Lúðvík Kristjánsson (1910-2001)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Lúðvík Kristjánsson (1910-2001)

Parallel form(s) of name

  • Lúðvík Kristjánsson (1910-2001) Steinholti

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

30.6.2010 - 10.2.2001

History

Lúðvík Kristjánsson var fæddur í Ásbúðum á Skaga 30. júní 1910. Hann andaðist á Héraðshælinu á Blönduósi laugardaginn 10. febrúar síðastliðinn. Ungur flutti Lúðvík inn á Skagaströnd þar sem hann bjó og starfaði alla sína ævi. Lúðvík var aðeins 12 ára þegar hann missti föður sinn, hann byrjaði því mjög ungur að vinna og starfaði hann bæði til lands og sjávar eins og algengt var á þessum árum. Hann var eftirsóttur til vinnu enda harðduglegur og útsjónarsamur. Lúðvík bjó einn í Steinholti eftir að börnin voru flutt að heiman. Þar var snyrtimennskan ávallt í fyrirrúmi og vel hugsað fyrir öllu. Síðustu árin, eða frá hausti 1998, dvaldi Lúðvík á Héraðshælinu á Blönduósi.
Útför Lúðvíks verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Places

Ásbúðir á Skaga: Steinholt á Skagaströnd:

Legal status

Functions, occupations and activities

Lengst af starfaði hann í skipasmíðastöðinni hjá frænda sínum Guðmundi Lárussyni. Hann vann einnig í frystihúsinu hjá Síldarverksmiðju ríkisins á Skagaströnd og við ýmis önnur störf.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru hjónin Sigurbjörg Sigurbjarnardóttir, f. á Akureyri 27. apríl 1872 , d. 31. desember 1965, og Kristján Kristjánsson, f. á Knútsstöðum í Suður-Þingeyjarsýslu 13. júlí 1853, d. 22. mars 1922.
Sigurbjörg og Kristján bjuggu á Björgum í sömu sýslu 1898-1900. Þau fluttu vestur á Skagaströnd og bjuggu á Bakka 1903-1907 og í Ásbúðum 1907 til 1911 er þau fluttu aftur að Bakka.
Sigurbjörg og Kristján eignuðust 12 börn. Tvö dóu í æsku en tíu komust til fullorðinsára: Hólmfríður Björg, f. 1897; Sigurlaug, f.1899; Lára, f. 1901; Henry, f. 1903; Karl, f. 1904; Sigurbjörn, f. 1906; Eðvarðsína, f. 1908; Lúðvík, f. 1910; Elísabet, f. 1912; Kári, f. 1914. Lúðvík lifði systkini sín öll.
Lúðvík kvæntist 5. júlí 1941 Pálínu Sigríði Frímannsdóttur frá Jaðri á Skagaströnd, f. 27. nóvember 1916, d. 5. júlí 1962. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Pálsdóttir og Frímann Finnsson. Lúðvík og Sigríður bjuggu allan sinn búskap á Skagaströnd.
Börn þeirra eru fjögur:
1) Frímann, f. 1941, kvæntur Kristínu M. Jónasdóttur, þau eiga þrjú börn. Fyrir átti Frímann eina dóttur.
2) Kristinn, f. 1944, kvæntist Elísabeth Bjarnarson, þau skildu, þau eiga þrjár dætur. Fyrir átti Kristinn einn son.
3) Kristín, f. 1946, gift Gunnari Kr. Guðmundssyni, þau eiga tvö börn.
4) Karl, f. 1951, kvæntur Önnu Báru Sigurjónsdóttur, þau eiga tvö börn, fyrir átti Karl tvær dætur og Anna Bára einn son sem Karl ættleiddi.
Barnabörnin eru 14 og barnabarnabörn 10.

General context

Relationships area

Related entity

Finnur Björgvin Frímannsson (1909-1969) (23.8.1909 - 18.3.1969)

Identifier of related entity

HAH03421

Category of relationship

family

Dates of relationship

5.7.1941

Description of relationship

Lúðvík var giftur Sigríði (1916-1962) systur Finns

Related entity

Frímann Lúðvíksson (1941) (28.4.1941 -)

Identifier of related entity

HAH03491

Category of relationship

family

Type of relationship

Frímann Lúðvíksson (1941)

is the child of

Lúðvík Kristjánsson (1910-2001)

Dates of relationship

28.4.1941

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01722

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 4.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places