Ingimar Ástvaldur Magnússon (1907-2004)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Ingimar Ástvaldur Magnússon (1907-2004)

Parallel form(s) of name

  • Ingimar Ástvaldur Magnússon (1907-2004) frá Ytri-Hofdölum

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

13.10.1907 - 24.6.2004

History

Ingimar Ástvaldur Magnússon fæddist á Ytri-Hofdölum í Viðvíkursveit í Skagafirði 13. október 1907. Hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ 24. júní síðastliðinn. Ingimar fluttist til Reykjavíkur 1930 og hóf skömmu síðar húsasmíðanám hjá Zóphoníasi Snorrasyni, húsasmíðameistara. Hann lauk prófi við Iðnskólann í Reykjavík 1933, sveinsprófi 1935 og fékk húsasmíðaréttindi í Reykjavík 1939.
Ingimar starfaði um árabil við húsasmíðar í þjónustu ýmissa aðila, lengst af hjá Ingólfi B. Guðmundssyni, sem í marga áratugi rak Sögina hf. í Reykjavík. Á sjötta áratugnum stofnaði Ingimar ásamt öðrum byggingarfélagið Afl sf., sem rak öfluga byggingarstarfsemi í Reykjavík í hartnær tvo áratugi.
Útför Ingimars verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Places

Ytri-Hofdalir Skagafirði: Reykjavík 1930:

Legal status

Húsasmiður 1935: Meistararéttindi 1939:

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru hjónin Magnús Gunnlaugsson, bóndi, f. 3. september 1845, d. 22. desember 1912, og Guðrún Bergsdóttir, húsmóðir, f. 19. október 1867, d. 29. febrúar 1956. Þau eignuðust tólf börn sem komust á legg, en eru nú öll látin.
Ingimar kvæntist 1934 Guðrúnu Guðmundsdóttur, f. 10. júlí 1911 í Litla-Holti í Dalasýslu, d. 31. júlí 2001. Börn þeirra eru:
1) Ragnar Guðmundur Ingimarsson, verkfræðingur, f. 10. september 1934, kvæntur Halldóru M. Bjarnadóttur, f. 12. desember 1938, og eiga þau fjögur börn: Örnu, f. 14. september 1961, Ingimar, f. 6. febrúar 1963, Bjarna, f. 5. maí 1966, og Ívar, f. 15. janúar 1975.
2) Kolbrún Ingimarsdóttir, f. 31. mars 1944, fyrrverandi eiginmaður hennar er Ingólfur Arnarson, tannlæknir, f. 25. ágúst 1943, og eiga þau fjögur börn: Hrönn, f. 21. apríl 1968, Ingimar, f. 19. október 1969, Ingólf, f. 28. október 1970, og Guðrúnu, f. 31. október 1974.
Barnabarnabörnin eru nú samtals þrettán.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01514

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 24.6.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places