag afhentu forsetar Alþingis húsnefnd Jóns Sigurðssonar-hússins í Kaupmannahöfn til umráða og varðveislu minningaríbúð um ævi og störf Jóns Sigurðssonar. Fór afhendingin fram við hátíðlega athöfn í húsinu sjálfu. Viðstaddir athöfnina voru: Ásgeir Bjarnason, forseti Sþ., Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Ed. og Ingvar Gíslason, varaforseti Nd. Forseti Sþ. hafði orð fyrir þingforsetum við athöfnina, en Sigurður Bjarnason sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn stjórnaði athöfninni. Þá var einnig viðstaddur af hálfu Alþingis Friðjón Sigurðsson skrifstofustjóri.
Eins og kunnugt er hafa þeir Lúðvík Kristjánsson sagnfræðingur og Steinþór Sigurðsson listmálari hin síðari ár unnið að því, skv. ósk og að ráði þingforseta, að búa minningaríbúðina í þann stakk sem hún nú hefur. Við athöfnina í Kaupmannahöfn s.l. sunnudag lýsti Lúðvík Kristjánsson minningaríbúðinni og gerði grein fyrir verki þeirra félaga.
Ég vil að lokum minnast þess, að Karl Sæmundsen, stórkaupmaður í Kaupmannahöfn og kona hans gáfu Alþingi hús Jóns Sigurðssonar fyrir nokkrum árum og er þar að leita upphafs þessa máls.

NÝLEGA er látinn á sjúkrahúsi I Kaupmannahöfn Islendingurinn Carl Sæmundsen stórkaupmaður, níræður að aldri. Fyrir réttum 10 árum síðan færði Carl Sæmundsen Íslendingum að gjöf hús Jóns Sigurðssonar I Kaupmannahöfn, til minningar um hinn látna forseta og baráttu hans fyrir endurheimt frelsis og sjálfstæðis fslenzku þjóðarinnar.

Katrín Bryndís Sigurjónsdóttir (1922-2003). Blálandi

  • HAH01640
  • Einstaklingur
  • 17.8.1922 - 8.12.2003

Fiskverkakona á Skagaströnd, síðast bús. á Blönduósi. Var í Eyjarkoti, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Blálandi, Höfðahr., A-Hún. 1957. Katrín Bryndís Sigurjónsdóttir fæddist á Vindhæli í Vindhælishreppi 17. ágúst 1922. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss mánudaginn 8. des. síðastliðinn.
Katrín eða Stella eins hún var ávallt kölluð meðal vina og kunningja, ólst upp hjá foreldrum sínum á Vindhæli og víðar á Skagaströnd. Stella sinnti ýmsum störfum um ævina, svo sem sveitarstörfum, þjónustustörfum og við síldarsöltun, en lengst af öllu vann hún í frystihúsi eða vel yfir fjörutíu ár.
Stella verður jarðsungin frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 11.

Kjartan Ragnarsson Ragnars (1916-2000) sendifulltrúi frá Akureyri

  • HAH01644
  • Einstaklingur
  • 23.5.1916 - 7.1.2000

Kjartan Ragnars hæstaréttarlögmaður fæddist á Akureyri 23. maí 1916. Hann lést á Landakotsspítala í Reykjavík 7. janúar síðastliðinn. Kjartan Ragnars lauk stúdentsprófi frá MA árið 1936 og lagaprófi frá Háskóla Íslands 1942, varð héraðsdómslögmaður 1949 og hæstaréttarlögmaður 1958. Hann var aðstoðarmaður og síðar fulltrúi í fjármálaráðuneytinu 1942 til 1956 og var jafnframt í stjórnum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs barnakennara. Hann sat ráðstefnur Institut International des Sciences Administratives fyrir Íslands hönd í Portúgal, Belgíu og Hollandi á árunum 1949 til 1954. Kjartan hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðaritgerðasamkeppni Sameinuðu þjóðanna 1955 og kynnti sér starfsemi þeirra sama ár í New York. Hann varð riddari sænsku Norðurstjörnuorðunnar 1957, riddari 1. stigs norsku St. Olavsorðunnar 1970 og riddari íslensku Fálkaorðunnar 1975.
Útför Kjartans fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Klara Gestsdóttir (1942-1993)

  • HAH01646
  • Einstaklingur
  • 27.11.1942 - 4.2.1993

Var á Illugastöðum í Fnjóskadal, S-Þing. 1970. Dagmóðir, síðast bús. í Grindavík. Klara Gestsdóttir, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, 12. febrúar.

Kristine Þorsteinsson Gladtved (1912-2001)

  • HAH01652
  • Einstaklingur
  • 26.7.1912 - 7.8.2001

Kristine Þorsteinsson fæddist í Alversund í Noregi 26. júlí 1912. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 7. ágúst síðastliðinn. Kristine stundaði nám í hjúkrunarfræði við Haukeland sjúkrahúsið í Bergen, þar sem hún kynntist Ólafi eiginmanni sínum árið 1933, en hann var þar við framhaldsnám í læknisfræði. Árið 1936 fluttu þau til Íslands og bjuggu fyrst í Reykjavík, en fluttu í ársbyrjun 1942 til Siglufjarðar, þar sem Ólafur var yfirlæknir um áraraðir. Kristine var virk í félags- og góðgerðarmálum á Siglufirði, meðal annars félagi í Kvenfélagi sjúkrahússins og Systrafélagi Siglufjarðarkirkju. Hún sat í sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju um árabil og var formaður hennar lengst af. Kristine fluttist til Reykjavíkur haustið 1989.
Útför Kristine fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Kristín Bjarnadóttir (1917-2002) Fjósum

  • HAH01659
  • Einstaklingur
  • 3.2.1917 - 3.9.2002

Kristín Bjarnadóttir fæddist á Fjósum í Svartárdal 3. febrúar 1917. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 3. september síðastliðinn. Útför Kristínar fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Kristín Magnúsdóttir (1939-2012)

  • HAH01669
  • Einstaklingur
  • 23.1.1939 - 10.10.2012

Kristín Magnúsdóttir fæddist á Snældubeinsstöðum í Reykholtsdal í Borgarfirði 23. janúar 1939. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. október 2012. Kristín ólst upp í Reykholtsdal í Borgarfirði og gekk þar í barnaskóla, veturinn 1957-58 fór hún í Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni. Kristín og Arnoddur hófu búskap á Reykjanesvegi 6 í Ytri-Njarðvík en lengst af bjuggu þau á Suðurvöllum 6, Keflavík. Útför Kristínar verður gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 18. október 2012, og hefst athöfnin kl. 13.

Kristín Þorvaldsdóttir (1920-2009) frá Þóroddsstöðum í Hrútafirði

  • HAH01678
  • Einstaklingur
  • 14.7.1920 - 14.2.2009

Kristín Þorvaldsdóttir fæddist 14. júlí 1920 á Þóroddsstöðum í Hrútafirði. Hún lést á Droplaugarstöðum 14. febrúar síðastliðinn. Kristín og Geirarður fluttu til Reykjavíkur 1951 og bjuggu fyrst á Brávallagötunni, síðan á Ægisíðunni og síðustu árin bjó hún á Grandavegi 47. Þau hjónin ráku Verslunina Eros í Hafnarstræti og Kristín hélt áfram rekstri hennar eftir að Geirarður lést, allt til 70 ára aldurs, en þá gerðist hún Útför Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Kristín Þórsdóttir (1919-2009)

  • HAH01680
  • Einstaklingur
  • 30.5.1919 - 1.8.2009

Kristín Þórsdóttir var fædd á Hnjúki í Skíðadal 30. maí 1919. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1. ágúst sl. Kristín flutti með foreldrum sínum frá Hnjúki að Bakka í Svarfaðardal þegar hún var fjögurra ára og átti þar heimili allt til ársins 1992 að undanskildum tveimur árum sem hún og Þórarinn bjuggu á Böggvisstöðum við Dalvík. Að hausti 1992 flutti hún að Mímisvegi 10 Dalvík og bjó þar með tveimur sonum sínum til dauðadags, að undanskildum nokkrum vikum sem hún dvaldi á Dvalarheimilinu Dalbæ í Dalvík.
Kristín verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju í dag, 14. ágúst, og hefst athöfnin kl. 13.30.
Jarðsett verður að Tjörn.

