Showing 1161 results

Authority record
Corporate body

Nýpukot Nípukot í Vesturhópi í Víðidal

  • HAH00902
  • Corporate body
  • um1660

Afbýli bygt á fornu gerði fyrir 44 árum, þar sem áður hafði í manna minni ekki bygt verið. Dýrleikinn er kallaður v € og so tíundast ut supra.
Eigandinn Marchús Pálsson að Syðrivöllum við Miðfjörð og hans kvinna Sigríður Erlendsdóttir. Jörðin er afdeild í tvöbýli, annað beheldur nafni heimajarðarinnar, kallað og tíundað lv € , annað kallað Nípukot, tíundast v €. Ábúandinn Árni Guðmundsson. Landskyld 1 álnir í næstu 3 ár, áður lx álnir; því aftur fært að ekki hygðist ella. Betalaðist til forna með fiskatali í
kaupstað, en nú í landaurum, viðlíkt og segir um heimajörðina. Leigukúgildi iii. Leigur betalast í smjöri heim til landsdrottins. Kvaðir öngvar.
Kvikfje ii kýr, i kvíga veturgömul, xx ær, xx lömb, ii hestar, i únghryssa. Fóðrast kann ii kýr, xii lömb, xx ær, i hestur. Engjar má á hjáleigunni öngvar telja, nema það hent verður í mýrum og úthaga.
Hagar eru óskiftir og so önnur hlunnindi og bágindi jarðarinnar. Vatnsból hjáleigunnar ilt og bregst margoft sumar og vetur til stórmeina, er þá neyðarilt og erfitt til að sækja.
Sveitar fyrirsvar er hjer eftir proportion.

Núpur á Laxárdal fremri

  • HAH00371
  • Corporate body
  • (1930)

Núpur og Hjarðarhagi.
Núpur er innsti bær í Vindhælishreppi. Bærinn stendur hátt og í nokkrum bratta skammt frá Laxá. Undirlendi er lítið, fljótt taka við snarbrattar hlíða Langadalsfjalls. Úr Núpslandi var byggt nýbýlið Hjarðarhagi um 1970.
Íbúðarhús byggt 1938, viðbygging 1957 139 m3. Fjós yfir 12 kýr. Fjárhús yfir 400 fjár. Hlöður 554 m3. Votheysgeymsla 73 m3. Tún 11,3 ha.

Núpsstaður í Fljótshverfi Skaftafellssýslu

  • HAH00998
  • Corporate body
  • (1000)

Frásögn Þorvaldar Thoroddsen i Ferðabókinni 1893: „Núpsstaður stendur undir hrikalegri hamrahlíð með margvislega löguðum klettum og dröngum. Stórkostlegastir eru tveir risavaxnir drangar er mæna upp fyrir fjallsbrúnina eins og turnar. — Fyrirofan bæinn er stráð heljarbjörgum úr móbergi, og eru mörg þeirra stór sem hús, sum sokkin að mestu í jörð og grasgróin ofan. Björgin hafa oltið ofan úr fjalli.”

Noregur

  • HAH00261
  • Corporate body
  • 800-2019

‍‍‍Fólk hefur búið í Noregi í yfir 12.000 ár. Fólkið fluttist frá Þýskalandi í suðri eða úr norðaustri, þ.e. frá Norður-Finnlandi og Rússlandi. Milli 5000 og 4000 fyrir Krist var landbúnaður fyrst hafinn í Oslóarfirði. Heimildir eru fyrir verslun við Rómverja.

Á 8. - 11. öld fóru margir norskir víkingar til Íslands, Færeyja og Grænlands og til Bretlandseyja. Þeir sem fóru til Íslands gerðu það meðal annars til að flýja ofríki Haralds hárfagra sem reyndi að leggja undir sig allan Noreg. Aðrir fóru vegna skorts á góðu landbúnaðarlandi í Vestur-Noregi og leituðu nýrra landsvæða. Ný siglingatækni, eins og langskipin, átti sinn átt í útrásinni. Kristni breiddist út á 11. öld. Átök urðu í landinu vegna tilkomu kristninnar og Stiklastaðaorrusta var einn af atburðunum sem mörkuðu þau. Að lokum kristnaðist Noregur og varð Niðarós biskupsstóll landsins.

Árið 1349 gekk Svarti dauði og aðrar plágur yfir Noreg og urðu til þess að fólki fækkaði um helming. Á 14. öld varð Björgvin helsta verslunarhöfn Noregs en henni stjórnuðu Hansakaupmenn. Árið 1397 gekk Noregur í ríkjasamband með Svíþjóð og Danmörku í Kalmarsambandinu. Svíþjóð gekk úr sambandinu árið 1523 og úr varð ríkjasamband Danmerkur og Noregs.

Árið 1537 urðu siðaskiptin í Noregi. Konungsveldi var sett á laggirnar árið 1661 og danski konungurinn varð einvaldur. Námavinnsla hófst í stórum stíl á 17. öld og þar á meðal voru silfurnámur í Kongsberg og koparnámur í Røros. Árið 1814 gaf Danmörk Svíþjóð eftir yfirráð yfir Noregi. Noregur lýsti þó yfir sjálfstæði. Þann 17. maí 1814 fékk Noregur stjórnarskrá.
Iðnvæðing hófst upp úr 1840 en eftir 1860 fluttist fólk í stórum stíl til Norður-Ameríku.
Noregur varð sjálfstætt land 7. júní árið 1905 vegna sambandsslita Noregs og Svíþjóðar. Eftir það hefur 17. maí verið þjóðhátíðardagur Noregs.

Árið 1913 fengu norskar konur kosningarétt og urðu næstfyrstar í heiminum til að ná þeim áfanga. Frá því um 1880-1920 fóru norskir landkönnuðir að kanna heimskautasvæðin. Meðal þeirra mikilvirkustu voru Fridtjof Nansen, Roald Amundsen og Otto Sverdrup. Amundsen komst fyrstur manna á Suðurpólinn árið 1911.

Í byrjun 20. aldar urðu skipaflutningar og vatnsorka æ mikilvægari. Járnbrautir voru lagðar milli helstu þéttbýlisstaða. Efnahagurinn sveiflaðist og upp spruttu verkalýðshreyfingar. Þjóðverjar hernámu Noreg árið 1940 eftir bardaga við norskar og breskar hersveitir og stóð hernám þeirra til 1945. Ríkisstjórnin og konungsfjöldskyldan flúðu til London. Vidkun Quisling vann með nasistum og lýsti sig forsætisráðherra fyrst um sinn en síðar tók Þjóðverjinn Josef Terboven við taumunum.

Eftir síðari heimsstyrjöld varð Noregur stofnmeðlimur NATO árið 1949 en leyfði þó ekki erlendar herstöðvar eða kjarnavopn í landinu til að styggja ekki Sovétmenn. Landið gekk í fríverslunarbandalagið EFTA árið 1960.

Olía var uppgötvuð í Norðursjó árið 1969 og undir lok 20. aldar var Noregur einn af mestu olíuútflutningsaðilum heims. Statoil er stærsta olíufyrirtækið og á norska ríkið 2/3 hluta í því.

Norðurárdalur í Skagafirði

  • HAH00230
  • Corporate body
  • (1950)

Norðurárdalur er dalur í austanverðum Skagafirði og tilheyrir Akrahreppi en mörkin milli Blönduhlíðar og Norðurárdals eru um Bóluá. Um dalinn liggur Þjóðvegur 1 upp á Öxnadalsheiði.

Dalurinn liggur fyrst til austsuðausturs en sveigir fljótlega til norðausturs. Norðurhlíð hans frá Bólugili kallast fyrst Silfrastaðafjall en síðan tekur Kotaheiði við og nær fram að Valagilsá. Þar tekur Silfrastaðaafrétt við. Hann tilheyrði áður Silfrastöðum en er nú eign hreppsins. Sunnan dalsins er Krókárgerðisfjall og síðan Borgargerðisfjall og fremst Virkishnjúkur. Vestan við Virkishnjúk gengur inn djúpur þverdalur og kallast norðurhlíð hans Egilsdalur en suðurhlíðin Tungudalur og er þá komið yfir á Kjálka.

Nokkurt undirlendi er í dalnum, þó minnst um miðbik hans, og þar fellur Norðurá um víðáttumiklar eyrar og hefur flæmst víða um þær í áranna rás. Í hana falla ýmsar þverár, þar á meðal Kotaá, Valagilsá, Króká og Egilsá. Sumar ánna gátu verið miklir farartálmar áður en þær voru brúaðar, einkum þó Valagilsá. Dalurinn er veðursæll og víða ágætlega gróinn og nú er hafin mikil skógrækt í Silfrastaðafjalli. Þar hafa á síðustu árum verið gróðursettar yfir milljón trjáplöntur.

Mikil skriðuföll urðu í Norðurárdal 6. júlí 1954 eftir stórrigningar sem gengið höfðu yfir sólarhringinn á undan og ollu þau miklum skemmdum, einkum á Fremri-Kotum, þar sem skriða staðnæmdist rétt ofan við íbúðarhúsið, en einnig á Ytri-Kotum, sem þá voru farin í eyði.

Lengst af voru 7 bæir í byggð í Norðurárdal en aðeins þrír eru eftir, Fremri-Kot, Egilsá og Silfrastaðir. Egilsá fór í eyði 2009 en var aftur komin í byggð 2010. Þar var lengi rekið sumardvalarheimili fyrir börn og síðar skólaheimili fyrir seinfæra og þroskahefta unglinga.

Nökkvi HU 15

  • HAH00126
  • Corporate body
  • 28.2.1987 -

28.2.1987 kom Nökkvi í fyrsta sinn til heimahafnar á Blönduósi.

Skipaskrárnúmer: 1768. Nafn: Nökkvi HU-15. Heimahöfn: Blönduós. Brúttórúmmál: 283,22. Brúttótonn: 502. Lengd (m): 40,01. Útgerðarflokkur: Núllflokkur. Eigandi: Nökkvi hf. Kennitala eiganda: 7005861709. Útgerð: Særún ehf Kennitala útgerðar: 4904740489

Nökkvi er um 300 lesta frystiskip og með tilkomu hans til Blönduóss ætla margir að sé stigið eitthvert stærsta skref sem stigið hefur verið í atvinnusögu staðarins. Um þrjátíu ný störf skapast á staðnum með tilkomu skipsins og ýmsir ætla að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í þá átt að gera útgerð og fiskvinnslu að verulega stórum þætti í atvinnulífi Blönduóss. Áætlað er að endanlegt verð skipsins verði nálægt 200 milljónum.

Samkvæmt þingsályktunartillögu um hafnarmál fyrir árin 1987 til 1990 ættu fimm milljónir að renna til hafnarframkvænuia a Blönduósi 19S7. Ekkert væri áætlað til þeirra árið 1988, en árið 1989 og 1990 væri áætlað að níutíu milljónir myndu renna til hafnarframkvæmda á Blönduósi.

Núverandi nafn skipsins er Grímur Kamban TN 320

Njálsstaðir

  • HAH00385
  • Corporate body
  • (1950)

Sunnan undir Núpum stendur bærinn Njálsstaðir og er af sumum talinn innsti bær á Skagaströnd þetta er landmikil jörð og grasgefin. Íbúðarhús byggt 1946, 390 m3. Fjós yfir 10 kýr. Fjárhús yfir 600 fjár og 20 hross. Hesthús yfir 20 hross. Hlöður 1270 m3. Votheysgeymsla 40 m3. Vélageymsla 40 m3. Tún 45,2 ha. Veiðiréttur í Ytri-Laxá.

New York City

  • HAH00384
  • Corporate body
  • (1950)

New York eða Nýja-Jórvík (enska: New York City, gjarnan skammstafað NYC) er fjölmennasta borg New York-fylkis, og jafnframt Bandaríkjanna, með ríflega 8,3 milljónir íbúa (2012) af ýmsum þjóðernum. Borgin er 800 ferkílómetrar að stærð og hefur hlotið viðurnefnið „stóra eplið“ (ensku the Big Apple, sjá listann yfir gælunöfn).

New York-borg er miðstöð viðskipta, stjórnmála, samskipta, tónlistar, tísku og menningar og í henni eru einnig aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna.

Borginni er stjórnsýslulega skipt í fimm hluta: Brooklyn, Bronx, Manhattan, Queens og Staten Island.

Áður en Evrópubúar settust að á svæðinu bjuggu Lenape-indíánar þar. Fyrsti Evrópumaðurinn sem kom til New York var ítalinn Giovanni da Verrazzano en hann kom þangað árið 1525. Hins vegar yfirgaf hann staðinn strax og skildi ekkert eftir sig. Það var ekki fyrr en árið 1609 að Hollendingar sendu Englendinginn Henry Hudson, sem Hudsonfljótið er nefnt eftir, og byggð Evrópumanna var stofnuð þar árið 1613.

Á meðan Hollendingar réðu yfir borginni kallaðist hún Nýja-Amsterdam en 1664 náðu Bretar borginni á sitt vald og endurnefndu hana New York (sem stundum hefur verið þýtt Nýja-Jórvík á íslensku) til heiðurs Hertoganum af Jórvík. Jórvík eða York á Englandi er aftur leitt af keltneska staðarheitinu Caer Ebroc.

1673 náðu Hollendingar aftur stjórn yfir borginni og kölluðu hana Nieuw-Oranje („Nýju-Óraníu“) en gáfu hana endanlega frá sér árið 1674.

Wall Street dregur nafn sitt af borgarmúrnum.

Neskirkja Reykjavík

  • HAH00399
  • Corporate body
  • 14.4.1957 -

Nesprestakall nær yfir byggðina í Vesturbænum sunnan Hringbrautar, frá Skerjafirði sem tilheyrir því og að mörkum Seltjarnarness. Íbúar í sókninni eru um 11 þúsund og er Nesprestakall næstfjölmennast í Reykjavík, á eftir Grafarvogsprestakalli.

Nesprestakall var stofnað 1940 ásamt Laugarnes - og Hallgrímsprestaköllum. Fram að þeim tíma var Dómkirkjan sóknarkirkja allra Reykvíkinga
sem tilheyrðu Þjóðkirkjunni. Var landsvæðið sem tilheyrði prestakallinu nokkuð stórt. Eða eins og stóð í lögum „liggur Nesprestakall að hinum prestaköllunum þremur og nær yfir land Reykjavíkurbæjar vestan Reykjanesbrautar, Seltjarnarnes og Engey.“

Fyrsti prestur safnaðarins, sr. Jón Thorarensen, kom til starfa í byrjun ársins 1941.

Safnaðarstarfið fór fyrst fram í Háskólakapellunni og í skólanum á Seltjarnarnesi.

Kirkjan sjálf var vígð pálmasunnudag 1957. Arkitekt kirkjunnar var Ágúst Pálsson, húsameistari. Fyrir nokkrum árum var kirkjan friðuð hið ytra en hún er fyrsta kirkja landsins sem ekki lýtur hefðbundnum stíl í arkitektúr.

Í kirkjunni er að finna tvö glerverk eftir Gerði Helgadóttur, annað í forkirkju og hitt í kór kirkjunnar.

Árið 1999 var nýtt orgel tekið í notkun og um leið voru gerðar nokkrar breytingar á kirkjunni hið innra.

Neðstibær í Norðurárdal

  • HAH00615
  • Corporate body
  • (1930)

Neðstibær. Tún 9 ha Íbúðarhús byggt 1920 285 m3.

Eigandi 1975;
Einar Þorgeir Húnfjörð Guðlaugsson 30. mars 1920 - 1. apríl 2008. Var á Þverá, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Húsi Einars Guðlaugssonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Múrari og verkamaður á Blönduósi. Kona hans; Ingibjörg Þórkatla Jónsdóttir 25. sept. 1928. Var á Sölvabakka, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Húsi Einars Guðlaugssonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
Núverandi eigandi;
Skarphéðinn Húnfjörð Einarsson 11. sept. 1948. Var í Húsi Einars Guðlaugssonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Kona hans; Sigrún Kristófersdóttir 28. júní 1947. Var á Sunnuhvol, Höfðahr., A-Hún. 1957.

Neðri-Mýrar í Refasveit

  • HAH00206
  • Corporate body
  • (1920)

Neðri-Mýrar. Austastur hinna þriggja Mýrabæja. Bæjarhús standa norðan vegar, austan til í túni sem hallar til norðurs til Laxár. Segja má að Neðri-Mýrar séu á krossgötum fjögurra byggðarlaga, Mýranna, Laxárdalsins, Norðurársdals og strandarinnar til norðurs handan Laxár. Íbúðarhús byggt 1924 359 cm3, fjós fyrir 15 griði. Fjárhús fyrir 262 fjár, hesthús fyrir 16 hross. Hlaða 506 cm3. Veiðiréttur í Ytri Laxá. Tún 37,7 ha.

Neðri-Harastaðir á Skaga

  • HAH00425
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn stendur norðan Harrastaðaár, austan Harrastaðabergja, en þau eru klettaborgir skammt frá sjó, norðan árinnar. Ræktunarland er sæmilegt.

Íbúðarhús byggt 1954 180 m3. Fjárhús 1945 úr torfi og grjóti yfir 150 fjár. Hlaða byggð 1962 16 m3, geymsla byggð 1850 úr asbest 72 m3. Fjós steypt 1975 yfir 30 gripi 637 m3, haughús og mjólkurhús 150 m3. Hlaða steypt 1975 1415 m3. Tún 14,2 ha.

Nautabú í Vatnsdal

  • HAH00053
  • Corporate body
  • 1949 -

Nýbýli stofnað 1949, helmingur af Undirfelli fór í eyði 1974. Þar standa engin útihús, nema 300 m3 hlaða og lítið fjárhús fyrir yfir 70 fjár. Íbúðarhús byggt 1950 334 m3. Tún 21 ha, veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Náttúruverndarnefnd Austur Húnavatnssýslu (1966)

  • HAH10075
  • Corporate body
  • 1966

Fyrsta gróðurverndarnefnd Austur Húnavatnssýslu var stofnuð vorið 1966 á aðalfundi sýslunefndar. Var þetta gert samkvæmt lögum um landgræðslu ríkisins frá árinu 1965. Þessi fyrsta nefnd var skipuð þremur hreppsnefndaoddvitum, þeim: Jóni Tryggvasyni Ártúnum, Grími Gíslasyni Saurbæ og Guðmundi B. Þorsteinssyni Holti.
Varð Guðmundur fyrsti formaður nefndarinnar.

Námaskarð

  • HAH00246
  • Corporate body
  • (1950)

Þjóðvegurinn milli Mývatns og Austurlands liggur um Námaskarð (410m) rétt austan Bjarnarflags milli Dalfjalls og Námafjalls. Námafjall, sunnan skarðsins, er sundursoðið af brennisteins- og leirhverum og er er ótrúlega litauðugt. Austan þess er einhver fjölsóttasti ferðamannastaður landsins, Hverarönd. Brennisteinn var unninn í Hlíðarnámum og fluttur út. Reykjahlíðarbræður eru sagðir hafa orðið vellríkir af sölu brennisteins í kringum siðaskiptin. Danakonungur eignaðist námurnar árið 1563. Þær voru notaðar af og til síðan, allt fram á miðja 19. öld. Verksmiðja til að vinna brennistein var reist í Bjarnarflagi árið 1939 og starfaði aðeins í fá ár.

Nautadalur liggur til norðurs frá Námaskarði. Þar var uppblástur orðinn nærgöngull og fletti gróðri úr honum á u.þ.b. eins kílómetra kafla. Árið 1990 var hafizt handa við uppgræðslu með melgresi áburði, birki og loðvíði. Eins og víða tíðkast nú, voru notaðar ónýtar heyrúllur og trévörubretti við landbæturnar með góðum árangri. Landgræðslan hefur notið liðstyrks starfsmanna Kröfluvirkjunar við þetta starf.

Mosfell Svínavatnshreppi

  • HAH00520
  • Corporate body
  • [1300]

Mosfell er nyrsta jörðin í Svínadal og liggur við norðvestur enda Svínavatns. Reykjanibban gnæfir þar á fjallöxlinni nokkru norðan og ofan við bæinn. Þar neðar er Grettisskyrta hinn þekkti líbarít fláki sem sést víða að. Byggingarnar eru þar við fjallsræturnar eins og á öðrum bæjum að vestanverðum dalnum. Frá fjallsrótunum niður að vatninu er gottræktunarland með hæfilegum halla, og þar hefur verið ræktað stórt tún. Þetta er ekki stór jörð en má teljast hæg til búskapar. Íbúðarhús byggt 1939, 238 m3, viðbygging 1967 250 m3. . Fjós fyrir 12 gripi. Fjárhús yfir 260 fjár. Hesthús yfir 11 hross. Hlöður 790 og 974 m3. Geymsluhús 160 m3. Tún 35 ha. Veiðiréttur í Svínavatn.

Mosfell Blönduósi

  • HAH00103
  • Corporate body
  • 1900 -

Hjálmar Egilsson byggði Mosfell 1900, hann hafði áður búið í skamman tíma á Mosfelli í Svínadal með konu sinni Önnu Þorsteinsdóttur ljósmóður. Í fyrstu byggði Hjálmar bæ á gamla mátan, úr torfi. Sá bær mun hafa staðið aðeins neðar á lóðinni, en steinhúsið sem Hjálmar byggði 1912.

Möllubær - Þramarholt Blönduósi

  • HAH00125
  • Corporate body
  • 1906 -

Vinaminni 1906 - 1963. Þorkelshús 1906 - Möllubær 1920 - Þramarholt 1930.

Húsið í tvennulagi eða tvö hús sambyggð. Norðurendi kallaður Vinaminni, en suðurendi Möllubær.
Þar bjó fyrstur Þorkell Helgason.

Möllershús Blönduósi 1877-1918

  • HAH00138
  • Corporate body
  • 1877 - 1913

Fyrsta íbúðarhúsið sem reist var á Blönduósi. Brann 1913. Á sama stað og Sæmundsenhúsið reis síðar (1922) og nú er Kiljan.

