Jón Sigurður Guðmundsson (1921-2004)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jón Sigurður Guðmundsson (1921-2004)

Hliðstæð nafnaform

  • Jón Sigurður Guðmundsson (1921-2004) frá Þingeyrum

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

27.6.1921 - 12.6.2004

Saga

Jón Sigurður Guðmundsson, forstjóri og ræðismaður Íslands í Louisville í Kentucky, fæddist á Þingeyrum í Austur Húnavatnssýslu 27. júní 1921. Hann lést 12. júní síðastliðinn. Jón lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1938. Á unglingsárum tók hann mikinn þátt í skátahreyfingunni í Reykjavík.
Hann vann hjá Jóni Loftssyni h.f. í Reykjavík og stýrði innkaupaskrifstofu fyrirtækisins í New York 1942 til 1946.
Jón fluttist til Bandaríkjanna með fjölskyldu sína árið 1950, og settust þau að í Louisville í Kentucky. Hann var einn af stofnendum og stjórnarformaður Íslenska-Ameríska verslunarráðsins í New York, og einnig í stjórn American-Scandinavian Foundation. Hann stofnaði Þjóðræknisfélag Íslendinga í Bandaríkjunum.
Jón starfaði í harðviðariðnaðinum í mörg ár en árið 1964 stofnaði hann sitt eigið harðviðarfyrirtæki, Norðland Corporation. Einnig starfaði hann sem stjórnarformaður eða stjórnarmeðlimur í mörgum aðalsamtökum harðviðariðnaðarins í Bandaríkjunum og Kanada.
Jón var í 20 ár meðlimur skipulagsnefndar sýslunnar sem hann bjó í.
Jón var sæmdur Fálkaorðunni árið 1996.
Útför Jóns var gerð í Louisville í Kentucky 16. júní.

Staðir

Þingeyrar A-Hún.: Reykjavík: Louisville í Kentucky 1950:

Réttindi

Prófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1938

Starfssvið

Forstjóri og ræðismaður:

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Jón var sonur hjónanna Guðmundar Andréssonar og Jórunnar Loftsdóttur. Auk Jóns áttu þau eina dóttur, Ingibjörgu Lovísu, sem lést árið 1991.
Jón kvæntist Sesselju Svönu Eggertsdóttur 13. apríl 1946 í Reykjavík. Hún er dóttir hjónanna Eggerts Ólafssonar og Ragnhildar Gottskálksdóttur.
Börn Jóns og Sesselju Svönu eru
1) Örn Eggert,
2) Jórunn Hilda og
3) Jón Sigurður.
Barnabörnin eru sex og eitt barnabarnabarn.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01589

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 27.6.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir