Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Ole Omundsen (1895-1975) útgerðarmaður Skagaströnd
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
17.9.1895 - 19.10.1975
History
Ole Omundsen 17. september 1895 - 19. október 1975, fæddur í Koppervik á Karmöy. Var í Lundi, Höfðahr., A-Hún. 1957. Útgerðarmaður í Karlsminni í Höfðakaupstað, Hún. Síðast bús. í Kópavogi. Foreldrar skv. Æ.A-Hún.: Odmund Olsen og Elin Soffie Olsen í Veavog, Karmöy, Noregi. Hann kom til Íslands 1925, skipstjóri á 100 lesta skipi, er hann átti ásamt öðrum manni. Dvaldist hann um hríð á Ísafirði og seldu þeir þar skipið. Þótt Óli væri hættur siglingum og skipstjórn var hugur hans bundinn sjónum. Hóf hann því brátt útgerð, keypti tvo báta, er hann gerði út frá Höfðakaupstað, og hann gaf nöfnin Hindenburg og Ludendorf, og heppnaðist útgerðin vel, enda hafði hann ávallt góðan mannskap á bátana og valda dugnaðarformenn. Voru sjómenn ávallt fúsir til að róa á hans útveg, þar sem Óli var vel kynntur og vildi vanda til útgerðar.
Ég spurði eitt sinn Óla hvers vegna hann hefði valið bátum sínum nöfn hinna þýzku hershöfðingja, og sagði hann ástæðuna til þess vera, að sig hefði dreymt áður en hann eignaðist bátana, að hann ætti báta með þessum nöfnum. Óli byggði sér íbúðarhús í Höfðakaupstað er hann nefndi Lund og stofnaði þar heimili sitt með Margrétu Jóhannesdóttur, friðsælt og gott hemiili. Hafa þau borið sameiginlega erfiðleika og gleði lífsins með tryggð og vináttu, sem hefir fært þeim birtu og yl, ekki sízt á efri árum.
Óli fluttist til Höfðakaupstaðar 1929, en þaðan til Kópavogs 1968.
Óli Omundsen frá Höfðakaupstað varð 75 ára 17. sept. s.l. Nú búsettur að Fífuhvammsvegi 25 í Kópavogi.
Places
Koppervik; Veavaag, Karmöy, Noregi: Ísafjörður 1925: Höfðakaupsstaður 1929: Kópavogur 1968:
Legal status
Útgerðarmaður:
Functions, occupations and activities
Í Höfðakaupstað gengdi Óli ýmsum opinberum störfum um langt skeið.
Hann var í hafnarnefnd Höfðakaupstaðar, í stjórn útgerðarfélagsins, fiskimatsmaður, fulltrúi í stjórn kaupfélagsins, varalóðs, o.fl. Lifrarbræðslu rak hann í mörg ár, en lagði hana niður, og hafði umsjón með brennsluolíu í kauptúnið og til skipa.
Mandates/sources of authority
Þér veiti gleði, gæfu og trú.
Guð frá veldi sínu,
sjötíu og fimm ára nú
á afmælinu þínu.
Lárus G. Guðmundsson Höfðakaupstað.
"Það er sem ég sjái Óla Omundsen skipstjóra á stjórnpalli, glæsilegan mann á bezta manndómsskeiði. Báran hjalar sakleysislega við skip hans og sólin merlar á lognværum haffletinum. Norski fáninn dreginn að hún, blár kross innan í hvítum á rauðum feldi, blaktir lítið eitt í hlýrri golunni. En sjómaður kynnist líka öðrum ólíkum aðstæðum. Hugsa ég mér sama skipstjórann, hann Óla Omundsen á stjórnpalli, í baráttu við vind og sjó. Með hendur á stýrishjóli - því að nú má engu muna - hamfarir veðurs og hvítfextar, freyðandi hrannir gefa engan grið. Hann gefur skipverjum sínum fyrirskipanir sem bera vott um kjark, gætni og hyggindi hins reynda og athugula stjórnanda. Uppi á sigluhún berst norski fáninn í stórviðri - sædrifinn. En Óli ber gæfu til að leiða skip sitt í örugga höfn."
Óli Omundsen var karlmenni að burðum. Til gamans vil ég geta um einn atburð því til sönnunar.
„Aðkomumenn á fiskibát voru staddir í Höfðakaupstað. Þeir koma þar á fund Óla. Þeim verður sundurorða við hann, sem Ieiðir til þess, að hendur eru látnar skipta. Því eins og sjómaðurinn finnur ánægju í baráttu við vind og sjó, er honum geðfellt, ekki sízt ef hann er lítið eitt undir áhrifum víns, að nota krafta sína á öðrum sviðum. Hér eru þrír á móti einum, leikur virðist ójafn, en lyktar þannig, að þá þremenningarnir fara til skips síns, er þeim vægast sagt allmikið ábótavant í klæðaburði og hafa reynslu af því að Óli hafi ekki farið höndum um þá með snyrtimennsku skreðarans.“
Internal structures/genealogy
Ole Omundsen fæddist í Noregi 17. september 1895, foreldrar Elín Soffía og Omund Olsen á Karmöy.
Kona hans var Margrét Jóhannsdóttir 13. júní 1910 - 25. janúar 1976 Var í Lundi, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Kópavogi, foreldrar hennar var Jóhannes Jóhannesson 20. ágúst 1875 - 17. júlí 1937. Formaður á m/b í Skagastrandarkaupstað 1930. Sjómaður á Iðavöllum í Kálfshamarsvík og Guðrún Oddný Guðjónsdóttir 29. desember 1886 - 22. apríl 1951 Húsfreyja á Iðavöllum í Kálfshamarsvík. Húsfreyja í Skagastrandarkaupstað 1930.
General context
Relationships area
Related entity
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the spouse of
Ole Omundsen (1895-1975) útgerðarmaður Skagaströnd
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 15.7.2017
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=256546
8.10.1970