Möðruvellir í Eyjafirði

  • HAH00383
  • Corporate body
  • (1950)

Möðruvellir í Eyjafirði er kirkjustaður og fornt höfuðból í Eyjafjarðarsveit og er jörðin framarlega í Eyjafirði austanverðum, rúma 25 km frá Akureyri. Þar hafa oft búið höfðingjar og ríkismenn. Möðruvöllum er oft ruglað saman við Möðruvelli í Hörgárdal.
Fyrsti bóndinn á Möðruvöllum sem sögur fara af var Eyjólfur Valgerðarson, goðorðsmaður og skáld, sem kemur við nokkrar Íslendingasögur. Synir hans voru þeir Einar Þveræingur og Guðmundur Eyjólfsson ríki, sem bjó á Möðruvöllum og barst mikið á, enda var hann einn helsti höfðingi Norðlendinga á söguöld.
Seinna átti Loftur ríki Guttormsson bú á Möðruvöllum og dvaldi þar löngum. Þorvarður sonur hans bjó á Möðruvöllum og síðar Margrét Vigfúsdóttir ekkja hans.
Möðruvellir eru kirkjustaður frá fornu fari og ekki ólíklegt að Guðmundur ríki hafi látið byggja fyrstu kirkjuna þar. Kirkjan er enn í bændaeign. Núverandi kirkja var byggð 1847-1848 og er timburkirkja í hefðbundnum stíl. Hún er turnlaus en klukknaport við kirkjuna er frá 1781 og er eitt elsta mannvirki úr timbri sem enn stendur á Íslandi. Helsti kjörgripur kirkjunnar er altarisbrík úr alabastri, sem Margrét Vigfúsdóttir gaf til hennar seint á 15. öld.

Möðruvallakirkja í Eyjafirði

  • HAH00856
  • Corporate body
  • 1847 -

Möðruvallakirkja er timburhús, 11,70 m að lengd og 5,41 m á breidd. Þakið er krossreist og klætt bárujárni og á suðurhlið þess er kvistgluggi með fjórum rúðum. Upp af framstafni er lágur ferstrendur stallur skreyttur renndum pílárum og á honum randskorinn trékross. Kirkjan er klædd slagþili og stendur á steinsteyptum sökkli og er stöguð niður á suðurhlið á þremur stöðum. Á hvorri hlið kirkju eru þrír póstagluggar með tveimur sexrúðu römmum hver. Tveir gluggar með fjögurra rúðu römmum eru á kórbaki og einn með sexrúðu ramma uppi á stafninum. Á framstafni er gluggi með fjögurra rúðu ramma. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir og þvergluggi að ofan. Yfir dyrum er brík studd kröppum og bikar sem tvö blöð sveigjast út frá. Gengt kirkjunni er fornt klukknaport.

Inn af kirkjudyrum er gangur að kór sem skilinn er frá framkirkju með þili með renndum pílárum og bogarimum efst. Þverbekkir eru hvorum megin gangs og hefðarbekkir innst með renndum pílárum í baki og stoðum og boga yfir dyrum. Prédikunarstóll er framan kórskila sunnan megin og dyrastafir í kórþili við inngöngu í stólinn. Veggbekkir eru umhverfis í kór að altari. Setuloft á bitum er yfir fremsta hluta framkirkju og stigi við framgaflinn sunnan megin. Girt er fyrir loftið með renndum pílárum, og rimlaverki og það skreytt súlum og bjór. Veggir eru klæddir stölluðum standþiljum; breiðum undir- og yfirborðum sem felld eru saman. Þverbitar eru yfir kirkjuna en skammbitar efst á milli sperra en loftið er opið upp undir mæni og klætt skarsúð ofan á sperrur.

Möðrudalur á Fjöllum

  • HAH00841
  • Corporate body
  • (900)

Möðrudalur á Fjöllum er bær á Möðrudalsöræfum á Norðurlandi eystra. Jörðin er ein sú landmesta á Íslandi og sú sem stendur hæst (469 metra yfir sjávarmáli). Bærinn stóð við Hringveginn þar til Háreksstaðaleið var tekin í notkun.

Ferjufjall (547m) er vestan Jökulsár á Fjöllum, nokkru sunnar en Möðrudalur. Þar var fyrrum ferjustaður fyrir þá, sem fóru um Ódáðahraunsveg. Þaðan eru 55-60 km að Suðurárbotnum og 70 km að Skjálfandafljóti. Forn vörðubrot benda til mannaferða. Líklega fór Sámur á Leikskálum (Hrafnkelssaga) þessa leið.
Austan Möðrudals liggja vegir inn á Brúaröræfi og til Kverkfjalla.
Vegalengdin frá Reykjavík er 522 km um Hvalfjarðargöng.

Á Möðrudal hefur verið rekin veðurathugunarstöð um árabil, en þar og á Grímsstöðum á Fjöllum mældist mesti kuldi sem mælst hefur á Íslandi, -38°C, þann 21. janúar 1918.

Möðrudalsöræfi

  • HAH00382
  • Corporate body
  • (1950)

Heiðarbyggðin var byggð sem var uppi á Möðrudalsöræfum. Hún stóð í 100 ár eða frá 1840 til 1940.

Bæir voru þessir:
Hvítanes (óvíst hvenær), Gestreiðarstaðir (fóru í eyði 1897), Háreksstaðir (fóru í eyði 1923), Rangalón (fór í eyði 1924), Veturhús (fóru í eyði 1941), Ármótasel (fór í eyði 1943)
Sænautasel (fór í eyði 1943), Heiðarsel (Síðasti bærinn, fór í eyði 1946)
Bæir á Möðrudal;

Fjórir eru bæir á Möðrudalsfjöllum, er þá hétu svo: Möðrudalur og Sótastaðir, en síðar var byggðir Víðidalur úr Sótastöðum og annari jörðu, og þá var hinn fjórði Kjólfell.

Möðrudalur og Arnardalur eru gróðurvinjar í 450–550 m y.s., umgirtar blásnum auðnum. Jökulsá á Fjöllum afmarkar svæðið að vestan en rætur Möðrudalsfjallgarðs að austan. Fjöldi sérkennilegra tinda liggja í nokkrum röðum eftir endilangri sléttunni og Herðubreið gnæfir yfir auðnina í vestri. Hinn eiginlegi Arnardalur er grösug og grunn dalkvos er markast af tveimur lágum hryggjum, Dyngjuhálsi að austan og Arnardalsfjöllum að vestan. Fuglalíf er fjölbreytt á þessu svæði og heiðagæsavarpið telst vera alþjóðlega mikilvægt, 2,240 pör árið 2001.

Austan Möðrudals liggja vegir inn á Brúaröræfi og til Kverkfjalla.
Ferjufjall (547m) er vestan Jökulsár á Fjöllum, nokkru sunnar en Möðrudalur. Þar var fyrrum ferjustaður fyrir þá, sem fóru um Ódáðahraunsveg. Þaðan eru 55-60 km að Suðurárbotnum og 70 km að Skjálfandafljóti. Forn vörðubrot benda til mannaferða. Líklega fór Sámur á Leikskálum (Hrafnkelssaga) þessa leið.

Brúaröræfi eru víðáttumikil öræfi sem eru ásamt Krepputungu og Möðrudalsöræfum á milli Jökulsár á Dal og Jökulsá á Fjöllum. Brúaröræfi eru sunnantil á þessu svæði en Krepputunga og Möðrudalsöræfi norðan megin.
A Brúaröræfum er mikil háslétta sem liggur milli Snæfells í austri og Kverkfjalla í vestri. Inn á þessa hásléttu gengur Brúarjökull sem er stærsti skriðjökull Íslands. Frá jöklinum falla nokkrar stórár til norðurs en stærstar þeirra eru Kreppa, Kverká og Jökulsá á Dal. Bergrunnur Brúaröræfa er myndaður úr basaltlögum og móbergi.Landið er að mestu ógrónir melar, sandar og úfin hraun en gróðurvinjar eru í Hvannalindum, Grágæsadal, Fagradal og Háumýrum. Mest gróska er í Fagradal.

Möðrudalskirkja á Fjöllum

  • HAH00010
  • Corporate body
  • 4.9.1949 -

Möðrudalur er gamall kirkjustaður og í kaþólskum sið var kirkjan tileinkuð öllum heilögum. Árið 1894[?] var þar byggð timburkirkja í stað torfkirkju með timburstöfnum, en hún stóðst ekki tímans tönn og var aflögð í kjölfar aftakaveðurs árið 1925. 
Eftir seinna stríð hefst Möðrudalsbóndi, Jón Aðalsteinn Stefánsson, einsamall handa við að grafa fyrir kirkju í gamla kirkjugrunninum. Ýmislegt hindraði þó framgang kirkjubyggingarinnar. Árið 1947 hafði Jóni tekist að grafa grunninn og kaupa sement en timbur fékkst ekki til kirkjubyggingar. Ekki fékkst heldur styrkur úr Hinum almenna kirknasjóði þar sem hin aflagða kirkja var ekki formlega aðili að honum (átti enga innistæðu þar). Þrátt fyrir þetta hélt Jón áfram verkinu einn og grjótfyllti vandlega undir kirkjuna. Næsta ár steypti hann veggi og stafna, glerjaði glugga og kom þakinu á svo kirkjan varð nokkurn veginn fokheld. Smíðinni var svo lokið sumarið 1949 (loft þó gert síðar).
Möðrudalskirkja er svipmikil og vönduð. Að innanmáli er hún um 5,3x4,4m. Sterkan svip á kirkjuna setur turnstöpullinn, sem hýsir forkirkju og miðrými í turninum með tveim gluggum að framan og einum á suðurhlið. Inn af þessu rými er loft, fremst í kirkjunni svo hún hýsir furðu marga. Efsta turnrýmið er svo góður útsýnisstaður og nálægt turnspírunni eru gluggar á alla vegu svo minnir á vitaturn. Nokkur munur er á ásýnd norður og suðurhliðar sem hefur tígullaga glugga á forkirkju og mjóan glugga á miðhæð turns, burstlaga. Gluggarnir á kirkjuskipinu, tveir hvoru megin, eru einnig burstlaga að ofan. Krossmark er bæði á turni og upp af austurstafni. Kirkjunni hefur verið vel við haldið í gegnum árin og er söfnuði sínum og kirkjubónda til sóma. Hún er vel búin að gripum og á 60 ára afmæli sínu, haustið 2009, bárust henni margar, góðar gjafir
Möðrudalskirkja er í Valþjófsstaðaprestakalli í Múlaprófastsdæmi. Hún var byggð árið 1949. Jón A. Stefánsson (1880-1971), bóndi, reisti hana til minningar um konu sína, Þórunni Vilhjálmsdóttur, en hún andaðist árið 1944. Kirkjan er byggð á hinum forna grunni Möðrudalskirkju, en þar hafði þá ekki verið kirkja í 22 ár. Kirkjan var vígð 4. september 1949.

Jón smíðaði og skreytti kirkjuna að öllu leyti, þ.m.t. altaristöfluna, sem sýnir fjallræðuna. Fyrrum var prestssetur að Möðrudal en það lagðist niður 1716, þegar staðurinn fór í eyði í nokkur ár.

