Jón Kristján Kristjánsson (1903-1989)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Jón Kristján Kristjánsson (1903-1989)

Parallel form(s) of name

  • Jón Kristján Kristjánsson (1903-1989) skólastjóri Víðivöllum

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

29.7.1903 - 29.3.1989

History

Jón Kristján Kristjánsson kennari og bóndi á Víðivöllum var fæddur á Veisu 29. júlí 1903. Hann var kennari þeirra Fnjóskdælinga að segja má barna og fullorðinna í 45 ár og lengst af þann tíma skólastjóri heimavistarbarnaskólans á Skógum við þó óhæga aðstöðu þangað til Stórutjarnaskólinn tóktil starfa sem Fnjóskdælingar eiga mikinn hlut að, bæði að byggja hann og ástunda. Hér er síst ætlunin að greina frá öllum þeim menningartáknum sem þessi maður mælti á, ekki aðeins í kennslustarfinu heldur í gjörvöllu verki í félagsmálum hvort heldur varðaði kaupfélagið, sveitarfélagið, sýslufélagið þar sem hann var um áratugi sýslunefndarmaður en hafði þó tíma fyrir Búnaðarfélagið og málefni kirkjunnar og þótti síst merkileg þeimsem mundu til Þórhalls biskups Bjarnasonar sem og áhuga hans um andleg sem veraldleg málefni, ef einhver skyldi halda að það tvennt sé andstætt, en sem rúmaðist ljúflega saman í kirkjublaði biskups. ekki lét friðar ellegar framhaldskenning Haraldar Níelssonar prófessor endurræktarbóndann á Víðivöllum ósnortinn þó stillti trúarhita sinn neðar brunahita hvar oft var þó vandinn mestur og máski enn.
Nema má staðar og spyrja hvar Björg sé, húsfreyjan sem átti félagsbú með slíkum bónda. Hulda Björg Kristjánsdóttir fæddist í Nesi 29. október 1909 og við henni blasti asð morgni Vaglaskógurinn fagri í austurbrekkunni og einstaka bogabrúin yfir Fnjóskána, brautryðjandi verk í samgöngum, snertispöl sunnan bæjarins, aðeins eldri en Hulda í Nesi, en gegnt þeirri forlaga brekku Vaðlaheiðar, þar sem Skógar risu síðar sem samgöngu- og þjónustustaður og skóli. Ekki mun þá hafi látið hátt í þeim dreng sex ára gömlum sem lék sér að hornum og legg þar lengra norður með heiðinni en var þar þegar kominn Jón á Víðivöllum.

Places

Legal status

Þau voru bæði samtímis á Laugaskóla, Hulda frá Nesi og Jón á Víðivöllum, þetta var árið 1928-1929. Hann var skamman tíma vetrar að afla sér fanga til þess kennaraprófs sem hann þreytti og tók létt nokkru seinna og hóf þar með sitt lífsstarf við kennslu og uppeldismál, þar sem mikið rúmaði víðsýni hans og þá kærleiksþelið sem hann bar innra með sér.
Hulda þreytti sitt lokavorpróf og skilaði úrlausnum sínum lofsamlega sem lesa má í skólaskýrslum í ársriti okkar Laugamanna sem þau áttu góðan þátt í að út kom um tíu ára skeið.

Functions, occupations and activities

Kennari og Bóndi:

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Kristján Jónsson bóndi á Víðivöllum fæddur 10. júlí á Arndísarstöðum, kona hans 18. október 1894, Anna f. 29. ágúst, 1863 dáin 24. okt. 1947 Kristjánsdóttir bónda á Úlfsbæ Jónssonar. Kristján bjó í Heiðarseli 1896-1897. Kálfborgará 1897-1902. Veisu 1902-1913 og svo á Víðivöllum til 1933 að Jón sonur hans tók við. Merkishjón. Þau Kristján og Anna missu börn nokkur í æsku, en elsta og yngsta barn þeirra Arndís og Jón komust upp." Þannig segir Indriði Indriðason ættfræðingur frá og merkishjón er orð sem hann notar sparlega en síst ofmælt hér. Arndís fæddist 21. maí 1895 á Arndísarstöðum og var ljósmóðir í Hálshreppi í 25 ár en dó á þessum ný liðna vetri.
Kona hans Hulda Björg Kristjánsdóttir fæddist í Nesi 29. október 1909 og við henni blasti að morgni Vaglaskógurinn fagri í austurbrekkunni og einstaka bogabrúin yfir Fnjóskána, brautryðjandi verk í samgöngum, snertispöl sunnan bæjarins, aðeins eldri en Hulda í Nesi, en gegnt þeirri forlaga brekku Vaðlaheiðar, þar sem Skógar risu síðar sem samgöngu- og þjónustustaður og skóli. Ekki mun þá hafi látið hátt í þeim dreng sex ára gömlum sem lék sér að hornum og legg þar lengra norður með heiðinni en var þar þegar kominn Jón á Víðivöllum.
Foreldrar Huldu voru Kristján Jónsson bóndi í Nesi, fæddur þar 22. mars 1880, en dó hinn 26. maí 1962. Kristján varð ungur búfræðingur frá Hólaskóla síðan verkstjóri hjá Ræktunarfélagi Norðurlands, gegndi leiðbeiningarþjónustu og jarðabótarmælingum lengi og hafði tilraunareit á jörð sinni til, beitti sér fyrir ýmsum nýjungum í búskap einsog sundkari í fjárhúsgarða til böðunar. Kona Kristjáns frá 17. júlí 1909 var Guðrún Stefánsdóttir frá Selalæk á Rangárvöllum. Húnvar fædd 18. apríl 1885, rjómabú stýra, og mikil hetjukona og mér í minni þar sem hún stóð að verki í hárri elli þar sem erfiðleikar sóttu að heilsu húsbændanna í Nesi, en hún er látin fyrir nokkrum árum. Þau voru sex börnin í Nesi: Hulda Björg, sem var húsfreyja á Víðivöllum; Valtýr bóndi í Nesi, oddviti og um skeið alþingismaður, kona hans var Kristín Sigurðardóttir frá Fornhólum en þau eru látin, bæði fyrir aldur fram, en mikið orð fór af þeim meðan þau lifðu og létu eftirsig átta börn þar á meðal þríbura;
Börn þeirra:
1) Karl, dó aðeins 23ja ára 1934; 2) Páll, sem er skrifstofumaður í Reykjavíkog starfsmaður hjá SÍS. Kona hans var Herborg Karítas Hermannsdóttir; 3) Bryndís, maður henner er þjóðkunnur, skáldið Jón úr Vör; 4) Stefán, byggði nýbýlið Tungunes í Neslandi með konu sinni Öldu Sigrúnu Alexandersdóttur úr Ásahreppi á Ströndum.
Börn þeirra Víðivallahjóna Huldu og Jóns voru fimm:
1) Karl Jón lögregluþjónn á Akureyri, kona hans er Marsilína Hermannsdóttir;
2) Kristján bóndi á Veturliðastöðum með konu sinni Guðríði Herdísi Arnþórsdóttur;
3) Álfhildur, gift Arnei Sonnerud, norskum að ætt, nú íslenskur ríkisborgari, Árni S. Ólason. Eiga þau ný býli sitt Víðifell á föðurleifð hennar, reka svínabú en Árni mikill hagleiksmaður og gerir við tæki á heimilum;
4) Völundur kennari með háskólamenntun;
5) Aðalsteinn, býr með konu sinni Jónínu Guðmundsdóttur frá Ísafirði og reka þau megin búskapinn á Víðivöllum með sauðfé og kýr og eiga þau þrjú börn.

General context

Relationships area

Related entity

Anna Kristjánsdóttir (1863-1947) (30.8.1863 - 24.10.1947)

Identifier of related entity

HAH02371

Category of relationship

family

Type of relationship

Anna Kristjánsdóttir (1863-1947)

is the parent of

Jón Kristján Kristjánsson (1903-1989)

Dates of relationship

29.7.1903

Description of relationship

Related entity

Arndís Kristjánsdóttir (1895-1988) (21.5.1895 - 24.10.1988)

Identifier of related entity

HAH02484

Category of relationship

family

Type of relationship

Arndís Kristjánsdóttir (1895-1988)

is the sibling of

Jón Kristján Kristjánsson (1903-1989)

Dates of relationship

29.7.1903

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01578

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 26.6.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places