Kristján Kristjánsson (1934-2007) Steinnýjarstöðum

  • HAH01687
  • Einstaklingur
  • 3.8.1934 - 10.10.2007

Kristján Kristjánsson fæddist í Hvammkoti í Skagahreppi hinn 3. ágúst 1934, hann lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi hinn 10. október 2007. Kristján fæddist og ólst upp í Hvammkoti, árið 1949 fluttist fjölskyldan að Steinnýjarstöðum. Hann tók mjög ungur virkan þátt í bústörfunum. Hann gekk í skóla í sveitinni og hafði mjög gaman af því að læra. Kristján og Árný byggðu upp jörðina, bæði húsakost og tún af miklum dugnaði og eljusemi, með hjálp og þátttöku barna sinna. Það var Kristjáni mikið ánægjuefni að Steini og Linda tóku við búinu á Steinnýjarstjöðum.
Kristján verður jarðsunginn frá Hofskirkju í Skagabyggð í dag, laugardaginn 20. október, og hefst athöfnin kl. 14.

Kristján Pétur Arngrímsson (1929-2014)

  • HAH01688
  • Einstaklingur
  • 26.6.1929 - 3.2.2013

Kristján Arngrímsson fæddist 26. júní 1929 á Mýrum í Dýrafirði. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 3. febrúar 2013. Kristján lauk námi við barnaskóla Ísafjarðar og fluttist til Reykjavíkur 16 ára gamall. Útför Kristjáns fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 12. febrúar 2014, og hefst athöfnin kl. 15.

Kristján Stefán Sigurðsson (1924-1997) Læknir Blönduósi

  • HAH01690
  • Einstaklingur
  • 14.11.1924 - 9.11.1997

Kristján Stefán Sigurðsson fæddist í Hælavík á Hornströndum 14. nóvember 1924. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 9. nóvember 1997.
Útför Kristjáns fór fram frá Hallgrímskirkju 14.11.1997 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Kristján Þorsteinsson (1927-2010) Þorsteinshúsi Blönduósi

  • HAH01692
  • Einstaklingur
  • 13.3.1927 - 12.8.2010

Kristján Þorsteinsson fæddist á Blönduósi 13. mars 1927. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund 12. ágúst 2010. Kristján ólst upp í Margrétarhúsi á Blönduósi. Síðustu æviárin dvaldi Kristján á hjúkrunarheimilinu Grund við gott atlæti og frábæra þjónustu sem ber að þakka.
Kristján verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag, 19. ágúst 2010, kl. 15.

Kristmundur Stefánsson (1911-1987) Grænuhlið

  • HAH01693
  • Einstaklingur
  • 3.10.1911 - 3.8.1987

Kristmundur Stefánsson frá Smyrlabergi Fæddur 3. október 1911 Dáinn 3. ágúst 1987. Nemandi á Hólum, Hólasókn, Skag. 1930. Var í Grænuhlíð,Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Bóndi þar í 30 ár. Síðast bús. í Torfalækjarhreppi.

Laufey Sigurðardóttir (1906-2000)

  • HAH01698
  • Einstaklingur
  • 1.5.1906 - 19.5.2000

Laufey Sigurðardóttir fæddist á Torfufelli í Eyjafirði 1. maí 1906. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 19. maí síðastliðinn. Laufey stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1927-1928. Hún starfaði mikið að félagsmálum, m.a. hjá Kvenfélaginu Hjálpinni í Saurbæjarhreppi og Kvenfélaginu Hlíf á Akureyri. Þar stofnaði hún ásamt manni sínum Minningarsjóð Hlífar til styrktar barnadeild FSA. Hún var heiðursfélagi í báðum þessum félögum og einnig Héraðssambands eyfirskra kvenna. Þá vann hún einnig að málefnum berklasjúklinga. Útför Laufeyjar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Lára Ingibjörg Magnúsdóttir (1903-1989)

  • HAH01701
  • Einstaklingur
  • 4.10.1903 - 25.12.1989

Hún fæddist 4. október 1903 í Hafnarhólma, Seltjörn, Kaldrananeshreppi í Strandasýslu.
Lára fékk fyrst hjartaáfall fyrir fjórum árum síðan og það var einmitt seint á jóladagskvöld. Hún hafði haft það fyrir siðað bjóða börnum sínum, barnabörnum og barnabarnabörnum á þessum degi til jólaveislu. Þá 82 ára gömul lét hún ekki allan þennan fjölda aftra sér frá því að fjölskyldan ætti gleðileg jól saman. Það má segja að þarna fyrir fjórum árum hafi henni orðið fyrst misdægurt. Þetta voru síðustu jólin hennar á heimili sínu í Meðalholti 5. Stuttu síðar fluttist hún að Hrafnistu og dvaldi þar síðan. Lára bjó í Meðalholtinu í rúm 40 ár og var mjög heilsuhraust kona alla tíð. Hún hafði ákveðnar skoðanir á því hvaða fæði væri best til að halda góðri heilsu og ræddi það mikið.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30.

Lára Málfríður Vigfúsdóttir Hjaltalín (1900-1992)

  • HAH01702
  • Einstaklingur
  • 19.1.1900 - 13.5.1992

Hún fæddist í Brokey aldamótaárið. Vilhjálmur og Lára bjuggu allan sinn búskap á Narfeyri. Hann tók við af foreldrum sínum, Málfríði og Ögmundi, er þau hættu búskap.

Lára Waage (1908-1993) Seyðisfirði

  • HAH01704
  • Einstaklingur
  • 9.10.1908 - 29.6.1993

Lára var fædd á Hlaðhamri í Hrútafirði 9. október 1908, dóttir hjónanna Ólafíu Sigríðar Theódórsdóttur og Ágústs Theódórs Blöndal. Ung fluttist hún með foreldrum sínum til Seyðisfjarðar, ólst þar upp og bjó þar síðan fram á miðjan aldur.

Lára Sigurjónsdóttir (1905-1997)

  • HAH01706
  • Einstaklingur
  • 17.7.1905 - 24.3.1997

Lára Sigurjónsdóttir fæddist í Hafnarvík í Hrísey 17. júlí 1905. Hún andaðist á Landspítalanum 24. mars síðastliðinn. Útför Láru fór fram frá Hríseyjarkirkju 5. apríl.

Leifur Sveinbjörnsson (1919-2008) Hnausum

  • HAH01713
  • Einstaklingur
  • 2.10.1919 - 22.2.2008

Leifur Sveinbjörnsson fæddist í Hnausum í Austur-Húnavatnssýslu 2. október 1919. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 22. febrúar. Leifur var alla tíð bóndi í Hnausum eða til ársins 2000 en þá fluttu þau hjónin í Garðabæ. Leifur stundaði ýmis störf með búskap og var mjög virkur í félagsmálum og nefndarstörfum. Útför Leifs verður gerð frá Þingeyrakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Lilja Tryggvadóttir (1924-1997)

  • HAH01717
  • Einstaklingur
  • 8.10.1924 - 7.5.1997

Lilja Tryggvadóttir fæddist á Hellu á Fellsströnd 8. október 1924. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 7. maí síðastliðinn. Útför Lilju verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Lúðvík Kristjánsson (1910-2001)

  • HAH01722
  • Einstaklingur
  • 30.6.2010 - 10.2.2001

Lúðvík Kristjánsson var fæddur í Ásbúðum á Skaga 30. júní 1910. Hann andaðist á Héraðshælinu á Blönduósi laugardaginn 10. febrúar síðastliðinn. Ungur flutti Lúðvík inn á Skagaströnd þar sem hann bjó og starfaði alla sína ævi. Lúðvík var aðeins 12 ára þegar hann missti föður sinn, hann byrjaði því mjög ungur að vinna og starfaði hann bæði til lands og sjávar eins og algengt var á þessum árum. Hann var eftirsóttur til vinnu enda harðduglegur og útsjónarsamur. Lúðvík bjó einn í Steinholti eftir að börnin voru flutt að heiman. Þar var snyrtimennskan ávallt í fyrirrúmi og vel hugsað fyrir öllu. Síðustu árin, eða frá hausti 1998, dvaldi Lúðvík á Héraðshælinu á Blönduósi.
Útför Lúðvíks verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Lýður Brynjólfsson (1913-2002)

  • HAH01723
  • Einstaklingur
  • 25.10.1913 - 12.3.2002

Lýður Brynjólfsson fæddist á Ytri-Ey á Skagaströnd í Austur-Húnavatnssýslu 25. október 1913. Hann lést 12. mars síðastliðinn. Útför Lýðs fór fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 16. mars.