Móðir með barn eftir Guðmund frá Miðfelli

  • HAH00381
  • Corporate body
  • 1961 -

Á SUNNUDAGINN var, þ. 19. ágúst, voru við hátíðlega athöfn, sem fram fór í Héraðsspítalanum á Blönduósi, afhjúpaðar brjóstmyndir úr eir af Páli Kolka, fyrrverandi héraðslækni, og konu hans, frú Guðbjörgu G. Kolka. Jón Ísberg, sýslumaður, setti athöfnina og hélt aðalræðuna, en í henni minntist hann starfs Kolka sem héraðslæknis Austur-Húnvetninga í 26 ár og þeirrar forustu, sem hann hafði veitt í því að koma í framkvæmd smíði Héraðshælisins á Blönduósi, en jafnframt rakti hann þann þátt, sem frú Guðbjörg hefði átt í störfum manns síns, og lýsti þeim vinsældum, sem hún hefði unnið sér sem húsmóðir á þessum stað. Kvað hann ýmsa vini þeirra hjóna hafa ákveðið það á sextugsafmæli læknisins að láta gera þessar myndir og setja þær upp í Héraðshælinu, þótt dregizt hefði þar til nú að fá myndirnar fullgerðar og uppsettar. Þorsteinn B. Gíslason prófastur og Guðbrandur ísberg, fyrrverandi sýslumaður, fluttu þarna einnig ræður og tóku mjög í sama streng, en Páll Kolka þakkaði fyrir hönd þeirra hjónanna. Allmargt manna var við athöfnina og var þeim öllum boðið á eftir til kaffidrykkju í baðstofu eða samkomusal Héraðshælisins. — Myndirnar hafði gert Ríkarður Jónsson og er það flestra mál, að þær séu mjög vel gerðar. Það þótti á sínum tíma í allmikið ráðizt, þegar AusturHúnvetningar hófu smíði Héraðshælisins, en það hefur sjúkradeild með 30 rúmum, elli- og hjúkrunardeild nokkru minni, húsnæði fyrir alla lækningastarfsemi héraðsins, og að auki íbúðir fyrir yfirlækni, aðstoðarlækni og annað starfsfólk. Undirbúningur verksins tók sex ár, enda gekk smíði hússins fljótt og vel, svo að með eindæmum þótti með opinbera framkvæmd og varð mjög ódýr, miðað við stærð hússins og það, hve vel var til þess vandað. —• Mátti einkum þakka það dugnaði yfirsmiðsins, Sveins Ásmundssonar, og framkvæmdastjóra verksins, Jóns Ísberg, þáverandi lögreglufulltrúa. Teikningar að húsinu gerði á sínum tíma Halldór Halldórsson arkitekt, en um stærð þess og alla innri tilhögun réði Páll Kolka héraðslæknir mestu.

Í fyrrasumar var sett upp í garði Héraðshælisins myndastytta af móður með barn, eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal, og var fé til hennar fengið með frjálsum samskotum. Nú er i ráði að setja upp í sjúkrabiðstofu stofnunarinnar eirmynd af < Jósep Skaftasyni, fyrsta héraðslækni Húnvetninga, en hann var læknir þeirra 1837—1875, karlmenni mikið og héraðshöfðingi, auk þess sem hann var mestur, skurðlæknir á Íslandi á sinni í tíð.

Móberg í Langadal

  • HAH00215
  • Corporate body
  • [1000]

Móberg er fremsta býlið í Langadal sem tilheyrir Engihlíðarhreppi. Jörðin er landnámsjörð, þar bjó Véfröður sonur Ævars gamla. Bærinn stendur á brún brattrar brekku, er veit mót suðri, og er bæjarstæðið fagurt. Í fjallinu ofan bæjar, gnæfa tignarlegir og víða ókleifir klettar. Undirlendi, sem þarna er nokkurt, er að kalla allt ræktað. Landið er að öðruleiti bratt fjalllendi með valllendisgeirum og bollum á mill grýttra hóla og mela. Jörðin hefur verið í eigu og ábúð sömu ættar frá 1880. Íbúðarhús byggt 1927 264 m3, kjallari hæð og ris. Fjós fyrir 20 gripi. Fjárhús fyri 140 fjár. Hesthús fyrir 15 hross. Hlöður 610 m3 og votheysgeymslur 26 m3. Tún 20,1 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Mjólkursamlagið Blönduósi

  • HAH00124
  • Corporate body
  • 1947 -

Mjólkurstöð Sölufélagsins. Hún var byggð 1947, en árið 1958 var reist við hana mikil viðbygging. Þar var fyrst framleidd þurrmjólk á Íslandi. Það var byrjað á því strax 1948 og hefur síðan verið stöðug framleiðsla ásamt flestum öðrum mjólkurvörum. Mjólkurstöðvarstjóri var Sveinn Ellertsson og seinna Páll Svavarsson

Mjóadalsrétt á Laxárdal fremri

  • HAH00373
  • Corporate body
  • 1910 -

Vegurinn frá Gautsdal upp að Mjóadal var lagður 1910. Hann var mjög hættulegur á parti þar sem hann var lagður á hengiflugsbrún og fljúgandi háll moldarvegur í bleytu. Það átti að heita að hægt væri að fara þennan veg á bíl en samt var það mikill glannaakstur. Oft kom hann ekki upp undan snjó fyrr en í júní. Nýr vegur var lagður sunnan við gilið 1960 og kemur aldrei snjór á hann.

Mjóidalur var fimm jarðir áður fyrr: Ytri-Mjóidalur, Syðri-Mjóidalur, Þrælagerði, Hólkot og Kringlugerði. Nú er þetta talin ein jörð og er landið um 10 þúsund hektarar að stærð. Af bæjarhóli Hólkots er víðsýnt. Það er eini bæjarhóllinn á Laxárdal sem af sést eftir öllum dalnum.

Flóalækur heitir á sú er rennur framan frá Skyttudal og fyrir norðan túnið í Mjóadal. Þessi á er með öllu fiskilaus en skilyrði fyrir silung eru þó ágæt. Allhár foss er í ánni norðantil og kemst enginn silungur þar upp fyrir. Samt er það undarlegt að enginn skyldi hafa framtak í sér tíl þess að koma til veiði í ánni.

Fyrsta skilaréttin í Mjóadalslandi, sem vitað er um, stendur á háum hól upp undan bænum í Mjóadal. Hún er að öllum líkindum byggð fyrir aldamótin 1800. Enn sést þar vel fyrir veggjum. Árið 1910 var réttin færð og endurbyggð á eyrinni niður við ána. Stefán Sigurðsson þá bóndi í Mjóadal var yfirsmiður í því verki. Áður fyrr á árum var geysilega mörgu fé smalað að þessari rétt. Það var ekki bara fjallgarðurinn milli Litla-Vatnsskarðs og Þröngadals sem genginn var til réttarinnar heldur var líka smalað Vesturfjallið og sumt af Suðurfjalli. Enginn nátthagi var við réttina svo að staðið var yfir safninu í tvo daga, fyrr var sundurdrætti fjárins ekki að fullu lokið. Þetta er haft eftir Bóasi Magnússyni í Bólstaðarhlíð sem var einn þeirra er stóð yfir safninu þegar hann var unglingur. Þessi rétt stóð til ársins 1947. Það ár var byggð ný rétt á grunni hinnar en allmiklu minni. Á þeim árum var mæðiveiki í fé bænda og ekki um neinn stórhug að ræða sem ekki var von. Síðast var réttað í Mjóadalsrétt haustið 1956.

Minningarkapella á Kirkjubæjarklaustri vígð 1974

  • HAH00869
  • Corporate body
  • 17.6.1974 -

Kapellan er í Kirkjubæjarklaustursprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Hún var vígð 17. júní 1974 í tilefni 1100 ára Íslandsbyggðar. Ákveðið var að reisa þessa minningar kapellu árið 1966 á 175. ártíð séra Jóns. Hún var reist litlu austan við hinn forna kirkjugrunn, sem margir álíta hinn elzta hérlendis hafi papar átt þátt í honum.

Kapellan tekur 50 manns í sæti. Arkitektar hennar voru Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir og Valdimar Auðunsson, bóndi í Ásgarði í Landbroti, var kirkjusmiður.

Nunnuklaustur af Benediktsreglu var stofnað að Klaustri 1186 og það starfaði allt að siðaskiptum. Rústir klausturbygginganna sjást enn þá, þar sem heitir Kirkjuhólar. Kirkja var á Klaustri til 1859, þegar hún var flutt að Prestbakka. Séra Jón Steingrímsson liggur grafinn í kirkjugarðinum og legsteinn á gröf hans, fimmstrendur blágrýtisstuðull.

Hann var sóknarprestur, þegar Skaftáreldar gengu yfir. Eldrit hans er bezta heimild um þessar náttúruhamfarir.

Margir samtímamanna hans töldu, að hann hefði stöðvað hraun rennslið í farvegi Skaftár vestan Systrastapa með kröftugri prédikun í kirkjunni á Klaustri 20. júlí 1783. Hún hefur síðan verið kölluð Eldmessan. Hraunelfan fann sér framrás vestar

Miklabæjarkirkja í Blönduhlíð

  • HAH00872
  • Corporate body
  • 1973 -

Miklabæjarkirkja er í Miklabæjarprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Miklibær í Blönduhlíð hefur verið prestssetur um aldaraðir.

Fyrstu heimildir geta um kirkju og prest í Miklabæ í tíð Sturlunga árið 1234, þegar Kolbeinn ungi lét vega þar Kálf Guttormsson og Guttorm djákna, son hans. Næstu heimildir um kirkjuna eru í Örlygsstaðabardaga árið 1238. Á Örlygsstöðum, skammt frá, var mikill bardagi, þegar Sighvatur Sturluson og Sturla Sighvatsson, sonur hans, mættu þar Kolbeini unga og Gissuri Þorvaldssyni. Bardaganum lauk með sigri Kolbeins og Gissurar og Sighvatur og Sturla féllu báðir. Eftir að þeirra féllu flýðu margir úr liðinu í kirkjuna á Miklabæ og flestir fengu grið.

Kirkjan á Miklabæ var helguð Ólafi helga Noregskonungi, sem dó 1030. Hann er verndardýrlingur Noregs. Tákn hans eru bikar eða ríkisepli, tákn valdsins, og öxi. Ólafur sendi trúboða til Íslands og Grænlands. Eftir kristnitökuna voru margar fyrstu kirkjurnar helgaðar Ólafi.

Kirkjan sem nú stendur á Miklabæ er yngsta kirkja í Skagafirði í lúterskri trú, byggð árið 1973.

Miðhús í Þingi

  • HAH00505
  • Corporate body
  • (1550)

Bærinn stendur á lágum brekkustalli austan í Vatnsdalhálsi lítið eitt ofar en Breiðabólsstaður og samtýnis við þann bæ. Tún liggja liggja aðallega niður til Flóðsins og liggur Vatnsdalsvegur vestari gegnum þau sem og á Breiðabólsstað, beitiland á hálsinum, sem þarna hefur lækkað mikið, ræktunarskilyrði góð. Jörðin er allgamalt býli, er byggð ú r Breiðabólsstaðarlandi, bændaeign nú um skeið, áður klausturjörð. Frá 1850 fram yfir 1880 sameiginlegur þingstaður Ás og Sveinsstaðahrepps. Íbúðarhús byggt 1938 og 1973, 590 m3. Fjós fyrir 29 gripi. Fjárhús yfir 450 fjár. Hlöður 1320 m3. Tún 26 ha. Veiðiréttur í Flóðið.

