Melstaðakirkja í Miðfirði

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Melstaðakirkja í Miðfirði

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

8.6.1947 -

History

Saga kirkjunnar

Melstaðarkirkja er í Melstaðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Melstaður er bær og prestssetur í Miðfirði og um aldir talinn meðal bestu og eftirsóknarverðustu brauða landsins.
Kirkja var byggð þar skömmu eftir kristnitökuna og helguð heilögum Stefáni í kaþólskum sið. Steinkirkjan, sem nú stendur, var vígð 8. júní 1947 og tekur 150 manns í sæti. Altaristaflan sýnir skírn Krists, eftir Magnús Jónsson, prófessor, og Ríkharður Jónsson skar út prédikunarstólinn.
Í skrúðhúsinu eru tvær grafskriftir, önnur um séra Arngrím Jónsson lærða og séra Halldór Ámundason (1773-1843) á Melstað.

Talið er að kirkja hafi staðið á Melstað allt frá því um 1050. Þó var engin kirkja þar frá árinu 1942 til 1947 eftir að þáverandi kirkja fauk. Ný kirkja var tekin í notkun fimm árum seinna og stendur þar enn.

Í fornöld nefndist staðurinn Melur en eftir að kirkja var reist þar eftir kristnitökuna afbakaðist nafnið í Staður og síðar Melstaður. Bærinn stendur á mel einum vestan við Miðfjarðará og sér þaðan vel yfir fremri hlut sveitarinnar sem og að Laugarbakka. Arngrímur Jónsson hinn lærði bjó að Melstað á 17. öld og var lengi vel prestur á staðnum. Skammt frá kirkjustaðnum er kuml; svokallaður Kormákshaugur. Þjóðsaga segir að álög séu á honum svo að ef grafið verði í hann komi kirkjan til með að standa í björtu báli.

Sr. Guðmundur Vigfússon hóf þjónustu sína á Mel 1859 og þótti honum þá gamla torfkirkjan (byggð 1810) orðin hrörleg og gömul. Gamla kirkjan var „ekki fokheld á vetrardag“ og stóð á lægsta stað í gamla kirkjugarðinum. Það var þá þannig að „flöturinn umhverfis kirkjugarðinn er meira en hálfri annarri alin hærri en grundvöllur kirkjurnnar“ og þar af leiðandi rann vatn að kirkjunni en ekki frá henni. Vildi hann láta færa kirkjuna á ávalan hól, Hjallhól, nokkuð hærri en bæjarstæðið sjálft. Þetta skrifar sr. Guðmundur í bréfi til prófasts; dagsett 14. október 1861. Samþykki fékkst meðal íbúa sveitarinnar að færa kirkjuna. Kirkjan var svo tekin í notkun 2. desember 1865 eftir 376 dagsverka vinnu.

Haustið 1941 dreymir Björn G. Bergmanns, sóknarnefndarformaður og bóndi á Svarðbæli í Miðfirði, nokkru vestan við Melstað, að hann heyri í fimm prestum sem ganga til kirkju á Melstað. Aðfaranótt fokdags, 15. janúar 1942, dreymir hann sama draum en þá eru einungis sumir prestanna hempuklæddir og aðrir ekki. Veit Björn þá um morguninn að draumurinn viti ekki á gott. Eftir gegningar hringir séra Jóhann Kr. Briem, sem þá þjónaði að Melstað, og segir að kirkjan hafi fokið þá um morguninn. Brotnaði hún í spón. Brak kirkjunnar var boðið upp 12. maí sama ár og voru tekjur af því rúmar 6 milljónir krónur. Þá fundu nokkrir menn brak um allann norðurhluta Melstaðarlands og í skurði einum fannst altarið lítið skemmt.

Núverandi kirkja var vígð 8. júní 1947. Hún er úr steinsteypu og rúmar tæplega 100 manns í sæti. Við kirkjuna stendur safnaðarheimilið sem var byggt árið 1911. Predikunarstóll kirkjunnar er eftir Ríkarð Jónsson myndlistarmann (myndskera). Einn af fáum minjunum sem glötuðust ekki úr gömlu kirkjunni er altaristaflan. Hún skiptist í miðhluta, þar sem segir frá Jesú á fjallinu, og hliðarvængi, þar sem sagt er frá þeim Móses og Aron. Taflan var þó mikið skemmd og var gerð upp fyrir 50 ára afmæli kirkjunar. Hún hefur verið til sýnis í kirkjunni eftir það. Núverandi altaristafla er eftir Magnús Jónsson og er af skírn Jesú.