Maren Níelsdóttir Kiernan (1922-2005)

  • HAH01737
  • Einstaklingur
  • 16.1.1922 - 26.8.2005

Maren Níelsdóttir Kiernan fæddist á Balaskarði í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu 16. janúar 1922. Hún lést á Dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík 26. ágúst síðastliðinn. Maren var elst þriggja systra en fyrir átti hún hálfbróður sammæðra. Maren hélt síðast heimili að Jökulgrunni 13 í Reykjavík, en dvaldist síðan um tíma hjá börnum sínum þar til hún fluttist fyrir tæpu ári á Hrafnistu í Reykjavík. Maren hélt síðast heimili að Jökulgrunni 13 í Reykjavík, en dvaldist síðan um tíma hjá börnum sínum þar til hún fluttist fyrir tæpu ári á Hrafnistu í Reykjavík.
Útför Marenar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Margrét Lárusdóttir Stiesen (1898-1989)

  • HAH01754
  • Einstaklingur
  • 1.1.1898 - 24.8.1989

Þann 24. ágúst sl. andaðist Margrét Lárusdóttir á endurhæfingardeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, 91 árs. Margrét hét fullu nafni Jósefína Margrét Lárusdóttir Stiesen og fæddist 1. jan 1989 á Spákonufelli við Skagaströnd. Fram eftir ævi vann Margrét ýmis störf til sveita á Norðurlandi en 1932 flutti hún suður á land, þangað sem systir hennar hafði gifst Jóhanni Guðmundssyni frá Öxney.
Margrét var á heimili uppeldisdóttur sinnar, Sigríðar, frá því hún hóf búskap, og allt þar til hún flutti í eigið húsnæði 1968.

María Guðmannsdóttir (1924-1996)

  • HAH01760
  • Einstaklingur
  • 19.2.1924 - 4.6.1996

María Guðmannsdóttir (Lillý) fæddist í Hafnarfirði 19. febrúar 1924. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Suðurnesja 4. júní síðastliðinn. Þau María og Lúðvík byggðu sér heimili á Skólavegi 18, Keflavík, og bjuggu þar lengst af. María helgaði sig heimilinu þar til hún hóf störf í mötuneyti Varnarliðsins árið 1967. Þar starfaði hún allt þar til hún veiktist alvarlega í ársbyrjun 1992 og dvaldi á Sjúkrahúsi Suðurnesja upp frá því. Árið áður, eða 1991, höfðu þau flust að Kirkjuvegi 1 í Keflavík (Hornbjarg), og hugðust eiga þar rólegt ævikvöld. Útför Maríu verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

María Jóhanna Daníelsdóttir (1921-2009)

  • HAH01762
  • Einstaklingur
  • 6.12.1921 - 17.7.2009

María Daníelsdóttir fæddist í Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal 6. desember 1921. Hún lést á Vífilsstöðum föstudaginn 17. júlí 2009. María ólst upp í Svarfaðardal og stundaði þar hefðbundin sveitastörf með foreldrum sínum þar til hún fór í Kvennaskólann á Blönduósi, þaðan sem hún lauk kvennaskólaprófi árið 1942. Í Reykjavík kynntist hún eiginmanni sínum, Malmfreð Jónasi, sem starfaði þá hjá Bílasmiðjunni hf., og hófu þau sinn búskap þar. Árið 1951 fluttust þau til Akureyrar, þar sem María hóf aftur störf hjá Stjörnuapóteki. Þar starfaði hún til ársins 1954 er hún fluttist ásamt eiginmanni sínum til Eskifjarðar á heimslóðir hans. Þar bjuggu þau í mörg ár, eða mestan part hjúskapar síns. Árið 1991 fluttu þau hjónin frá Eskifirði til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu í Maríubakka 12. Þar bjó María allt þar til hún flutti í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Furugerði 1 árið 2004, þar sem hún bjó til dauðadags.
María hafði yndi af söng og hafði fallega söngrödd og var virk í ýmsum kórum, m.a. í Kirkjukór Eskifjarðarkirkju til fjölda ára. Að auki var hún einn af stofnendum Eskjukórsins sem var blandaður kór eskfirsks söngfólks og söng með kórnum í allmörg ár.
Útför Maríu fer fram í Fossvogskirkju föstudaginn 24. júlí kl. 15.

María Magnúsdóttir (1898-1988)

  • HAH01764
  • Einstaklingur
  • 21.12.1898 - 19.12.1988

María fæddist að Syðri-Löngumýri í Blöndudal 21. desember 1898. Í mars 1979 varð María fyrir slysi, sem leiddi til þess að hún var rúmföst það sem hún átti eftir ólifað. Hún tapaði málinu og varð lömuð hægra megin.

María Margrét Sigurðardóttir (1912-2003)

  • HAH01765
  • Einstaklingur
  • 23.6.1912 - 12.9.2003

María Margrét Sigurðardóttir kjólameistari fæddist á Hróarstöðum á Skaga í Húnavatnssýslu 23. júní 1912. Hún andaðist á Heilsustofnuninni á Blönduósi 12. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Aðventkirkjunni í Reykjavík 23. september.

Monika Sigurlaug Helgadóttir (1901-1988)

  • HAH01775
  • Einstaklingur
  • 25.11.1901 - 10.6.1988

Monika S. Helgadóttir Merkigili Fædd 25. nóvember 1901 Dáin 10. júní 1988 Monika verður jarðsungin í dag, 22. júní. Hún fæddist á Ánastöðum í Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði, 25. nóvember árið 1901. Heim að Merkigili hélt hún og bjó þar með reisn. Hún ásamt börnum sínum og smiðum, byggði upp á Merkigili árið 1949 og var efni í húsið flutt yfir Merkigilsgljúfur á hestum.
Merkigil, var áður stórbýli og kirkjustaður sveitarinnar.

Nikólína Jóhannsdóttir (1909-2002)

  • HAH01777
  • Einstaklingur
  • 12.3.1909 - 24.3.2002

Nikólína Jóhannsdóttir fæddist í Borgargerði í Norðurárdal í Akrahreppi 12. mars 1909. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki á pálmasunnudag, 24. mars síðastliðinn. Nikólína sleit barnsskónum á fæðingarstað sínum, Borgargerði, til átta ára aldurs en flytur þá að Úlfsstöðum í sömu sveit ásamt fjölskyldu sinni. Í Kvsk nam hún þau fræði sem í hald komu um langt árabil við bústjórn innanstokks á miklu myndarheimili og varð lagin og athafnasöm hannyrðakona sem einnig fékkst við að sauma og prjóna og áhuga á garðyrkju og skógrækt hafði hún einnig. Nikólína var mikil myndarkona sem eftir var tekið hvar sem hún fór. Hún og Gísli maður hennar hófu búskap í Sólheimagerði árið 1935 og bjuggu þar góðu búi til ársins 1960 er Gísli lést fyrir aldur fram. Komin fast að níræðu lá leið hennar til Sauðárkróks á hjúkrunarheimili fyrir aldraða og þar dvaldist hún síðustu árin við gott atlæti og umönnun starfsfólks.
Útför Nikólínu fer fram frá Miklabæjarkirkju í Akrahreppi í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Oddur Sigurbergsson (1917-2001)

  • HAH01780
  • Einstaklingur
  • 1.5.1917 - 14.8.2001

Oddur Sigurbergsson fæddist 19. maí 1917 og ólst upp á Eyri í Fáskrúðsfirði. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 14. ágúst síðastliðinn. Útför Odds fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Ottó Svavar Jóhannesson (1912-2000) Hrútsstöðum frá Móbergi

  • HAH01783
  • Einstaklingur
  • 1.7.1912 - 12.10.2000

Ottó Svavar Jóhannesson var fæddur á Móbergi í Langadal Austur-Húnavatnssýslu 1. júlí 1912. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. október síðastliðinn. Svavar og Hallfríður hófu búskap á Hrútsstöðum árið 1943 og bjuggu þar um 11 ára skeið en fluttu þá í Kópavog og reistu sér hús í Löngubrekku 4. Hallfríður lést 12. desember 1992.
Síðustu ævimánuðina dvaldist Svavar á sambýli aldraðra á Skjólbraut 1a í Kópavogi.
Útför Svavars fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Ólafía Elísabet Guðjónsdóttir (1911-1995)

  • HAH01785
  • Einstaklingur
  • 28.10.1911 - 15.12.1995

Ólafía Elísabet Guðjónsdóttir fæddist 28. október 1911 að Þórustöðum í Bitru, Strandasýslu. Hún lést í Sjúkrahúsi Akraness 15. desember síðastliðinn. Árið 1959 flytja Ólafía og Ingólfur til Akraness og bjuggu þar eftir það, fyrst að Heiðarbraut 35, síðan að Brekkubraut 17 sem þau byggðu sjálf og bjuggu þar í 28 ár. Þá fluttu þau að Höfðagrund 16 og bjuggu þar í rúm tvö ár en fluttu síðla árs 1990 inn á Dvalarheimilið Höfða. Að hausti 1993 hrakaði heilsu Ólafíu svo að hún fór á Sjúkrahúsið á Akranesi og dvaldi þar til dauðadags. Útför Ólafíu fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.