Miðgil í Engihlíðarhreppi.

  • HAH00267
  • Corporate body
  • (1950)

Býlið fór í eyði 1962 og ekki önnur hús uppistandandi en íbúðarhús hrörlegt úr timbri og torfi, er stendur ofarlega í túni við brekkurætur.
Jörðin er landlítil, en mestur þess gróinn og frjór. Á þessum stað er merkjanleg breyting á gróðurfari Langadals. Fyrir sunnan er fjallshlíðin nokkru þurrlendari og ber þar meira á vallendisgróðri, en utar verður landið rakara og hálfdeigjugróður meira ríkjandi. Jörðin er í eigu og nytjuð af Frímanni Hilmarssyni á Breiðavaði og Rögnvaldi Ámundasyni fyrrum bómda í Vatnahverfi. Tún 10,5 ha, veiðiréttur í Blöndu.

Melstaðakirkja í Miðfirði

  • HAH00378
  • Corporate body
  • 8.6.1947 -

Saga kirkjunnar

Melstaðarkirkja er í Melstaðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Melstaður er bær og prestssetur í Miðfirði og um aldir talinn meðal bestu og eftirsóknarverðustu brauða landsins.
Kirkja var byggð þar skömmu eftir kristnitökuna og helguð heilögum Stefáni í kaþólskum sið. Steinkirkjan, sem nú stendur, var vígð 8. júní 1947 og tekur 150 manns í sæti. Altaristaflan sýnir skírn Krists, eftir Magnús Jónsson, prófessor, og Ríkharður Jónsson skar út prédikunarstólinn.
Í skrúðhúsinu eru tvær grafskriftir, önnur um séra Arngrím Jónsson lærða og séra Halldór Ámundason (1773-1843) á Melstað.

Talið er að kirkja hafi staðið á Melstað allt frá því um 1050. Þó var engin kirkja þar frá árinu 1942 til 1947 eftir að þáverandi kirkja fauk. Ný kirkja var tekin í notkun fimm árum seinna og stendur þar enn.

Í fornöld nefndist staðurinn Melur en eftir að kirkja var reist þar eftir kristnitökuna afbakaðist nafnið í Staður og síðar Melstaður. Bærinn stendur á mel einum vestan við Miðfjarðará og sér þaðan vel yfir fremri hlut sveitarinnar sem og að Laugarbakka. Arngrímur Jónsson hinn lærði bjó að Melstað á 17. öld og var lengi vel prestur á staðnum. Skammt frá kirkjustaðnum er kuml; svokallaður Kormákshaugur. Þjóðsaga segir að álög séu á honum svo að ef grafið verði í hann komi kirkjan til með að standa í björtu báli.

Sr. Guðmundur Vigfússon hóf þjónustu sína á Mel 1859 og þótti honum þá gamla torfkirkjan (byggð 1810) orðin hrörleg og gömul. Gamla kirkjan var „ekki fokheld á vetrardag“ og stóð á lægsta stað í gamla kirkjugarðinum. Það var þá þannig að „flöturinn umhverfis kirkjugarðinn er meira en hálfri annarri alin hærri en grundvöllur kirkjurnnar“ og þar af leiðandi rann vatn að kirkjunni en ekki frá henni. Vildi hann láta færa kirkjuna á ávalan hól, Hjallhól, nokkuð hærri en bæjarstæðið sjálft. Þetta skrifar sr. Guðmundur í bréfi til prófasts; dagsett 14. október 1861. Samþykki fékkst meðal íbúa sveitarinnar að færa kirkjuna. Kirkjan var svo tekin í notkun 2. desember 1865 eftir 376 dagsverka vinnu.

Haustið 1941 dreymir Björn G. Bergmanns, sóknarnefndarformaður og bóndi á Svarðbæli í Miðfirði, nokkru vestan við Melstað, að hann heyri í fimm prestum sem ganga til kirkju á Melstað. Aðfaranótt fokdags, 15. janúar 1942, dreymir hann sama draum en þá eru einungis sumir prestanna hempuklæddir og aðrir ekki. Veit Björn þá um morguninn að draumurinn viti ekki á gott. Eftir gegningar hringir séra Jóhann Kr. Briem, sem þá þjónaði að Melstað, og segir að kirkjan hafi fokið þá um morguninn. Brotnaði hún í spón. Brak kirkjunnar var boðið upp 12. maí sama ár og voru tekjur af því rúmar 6 milljónir krónur. Þá fundu nokkrir menn brak um allann norðurhluta Melstaðarlands og í skurði einum fannst altarið lítið skemmt.

Núverandi kirkja var vígð 8. júní 1947. Hún er úr steinsteypu og rúmar tæplega 100 manns í sæti. Við kirkjuna stendur safnaðarheimilið sem var byggt árið 1911. Predikunarstóll kirkjunnar er eftir Ríkarð Jónsson myndlistarmann (myndskera). Einn af fáum minjunum sem glötuðust ekki úr gömlu kirkjunni er altaristaflan. Hún skiptist í miðhluta, þar sem segir frá Jesú á fjallinu, og hliðarvængi, þar sem sagt er frá þeim Móses og Aron. Taflan var þó mikið skemmd og var gerð upp fyrir 50 ára afmæli kirkjunar. Hún hefur verið til sýnis í kirkjunni eftir það. Núverandi altaristafla er eftir Magnús Jónsson og er af skírn Jesú.

Árið 2008 fór fram fyrsta kristilega gifting samkynhneigðra á Íslandi fram í Melstaðarkirkju.

Meðalheimur Torfalækjarhreppi

  • HAH00559
  • Corporate body
  • [1300]

Meðalheimur er mikil jörð og liggur nær miðju sveitarinnar, má ætla að nafnið sé þar af dregið. Bærinn stendur vestan í Miðás og Meðalheimshólar eru þurrlendir, en annarsstaðar votlent. Meðalheimur á að landi Orrastaða og eru mörkin þar á milli Deildartjarnar og Torfavatns. Íbúðarhús byggt 1954, 399 m3. Fjós 1954 fyrir 26 gripi. Fjárhús yfir 250 fjár. Hlaða 650 m3. Votheysturn 80 m3. Tún 45,1 ha.

Másstaðir í Þingi

  • HAH00504
  • Corporate body
  • (1930)

Másstaðir / Márstaðir. Bærinn stendur vestur frá Nautaþúfu á Vatnsdalsfjalli, neðarlega í undirhlíðum þess sem ná þar ofan undir Flóð. Tún er ræktað á skriðu og ræktunarskilyrði erfið. Engjar eru í óshólmum Vatnsdalsár og stækka stöðugt af framburði árinnar, beitiland er til fjallsins. Másstaðir eru fornbýli frá söguöld, stórbýli til 1720 að skriðan féll, metin þá með hjáleigum 100 hdr. Kirkjustaður öldum saman uns kirkju tók af í snjóflóði 1811. Kristfjárjörð um tíma, komst í einkaeign 1926. Íbúðarhús byggt 1895 og 1928, Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 100 fjár. Hlöður 100 m3. Vothey 80 m3. Tún 8,8 ha. Veiðiréttur í Flóðið
Í eyði um 1975 en nýtt frá Hjallalandi.

Maríubær og Fögruvellir Blönduósi

  • HAH00121
  • Corporate body
  • 1892 -

Benediktshús 1892-1901. Guðmundarbær 1933. Máfaberg [Mágaberg].
Maríubær 1909 - Fögruvellir 1924 sitthvor bærinn á sömu torfu.

Marðarnúpur í Vatnsdal

  • HAH00052
  • Corporate body
  • (950)

Bærinn stendur við fjallsrætur á suðurbakka Gilár og ber nokkuð hátt, enda úsýni fagurt. Túninu sem er þurrt og harðlent, hallar mót suðvestri. Ræktunarskilyrði góð. Jörðin á talsvert land vestan Tunguár, hið besta ræktunarland. Þá átti jörðin land austur fyrir fjall fram af Svínadal og þar stóð Marðarnúpssel, en þar var búið fram undir 1925. Fjölfarinn varðaður reiðvegur var yfir fjallið áður fyrr. Melagerði, gamalt eyðibýli er syðst í Marðarnúpslandi rétt við Tunguárbrú. Héðan var Guðmundur Björnsson landlæknir. Íbúðarhús byggt 1931 og 1942, 406 m3. Fjós fyrir 24 gripi. Fjárhús yfir 550 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 1580 m3. Votheysgryfja 40 m3. Haughús 216 m3. Geymsla. Tún 44,5 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Tunguá.

Mangahús Blönduósi

  • HAH00122
  • Corporate body
  • 1943 -

Magnús keypti 4.4.1940 af Guðmundi Kolka „skúr þann er hann á í svonefndum Hnjúkaklaufum“ Þetta var lítið sumarhús sem Guðmundur hafði byggt þarna uppfrá.
Magnús endurbyggði húsið á lóð Bala og bjó þar. 1950 er honum talin 110 m2 lóð en 9.1.1943 er hús hans virt 4.85 x 3,25 m.

Mánavík á Skaga

  • HAH00253
  • Corporate body
  • 1835-1920

Ábúð Mánavík kemur ekki fyrir nema í einu manntali og það er frá árinu 1835, þar var þá tvíbýlt og fimm skráðir til heimilis. Mánavíkurkot var auk þess komið í eyði töluvert fyrir fyrsta manntalið árið 1703. Mánavík fór í eyði um 1920.

Mánafoss í Torfalækjarhreppi

  • HAH00453
  • Corporate body
  • 1955 -

Nýbýli úr fjórðahluta Sauðaness. Landið liggur fram í Sauðanesi milli Laxárvatns og Laxár á Ásum. Þar hefur eigandi tekið land undir skógrækt og girt það. Plantað hefur verið í það frá 1955 og flest ár all miklu. Skammt frá stíflunni við Laxárvatn er sumarhús byggt 1955 úr timbri 87 m3.
Þá hefur verið ræktað 5 ha tún sem ábúandi Sauðaness nytjar ásamt því landi, sem ekki hefur verið tekið undir skógræktar. Veiðiréttur í Laxá á Ásum og Laxárvatni.

