Páll Ísleifur Vilhjálmsson (1936-1968)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Páll Ísleifur Vilhjálmsson (1936-1968)

Parallel form(s) of name

  • Páll Ísleifur Vilhjálmsson (1936-1968) frá Brandaskarði

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

17.8.1936 - 5.2.1968

History

Þann 5. febrúar sl. fórst vélbáturinn Heiðrún frá Bolungarvík með 6 menn innanborðs, einn þessara sex var Páll Ísleifur Vilhjálmsson frá Brandaskarði, A.-Hún. Páll var yngsta barn þeirra Jensínu Hallgrímsdóttur og Vilhjálms Benediktssonar bónda í Brandaskarði A-Hún. Jensína var Bolvíkingur en réðist tvítug að aldri norður í Húnavatnssýslu. Þar giftist hún Vilhiálmi Benediktssyni, húnvetnskum bóndasyni og hófu þau búskap árið 1930 á eignarjörð Vilhjálms, Brandaskarði, og eignuðust fimm börn.
Þau Jensína og Vilhjálmur voru um margt ólík, hún var skapmikil, en glöð og létt í lund, góður fulltrúi hinna óvilsömu Bolvíkinga, hamhleypa til allra verka og aldrei óvinnandi. Vilhjálmur var skáldmæltur vel og kaus gjarnan að sitja með penna í hönd og una í sínum draumaheimi en það var ekki hent fátækum bónda, og það áttu þau Vilhjálmur og Jensína sameiginlegt að þau vildu ekki vera upp á aðra komin.
En til þess að bjargast áfram á þeim kreppuárum, sem þau hófu búskap varð að vinna hörðum höndum og Vilhjálmur lét ekki sitt eftir liggja að vinna fyrir hópnum sínum en leitaði sér svo styrks í kveðskap þegar þreytan var að buga hann. Hann lýsir því sjálfur í einni vísu sinni:
Oft mér hugljúft yndi bar
ómþýð ljóðahending.
Hún í erjum vetrar var
vörn og þrautalending.

Með samstilltu átaki þeirra og hlífðarlausri vinnu búnaðist þeim fljótt vel og er börnin komust á legg voru þau dugleg að hjálpa og lét Páll ekki sinn hlut ekki eftir liggja þó yngstur væri, sérstaklega var hann góður og hjálpsamur móður sinni.
Páll var greindur vel og skemmilegur í viðmóti og fljótur til svars og lét ekki sinn hlut fyrir neinum og kærði sig kollóttan hvort hann deildi við kóng eða klerk.
Fríður sýnum var Páll meðsérkennileg leiftrandi augu, sem stundum virtust sjá út yfir hinn þrönga vanalega sjóndeildarhring.
Páll dvaldist nær óslitið í foreldrahúsum til 18 ára aldurs en þá slasaðist hann alvarlega og var vart hugað líf, og samur maður varð hann aldrei. Hann fór að heiman og dvaldi víða, vann ýmist til sjós eða lands og þótti hvarvetna hinn bezti starfsmaður.

Places

Brandaskarð: Bolungarvík 1962:

Legal status

Það fór svo að Páll kaus að gera sjómennsku að ævistarfi sinu. Fór hann í Vélskólann í Reykjavík veturinn 1961-1962 og lauk þar minnaprófinu en veturinn 1964-1965 lauk hann svo meiraprófinu.

Functions, occupations and activities

Sjómaður:

Mandates/sources of authority

Páll Ísleifur Vilhjálmsson var vélstjóri í þessari ferð en áður hafði hann verið vélstjóri á vélskipinu Guðmundur Péturs. Hann var fæddur 17. ágúst 1936 og 31 árs gamall. Hann var kvæntur Svanfríði Kristjánsdóttur og áttu þau 1 barn.

Í hnotskurn
» Fárviðri gekk yfir landið og ekki síst Vestfirði dagana 4.-5. febrúar 1968.
» Flest fiskiskip við landið leituðu vars fyrir veðrinu sem líkt var við Halaveðrið og voru 20-25 togarar í Ísafjarðardjúpi.
» Tveir breskir togarar fórust í Djúpinu. Ross Cleveland sökk og Notts County strandaði.
» Vélbáturinn Heiðrún II ÍS 12 týndist með sex manna áhöfn, þar af voru þrír skipverjar undir tvítugu. Bátsins varð vart undir miðnætti 4. febrúar en hann kom ekki fram eftir það.