Ólafía Guðrún Blöndal (1935-2009) Akureyri

  • HAH01786
  • Einstaklingur
  • 11.11.1935 - 1.10.2009

Ólafía Guðrún Blöndal (Lóa) fæddist á Melum á Skarðsströnd í Dalasýslu 11. nóvember 1935. Hún lést 1. október síðastliðinn. Æskuárunum eyddi Ólafía á bænum Litla-Holti í Saurbæ í Dalasýslu. Ellefu ára fluttist hún svo með foreldrum sínum til Akureyrar, en þar voru eldri systkinin tvö búin að koma sér fyrir. Dalirnir áttu alltaf sterk ítök í huga Ólafíu og dvaldi hún þar oft á sumrum hjá ættingjum og vinum eftir flutninginn norður. Veturinn 1955-1956 settist Ólafía á kvennaskólabekk. Var það húsmæðraskólinn að Löngumýri í Skagafirði. Þaðan átti hún ótal góðar minningar og þar mynduðust vináttubönd sem mörg hver halda enn í dag. Á sínum yngri árum vann Ólafía hjá Efnaverksmiðjunni Sjöfn, allt þar til einkadóttirin Anna María kom í heiminn, en það var 23. desember 1965. Ólafía giftist aldrei. Hún bjó á heimili foreldra sinna á Akureyri og var þeirra stoð og stytta á efri árum. Um nokkurra ára skeið hélt hún heimili með Braga Guðjónssyni sem er látinn. Ólafía hafði mikið yndi af tónlist og ófáir voru tónleikarnir sem þær mæðgur sóttu saman, að ógleymdum öllum leikhúsferðunum. Ólafía var liðtæk á dansgólfinu á sínum yngri árum, enda lítil og nett. Hún átti gítar og spilaði af hjartans list eftir eyranu bæði á píanó og orgel. Árið 1993 fluttu þær mæðgur Ólafía og Anna María til Reykjavíkur. Áttu þær saman 10 góð ár, þar sem Ólafía hugsaði um heimilið á meðan dóttirin dró björg í bú. Sumarið 2003 kom reiðarslagið. Ólafía fékk áfall sem eyðilagði allt jafnvægisskyn og orsakaði lömun í vinstri helming líkamans. Var hún bundin við hjólastól það sem eftir var ævinnar. Fyrstu sex mánuðina eftir áfallið dvaldi hún á taugalækningadeild Landspítalans, síðan fékk hún pláss á Hjúkrunaheimilinu Eir, þar sem hún hefur dvalið síðan. 1. október síðastliðinn fékk Ólafía annað áfall sem hún lifði ekki af.
Útför Ólafíu Guðrúnar fer fram frá Grafarvogkirkju í dag, 12. október, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.

Ingibjörg Jóna Ísaksdóttir Briem (1889-1979)

  • HAH01485
  • Einstaklingur
  • 3.9.1889 - 7.7.1979

Húsfreyja á Melstað, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Á Melstað var og miðstöð félagslífs sveitarinnar. Þar var samkomustaður, unz Ungmennafélagið Grettir reisti samkomuhús á Laugarbakka, þar sem nú er félagsheimilið Ásbyrgi. Prestshjónin
studdu með ráðum og dáð alla félagsstarfsemi í héraðinu, einkum þó söng- og leikstarf. Prestsfrúin sá um fjölmargar erfidrykkjur. Eitt sinn fór fram á heimilinu búnaðarnámskeið, sem stóð í viku.
Allan þennan tíma fengu ráðunautar og kunningjar úr sýslunni margvíslega fyrirgreiðslu og var þó engum öðrum gestum vísað frá. Oft var barnaslbóli staðsettur á Melstað. Voru þar stundum um 20 börn í heimili. Melstaður er og var í þjóðbraut. Þangað komu gestir víða að úr öllum stéttum og af ýmsu þjóðerni.

Ólafur Þórir Jónsson (1914-1996)

  • HAH01803
  • Einstaklingur
  • 28.10.1914 - 30.3.1996

Ólafur Þórir Jónsson var fæddur á Grettisgötu 35b í Reykjavík þann 28. október árið 1914. Hann lést í Landspítalanum 30. mars 1996. Þá hóf hann nám í rafvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík og hjá föður sínum og starfaði hann við þá iðn alla tíð. Ása Sigurbjörg var heimavinnandi húsmóðir, en vann jafnframt því heima við saumaskap og fleira. Barnabarnabörn þeirra eru fimm talsins. Útför þeirra Ólafs Þóris og Ásu Sigurbjargar fer fram frá Fossvogskirkju í dag 12.4. 1996 og hefst athöfnin kl. 13.30.

Óskar Sumarliðason (1904-1992)

  • HAH01816
  • Einstaklingur
  • 29.7.1904 - 233.7.1992

Í dag er gerð frá Hjarðarholtskirkju í Laxárdal útför Óskars Sumarliðasonar, fyrrverandi rafstöðvarstjóra í Búðardal. Hann var fæddur í Búðardal 29. júlí 1904,

Pétur Björn Ólason (1915-1998) Miðhúsum

  • HAH01835
  • Einstaklingur
  • 31.10.1915 - 18.7.1998

Vinnumaður í Miðhúsi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Miðhúsum í Vatnsdal. sína. Lögð var áhersla á að búa þau sem best undir lífsstarfið. Þótt barnahópurinn væri stór tóku þau, um mörg ár, börn til sumardvalar og mynduðust þannig góð tengsl við fólk í þéttbýlinu.

Það var mikill harmur kveðinn að fjölskyldunni þegar Fanney féll frá 2. október 1968. Pétur hélt þá áfram búskap í samvinnu við Magnús, son sinn. Hin síðari ár vann hann við sláturvinnu á Blönduósi samhliða búskapnum. Árið 1993 hætti Pétur búskap og fór á Héraðssjúkrahúsið á Blönduósi og dvaldi þar til æviloka. Hann ferðaðist talsvert innanlands og naut þess að kynnast landi og þjóð.