Málfundafélag Nesjamanna (1905)

  • HAH 10120
  • Corporate body
  • 1905

Félagið var stofnað árið 1905 og höfðu frumkvæði að stofnun félagsins þeir Guðmundur Ólafsson kennari, er dvaldi einn vetur við kennslu á Nesjum og Benedikt Benediktsson seinna verslunarstjóri á Kálfshamarsvík. Þann 5. jan. 1913 samþykkti félagið tillögu formanns síns, B. B., að byggja fundarhús á Kálfshamarsnesi. 1 stjórn með Benedikt voru þá: Guðlaugur Eiríksson póstur og Sigurður Jónsson, bóndi, Ósi, síðar bóndi á Mánaskál. Þeir E. Hemmert verzlunarstjóri og Karl Berndsen kaupmaður, báðir á Skagaströnd, afhentu félaginu grunnlóð undir húsið endurgjaldslaust á landi, sem þeir áttu á Kálfshamarsnesi. Hófst stjórn félagsins þegar handa og réði yfirsmið að húsinu, Sigmund Benediktsson, nú bónda að Björgum. 1 september sama ár var húsið fullgert. Var það timburhús á hlöðnum grunni. Vígslufagnaður í Samkomuhúsi Nesjamanna var haldinn 19. sept. 1913. Næsta
vetur, 1913—14, var húsið lánað fyrir barnakennslu og mun barnaskólinn hafa verið þar síðan á hverjum vetri. Þetta litla félagsheimili Nesjamanna var hið fyrsta sinnar tegundar í AusturHúnavatnssýslu. Liðu meira en tveir áratugir, þar til tvö önnur æskulýðsfélög í héraðinu byggðu sín fundahús. Ber þetta framtak þeirra Nesjamanna fagurt vitni um framsýni, einhug og fórnarvilja. Samhliða bættum starfsskilyrðum fyrir félagið var barnaskólanum búinn góður samastaður. Fyrir tólf árum síðan var húsið endurbætt og stækkað verulega.
Málfundafélag Nesjamanna barðist fyrir ýmsum umbótamálum í byggðarlaginu, svo sem samgöngubótum og ræktunarframkvæmdum o. fl., sem til framfara horfði.
En hvað hamlaði því, að svona áhugaríkt og athafnasamt félag tæki þátt í heildarsamtökum æskulýðsfélaganna í héraðinu?
Einfaldlega mikil vegalengd og torsótt. Af félagssvæðinu til höfuðstöðva sambandsins á Blönduósi eru um 60 km, og leiðin ekki bílfær fyrr en á fimmta tugi aldarinnar.
Á síðari árum hafa þeir bræður Sigurður og Ólafur Pálssynir í Króksseli og Friðgeir Eiríksson bóndi, Sviðningi, skipað stjórn félagsins.
Friðgeir hefur verið í stjórninni yfir þrjátíu ár. Nú er félag Nesjamanna fámennt, því að byggðin þarna hefur eyðst mjög á síðari árum.

Málfundafélag Húnavatnssýslu (1905-1911)

  • HAH10090
  • Corporate body
  • 1905-1911

Málfundafélag Húnavatnssýslu var stofnað 28. janúar 1905. Virðist það þó hafa starfað skamma hríð því síðasta fundargerð félagsins er dagsett 7. maí 1907. Árið 1911 er Málfundafélagið Vísir starfandi í Bólstaðarhlíðarhreppi og er Hafsteinn Pétursson ritari í stjórn þess.

Mágaberg Blönduósi (1938) Blöndubyggð

  • Corporate body

Fögruvelli endurbyggðu Agnar Guðmundsson og Sigurgeir Magnússon mágur hans og kölluðu nýja húsið Mágaberg (Máfaberg). Húsið stóð autt í mörg ár og endaði lífdaga sína sem brunaæfing Slökkviliðsins sumarið 2014 og rifið í kjölfarið.

Ludvig Olsen ljósmyndastofa, Östergade 13 Kjöbenhavn

  • HAH06720
  • Corporate body
  • (1870)

Ludvig Olsen ljósmyndastofa, Östergade 13 Kjöbenhavn
gæti veri skyldur Laurits Olsen & Co Atelier Östergade 13 Kjöbenhavn. Authority record; Laurits Olsen & Co Atelier Östergade 13 Kjöbenhavn ...

Lómagnúpur

  • HAH00604
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Lómagnúpur er 767 m hátt fjall á Skeiðarársandi. Lómagnúpur er eitt hæsta standberg á Íslandi (671 m).

Eins og mörg fjallshlíð á svæðinni á milli Kirkjubæjarklausturs og Skeiðarársands, hefur núpurinn áður fyrr verið hornbjarg. Lengi hefur hann skagað fram í sjó og mótast af afli haföldunnar og landrisi. Fjörður mikill hefur í þann tíð gengið inn í landið, þar sem Skeiðarársandur er núna. Samt er nú langt síðan árnar á sandinum hafa fyllt upp þennan fjörð og raunar miklu meir en það - ekki síst í mörgum jökulhlaupum.
Lómagnúpur er úr móbergi, seti og grágrýti. Að meginhluta til er Lómagnúpur byggður upp af móbergi, tvær áberandi syrpur af kubbabergi og stuðludu basalti blasa þó við í hamrahlíðum fjallsins. Á jökulskeiðum ísaldar hefur móbergið myndast og jarðlögin í höfðanum í heild hlaðist upp á um einni milljón ára.
Tvö þekkt berghlaup hafa fallið úr honum, eitt af þeim á árinu 1789. Skriðan kom niður í jarðskjálfta í júli 1789. Hún fell úr 600 métra hæð niður á sandinn og nær fast að þjóðvegi, hún kallast Hlaup og verður því stórgrýttari sem nær dregur fjallinu.

Löðmundarvatn

  • HAH00377
  • Corporate body
  • (1950)

Löðmundarvatn er tæpur km2 að stærð á fallegum og gróðursælum stað, rétt austan Landmannahellis. Vatnið er í 590 metra hæð og nýtur skjóls af Löðmundi sem gnæfir yfir því í norðri. Ásarnir vestan og austan við vatnið leggja sitt að mörkum til að skýla veiðimönnum fyrir golu úr þeim áttum þannig að oft er veðursælt við vatnið. Akfært er að því að vestan, næstum alveg inn að Löðmundi.
Í vatninu er nær eingöngu bleikja, oft frekar smá en hefur verið að koma til hin síðari ár. Þessu vatni eins og öðrum á svæðinu hættir til að vera ofsetið bleikju og nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að grisja það með misjöfnum árangri. Reynt hefur verið að sleppa urriðaseiðum í það og fyrir kemur að einn og einn slíkur slæðist á land en urriðinn hefur átt afar erfitt í samkeppninni við bleikjuna. 2014 voru færðir til bókar 3 urriðar á móti 97 bleikjum. Vísast eru urriðarnir í vatninu stórir og stæðilegir, í það minnsta hef ég gengið fram á einn slíkan í flæðarmálinu sem væntanlega hefur ekki lifað af tilraun til sleppingar eða drepist úr ofáti.

Ljótshólar Svínavatnshreppi

  • HAH00519
  • Corporate body
  • [1300]

Ættarjörð. Þetta er fremsta býlið í vestanverðum Svínadal.. Árin 1968-1975 var ekki föst búseta á jörðinni, eigandinn var þar bara á sumrin. Íbúðarhús byggt 1954, 316 m3. Fjós fyrir 5 gripi. Fjárhús yfir 200 fjár og gömul torfhús yfir 100 fjár og 10 hross. Hlaða 395 m3. Geymsluhús bogaskemma 60 m2. Tún 15,8 ha. Veiðiréttur í Svínadalsá.

Litlidalur Svínavatnshreppi

  • HAH00530
  • Corporate body
  • [1300]

Jörðin fór í eyði 1963. Hún var notagóð og vel setin jörð áður fyrr. Landið er að mestu graslendi, ræktarland mikið og gott. Jörðin var bændaeign 1907, en áður var hún kirkjujötð frá Auðkúlu. Ekkjur Auðkúluklerka höfðu forgangsrétt til ábúðar þar og notuðu sér það oft. Íbúðarhús byggt 1935, illafarið og óíbúðarhæft. Fjós fyrir 20 gripi en hefur verið breytt í fjárhús fyrir 120 fjár. Fjárhús yfir 250 fjár. Hlöður 714 m3. Tún 24 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.
Eigendur 1975;
Guðmundur Björnsson 29. apríl 1950. Var í Ytri Löngumýri, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. K : Mette Haarstad.
Sigvaldi Sigurjónsson 19. júní 1930. Var á Rútsstöðum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957.

Litla-Giljá í Þingi

  • HAH00503
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn stendur undir brattri brekku vestan þjóðvegar, skammt suður frá Giljánni. Vestur frá bænum var áður engið, mest votlendi, en nú nálega allt orðið að túni. Til austurs með ánni er beitilandið, það er að stofni til melöldur meða flóasundum og móum á milli og hvammar að ánni, nokkuð ræst síðustu árin. Jörðin hefir lengi verið bænsaeign, þar hefur jafnan verið töluverð garðrækt. Íbúðarhús byggt 1952, 539 m3. Fjós fyrir 18 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hesthús yfir 9 hross. Hlöður 1100 m3. Gömul fjárhús. Geymsla.Tún 42,3 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Giljá.

Litla-Fell á Skagaströnd

  • HAH00325
  • Corporate body
  • (1950)

Litla-Fell er byggt að 1/3 úr landi Spákonufells. Býlið er syðstí landi þess, norðan Hrafnár. Framundir 1975 var þar gamalt timburhús. Nýja íbúðarhúsið er 178 m3, gripahús úr timbri. Tún 3 ha.

Litla Búrfell Svínavatnshreppi

  • HAH00529
  • Corporate body
  • [1300]

Litla-Búrfell er frekar lítil jörð, en notagóð bæði hvað varðar ræktar- og beitarland. Örstutt er þaðan að Stóra-Búrfelli. Ábúandaskipti voru alltíð fram að 1942. Íbúðarhús byggt 195, 321 m3. Fjós fyrir 10 gripi byggt 1956 úr asbesti á trégrind. Fjárhús yfir 130 fjár, gömul torfhús. Hesthús yfir 12 hross, torf og grjót. Votheysturn 40 m3. Tún 12,7 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.

Lionsklúbbur Skagastrandar (1960)

  • HAH1081
  • Corporate body
  • 1960

Lionsklúbbur Höfðakaupstaðar nú Skagaströnd var stofnaður 1960.
Fyrsti formaður var Páll Jónsson fyrrv. skólastjóri. Hefur klúbburinn starfað að ýmsum menningarmálum til gagns og heilla byggðinni. Hann hefur fengið jólatré frá Noregi á hverju ári og gefið skólanum sjónprófunartæki.

