Jón Sigurður Guðmundsson (1921-2004)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Jón Sigurður Guðmundsson (1921-2004)

Parallel form(s) of name

  • Jón Sigurður Guðmundsson (1921-2004) frá Þingeyrum

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

27.6.1921 - 12.6.2004

History

Jón Sigurður Guðmundsson, forstjóri og ræðismaður Íslands í Louisville í Kentucky, fæddist á Þingeyrum í Austur Húnavatnssýslu 27. júní 1921. Hann lést 12. júní síðastliðinn. Jón lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1938. Á unglingsárum tók hann mikinn þátt í skátahreyfingunni í Reykjavík.
Hann vann hjá Jóni Loftssyni h.f. í Reykjavík og stýrði innkaupaskrifstofu fyrirtækisins í New York 1942 til 1946.
Jón fluttist til Bandaríkjanna með fjölskyldu sína árið 1950, og settust þau að í Louisville í Kentucky. Hann var einn af stofnendum og stjórnarformaður Íslenska-Ameríska verslunarráðsins í New York, og einnig í stjórn American-Scandinavian Foundation. Hann stofnaði Þjóðræknisfélag Íslendinga í Bandaríkjunum.
Jón starfaði í harðviðariðnaðinum í mörg ár en árið 1964 stofnaði hann sitt eigið harðviðarfyrirtæki, Norðland Corporation. Einnig starfaði hann sem stjórnarformaður eða stjórnarmeðlimur í mörgum aðalsamtökum harðviðariðnaðarins í Bandaríkjunum og Kanada.
Jón var í 20 ár meðlimur skipulagsnefndar sýslunnar sem hann bjó í.
Jón var sæmdur Fálkaorðunni árið 1996.
Útför Jóns var gerð í Louisville í Kentucky 16. júní.

Places

Þingeyrar A-Hún.: Reykjavík: Louisville í Kentucky 1950:

Legal status

Prófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1938

Functions, occupations and activities

Forstjóri og ræðismaður:

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Jón var sonur hjónanna Guðmundar Andréssonar og Jórunnar Loftsdóttur. Auk Jóns áttu þau eina dóttur, Ingibjörgu Lovísu, sem lést árið 1991.
Jón kvæntist Sesselju Svönu Eggertsdóttur 13. apríl 1946 í Reykjavík. Hún er dóttir hjónanna Eggerts Ólafssonar og Ragnhildar Gottskálksdóttur.
Börn Jóns og Sesselju Svönu eru
1) Örn Eggert,
2) Jórunn Hilda og
3) Jón Sigurður.
Barnabörnin eru sex og eitt barnabarnabarn.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01589

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 27.6.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places