Pétur Hafsteinn Guðlaugsson (1941-2006)

  • HAH01838
  • Einstaklingur
  • 21.12.1941 - 19.5.2006

Pétur Hafsteinn Guðlaugsson fæddist á Mörk á Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu 21. desember 1941. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 19. maí síðastliðinn. Pétur starfaði víða, Árið 1995 fluttu Pétur og Halldóra til Reykjavíkur í Austurbrún þar sem þau bjuggu. Pétur hóf störf hjá Vélaveri 1996 þar sem hann starfaði meðan heilsan leyfði.
Soffía Ólafsdóttir systir þeirra Brandsstaðabræðra bjó uppi á Laxárdal með manni sínum Guðlaugi Péturssyni. Þau skildu og hættu búskap. Soffía flutti til bræðra sinna í Brandsstaði með börn sex börn, Pétur var eitt þeirra. Þetta var mikið dugnaðarfólk og krakkarnir létu ekki sitt eftir liggja við heyskapinn. Strákarnir stóðu við slátt með litlu orfunum sínum flesta daga, þrátt fyrir ungan aldur, sá elsti var 10 eða 11 ára. Vannst þeim undra vel og sýndu strax að þar færu efni í mannskapsmenn. Dvöl Soffíu og barna á Brandsstöðum varð ekki löng og fór hún sem ráðskona að Æsustöðum til sr. Birgis Snæbjörnssonar.
Sigurjón á Brandsstöðum missti heilsuna á besta aldri. María rak bú þeirra af aðdáanlegum dugnaði, en eftir lát Sigurjóns seldi hún Pétri Guðlaugssyni og konu hans Maríu bú sitt og jarðarhelming. Fluttist Pétur með konu sinni, syni og tveimur dætrum í Brandsstaði. Pétur var ágætur bóndi en auk þess snillingur við vélaviðgerðir en við þær hafði hann unnið í Reykjavík um árabil.
Pétur og María kona hans skildu. Dæturnar Soffía og Guðrún ólust upp hjá föður sínum, en sonurinn Valur flutti burt með móður sinni.
Nokkru síðar hóf Pétur sambúð með Önnu Jóhannesdóttur frá Sólvöllum í Hólmi. Allmörgum árum síðar skildu leiðir þeirra. Losnaði þá fljótlega um búskap Péturs og fékk hann bú og jörð í hendur Guðrúnu dóttur sinni og þáverandi sambýlismanni hennar Guðmundi Sveinssyni. Pétur flutti til Reykjavíkur og stundaði þar viðgerðir bíla og búvéla enda eftirsóttur til þeirra starfa. Allmörg síðustu ár bjó Pétur með Halldóru Jónmundsdóttur framkvæmdastjóra, áður bónda á Auðkúlu.
Útför Péturs verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Pétur Jóhannsson (1913-1998) Glæsibæ í Sléttuhlíð og Þorlákshöfn

  • HAH01840
  • Einstaklingur
  • 12.4.1913 - 12.2.1998

Pétur Jóhannsson fæddist í Glæsibæ í Sléttuhlíð í Skagafirði hinn 12. apríl 1913 og ólst þar upp. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi hinn 12. febrúar síðastliðinn. Síðastliðið sumar flutti Pétur í Daltún 14 í Kópavogi og bjó þar ásamt syni sínum og tengdadóttur til dauðadags. Bóndi, oddviti og hreppstjóri í Glæsibæ í Sléttuhlíð, Skag. Framkvæmdastjóri á Hofsósi og Akranesi, síðar skrifstofumaður í Þorlákshöfn. Var í Glæsibæ, Fellssókn, Skag. 1930. Síðast bús. í Ölfushreppi.
Útför Péturs fer fram frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Pétur Pálsson (1916-1997) frá Brandaskarði

  • HAH01843
  • Einstaklingur
  • 28.10.1916 - 20.2.1997

Pétur Pálsson húsasmiður var fæddur á Spákonufelli við Skagaströnd 28. október 1916. Hann andaðist á Landspítalanum 20. febrúar 1997.
Pétur ólst upp hjá góðum fósturforeldrum á Brandaskarði og átti þar góða æsku sem hann minntist oft á.
Útför Péturs fór fram frá Bústaðakirkju í dag og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Pétur Sigurðsson (1919-2012) Hjaltastöðum

  • HAH01844
  • Einstaklingur
  • 21.3.1919 - 28.8.2012

Pétur Sigurðsson fæddist á Hjaltastöðum í Akrahreppi 21.3. 1919. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki 28.8. 2012.
Útför Péturs fer fram frá Flugumýrarkirkju í dag, 10. september 2012, og hefst athöfnin kl 14.

Ragnar Lárusson (1924-2016) frá Grímstungu

  • HAH01852
  • Einstaklingur
  • 5.7.1924 - 7.4.2016

Ragnar Jóhann fæddist á Blönduósi 5. júlí 1924. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 7. apríl 2016. Ragnar Jóhann ólst upp hjá foreldrum sínum í Grímstungu í Vatnsdal. Elín og Útför Ragnars Jóhanns verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, 14. apríl 2016, og hefst athöfnin kl. 13.

Ragnar Þorsteinsson (1914-1999) kennari Reykjaskóla

  • HAH01857
  • Einstaklingur
  • 28.2.1914 - 17.9.1999

Ragnar Þorsteinsson fæddist í Ljárskógaseli 28. febrúar 1914. Hann lést í Reykjavík 17. september 1999.
Hann var einnig þekktur biblíusafnari. Hann gaf Þjóðarbókhlöðunni 1.228 biblíur á mismunandi tungumálum við opnun hennar.
Útför Ragnars fór fram frá Fossvogskirkju 24.9.1999 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Ragnhildur Einarsdóttir (1909-1994) ættuð frá Efra-Núpi

  • HAH01865
  • Einstaklingur
  • 12.6.1909 - 20.5.1994

Ragnhildur Einarsdóttir var fædd í Reykjavík 12. júní 1909 og bjó þar alla tíð. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 20. maí síðastliðinn . Útför hennar var gerð frá Fossvogskirkju 31. maí. 1994

Rósa Pálsdóttir (1911-2002) Bjargi á Skagaströnd

  • HAH01878
  • Einstaklingur
  • 1.9.1911 - 1.5.2002

Rósa Pálsdóttir fæddist 1. september 1911 á Spákonufelli í Vindhælishreppi í A-Hún. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 1. maí 2002.
Rósa fór 5 ára gömul í fóstur að Skúfi í Norðurárdal til móðurbróður síns, Eggerts Sölvasonar, og konu hans Jóninnu Jónsdóttur. Þar dvaldi hún til 16 ára aldurs og var eftir það í vinnumennsku. Árið 1934 hóf Rósa búskap að Þverá í Hallárdal með Bjarna Jóhanni. Þau fluttu til Skagastrandar nokkrum árum síðar og bjuggu þar lengst af á Bjargi, eða í rúm 30 ár. Eftir að Bjarni lést fluttist Rósa til Reykjavíkur þar sem hún dvaldi hjá börnum sínum.

Árið 1991 flutti Rósa aftur til Skagastrandar og settist að á Dvalarheimilinu Sæborg þar sem hún bjó allt til dauðadags.
Útför Rósu fór fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 11.5.2002 og hófst athöfnin klukkan 14.

Páll Ísleifur Vilhjálmsson (1936-1968)

  • HAH01823
  • Einstaklingur
  • 17.8.1936 - 5.2.1968

Þann 5. febrúar sl. fórst vélbáturinn Heiðrún frá Bolungarvík með 6 menn innanborðs, einn þessara sex var Páll Ísleifur Vilhjálmsson frá Brandaskarði, A.-Hún. Páll var yngsta barn þeirra Jensínu Hallgrímsdóttur og Vilhjálms Benediktssonar bónda í Brandaskarði A-Hún. Jensína var Bolvíkingur en réðist tvítug að aldri norður í Húnavatnssýslu. Þar giftist hún Vilhiálmi Benediktssyni, húnvetnskum bóndasyni og hófu þau búskap árið 1930 á eignarjörð Vilhjálms, Brandaskarði, og eignuðust fimm börn.
Þau Jensína og Vilhjálmur voru um margt ólík, hún var skapmikil, en glöð og létt í lund, góður fulltrúi hinna óvilsömu Bolvíkinga, hamhleypa til allra verka og aldrei óvinnandi. Vilhjálmur var skáldmæltur vel og kaus gjarnan að sitja með penna í hönd og una í sínum draumaheimi en það var ekki hent fátækum bónda, og það áttu þau Vilhjálmur og Jensína sameiginlegt að þau vildu ekki vera upp á aðra komin.
En til þess að bjargast áfram á þeim kreppuárum, sem þau hófu búskap varð að vinna hörðum höndum og Vilhjálmur lét ekki sitt eftir liggja að vinna fyrir hópnum sínum en leitaði sér svo styrks í kveðskap þegar þreytan var að buga hann. Hann lýsir því sjálfur í einni vísu sinni:
Oft mér hugljúft yndi bar
ómþýð ljóðahending.
Hún í erjum vetrar var
vörn og þrautalending.