Lionsklúbbur Blönduóss (1959-)

  • HAH10015
  • Corporate body
  • (1959-)

Lionsklúbbur Blönduóss var stofnaður 3. maí 1959 Stofnfélagar voru 11 menn.
Fyrsta stjórn klúbbsins skipuðu:
Hermann Þórarinsson, formaður
Haraldur Jónsson, ritari
Ólafur Sverrisson, gjaldkeri
Stofnendur urðu 21
Laugardaginn 10. október 1959 var svokallaður stofnskrárfundur klúbbsins. Í fundagerð segir orðrétt ,,Var þá slegið upp veislu mikilli á Hótelinu og kom margt gesta, flutt voru mörg ávörp og gjafir færðar klúbbnum, svo sem fánaborg, fundarhamar, fundarbjalla og gestabók. Síðan var farið út í Samkomuhús. Þar söng Árni Jónsson tenórsöngvari við undirleik Frits Weisshappels og Guðmundur Frímann las frumsamin ljóð, hvort tveggja við góðar undirtektir áheyrenda. Síðan var dansað af miklu fjöri fram eftir nóttu.“
Starfsemi Lionsklúbbs Blönduóss má skipta í fjóra þætti. Fyrst má telja regluleg funda- og nefndastörf. Í annan stað eru fjölþætt verkefni sem klúbburinn vinnur að á ári hverju ásamt nokkrum föstum verkefnum frá ári til árs. Þriðji þátturinn er fjáröflun til verkefnanna. Og sá fjórði er þátttaka í sameiginlegu starfi lionsumdæmisins á Íslandi, árlegum þingum þess og alþjóðlegri starfsemi lionshreyfingarinnar.
Helstu verkefni klúbbsins hafa verið:
• Gróðursetning trjáplantna í Hrútey 1960
• Veittur styrkur til byggingar sundlaugar.
• Hringsjá eða útsýnisskífa teiknuð af Jóni Víðis, sett upp á Háubrekku 1963
• Héraðshælið, kaup á ýmsum lækninga- og rannsóknatæki. Einnig sjónvörp og hljómflutningstæki.
• Sjúklingar styrktir til utanlandsferða vegna lækninga, en þá tóku tryggingar lítinn þátt í slíkum kostnaði. Stofnaður var styrktarsjóður til þessa 1967
• Tæki og vinnuaðstaða í kjallara Hnitbjarga að upphæð 2.5 milljónir, fyrir vistmenn 1979
• Gefinn vélsleði ásamt labb-rabb tæki til Hjálparsveitar Skáta.
• Kirkjan skreytt fyrir jólin, henni færðir kertastjakar úr silfri og máluð að utan,
• Félagsheimilið stutt í kaupum á konsertflygli, standsett fundarherbergi og húsið málað að utan.
• Á 100 ára afmæli Blönduóss, færði klúbburinn hreppnum málverk eftir Sveinbjörn Blöndal, málað af kauptúninu í tilefni þessara tímamóta.
• Dagheimilið fékk 1 milljón til leiktækjakaupa, þegar það var tekið í notkun.
• Ungmennafélagið á Blönduósi og Ungmennasamband Austur Húnvetninga hafa hlotið fjárupphæðir til styrktar íþrótta- og félagsstarfsemi.
• Þá hafa Lionsmenn sett upp hreppamerki um alla sýsluna, en sjálf merkin voru greidd af hreppunum.
• Í tilefni 25 ára afmælis klúbbsins hafa grunnskóli Blönduóss og á Húnavöllum fengið vonduð myndbandstæki og myndatökutæki.
• Árlegur viðburður að fara eins dags skemmtiferð á hverju sumri með vistmenn ellideildar Héraðshælisins og fleira aldrað fólk.
• Fjárlög til framangreindra verkefna og annarra smærri hefur klúbburinn aflað með ýmsum hætti.
Helst er að nefna:
• Árlega ljósaperusölu, blómasölu, stundum fisksölu, jólakortasölu ofl.
• Einnig hefur rækjuveiði og vinnsla gefið drýgstar tekjur frá árinu 1976
• Það hefur byggst á velvild og skilningi eigenda Rækjuvinnslunnar Særúnar og rækjubátanna og áhafna þeirra að þessi fjáröflunarleið hefur verið möguleg. (Húnavaka 1985, bls. 191-196)

Lindarbrekka gata

  • Corporate body

Stígur fyrir neðan sýslumannsbrekkuna á Blönduósi

Lindarbrekka Blönduósi

  • HAH00117
  • Corporate body
  • 1918 -

Byggt 1918 af Zophoníasi Hjálmssyni. Hann hafði þá selt Jóni Kristóferssyni steinhúsið. Stefán Þorkelsson kaupir húsið 19.2.1923, en þá er Zophonías að byggja sér hús enn einu sinni, nú við Ásgeirshús.
Stefán bjó í húsi sínu til æviloka 1957 og ekkja hans eftir það til 1962.
Engihlíðarsystur Jakobína og Elísabet Guðmundsdætur bjuggu í Lindarbrekku frá 1964. Jakobína dó 1980 en Elísabet var eitthvað lengur þar.
Húsið var rifið 199X

Leysingjastaðir í Þingi

  • HAH00260
  • Corporate body
  • (1000)

Leysingjastaðir I er fornbýli ef dæma má út frá nafninu. Bærinn stendur vestan við örlágan ás sem Hagavegur liggur eftir, stutt frá Hópinu. Tún austur, norður og vestur frá bæ, engjar austan Vatnsdalsár. Beitiland er norður og austur frá túni nálega allt graslendi. Áður mest mýrar, nú svo til allt framræst, ræktunarskilyrði mjög góð. Jörðin hefur lengi verið bændaeign. Sem stendur að mestu nýtt frá Leysingjastöðum II. Íbúðarhúsbyggt 1947 464 m3. Fjós fyrir 24 gripi með mjólkurhúsi og haughúsi. Fjárhús yfir 260 fjár. Hesthús fyrir 10 hross. Hlöður 700 m3. Vothey 85 m3. Geymsla 95 m3. Tún 33 ha. Veiðiréttur í hópinu og Vatnsdalsá.

Leysingjastaðir II. Jörðin er byggð út úr landi Leysingjastaða af Jónasi og Ingibjörgu. Bærinn stendur við sama hlað og Leysingjastaðir. Tún austur, vestur og suður frá bænum. Engjar austan Vatnsdalsár, nú að nokkru ræktaðar. Beitiland suður og austur frá túni að mestu framræst.
Íbúðarhúsbyggt 1965 330 m3. Hlaða 1600m3 að nokkru notað sem fjárhús. Tún 34,3 ha. Veiðiréttur í hópinu og Vatnsdalsá.

Leikfélagið á Skagaströnd

  • HAH00200
  • Corporate body
  • 1895-

Leikstarfsemi hefur í langan tíma verið töluverð á Skagaströnd og koma þar margir við sögu. Að því er best er vitað var fyrsta leikritið sett upp í kauptúninu árið 1895. Leikfélag Höfðakaupstaðar var stofnað 1945 og Leikklúbbur Skagastrandar 1975. Fjöldi leikrita lifnuðu við á fjölum þeirra sex húsa sem gegnt hafa hlutverki leikhúss. Sögurnar úr starfinu eru margar og einnig er til fjöldi skemmtilegra mynda. Hér er lögð áhersla á að varðveita söguna, nöfn og myndir af þeim sem þátt tóku í stórmerkilegu menningarstarfi.

Leikfélagið á Blönduósi (1944)

  • HAH00118
  • Corporate body
  • 1944-

Fyrsta leiksýning hér á Blönduósi svo vitað sé, var á höndum Leikfimifélags Blönduóss. Fyrsta verkefni félagsins var Kómedía í nóvember 1897 og í mars 1898 var sýnt leikritið Tímaleysinginn. Hlé varð á leikstarfsemi frá um það bil árinu 1906 til 1923. Um 1926 - 1927 var stofnað leikfélag sem starfaði til ársins 1930. Eftir það var það Ungmennafélagið Hvöt (stofnað 1924) sem hélt lífínu í leiklistinni og sýndi á hverjum vetri til ársins 1942. Það var svo þann 30. október 1944 að nokkrir félagar úr Umf. Hvöt stofnuðu Leikfélag Blönduóss. Eftir því sem heimildir herma voru stofnfélagarnir eftirtaldir: Tómas R. Jónsson, Jakobína Pálmadóttir, Bjarni Einarsson, Kristín Tómasdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Þórður Pálsson, Sverrir Kristófersson, Helgi B. Helgason, Stefán Þorkelsson, Jón Jónsson og Konráð Diomedesson.
Fyrsta verkefni þessa nýja Leikfélags var Ævintýri á gönguför [Aths Ráðskona Bakkabræðra skv Húnavöku 1985, var tilefni stofnunar félagsins.] og síðan hefur leiklistarstarf haldist gangandi nær óslitið fram til dagsins í dag. Til gamans má geta þess að fyrsta Húnavakan var haldin hér árið 1948 og var þá sýnt leikritið Maður og kona. Þetta sama leikrit var svo sett upp 16 árum síðar sem fyrsta verk í nýju og glæsilegu félagsheimili.
Formenn leikfélagsins frá upphafi hafa verið sem hér segir: Tómas R. Jónsson, Bjarni Einarsson, Skúli Pálsson, Jóhanna Ágústsdóttir, Sigurður H. Þorsteinsson, Sveinn Kjartansson, Benedikt Blöndal Lárusson, Njáll Þórðarson, Jón Ingi Einarsson og Guðmundur Karl Ellertsson.

Arið 1994 var merkisár í sögu Leikfélags Blönduóss því félagið varð 50 ára. Af því tilefni var ákveðið að setja upp íslenskt leikrit og varð Atómstöðin eftir Halldór Laxness fyrir valinu. Leikstjóri var Inga Bjarnason. Nokkuð erfítt reyndist að skipa í öll hlutverk en það hafðist þó á endanum eins og svo oft áður. Mörg ný andlit sáust í fyrsta skipti á fjölum Félagsheimilins og má með sanni segja að allir hafi staðið sig með prýði, jafnt ungir sem aldnir. Enda fékk sýningin fádæma góðar viðtökur á frumsýningu sem og á öðrum sýningum. Eins og oft áður reyndist aðsókn ekki nógu góð og ef áfram heldur sem horfir gæti léleg aðsókn á sýningar reynst banabiti Leikfélagsins. En við skulum nú vona að svo fari ekki og fólk fari að sjá sóma sinn í því að sækja skemmtanir í heimabyggð í staðinn fyrir að leita alltaf að einhverju betra annars staðar. En nóg um það, ætlunin var að fara stuttlega yfir sögu leiklistar á Blönduósi, úr nógu er að moða.

Leifur heppni Eiríksson (um965) landafundamaður

  • Corporate body
  • (960)

LEIFUR heppni stendur traustum fótum á Skólavörðuholtinu. Stöpullinn undir styttunni, sem er úr graníti, er settur saman af 18 steinbjörgum, og er heildarþyngd stöpulsins hátt í fimmtíu tonn. Sjálf myndin af Leifi vegur hins vegar um eitt tonn.

Styttan og stöpullinn mynda saman eina órofa heild. Stöpullinn er hugsaður sem skipsstafn og þykir hann ekki síður merkilegur frá listrænu sjónarmiði en styttan sjálf.

Gjöf Bandaríkjamanna

Bandaríkjamenn gáfu Íslendingum styttuna í tilefni Alþingishátíðarinnar 1930. Árið 1929 var haldin samkeppni í Bandaríkjunum um gerð styttu af Leifi heppna til að gefa Íslendingum. Samkeppnina vann bandaríski listamaðurinn Alexander Stirling Calder og hann mun hafa gert bæði styttuna og stöpulinn.

Árið 1931 kom stöpullinn til landsins. Eins og fyrr segir er stöpullinn settur saman úr 18 einingum og vegur hver um sig nokkur tonn.

Bandaríkjamenn höfðu af því nokkrar áhyggjur að í Reykjavík fyndist ekki nógu sterkt farartæki til að flytja verkið frá höfninni uppá Skólavörðuholt. Á þessum tíma fannst þó einn vörubíll í bænum sem talinn var nógu sterkbyggður í verkefnið. Hann dugði þó ekki til. Því var brugðið á það ráð að fá Tryggva Magnússon, glímukappa, til að hjálpa bílnum síðasta spölinn, a.m.k. þegar þyngstu björgin voru flutt.

Það var svo 17. júlí 1932 sem Coleman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi afhenti þáverandi forsætisráðherra, Ásgeiri Ásgeirssyni, styttuna að gjöf. Og síðan þá hefur Leifur staðið óhreyfður á Skólavörðuholtinu.