Árið 2008 fór fram fyrsta kristilega gifting samkynhneigðra á Íslandi fram í Melstaðarkirkju.

Places

Melur; Melstaður í Miðfirði; Ytri-Torfastaðahreppur; Vestur-Húnavatnssýsla; Svarðbæli; Torfastaðateigur; Rauðagróf; Barðabrún; Þrætutóptarholt; Ranhólagötur; Staðarbakki; Ranhólar; Þrengslaholt; Urriðaá [Aurriðaá]; Sveðjustaðaá; Þrengsl; Hrísás; Tjarnarkot; Þrengslaholtsvarða; Kríutjarnarholt; Steinastaðaá; Steinastaðaá; Svertingsstaðir; Sandakúlu; Miðfjarðará; Aurriðaárnes; Langhólmi; Sandhólmi; Ósshólmi; Saurland; Vestureyri; Saurar; Kvíslamót; Landeyri; Laugarbakkar; Reykir; Djáknasýkisós; Hrútey; Mýrarás; Mýrar; Vegarhólatjörn; Landamerkjahóll; Bessastaðahraun; Landamerkjakelda; Stórhóll; Háubrekkufen; Náttmálahóll; Káphóll; Strútur; Hrísássendi; Háubrekkufen; Tannstaðir; Tannstaðabrekka; Djúpidalur; Grettishaf; Sandhólahrauni; Reiðtjarnarhóll; Hrútafjarðarháls; Þrengslaholt; Ranhólaslóðir; Bolahólar; Þórishóll; Búrfell; Þórarinshól; Reiðtjarnarhól; Huppahlíð; Moldbrekkuhóll; Selhólstjörn; Háavarða; Fjárlág; Brekkulækur; Þrístapar; Hrísásendanum; Melalækurinn; Heygarðsholtsflói; Þórarinshóll; Bláhylur; Vesturárgil; Bláhylshóll; Krókstaðamelar; Leirhöfði; Ullareyri; Landamerkjalækjarós; Brekkulækjarhólma; Réttarhólmi; Litlatunga; litli Bláhyl:

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Samföst eign Melskirkju í Miðfirði, Ytra Torfastaðahrepp, Húnavatnssýslu.

  1. Melur í Miðfirði með hjáleigunni Svarðbæli:

Að sunnan ræður landamerkjum, milli Mels og Torfastaða, forn árfarvegur fyrir vestan Torfastaðateig, það á móts við, er áveizluskurður hefur verið grafinn úr þeim farveg vestur í árbakkann, úr þeim skurði, sem er á merkjum milli Mels og Staðarbakka, sjónhending í Rauðugróf í Barðabrúninni, þar beint vestur af, úr Rauðugróf sjónhending sunnanhalt við Þrætutóptarholt vestur um holt þau, er Ranhólagöturnar liggja eptir í stóran stein, merktan L.M, sem er á útnorðurhorni Staðarbakka lands, þar sem Staðarbakka land mætir Ranólalandi að vestan, úr þeim steini ræður svo merkjum. Milli Mels og Ranhóla, sjónhending á grjótvörðu hæst á Þrengslaholtinu, er liggur fyrir sunnan Urriðaá eða Sveðjustaðaá og myndar hin svo nefndu Þrengsl við ána, en Hrísás að norðanverðu, að vestan ræður landamerkjum milli Mels og Tjarnarkots, sjónhending af Hrísás beint norður af fyr nefndri Þrengslaholtsvörðu í hnausagrillu, sem er hlaðin upp norður og vestur af vestara Langholts endanum, sú hnausagrilla er hornmark milli Mels og Tjarnarkots, en Svertingsstaðir eiga þar land norður af, að norðan ræður merkjum, fyrst milli Mels og Svertingsstaða, sjónhending úr fyr nefndri grillu í grjótvörðu hæst á Kríutjarnarholtinu fyrir austan ána, en úr því að ánni (Aurriðaá eða Sveðjustaða á Steinastaðaá) nær, ræður hún merkjum milli Mels og Svertingsstaða, þangað til komið er í árkrókinn fyrir neðan Sandakúlu, úr því ræður áin enn merkjum milli Mels og Sanda, þangað til hún fellur í Miðfjarðará, en úr því ræður fyrir austan Aurriðaárnes milli þess og hólmanna vestasti farvegur Miðfjarðarár norður að Langhólma, og þaðan til suðausturs milli Sandhólma og Ósshólma austur í austasta farveg Miðfjarðarár, ræður svo merkjum að austan árinnar austasti farvegur á móti Saurlandi, þangað til til kemur suður undir svo nefnda Vestureyri, vestur undan Saurum, þá ræður merkjum forn árfarvegur fyrir norðan og vestan eyrina, úr því ræður svo aðalfarvegur árinnar þangað til komið er fram að Kvíslamótum fyrir sunnan Vestureyri, þá Farvegur árinnar suður með Landeyrinni, og síðan suður með Laugarbökkum. Eins og Reykir eiga land á móti, þegar komið er suður fyrir Laugarbakka, eiga Reykir land að vestasta farveg árinnar upp á móts við Djáknasýkisós, ræður svo merkjum alla leið milli Mels og Reykja aðalfarvegur árinnar eins og hún nú fellur, allt þangað til kemur suður að fyrst nefndum forna árfarvegi. Undir Melkirkju liggja tvær varpeyjar á Hrútafirði, er Hrúteyjar nefnast, vestur af Tannstaðabakka, og sker suður af þeim, sem einnig er góður varphólmi.