Með samstilltu átaki þeirra og hlífðarlausri vinnu búnaðist þeim fljótt vel og er börnin komust á legg voru þau dugleg að hjálpa og lét Páll ekki sinn hlut ekki eftir liggja þó yngstur væri, sérstaklega var hann góður og hjálpsamur móður sinni.
Páll var greindur vel og skemmilegur í viðmóti og fljótur til svars og lét ekki sinn hlut fyrir neinum og kærði sig kollóttan hvort hann deildi við kóng eða klerk.
Fríður sýnum var Páll meðsérkennileg leiftrandi augu, sem stundum virtust sjá út yfir hinn þrönga vanalega sjóndeildarhring.
Páll dvaldist nær óslitið í foreldrahúsum til 18 ára aldurs en þá slasaðist hann alvarlega og var vart hugað líf, og samur maður varð hann aldrei. Hann fór að heiman og dvaldi víða, vann ýmist til sjós eða lands og þótti hvarvetna hinn bezti starfsmaður.

Páll Ísólfsson (1893-1974) tónskáld

  • HAH01824
  • Einstaklingur
  • 12.10.1893 - 23.11.1974

Dr. Páll Isólfsson var fæddur í Símonarhúsum á Stokkseyri 12. október 1893. Foreldrar hans voru Ísólfur Pálsson, organleikari þar og tónskáld, síðar í Reykjavík, og kona hans, Þuríður Bjarnadóttir. Páll ólst upp með foreldrum sfnum á Stokkseyri til fimmtán ára aldurs, en fór þá til Reykjavíkur og dvaldist þar nokkur næstu ár með föðurbróður sínum, Jóni Pálssyni bankaféhirði, og konu hans, Önnu S. Adólfsdóttur. Voru þau honum sem aðrir foreldrar. Á þessum árum naut hann tilsagnar hjá Sigfúsi Einarssyni, tónskáldi og dómorganista.

Ole Omundsen (1895-1975) útgerðarmaður Skagaströnd

  • HAH01781
  • Einstaklingur
  • 17.9.1895 - 19.10.1975

Ole Omundsen 17. september 1895 - 19. október 1975, fæddur í Koppervik á Karmöy. Var í Lundi, Höfðahr., A-Hún. 1957. Útgerðarmaður í Karlsminni í Höfðakaupstað, Hún. Síðast bús. í Kópavogi. Foreldrar skv. Æ.A-Hún.: Odmund Olsen og Elin Soffie Olsen í Veavog, Karmöy, Noregi. Hann kom til Íslands 1925, skipstjóri á 100 lesta skipi, er hann átti ásamt öðrum manni. Dvaldist hann um hríð á Ísafirði og seldu þeir þar skipið. Þótt Óli væri hættur siglingum og skipstjórn var hugur hans bundinn sjónum. Hóf hann því brátt útgerð, keypti tvo báta, er hann gerði út frá Höfðakaupstað, og hann gaf nöfnin Hindenburg og Ludendorf, og heppnaðist útgerðin vel, enda hafði hann ávallt góðan mannskap á bátana og valda dugnaðarformenn. Voru sjómenn ávallt fúsir til að róa á hans útveg, þar sem Óli var vel kynntur og vildi vanda til útgerðar.
Ég spurði eitt sinn Óla hvers vegna hann hefði valið bátum sínum nöfn hinna þýzku hershöfðingja, og sagði hann ástæðuna til þess vera, að sig hefði dreymt áður en hann eignaðist bátana, að hann ætti báta með þessum nöfnum. Óli byggði sér íbúðarhús í Höfðakaupstað er hann nefndi Lund og stofnaði þar heimili sitt með Margrétu Jóhannesdóttur, friðsælt og gott hemiili. Hafa þau borið sameiginlega erfiðleika og gleði lífsins með tryggð og vináttu, sem hefir fært þeim birtu og yl, ekki sízt á efri árum.
Óli fluttist til Höfðakaupstaðar 1929, en þaðan til Kópavogs 1968.
Óli Omundsen frá Höfðakaupstað varð 75 ára 17. sept. s.l. Nú búsettur að Fífuhvammsvegi 25 í Kópavogi.

Magnús Vigfússon (1881-1965)

  • HAH01735
  • Einstaklingur
  • 8.10.1881 - 25.4.1965

Magnús Vigfússon 8. október 1881 - 25. apríl 1965 Bóndi á Breiðabólsstað, Vesturhópshólasókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Þingeyrum og Vatnsdalshólum í Sveinsstaðarhr., A-Hún.
Hann fæddist að Vatnsdalshólum 8. okt. 1881. Voru foreldrar hans þau hjónin Vigfús Filippusson og Ingibjörg Björnsdóttir, sem lengi bjuggu þar. Var faðir hans Rangvellingur að ætt alinn upp hjá Magnúsi Stephensen kammerráði í Vatnsdal í Fljótshlíð og bar Magnús nafn hans. Móðir hans Ingibjörg var uppalin hjá Ingiríði Pálmadóttur í Sólheimum hinni mestu merkiskonu, en faðir hennar var Björn I Björnsson frá Valadal í Skagafirði.
Magnús ólst upp í Vatnsdalshólum hjá foreldrum sínum og í efnilegum syskinahópi. Meðal þeirra var Kristján járnsmiður og bóndi í Vatnsdalshólum, en hann andaðist á síðastliðnu hausti níræður að aldri, og Filippus (1875-1955) í Langaskúr 1910, Filippusarbæ (Baldurshaga) 1916-1917 og á Jaðri 1920-1930 á Blönduósi.

Jónas Björnsson (1881-1977) Dæli í Víðidal

  • HAH01606
  • Einstaklingur
  • 5.9.1881 - 23.7.1977

Jónas Björnsson 5. september 1881 - 23. júlí 1977 Bóndi á Dæli, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Síðast bús. í Hvammstangahreppi. Þann 5. september s.l. varð Jónas Björnsson, Hagamel 41 hér í borg, níutíu ára. Jónas fæddist 5. september 1881 að Valdarási í Víðidal og ólst hann upp að Valdarási og Stóru- Ásgeirsá. Jónas byrjaði búskap í Dæli árið 1912 og bjó þar til ársins 1945, en þá fluttist hann að Litlu-Ásgeirsá og bjó þar til ársins 1955, að hann hætti búskap og fluttist til Reykjavíkur, Jónas átti heima í Víðidal yfir 70 ár, og störf hans í þágu félagsmála í Þorkelshólshrepp voru mörg og margvísleg. Fólk Jónasar mun hafa orðið fyrir vonbrigðum með hin nýju heimkynni, og bíður nú fyrsta tækifæris til að komast heim aftur, og eru nú þegar tvö barnabörn hans komin heim aftur. Jónas hefur alla tíð verið höfðingi heim að sækja, og finnst aldrei vera nóg veitt gestum þeim, sem að garði bera. Hjálpsemi hans og greiðasemi, er hann átti heima í Víðidal, var viðbrugðið.

Salóme Gísladóttir Hjört (1913-1990)

  • HAH01879
  • Einstaklingur
  • 29.10.1913 - 21.8.1990

Salóme Gísladóttir Hjort frá Saurbæ í Vatnsdal, lést 21. ágúst sl. eftir að hafa lifað við þungbær veikindi um árabil. Laugardaginn 25. ágúst sl. var Lóa lögð til hinstu hvílu heima í Danmörku.

Salvör Jakobsdóttir (1920-2007)

  • HAH01880
  • Einstaklingur
  • 29.8.1920 - 11.3.2007

Salvör Jakobsdóttir fæddist í Vopnafirði 29. ágúst 1920. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. mars sl. Útför Salvarar fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 20. mars. Hefst athöfnin kl. 13.00.

Sighvatur Ágúst Karlsson (1933-1997) matreiðslumaður

  • HAH01885
  • Einstaklingur
  • 16.1.1933 - 22.7.1997

Sighvatur Ágúst Karlsson var fæddur á Blönduósi 16. janúar 1937. Hann lést á Dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík 22. júlí 1997. Fulltrúi á Akranesi, matreiðslumaður og bryti. Síðast bús. í Reykjavík.
Útför Sighvats fór fram frá Dómkirkjunni 29.7.1997 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Sigríður Halldórsdóttir (1906-2001)

  • HAH01896
  • Einstaklingur
  • 12.9.1906 - 2.8.2001

Sigríður Halldórsdóttir frá Orrahóli fæddist 12. september 1906 í Magnússkógum í Hvammssveit í Dalasýslu. Sigríður ólst upp í foreldrahúsum í Magnússkógum. Útför Sigríðar fer fram frá Staðarfellskirkju á Fellsströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Sigríður Kristinsdóttir (1925-2008) frá Þingeyrarseli

  • HAH01900
  • Einstaklingur
  • 24.4.1925 - 17.9.2008

Sigríður Ingibjörg Kristinsdóttir fæddist á Hofi í Vatnsdal 24. apríl 1925. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund 17. september síðastliðinn. Sigríður og Þorvaldur festu kaup á sumarbústað í Sogamýrinni, þar sem heitir nú Rauðagerði, og hófu þar búskap. Síðar byggðu þau sér nýtt hús á lóðinni. Eftir að Þorvaldur lést bjó Sigríður á nokkrum stöðum í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Hún var búsett á Lindargötu 57 í 10 ár þar til hún vistaðist á hjúkrunardeild á Grund fyrir tveimur árum. Sigríður hafði yndi af hannyrðum sem hún stundaði meðan heilsa og kraftar leyfðu.
Útför Sigríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.

