Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Pétur Hafsteinn Guðlaugsson (1941-2006)
Parallel form(s) of name
- Pétur Hafsteinn Guðlaugsson (1941-2006) Brandsstöðum
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
21.12.1941 - 19.5.2006
History
Pétur Hafsteinn Guðlaugsson fæddist á Mörk á Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu 21. desember 1941. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 19. maí síðastliðinn. Pétur starfaði víða, Árið 1995 fluttu Pétur og Halldóra til Reykjavíkur í Austurbrún þar sem þau bjuggu. Pétur hóf störf hjá Vélaveri 1996 þar sem hann starfaði meðan heilsan leyfði.
Soffía Ólafsdóttir systir þeirra Brandsstaðabræðra bjó uppi á Laxárdal með manni sínum Guðlaugi Péturssyni. Þau skildu og hættu búskap. Soffía flutti til bræðra sinna í Brandsstaði með börn sex börn, Pétur var eitt þeirra. Þetta var mikið dugnaðarfólk og krakkarnir létu ekki sitt eftir liggja við heyskapinn. Strákarnir stóðu við slátt með litlu orfunum sínum flesta daga, þrátt fyrir ungan aldur, sá elsti var 10 eða 11 ára. Vannst þeim undra vel og sýndu strax að þar færu efni í mannskapsmenn. Dvöl Soffíu og barna á Brandsstöðum varð ekki löng og fór hún sem ráðskona að Æsustöðum til sr. Birgis Snæbjörnssonar.
Sigurjón á Brandsstöðum missti heilsuna á besta aldri. María rak bú þeirra af aðdáanlegum dugnaði, en eftir lát Sigurjóns seldi hún Pétri Guðlaugssyni og konu hans Maríu bú sitt og jarðarhelming. Fluttist Pétur með konu sinni, syni og tveimur dætrum í Brandsstaði. Pétur var ágætur bóndi en auk þess snillingur við vélaviðgerðir en við þær hafði hann unnið í Reykjavík um árabil.
Pétur og María kona hans skildu. Dæturnar Soffía og Guðrún ólust upp hjá föður sínum, en sonurinn Valur flutti burt með móður sinni.
Nokkru síðar hóf Pétur sambúð með Önnu Jóhannesdóttur frá Sólvöllum í Hólmi. Allmörgum árum síðar skildu leiðir þeirra. Losnaði þá fljótlega um búskap Péturs og fékk hann bú og jörð í hendur Guðrúnu dóttur sinni og þáverandi sambýlismanni hennar Guðmundi Sveinssyni. Pétur flutti til Reykjavíkur og stundaði þar viðgerðir bíla og búvéla enda eftirsóttur til þeirra starfa. Allmörg síðustu ár bjó Pétur með Halldóru Jónmundsdóttur framkvæmdastjóra, áður bónda á Auðkúlu.
Útför Péturs verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.
Places
Mörk á Laxárdal fremri: Brandsstaðir: Reykjavík 1995:
Legal status
Functions, occupations and activities
Lengst af var hann bóndi á Brandsstöðum. Hann vann við véla- og bílaviðgerðir meðfram búskapnum. Hann var virkur í félagsmálum og sat m.a. í hreppsnefnd Bólstaðarhlíðarhrepps og var í karlakór. Pétur hóf störf hjá Vélaveri 1996 þar sem hann starfaði meðan heilsan leyfði.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Hann var þriðji í röð átta barna hjónanna Soffíu Ólafsdóttur verkakonu, f. í Brekku í Seyluhreppi í Skagafirði 29. ágúst 1917, d. 30. ágúst 1985 og Guðlaugs Guðmundssonar Péturssonar verslunarmanns, f. á Akureyri 15. desember 1913, d. 11. maí 1987.
Systkini Péturs eru: 1) Guðmundur Marinó, f. 18. ágúst 1939, 2) Ólafur Gunnar, f. 27. janúar 1941, 3) Ásólfur Geir, f. 6. febrúar 1943, 4) Margrét Soffía, f. 6. september 1944, d. 5. janúar 1945, 5) Margrét, f. 6. apríl 1946, 6) Sigrún, f. 17. júlí 1948 og 7) óskírður drengur, f. 28. apríl 1950, d. 31. mars 1951.
Hálfbróðir Péturs samfeðra er Þorvarður, f. 20. maí 1956.
Pétur kvæntist 1965 Maríu Valgerði Karlsdóttur, f. 10. september 1948, þau skildu.
Börn þeirra eru:
1) Valur Karl, f. 23. ágúst 1964, sambýliskona Sigríður H. Jensdóttir,
2) Soffía Margrét, f. 25. apríl 1967, gift Vilhelm Jónssyni, börn þeirra eru Leifur Ingi, f. 1987, Jón Pétur, f. 1993 og Laufey María, f. 1996,
3) Guðrún Karólína, f. 5. desember 1970, sambýlismaður Jóhann Pétur Pálsson, dóttir hennar er Brynja Ósk Guðmundsdóttir, f. 1987, dætur þeirra eru Natalía Lind, f. 1995 og Jóhanna Guðrún, f. 2000.
Árið 1975 kvæntist Pétur Önnu Jóhannsdóttur, f. 10. júlí 1956, þau skildu.
Árið 1992 hóf Pétur sambúð með eftirlifandi eiginkonu sinni Halldóru E. Jónmundsdóttur frá Auðkúlu, f. 4. ágúst 1944, þau giftu sig 12. maí 2006.
Börn hennar eru Þorbjörg, f. 1965, Kristín Hanna, f. 1968 og Jónmundur Ingvi, f. 1970.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the spouse of
Pétur Hafsteinn Guðlaugsson (1941-2006)
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 11.7.2017
Language(s)
- Icelandic