Eitt versta veðrið á 45 ára ferli
„ÞETTA var erfið ferð hjá Sigurjóni Hannessyni og Pálma Hlöðverssyni,“ sagði Sigurður Þ. Árnason, fyrrverandi skipherra á varðskipinu Óðni. Fyrrnefndir stýrimenn hans fóru á litlum slöngubáti í foráttuveðri að flaki togarans Notts County frá Grimsby við Snæfjallaströnd 5. febrúar 1968. Tókst þeim að bjarga áhöfn togarans um borð í varðskipið. Varðskipsmenn lögðu sjálfa sig í mikla hættu þar sem þeir fóru eins nálægt strandstaðnum og mögulegt var. Varðskipið fór svo grunnt að dýptarmælirinn var hættur að mæla og skyggnið var nær ekkert.
„Þetta er eitt versta veður sem ég lenti í á 45 ára sjómannsferli mínum,“ sagði Sigurður. Báðar ratsjár varðskipsins voru óstarfhæfar vegna ísingar og 20-25 skip í vari inni í Djúpinu. Til marks um veðurhaminn nefndi Sigurður að stór togari slitnaði frá bryggju í Ísafjarðarhöfn þessa nótt og enginn vissi fyrst um afdrif hans því skipið hvarf gjörsamlega út í sortann.
En var það ekki erfið ákvörðun að senda stýrimennina tvo yfir í Notts County? „Jú, það var það, en hvað á að gera þegar 19 mannslíf eru í hættu,“ spurði Sigurður. Hann sagði að þegar skip og menn væru að farast allt um kring væru allar ákvarðanir erfiðar.
Varðskipsmenn voru heiðraðir fyrir afrekið af borgaryfirvöldum í Grimsby og af Bretadrottningu.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Jensína Sigríður Hallgrímsdóttir 4. október 1892 - 7. febrúar 1963 Húsfreyja á Brandaskarði á Skagaströnd og Vilhjálmur Benediktsson 7. apríl 1894 - 2. október 1955 Bóndi og sjómaður á Brandaskarði á Skagaströnd, Hún. Bóndi og sjómaður í Brandaskarði, Hofssókn, A-Hún. 1930.
Á Bolungarvík kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Svanfríði Kristjánsdóttur f. 26.5.1939, og gengu þau í hjónaband 31. des. 1965. Foreldrar hennar voru; Sigríður Kristrún Guðjónsdóttir fæddist í Bolungarvík 21. júní 1914 og Kristjáni Jóni Guðjónssyni, f. í Kjaransvík 19. nóv. 1897, d. 29. júlí 1960. Þeirra börn eru: 1) Svanfríður, f. 26. maí 1939, maki Páll Ísleifur Vilhjálmsson, d. 5. febrúar 1968. Sonur þeirra er Kristján Heiðar Pálsson. 2) Ingunn, f. 28. mars 1944, maki Jóhann Ágústsson. Synir þeirra eru Sigurður og Ágúst, sambýliskona Ágústs er Signý Óskarsdóttir og dóttir þeirra Kara. 3) Ásgeir Guðjón, f. 11. ágúst 1946, maki Bergljót V. Jónsdóttir, þeirra börn: 1) Dagbjört, f. 29. sept. 1970, maki hennar Karl Steinar Óskarsson, börn þeirra Lovísa Kristín og Guðjón Óskar. 2) Páll Guðmundur Ásgeirsson, f. 25. júlí 1976. 3) Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir, f. 18. okt. 1977. Dóttir Ásgeirs og Jónínu M. Snorradóttur er Þórhildur, f. 7. mars 1969, maki hennar Óskar Jónsson. Þeirra börn eru Margrét Hlíf og Stefán Örn.
Þau eignuðust einn son.
1) Kristján Heiðar Pálsson f. 24. júní 1966.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01823

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 14.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places