Sigríður Pálsdóttir (1909-2003)

  • HAH01905
  • Einstaklingur
  • 17.12.1909 - 2.3.2003

Sigríður Pálsdóttir fæddist á Víðidalsá í Strandasýslu 17. desember 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri 2. mars síðastliðinn.
Þegar hún var komin yfir áttrætt fluttist hún á Selfoss. Henni fannst bærinn ágætur en ljótur. Hún saknaði fegurðar Eyjafjarðar. Um það bil sem hún flutti suður tók sjóninni að hraka og loks varð hún nánast blind. Þá heyrðist hún segja: "Mér líkar bara vel á Selfossi eftir að ég missti sjónina."
Útför Sigríðar verður gerð frá Kollafjarðarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Sigríður Jónsdóttir (1892-1972) Hrappsstöðum

  • HAH01902
  • Einstaklingur
  • 29.3.1892 - 29.11.1972

Þann 24. ágúst 1969 áttu hjónin, Sigríður Jónsdóttir og Björn Jósefsson frá Hrappsstöðum í Víðidal, 50 ára hjúskaparafmæli. Þann dag voru þau stödd að heimili yngsta sonar síns og tengdadóttur, Guðlaugs bónda í Nýrukoti og Sigrúnar Þórisdóttur. Allmargt vina og vandamanna kom að heimsækja þau þennan merkisdag í lífi þeirra. Mikið barst víðsvegar að, af kveðjum og heillaskeytum. Hvort tveggja er, að frændgarðurinn er fjölmennur og svo hitt, að þau hjón hafa hvarvetna kynnt sig mjög vel og eiga víða vinum að mæta. Í 28 ár bjuggu þau á Hrappsstöðum, frá 1919 til 1947, þar sem Björn er fæddur og uppalinn. Er hann Húnvetningur að ætt, þótt hans ættir megi raunar rekja víðar og fer ég ekki frekar út í það hér. Sigríður er borgfirzkrar ættar og vísast þar til Ættarskrár Bjarna Hermannssonar.

Þau hjón áttu 11 börn, 5 syni og 6 dætur. Eina dóttur misstu þau nýfædda, en hin hafa öll komizt til fullorðinsára og eru nú hið mannvænlegasta fólk. Það hefur verið gæfa þeirra Hrappsstaðahjóna, hvað þau hafa verið frábærlega samhent og atorkusöm, því oft hefur nú verið út litlu að spila og vissulega hefur þurft mikinn dugnað og elju til að fleyta öllu vel fram. Gestir sem að garði komu munu þó sízt hafa orðið fátæktar varir, því gestrisni var frábær og snyrtimennska bæði utan húss og innan. Þess sáust og merki, að bóndinn vildi gera meira en að halda í horfinu og bætti hann jörð sína talsvert á þess tíma mælikvarða.

Frá Hrappsstöðum fluttust þau til Akraness og bjuggu þar í allmörg ár, en elzti sonur þeirra, Tryggvi og kona hans, Guðrún Ingadóttir, tóku við jörðinni og hafa búið þar síðan. Mér er kunnugt um, að þau Björn og Sigríður voru vinsæl á Alkranesi sem annars staðar. Þar varð Björn fyrir því mótlæti, að missa sjónina að mestu leyti og gat hann hin síðari ár ekki stundað vinnu að neinu ráði. Mun honum hafa faliið það þungt, þó að hann héldi reisn sinni þar fyrir og væri jafnan viðræðugóður, enda fróður um margt og átti nokkurt safn góðra bóka. Nú hin síðustu ár hafa þau hjón dvalizt á ellideild sjúkrahússins á Hvammstanga. Til þeirra er gott að koma og enn kann húsmóðirin frá Hrappsstöðum betur við að geta veitt gestum sínum, þó með öðrum hætti sé en áður. Ég bið guð að blessa þeim ævikvöldið.
Í afmælishófinu flutti Sigvaldl Jóhannesson frá Enniskoti, gullbrúðhjónunum frumort kvæði. Fer það hér á eftir.

Sigríður Sigurðardóttir (1923-1995)

  • HAH01908
  • Einstaklingur
  • 15.2.1923 - 16.6.1995

Sigríður Sigurðardóttir var fædd í Reykjavík hinn 15. febrúar 1923. Hún andaðist á heimili sínu í Reykjavík 16. júní síðastliðinn. Útför Sigríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15.00.

Sigríður Valdís Rögnvaldsdóttir (1935-2011) Vegamótum Blönduósi

  • HAH01914
  • Einstaklingur
  • 14.10.1935

Sigríður Valdís Rögnvaldsdóttir (Didda) fæddist á Vegamótum á Blönduósi 14. október 1935. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans í Reykjavík 9. febrúar 2011. Sigríður Valdís ólst upp á Blönduósi en bjó lengst af á Akureyri þar sem hún vann aðallega við aðhlynningu geðfatlaðra. Hún var búsett í Reykjavík síðustu áratugina og vann þá á Hrafnistu í Hafnarfirði. Didda hafði yndi af útivist og ferðalögum, Útför Sigríðar Valdísar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 18. febrúar 2011, og hefst athöfnin kl. 15.

Sigríður Þórmundsdóttir (1906-1998)

  • HAH01918
  • Einstaklingur
  • 5.9.1906 - 28.7.1998

Sigríður Þórmundsdóttir var fædd í Langholti í Borgarfirði 5. september 1906. Hún andaðist í Landspítalanum 28. júlí síðastliðinn. Sigríður ólst upp á Bæ í Borgarfirði og stundaði þar hefðbundin sveitastörf. Sigríður bjó síðustu 10 árin í íbúð sinni í Hlaðhömrum í Mosfellsbæ.

Útför Sigríðar fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Sigrún Ármannsdóttir (1930-2010)

  • HAH01919
  • Einstaklingur
  • 1.5.1930 - 5.2.2010

Sigrún Ármannsdóttir fæddist á Myrká í Hörgárdal 1. maí 1930. Hún lést á heimili sínu 5. febrúar 2010. Sigrún og Jónas hófu búskap sinn í Reykjavík. Árið 1964 fluttu þau í Kópavoginn þar sem þau hafa búið síðan. Útför Sigrúnar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 17. febrúar 2010, og hefst athöfnin kl. 13.

Kristín Jónsdóttir (1917-1996) Söndum í Miðfirði

  • HAH01924
  • Einstaklingur
  • 3.8.1917 - 29.10.1996

Sigrún Kristín Jónsdóttir var fædd á Heggsstöðum í Andakílshreppi 3. ágúst árið 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi 29. október 1996. Síðustu fjögur árin bjó Kristín í íbúð sinni í Hamraborg 38 í Kópavogi. Útför Kristínar fór fram frá Blönduóskirkju mánudaginn 4. nóvember og hófst athöfnin kl. 14.

Sigtryggur Árnason (1915-1990)

  • HAH01926
  • Einstaklingur
  • 29.6.1915 - 29.8.1990

Lausamaður í Stóradal, Svínavatnssókn, A-Hún. 1930. Yfirlögregluþjónn í Keflavík.
Sigtryggur Árnason fv. yfirlögregluþjónn. Nýlega var til moldar borinn Sigtryggur Árnason, fyrrverandi yfirlögregluþjónn í Keflavík. Síðustu vakt hans þessa heims var lokið og aðrar, óræðari skyldur kölluðu.

