Pétur Jóhannsson (1913-1998) Glæsibæ í Sléttuhlíð og Þorlákshöfn

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Pétur Jóhannsson (1913-1998) Glæsibæ í Sléttuhlíð og Þorlákshöfn

Parallel form(s) of name

  • Pétur Jóhannsson (1913-1998) Glæsibæ í Sléttuhlíð og Þorlákshöfn

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

12.4.1913 - 12.2.1998

History

Pétur Jóhannsson fæddist í Glæsibæ í Sléttuhlíð í Skagafirði hinn 12. apríl 1913 og ólst þar upp. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi hinn 12. febrúar síðastliðinn. Síðastliðið sumar flutti Pétur í Daltún 14 í Kópavogi og bjó þar ásamt syni sínum og tengdadóttur til dauðadags. Bóndi, oddviti og hreppstjóri í Glæsibæ í Sléttuhlíð, Skag. Framkvæmdastjóri á Hofsósi og Akranesi, síðar skrifstofumaður í Þorlákshöfn. Var í Glæsibæ, Fellssókn, Skag. 1930. Síðast bús. í Ölfushreppi.
Útför Péturs fer fram frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Places

Glæsibær í Sléttuhlíð: Akranes: Þorlákshöfn 1976: Kópavogur:

Legal status

Hann lauk gagnfræðaprófi frá MA 1936.

Functions, occupations and activities

Pétur bjó í Glæsibæ til 1974 og fluttist þá til Akraness og síðan til Þorlákshafnar 1976, þar sem hann vann sem skrifstofustjóri hjá útgerðarfélaginu Glettingi til 1992. Pétur tók virkan þátt í félagsstörfum bæði í Þorlákshöfn og Skagafirði og voru falin margs konar trúnaðarstörf.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar Péturs voru hjónin Margrét Pétursdóttir (1888-1970), húsfreyja, og Jóhann Ísak Jónsso 19. ágúst 1886 - 2. desember 1933 Bóndi og sjómaður í Glæsibæ í Sléttuhlíð, Skag. Bóndi og sjómaður þar 1930. Drukknaði af mótorbátnum Skrúð á Skagafirði, útvegsbóndi og baráttumaður í sinni sveit.
Systur Péturs eru: 1) Kristín Anna, f. 2. ágúst 1911, d. 28. desember 1990, og 2) Steinunn, f. 27. desember 1918.
Pétur ólst upp við sjóróðra, sveitastörf og stöðuga umræðu og umhugsun um velferð sveitarinnar. Við fráfall föður 1933 varð hann að leggja mest af námsáætlunum sínum á hilluna og taka við búsforráðum í Glæsibæ ásamt ýmsum trúnaðarstörfum sem faðir hans hafði gegnt. Hann lauk gagnfræðaprófi frá MA 1936. Pétur bjó í Glæsibæ næstu 10 árin með móður sinni en
1943 kvæntist hann konu sinni Sigríði Guðrúnu Stefánsdóttur, fósturdóttur hjónanna Guðríðar (1878-1932) og Jónatans Líndal (1879-1971) á Holtastöðum í Langadal. Sigríður var dóttir hjónanna Stefáns Jónssonar (1863-1924) og Guðrúnar Kristmundsdóttur (1883-1947) á Smyrlabergi á Ásum. Sigríður fæddist 15. ágúst 1916 og dó 26. mars 1997.
Börn þeirra hjóna eru:
1) Margrét, hjúkrunarkennari, gift Grétari G. Ingvarssyni og eru börn þeirra Pétur Ingi, f. 21. febrúar 1975, Gísli Jóhann, f. 19. mars 1983, og Sveinn Smári, f. 24. desember 1986.
2) Guðríður, kennari, gift Guttormi Sigurðssyni, þeirra barn er Sigurður Páll, f. 8. apríl 1991, börn Guðríðar með fyrri manni sínum, Árna Gunnari Sigurðssyni, eru Gunnar Pétur, f. 10. nóvember 1969, og Anna Sigríður, f. 20. maí 1980.
3) Jóhann Ísak, menntaskólakennari, sambýliskona Þóra Sæunn Úlfsdóttir, hans börn með Önnu Hermannsdóttur eru Una Sæunn, f. 22. október 1982, og Einar Kári, f. 27. mars 1990.

General context

Relationships area

Related entity

Anna Jónsdóttir (1881-1948) Syðri-Löngumýri (31.1.1881 - 29.1.1948)

Identifier of related entity

HAH02362

Category of relationship

family

Dates of relationship

15.8.1916

Description of relationship

Sigríður Guðrún kona Péturs var dóttir Stefáns bróður Önnu

Related entity

Jósafat J Líndal (1912-2003) sparisjóðsstjóri Kópavogi (21.6.1912 - 6.9.2003)

Identifier of related entity

HAH01620

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Sigríður Guðrún kona Péturs var uppeldissystir Jósafats

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01840

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 11.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places