Óskar Sumarliðason (1904-1992)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Óskar Sumarliðason (1904-1992)

Parallel form(s) of name

  • Óskar Sumarliðason (1904-1992) rafstöðvarstjóri

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

29.7.1904 - 233.7.1992

History

Í dag er gerð frá Hjarðarholtskirkju í Laxárdal útför Óskars Sumarliðasonar, fyrrverandi rafstöðvarstjóra í Búðardal. Hann var fæddur í Búðardal 29. júlí 1904,

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Í upphafi bílaaldar á Íslandi skynjaði hann þýðingu þessa nýja farartækis. Hann tók bílpróf árið 1929 og vorið 1930 keypti hann fyrsta bíl sinn sem var Chevrolet-fólksbifreið, árgerð 1929. Var þetta réttu ári áður en fyrstu bílferðir hófust um hinn nýja fjallveg milli Dalsmynnis í Norðurárdal og Breiðabólstaðar í Suðurdölum, sem jafnan er kenndur við Bröttubrekku. Þessum fyrsta bíl mun Óskar fljótlega hafa skipt fyrir annan svipaðrar gerðar, en sú bifreið eyðilagðist í eldi á Bjarnardal á áðurnefndum fjallvegi. Má nærri geta hvílíkt tjón það hefur verið ungum manni, sem var að feta sig áfram fyrstu sporin í nýrri atvinnugrein. En Óskar lét ekki deigan síga, þó að þetta óhapp bæri að höndum. Fljótlega keypti hann vörubifreið af Chevrolet-gerð af Andrési Magnússyni í Ásgarði og var þar með lagður grundvöllurinn að því starfi, sem Óskar sinnti lengi síðan. Fólksbílarnir tveir, sem Óskar átti í upphafi, báru einkennisstafina DS-3 að þeirrar tíðar hætti, en með vörubílnum fékk hann númerið DS-2 sem síðar varð að D-2 og fylgdi bílum hans alla tíð.
Óskar stundaði vörubílaakstur fram til ársins 1949 og má segja að uppistaðan í því starfi hafi verið vegavinna á sumrum ásamt með flutningum á langleiðum fyrir Kaupfélag Hvammsfjarðar og fleiri. Árið 1949 tók hann að sér rekstur bifreiða- og vélaverkstæðis Smiðjunnar hf. Hann vann síðan aftur við akstur á árunum 1954 til 1956 en þá var hann fenginn til að sjá um starfrækslu rafstöðvar, sem í fyrstu var á vegum Kf. Hvammsfjarðar, en frá 1960 í eigu Rafmagnsveitna ríkisins. Hann starfaði svo hjá Rafmagnsveitunum allt til ársins 1985, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Sonur hjónanna Sumarliða Hannessonar, járnsmiðs þar, og konu hans Kristínar Margrétar Jónsdóttur. Foreldrar Sumarliða voru Hannes Jónsson á Heinabergi á Skarðströnd og kona hans Helga Bjarnadóttir. Kristín Margrét, móðir Óskars, var dóttir Jóns Eggertssonar á Jaðri við Stykkishólm.
Systir Óskars var Ásta, saumakona í Búðardal, sem nú er látin fyrir allmörgum árum
Hann gekk ungur að eiga Henriettu Björg Fritzdóttir Berndsen 7. nóvember 1913 - 15. febrúar 1998. Símamær í Búðardal 1930. Síðast bús. í Búðardal, hina glæsilegustu konu, dóttur Fritz Hendrik Berndsen 10. ágúst 1880 - 30. janúar 1961. Trésmiður og símstöðvarstjóri í Höfðakaupstað. Trésmiður og símstjóri í Skagastrandarkaupstað 1930. og konu hans Regína Henriette Hansen Berndsen 31. október 1884 - 18. janúar 1947. Húsfreyja á Skagaströnd. ættuð úr Hafnarfirði.
Þau Henný og Óskar giftu sig 5. maí 1933.
Þeim Henný og Óskari varð fjögurra mannvænlegra barna auðið og eru þau, talin í aldursröð:
1) Gunnar, 15. júní 1933 - 6. október 2000. Tæknimaður, m.a. á Gufuskálum og Keflavíkurflugvelli. Síðast bús. í Reykjavík; kona hans er Jakobína Kristjánsdóttir og eiga þau eina dóttur og eina dótturdóttur.
2) Birgir 21. júní 1939, einnig rafeindavirki og búsettur í Reykjavík; hann er kvæntur Jóhönnu Sigurðardóttur og eiga þau tvær dætur og tvo dóttursyni.
3) Hildur f 12. desember 1940, en hún sinnir verslunarstörfum í Reykjavík; hennar maður er Róbert Fearon og eiga þau 3 börn og 2 barnabörn.
4) Hilmar f. 11. október 1950, rafvirki í Búðardal; kona hans er Inga María Pálsdóttir og eru börn þeirra 4 og eitt barnabarn.

General context

Á árunum fyrir seinni heimsstyrjöld var Búðardalur mjög frábrugðinn því sem hann er í dag. Íbúðarhús á innplássinu, sem kallað var, voru þá 3 en 6 á útplássinu. Öll þessi hús stóðu í skjóli undir brekkunni en hið efra voru Fjósabæirnir tveir og Bjarnabær. Ég held ég megi fullyrða að þetta litla samfélag hafi einkennst af mikilli samheldni, samhjálp og vináttu milli fólksins sem þarna bjó. Samgöngur við önnur byggðarlög voru afar stopular á þessum tíma, sem meðal annars má marka af því, að fyrstu bifreiðir Dalamanna voru fluttar sjóleiðis vestur. En samgöngurnar áttu fyrir sér að breytast og Óskar Sumarliðason varð einn af forgöngumönnum þeirrar breytingar.

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01816

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 10.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places