  1. Tjarnarkot.

Að austan ræður merkjum, milli Tjarnarkots og Mels fyr nefnd sjónhending af suðurenda Hrísáss við Þrengslin norður ú hnausagrillu, hlaðna norður og vestur af vestara Langholtsendanum, að norðan ræður merkjum, fyrst milli Tjarnarkots og Svertingsstaða, sjónhending úr nýnefndri hnausagrillu í grjótvörðu á Stórhól, úr þeirri vörðu sjónhending vestur í syðstu vörðu á Mýrarás, milli Tjarnarkots og Mýra, þaðan beina stefnu vestur yfir vestari Vegarhólatjörn á Landamerkjahól, að vestan ræður merkjum, milli Tjarnakots og Tannstaða, sjónhending úr steini, merktum L.M., sem er hornmark milli Tannstaða, sjónhending, og sem er á sjónhendingarlínunni milli Bessastaðahrauns og grillu á miðri Landamerkjakeldu austur undan Stórhól, að sunnan ræður, milli Tjarnarkots og Sveðjustaða, sjónhending úr grjótvörðu á holti við Landamerkjakeldu fyrir sunnan Háubrekkufen í Náttmálahól, úr Náttmálahól sjónhending í Káphól, úr Káphól í Strút, úr Strút í ána (Aurriðaá) í Þrengslunum suður undan syðra Hrísássenda.

  1. Sveðjustaðir

Að norðan ræður merkjum, milli Sveðjustaða og Tjarnarkots, sjónhending frá ánni í Þrengslunum sunnan undir syðri enda Hrísáss í Strút, úr Strút í Káphól úr Káphól í Nátthól, úr Nátthól í grjótvörðu á holti við Landamerkjakeldu fyrir sunnan Háubrekkufen, að vestan ræður merkjum milli Sveðjustaða að austan en Tannstaða, Tannstaðabrekka, Reykja og Þóroddsstaða að vestan, sjónhending úr nýnefndri grjótvörðu í grillu í miðri Landamerkjakeldu austur undan Stórhól, úr þeirri grillu i stóran stein, merktan L.M. er stendur í tungu þeirri, er hinn forni og nýi farvegur Landamerkjalækjarins hefur myndað á brúninni fyrir sunnan Djúpadalinn, úr þeim steini þar sem skemmst er í hinn núverandi farveg lækjarins. Ræður svo lækurinn merkjum meðan hann hefur skýran farveg, en úr því sjónhending suður eptir Landamerkjakeldu fyrir austan Stráka, þaðan bein stefna á Grettishaf á há Sandhólahrauni, þaðan sjónhending á Reiðtjarnarhól, og úr honum í Aurriðaá þar beint suður af, en að sunnan og austanræður merkjum milli Sveðjustaða að norðan og vestan er Búrfells og Ranhóla að sunnan og austan Aurriðaá frá Reiðtjarnarhól allt norður í Þrengslin, þar sem mætast fjögur löndin, Mels, Tjarnarkots, Sveðjustaða og Ranhóla.