Sigurborg Gísladóttir (1923-2006) Blönduósi

  • HAH01936
  • Einstaklingur
  • 27.4.1923 - 7.12.2006

Sigurborg Gísladóttir fæddist á Svarthamri við Álftafjörð 27. apríl 1923. Hún lést á heimili sínu, Hraunbúðum í Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 7. desember síðastliðinn. Sigurborg ólst upp á Svarthamri við Álftafjörð, hún bjó á Blönduósi frá 1945 til 1971 og stofnaði þar fjölskyldu. Árið 1971 fluttist fjölskyldan til Hafnarfjarðar þar sem Sigurborg vann lengst af á Hrafnistu. Frá árinu 1998 bjuggu þau hjónin í Vestmannaeyjum.
Útför Sigurborgar verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 11.

Karlotta Jóhannsdóttir (1909-2004) kennari KVSK

  • HAH01967
  • Einstaklingur
  • 24.12.1909 - 7.5.2004

Karlotta Jóhannsdóttir fæddist í Gröf á Höfðaströnd 24. desember 1909. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri föstudaginn 7. maí 2004. Rökræður við hana gátu orðið nokkuð erfiðar, ekki síst þegar kvenréttindi voru til umræðu. Þar stóð hún ætíð fast á réttindum kynsystra sinna. Hún ólst upp á Brekkukoti í Hjaltadal (er heita nú Laufskálar). Er hún giftist manni sínum 1950 fluttist hún á bernskuslóðir til Hóla í Hjaltadal þar sem hann var ráðsmaður og bjó þar næstu fimm árin. Á þeim árum starfaði hún í eldhúsinu hjá Hólaskóla. Þau fluttu síðan til Akureyrar 1955 og þar starfaði hún heima við sauma um árabil. Mikil handavinna liggur eftir hana en hún saumaði og kenndi fjölda kvenna að sauma íslenska þjóðbúninginn.
Útför Karlottu verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Fjóla Kristmannsdóttir (1921-2010) Hvammi

  • HAH01970
  • Einstaklingur
  • 29.11.1921 - 29.9.2010

Sigurlaug Fjóla Kristmannsdóttir fæddist 29. 11. 1921 að Narfastöðum, Ytri-Njarðvík, Hún andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi þann 29. 9. 2010.
Þau Fjóla og Hallgrímur felldu saman hugi og gerðist hún húsfreyja að Hvammi, stjórnaði hún þar stóru sveitaheimili með miklum myndarbrag um áratugaskeið.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju í dag, mánudaginn 11. október 2010, og hefst athöfnin kl. 13.

Sigurlaug Eðvarðsdóttir (1914-2005) Skagaströnd

  • HAH01976
  • Einstaklingur
  • 16.8.1914 - 16.11.2005

Sigurlaug Margrét Eðvarðsdóttir fæddist á Helgavatni í Vatnsdal 16. ágúst 1914. Hún lést 16. nóvember síðastliðinn. Um sjötugsaldur keypti Sigurlaug íbúð í Breiðholti í húsi sonar síns og tengdadóttur þar sem hún bjó í átta ár. Árið 1993 flutti Sigurlaug á Dvalarheimilið Sæborg á Skagaströnd þar sem hún bjó til dauðadags.
Sigurlaug verður jarðsungin frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Sigurlaug Steinunn Guðmundsdóttir (1942-2011)

  • HAH01978
  • Einstaklingur
  • 20.7.1942 - 19.4.2011

Sigurlaug Steinunn Guðmundsdóttir frá Jörfa í Víðidal, fæddist í Nípukoti í Víðidal 20. júlí 1942. Hún lést af slysförum 19. apríl 2011. Steinunn ólst upp í NípukotiHún hóf búskap með manni sínum á Jörfa árið 1960, þar sem hún bjó til dauðadags. Fyrstu árin tók búskapur og barnauppeldi allan hennar tíma, vinnudagarnir langir við bæði útiverk og heimilisstörf. Eftir að Ægir sonur Steinunnar og Stella kona hans tóku við kúabúskap á Jörfa byggðu þau Jóhannes nýtt íbúðarhús samtýnis eldra húsi, þar sem barnabörn nutu ástúðar og góðs atlætis, og gestum og gangandi var ávallt veittur góður beini.
Útför Steinunnar fer fram frá Víðidalstungukirkju í dag, 29. apríl 2011, og hefst athöfnin kl. 13.

Sigurveig Guðmundsdóttir (1909-2010) Hafnarfirði

  • HAH01864
  • Einstaklingur
  • 6.9.1909 - 12.4.2010

Sigurveig Kristín Sólveig Guðmundsdóttir fæddist í Hafnarfirði 6. september 1909. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. apríl síðastliðinn. Sigurveig ólst upp í Hafnarfirði. . Árið 2005 var Sigurveig sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir félagsstörf. Útför Sigurveigar fer fram frá Kristskirkju, Landakoti, í dag, 20. apríl 2010, og hefst athöfnin kl. 13.30.

Sigurveig Gunnarsdóttir (1905-1998)

  • HAH01985
  • Einstaklingur
  • 5.3.1905 - 3.2.1998

Sigurveig Gunnarsdóttir fæddist í Skógum í Öxarfirði 5. mars 1905. Hún andaðist í Landakoti í Reykjavík hinn 3. febrúar síðastliðinn.
Útför Sigurveigar fer fram í Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Sigþrúður Friðriksdóttir (1903-2002) Gili Svartárdal

  • HAH01991
  • Einstaklingur
  • 28.11.1903 - 16.6.2002

Sigþrúður Friðriksdóttir fæddist að Valadal í Skörðum 28. nóvember 1903. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 16. júní síðastliðinn. Sigþrúður ólst upp hjá foreldrum sínum í Valadal. Sigþrúður og Björn bjuggu á Valabjörgum á Skörðum frá 1927 til 1941, Brún í Svartárdal 1941 til 1945 og flytja þá að Gili í Svartárdal og eiga þar heima til dauðadags.
Útför Sigþrúðar verður gerð frá Bólstaðarhlíðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Skafti Jósep Stiesen Jakobsson (1917-1988) múrari Noregi

  • HAH01995
  • Einstaklingur
  • 22.10.1917 - 30.4.1988

Skafti Jakobsson frá Skagaströnd Fæddur 12. október 1917 Dáinn 30. apríl 1988. Hann lést á heimili sínu í Dalekvam í Noregi þann 30. apríl. Skafti fæddist 12. október 1917 á Blálandi í Hallárdal, Austur-Húnavatnssýslu.
Þegar Skafti var um þrítugt fór hann til Noregs, að heimsækja systur sína. Noregsferðin varð lengri en ætlað var, því þar hitti Skafti konuefnið sitt. Hann lét af störfum fyrir nokkrum árum vegna heilsubrests.

Soffía Stefánsdóttir (1913-2005) Bala

  • HAH02004
  • Einstaklingur
  • 15.9.1913 - 14.11.2005

Soffía Guðrún Stefánsdóttir fæddist á Hringveri í Víðvíkurhreppi í Skagafirði 15. september 1913. Hún lést 14. nóvember 2005. Soffía og Jósef bjuggu allan sinn búskap á Blönduósi. Soffía Guðrún var jarðsungin á Bönduósi 22. nóvember 2005.

Soffía Jónsdóttir (1916-2004)

  • HAH02008
  • Einstaklingur
  • 29.4.1916 - 29.7.2004

Soffía Jónsdóttir fæddist í Nýpukoti í Víðidal í V-Húnavatnssýslu 29. apríl 1916. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík 29. júlí síðastliðinn. Soffía ólst upp í Nýpukoti, hún missti móður sína þegar hún var á sjötta ári en fjölskyldan bjó áfram í Nýpukoti. Þegar Soffía var 18 ára fluttist hún búferlum með föður sínum og fóstrum, Ingibjörgu Sigurðardóttur og Málfríði Steingrímsdóttur, á Staðarhól við Siglufjörð. Eftir að hún tók saman við eiginmann sinn flutti hún út á Siglunes, Árið 1958 flutti fjölskyldan inn á Siglufjörð þar sem stöðugt fleiri af börnunum hófu skólagöngu. Síðustu æviárin dvaldi hún í nálægð við dætur sínar þrjár á öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga á Húsavík.
Útför Soffíu fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Niðurstöður 2701 to 2800 of 10353