Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Sigríður Halldórsdóttir (1906-2001)
Parallel form(s) of name
- Sigríður Halldórsdóttir (1906-2001) frá Orrahóli
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
12.9.1906 - 2.8.2001
History
Sigríður Halldórsdóttir frá Orrahóli fæddist 12. september 1906 í Magnússkógum í Hvammssveit í Dalasýslu. Sigríður ólst upp í foreldrahúsum í Magnússkógum. Útför Sigríðar fer fram frá Staðarfellskirkju á Fellsströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 13.
Places
Magnúsarskógar í Dalasýslu:
Legal status
Hún stundaði nám í Kvsk á Blönduósi og síðan sérnám í vefnaði. Einnig sótti hún garðyrkjunámskeið.
Functions, occupations and activities
Sigríður var húsmóðir á Orrahóli frá 1937 til 1991. Hún kenndi vefnað við Húsmæðraskólann á Staðarfelli í nokkur ár. Einnig óf hún ábreiður, rekkjuvoðir o.fl. heima hjá sér. Sigríður söng mikið í kórum, lék á orgel og var organisti við Staðarfellskirkju í mörg ár. Hún var lengi ritari kvenfélagsins Hvatar.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar voru hjónin Halldór Guðmundsson bóndi þar, f. 3. okt. 1875, d. 13. júlí 1962, og Ingibjörg Sigríður Jensdóttir, f. 19. okt. 1876, d. 11. ág. 1957.
Sigríður var sjötta í röð fjórtán barna foreldra sinna. Systkini hennar eru: Elísabet, f. 13. sept. 1900, d. 10. mars 1967; Kristín, f. 7. des. 1901, d. 19. febr. 1995; Sigríður, f. 1903, d. 1903; Magnús, f. 7. júní 1904, d. 24. nóv. 1992; Guðmundur, f. 16. ág. 1905, d. 4. maí 1993; Sigurjens, f. 17. sept. 1908, d. 28. apr. 1998; Salbjörg, f. 16. apr. 1910; Snorri, f. 31. júlí 1911, d. 18. nóv. 1983; Guðbjörn Viggó, f. 2. júlí 1913, d. 9. maí 1915; Jensína, f. 19. sept. 1915, d. 9. apríl 2001; Jóhanna Halldóra, f. 19. mars 1917, d. 29. des. 1998; Bjarni, f. 16. nóv. 1918, d. 5. maí 1919, og Skúli, f. 16. nóv. 1918, d. 10. maí 1919.
Fósturbróðir Sigríðar er Alfons Oddsson, f. 5. nóv. 1905.
Sigríður giftist 21. apríl 1937 Hans Kristjáni Matthíassyni, bónda á Orrahóli, f. 30. jan. 1901, d. 3. des. 1987.
Börn þeirra eru:
1) Matthías Páll, f. 20. mars 1938;
2) Lára Sigurveig, f. 1. júlí 1939, maki Trausti Valgeir Bjarnason og eiga þau tvær dætur, Sigríði, f. 6. júlí 1961, og Ingu Birnu, f. 5. maí 1975, maki Sigríðar er Ásgrímur Kristjánsson og eiga þau Láru Ósk, f. 23. ágúst 1983, Sigurð Trausta, f. 6. jan. 1990, og Stefán Óla, f. 20. júlí 1998, maki Ingu Birnu er Egill Reynisson;
3) Inga Lára, f. 10. nóv. 1941, maki Sævar Straumland og eiga þau tvo syni; Hans Orra, f. 22. jan. 1980, og Sævar Inga, f. 5. mars 1982;
4) Börkur, f. 31. maí 1945;
5) Sigurður Björgvin, f. 3. mars 1951, maki Bára Sigurðardóttir og eiga þau þrjú börn, Þuríði Jóneyju, f. 24. júlí 1974, Sigrúnu Hönnu, f. 13. mars 1978, og Kristján Hans, f. 11. jan. 1984.
General context
Relationships area
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 17.7.2017
Language(s)
- Icelandic