  1. Ranhólar.

Að vestanverðu ræður merkjum milli Ranhóla og Sveðjustaða, Aurriðaá, þaðan sem, þjóðvegurinn á Hrútafjarðarhálsi liggur yfir hana, og norður í Þrengslin, að norðanverðu ræður mekjum milli Ranhóla og Mels sjónhending úr grjótvörðu hæst á Þrengslaholtinu í stein merktan L.M. við Ranhólaslóðirnar beint norður af Hrísás, þar sem hann er hæstur, að austan ræður merkjum milli Ranhóla og Staðarbakkakirkjulands sjónhending úr fyr nefndum Landamerkjasteini á Hrísás, þar sem hann er hæstur, af Hrísás á vestanverða Bolahóla, af Bolahólum á Þórishól, að sunnan ræður merkjum milli Ranhóla og Búrfells, þjóðvegurinn yfir Hrútafjaðarháls, frá því norðan undir Þórarinshól og þangað sem hann liggur yfir Aurriðaá, austur af löngu brúnni fyrir vestan ána.

  1. Búrfell

Að norðan ræður merkjum milli Búrfells og Ranhóla, þjóðvegurinn yfir Hrútafjarðarháls frá því norðan undir Þórarinshól og þangað til hann liggur yfir Aurridaá, að vestan ræður merkjum milli Búrfells og Sveðjustaða Aurriðaá, frá því er þjóðvegurinn liggur yfir ána og þar til er hún fellur sunnan undir Reiðtjarnarhól, að sunnan ræður merkjum milli Búrfells og Huppahlíðar, sjónhending frá Aurriðaá, þar sem hún fellur sunnan undir Reiðitjarnarhól á sunnanverðan Moldbrekkuhól, þaðan sjónhending í Selhólstjörn, þaðan sjónhending í Háuvörðu, úr Háuvörðu sjónhending í Fjárlág, að austan ræður merkjum milli Búrfells að vestan en Brekkulækjar og Staðarbakkakirkjueignar að austan, sjónhending úr Fjárlág í Þrístapa, úr Þrístöpum sjónhending í landamerkjavörðu á efra Hríshól, úr þeirri merkjavörðu sjónhending í flata klöpp sunnan í Hrísásendanum, merkta +, út því ræður landamerkjalækurinn (Melalækurinn) meðan hann hefur glöggvan farveg upp í Heygarðsholtsflóa, en síðan ræður sjónhending efst úr farveg lækjarins upp í Þórarinshól. B. Staðarbakkakirkja á ítak á Aurriðadal, mánaðar selför fyrir búpening sinn, og snertir það að líkindum jafnt lönd beggja jarðanna, Búrfells og Ranhóla .

  1. Brekkulækur.

Að vestan ræður merkjum milli Brekkulækjar að austan, en Huppahlíðar og Búrfells að vestan sjónhending úr litla Bláhyl í Vesturárgili í stóra Bláhylshól, úr stóra Bálhylshól í Fjárlág, úr Fjárlág í Þrístapa, úr Þrístöpum sjónhending í Landamerkjavörðu á efra Hrísholti, að norðan ræður merkjum milli Brekkulækjar Króksstaða sjónhending úr nýnefndri Landamerkjavörðu á efra Hríshólnum (eða holtinu) í Melalæk, þar sem hann fyrst fær skýran farveg vestur undan Stórhól, og ræður svo Merkjalækur alla leið merkjum þangað til hann fellur í Miðfjarðará sunnan undir landssuðurhorni Krókstaðamela fyrir austan syðsta ketilinn, að austan ræður merkjum milli Brekkulækjar að vestan en Bjargs og Bjargshóls að austan Miðfjarðarár austasti farvegur, þangað til komið er suður á móts við suðurenda Leirhöfða, þá ræður forn farvegur árinnar, er fallið hefur sunnan með vestanverðri Ullareyri, suður fyrir suðurodda hennar, sem er í sjónhending frá Landamerkjalækjarós vestan til við suðurhorn Krókstaðamela, en beint vestur af, úr því ræður árinnar austasti farvegur þangað til komið er suður fyrir landsuðurhorn Brekkulækjarhólma (Rjettarhólmans), að sunnan ræður merkjum milli Brekkulækjar að norðan en Bjargshóls og Litlutungu að sunnan Miðfjarðarár austasti farvegur til ármóta Miðfjarðarár og Vesturár, en úr ræður Vesturá upp í fyr nefndan litla Bláhyl.

Mel 20. júní 1890. Þorvaldur Bjarnason prestur að Mel.
Framanskrifuð merki Mels og aðliggjandi kirkjujarða samþykkja:
Ólöf Jónsdóttir, eigandi Bjargs.
Sigfús B. Guðmundsson, eigandi Bjarghóls.
P. Leví, fyrir hönd ómyndugra eigenda hálfra Núpa og samkvæmt umboði eigenda hinnar helftarinnar.
Hjörtur Líndal, eigandi Litlutungu, og eptir umboði prófasts vegna Staðarbakkakirkjulands.
Jón Jónsson, eigandi Huppahlíðar.
Jón Brandsson eigandi Tannstaða.
Einar Skúlason eigandi Tannstaðabakka.
Þorvaldur Ólafsson ábúandi Reykja
S. Árnason, ábúandi Þoroddsstaða.
B.G. Blöndal umboðsmaður Þingeyrakl.jarða.
Jónas Bjarnason, eigandi Saura.
J. Skúlason, eigandi Sanda.
Í umboði Carls Möllers, eigandi að Ytri Reykjum og hálfur Syðri Reykjum: Þorvaldur Bjarnason.

Lesið upp á manntalsþingi að Svarðbæli, hinn 5. júní 1891, og innfært í
landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 277. fol. 145b-148.

Relationships area

Related entity

Melstaður í Miðfirði ((1950))

Identifier of related entity

HAH00379

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Margrét Halldórsdóttir (1887-1965) vesturheimi frá Þernumýri (6.7.1887 - 12.12.1965)

Identifier of related entity

HAH07067

Category of relationship

associative

Type of relationship

Margrét Halldórsdóttir (1887-1965) vesturheimi frá Þernumýri

is the associate of

Melstaðakirkja í Miðfirði

Dates of relationship

21.7.1885

Description of relationship

Skírð þar

Related entity

Jóhann Briem (1882-1959) prestur Melsstað (3.12.1882 - 8.6.1959)

Identifier of related entity

HAH06570

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jóhann Briem (1882-1959) prestur Melsstað

controls

Melstaðakirkja í Miðfirði

Dates of relationship

27.6.1912 - 22.2.1954

Description of relationship

Prestur þar, prófastur 1922 - 1923

Related entity

Þorvaldur Bjarnarson (1840-1906) prestur Mel í Miðfirði (19.6.1840 - 7.5.1906)

Identifier of related entity

HAH07443

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Þorvaldur Bjarnarson (1840-1906) prestur Mel í Miðfirði

controls

Melstaðakirkja í Miðfirði

Dates of relationship

30.1.1877 - 7.5.1906

Description of relationship

Prestur þar

Related entity

Eyjólfur Kolbeins Eyjólfsson (1866-1912) prestur á Staðarbakka og Melstað í Miðfirði (20.2.1866 - 1.3.1912)

Identifier of related entity

HAH03384

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1907-1912

Description of relationship

1907-1912

Related entity

Þingeyrakirkja (1864 -)

Identifier of related entity

HAH00633

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Þingeyrakirkja

controls

Melstaðakirkja í Miðfirði

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Guðmundur Vigfússon (1810-1870) Melstað (22.12.1810 - 18.10.1870)

Identifier of related entity

HAH04145

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðmundur Vigfússon (1810-1870) Melstað

controls

Melstaðakirkja í Miðfirði

Dates of relationship

1859-1870

Description of relationship

prestur þar

Related entity

Staðarbakkakirkja - Staðarbakki í Miðfirði (16.11.1890 -)

Identifier of related entity

HAH00581

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Staðarbakkakirkja - Staðarbakki í Miðfirði

is controlled by

Melstaðakirkja í Miðfirði

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Syðstahvammskirkja (1882)

Identifier of related entity

HAH00583

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Syðstahvammskirkja

is controlled by

Melstaðakirkja í Miðfirði

Dates of relationship

Description of relationship

Syðstahvammskirkja var annexía frá Melsstaðakirkju

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00378

Institution identifier

IS HAH-Kir

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 26.2.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 277. fol. 145b-148. 5.6.1891 https://is.wikipedia.org/wiki/Melsta%C3%B0ur

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places