Engin teikning til

Engin teikning hefur fundist af stöplinum og það er því ýmsum vandkvæðum bundið að taka styttuna niður og ekki síður að koma henni fyrir á ný. En þótt ekki hafi verið lagt í að hreyfa styttuna hefur verið töluverður ágangur við hana. Bandaríkjamönnum mun hafa blöskrað svo mjög umgengnin við styttuna fyrstu árin að brugðið var á það ráð að setja vörð um styttuna. Var sá styttuvörðurinn starfandi fram undir stríð. Mun Leifur heppni vera eina styttan í borginni sem sérstakur vörður var staðinn um.

Annar Leifur á Rhode Island

Þegar heimsýningin var haldin í New York 1939 óskuðu Íslendingar eftir að fá að gera eftirmynd af Leifi heppna til að hafa á sýningunni. Fékk íslenska nefndin leyfi til að nota gifsmótin af upphaflegu styttunni, sem þá voru geymd á Smithsonian Institution í New York, til að gera nákvæma eftirmynd.

Eftir sýninguna þurfti hins vegar að finna nýju styttunni framtíðarstað. Voru hugmyndir á lofti um að koma henni fyrir í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Henni mun þó hafa verið fundinn staður í hafnarborginni Rohde Island. Þar stendur styttan nálægt sjó og horfir Leifur til hafs.

Leifsstaðir í Svartárdal

  • HAH00169
  • Corporate body
  • [1300]

Leifsstaðir I. Bærinn er helmingur tvíbýlishúsa á móti Leifsstöðum II. Tún býlanna er að mestu vallendisræktun og nær sunnan frá brúninni á Svartá gegnt Steiná og samfellt norðan Leifsstaðaklifs allt til merkja við Bergsstaði. Jörðin er flálendi gott á Svartárdalsfjalli. Íbúðarhús byggt 1945 237 m3. Fjós yfir 6 gripi. Fjárhús fyrir 100 fjár. Hesthús yfir 7 hross. Hlöður 320 m3. Tún 14 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Leifsstaðir II. Bærinn stendur við þjóðveginn, sem liggur á bakka Svartár. Beint á móti vestan ár er eyðibýlið Steinárgerði, nytjað af eigendum beggja jarðanna. Er þar tún og fjárhús og göngubrú á Svartá. Túnið er bæði á eyri gegnt Leifsstöðum og á stalli ofar í brekkunum. Flálendi er á hálsinum ofan brúna. Á leifsstöðum er landi óskipt milli býlanna. Íbúðarhús byggt 1945 237 m3. Fjós yfir 6 gripi. Fjárhús fyrir 220 fjár. Hesthús yfir 14 hross. Hlöður 520 m3. Tún 18 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Leggjabrjótur á Kili

  • HAH00997
  • Corporate body
  • 874-

Milli Sólkötlu og Hrútafells er breiður dalur, sem Leggjabrjótur (443-586 mys] heitir. Er hann þakinn helluhraunum frá Sólkötlu. Fyrir botni dalsins er allhár hnjúkur uppi í jöklinum. Virðist hann vera leifar af eldfjalli. Beggja vegna við hnjúkinn ganga fram skriðjöklar. Annar nær suður að Sólkötlu, en hinn norður að fellum þeim, sem ganga frá Hrútafelli upp í Langjökul.
Suður af Leggjabrjót er Karlsdráttur (111); er hann vogur, sem gengur út úr Hvítárvatni.

Laxholt á Ásum

  • HAH00701
  • Corporate body
  • 1973 -

Nýbýli byggt úr landi Efra-Holts sunnan Laxár í svokölluðu Holtsnesi. Landið er um 120 ha. og nær allt graslendi og liggur beggja vegna Laxár. Eigandi er Jón Ísberg sýslumaður á Blönduósi og nytjar hann býlið. Ekki er föst búseta þar, en fjárhúsin notuð að vetrinum. Íbúðarhús byggt 1973, 99 m3. Fjárhús yfir 40 fjár. Hlöður 553 m3. Geymsla 75 m3. Tún 9,8 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum

Laxfossar í Norðurá í Borgarfirði

  • HAH00987
  • Corporate body
  • 874-

Laxfoss er foss í Norðurá í Borgarbyggð. Hann er 2,5 km sunnan við fossinn Glanna.
Þrír fossar eru helstir í Norðurá eins og áður er sagt, Laxfoss, Glanni og Krókfoss, hver öðrum fallegri. Af þeim er Laxfoss líklegast sá þekktasti, og hjálpar þar kannski til nafnið á einu sögufrægasta farþegaskipi Íslendinga frá fyrri tíð.

Laxfoss skip TFVA

  • HAH00014
  • Corporate body
  • 1935 - 10.1.1944

M. s. Laxfoss. TFVA.
Flóabáturinn Laxfoss var smíðaður hjá Aalborg Maskin & Skibsbyggeri A/S í Álaborg í Danmörku árið 1935 fyrir h/f Skallagrím í Borgarnesi. 280 brl. 720 ha. Mias díesel vél. Laxfoss var í póst, vöru og farþegaflutningum milli Reykjavíkur og Borgarness en fór eina ferð á mánuði til Breiðafjarðar að vetri til og á árunum 1941-42 fór hann eina ferð á viku til Vestmannaeyja á vetrum. Skipið strandaði á skerjum við Örfirisey, 10 janúar árið 1944. 13 manna áhöfn og 78 farþegar björguðust flestir á innrásarpramma til lands. Skipið stórskemmdist en náðist þó út og var endurbyggt og lengt, mældist þá 312 brl. Ný vél (1945) 730 ha. British Polar díesel vél. 19 janúar árið 1952 strandaði skipið aftur, nú við Kjalarnestanga. Björgunarsveit SVFÍ á Kjalarnesi bjargaði öllum sem um borð voru á land. Skipið náðist út en ekki þótti svara kostnaði að gera við það.

Í fyrrinótt renndi hið nýja skip Borgfirðinga, Laxfoss í fyrsta sinn að bryggju hér í Reykjavík. Þótt þetta væri að aflíðandi miðnætti, beið fjöldi manna á hafnarbakkanum að taka á móti skipinu, síðan má heita að hafi verið óslitinn straumur fólks til að skoða skipið, þegar það hefir legið við hafnarbakkann. Í gær bauð stjórn h.f. Skallagrímur blaðamönnum, borgarstjóra, ráðherra og allmörgum öðrum til miðdegisverðar í Laxfossi og var þá siglt inn á Kollafjörð og notið þar rausnarlegra veitinga í góðum og glöðum félagsskap. Magnús Jónsson, formaður stjórnar h.f. Skallagrímur, (aðrir í stjórn eru Hervald Björnsson skólastjóri og Davíð á Arnbjargarlæk), bauð gesti velkomna með ræðu, en Bjarni Ásgeirsson alþ.m. hafði orð fyrir gestunum, þakkaði boðið og bað alla að árna Laxfossi allra heilla sem allir viðstaddir gerðu með ferföldu húrrahrópi. Skipið er 125 fet á lengd, 22 fet á breidd og 13 fet á dýpt, 278 smál. brúttó og 144 smál. nettó. Burðarmagn þess er 300 smálestir og ristir skipið þá 12 fet, en með 125 smálesta farmi sem er mesta hleðsla sem ætlast er til að skipið hafi milli Reykjavíkur og Borgarness, ristir skipið 9 fet. Á skipinu er fyrsta farrými í tveim skálum, tvö einkaherbergi og einn sjúkraklefi. Á fyrsta farrými eru 33 hvílur og sæti fyrir 60 manns. Á skemmtiþilfari yfir 1. farrými er sæti fyrir 30 manns undir beru lofti. Þar fyrir framan er stjórnpallur með kortaklefa annarsvegar og talstöð hinsvegar.

Á neðra þilfari eru sæti fyrir 30 manns og aðrir 30 geta setið í göngunum. Fjórir snyrtiklefar eru til afnota fyrir farþega og einn fyrir skipverja. Fyrir framan fyrsta farrými er lestarrúm fyrir vörur og gripi og er þar á milli þilfar. Að aftan eru lestarrúm, að neðan fyrir vörur en að ofan fyrir vörur og farþega ef með þarf. Á framþilfari er rúm fyrir 4 bíla og fyrir einn bíl á afturþilfari. Skipið er smíðað í Álaborg hjá Aalborg Maskin & Skibsbyggeri og er smíðað samkvæm reglum flokkunarfélags Lloyds og er fylgt stranglega þeim reglum, sem gilda um skip, sem eru í förum um Atlantzhaf. Í skipinu eru 26 smál. botntankar og 25 smál. olíutankar. Skipið hefir 720 ha. Dieselvél 30 ha. fyrir vöru og akkersvindur og skríður 12 mílur. Enn fremur er í skipinu önnur vél Loks er 8 ha. ljósavél. Allar vélar skipsins eru af nýjustu gerð, smíðaðar hjá Möller & Jorkumsen í Horsens. Dælur allar eru knúnar með rafmagni. Skipið er útbúið nýjustu tegund straumlínustýris. Í eldhúsi er nýtízku AGAvél og skipið hefir miðstöðvarhitun. Skipið kostaðl 290 þús. kr. Allar frumteikningar, útboðslýsingar og samninga gerði Gísli Jónsson umsjónarmaður, fyrir hlutafélagið Skallagrím í Borgarnesi og hefir hann ráðið öllu um fyrirkomulag skipsins í samráði við eigendur þess.

Laxasetur Íslands (2011)

  • HAH10037
  • Corporate body
  • 2011

Laxasetur Íslands var opnað í júní árið 2012 en sýningunni þar er skipt í þrjú meginþemu: líffræði, þjóðfræði og veiðar.
Hugmynd að stofnun setursins kom fyrst upp árið 2008 þegar Alva Kristín Kristínardóttir vann að viðskiptaáætlun og fékk til þess styrk frá Atvinnumálum kvenna og Vaxtasamningi Norðurlands Vestra. Verkefnið fór þó ekki í vinnslu fyrr en árið 2011 þegar hvatamennirnir Valgarður Hilmarsson og Jón Aðalsteinn Snæbjörnsson tóku upp þráðinn. Þeir fóru og fengu til liðs við sig menningarmiðlarana Kristínu Arnþórsdóttur og Þuríði Helgu Jónsdóttur sem unnu tillögur að sýningum fyrir setrið. Einnig leituðu þeir eftir stuðningi frá veiðifélögum, laxveiðiáa og stofnunum tengdum starfseminni og í framhaldi af því sóttu þeir um styrki.
Þann 23. júní 2011 var stofnfundur Laxasetursins haldin þar sem 21 aðili, einstaklingar og fyrirtæki, skráðu sig fyrir hlutum í félaginu. Einnig var kosin stjórn fyrir félagið. Árið 2015 tilkynnti félagið að hætt yrði rekstri sýningar á Blönduósi þar sem fjármögnun hefði ekki gengið sem skyldi.

Laxárvatnsvirkjun

  • HAH00374
  • Corporate body
  • 1953 -

Laxárvatnsvirkjun er vatnsaflsvirkjun sem var stofnuð árið 1953 og afl hennar er 480 kw. Eigandi virkjunarinnar er Rafmagnsveitur ríkisins.
Laxárvatn er 16.4 km á lengd, Laxá á Ásum rennur úr því.

Laxárgil á Refasveit

  • HAH00411
  • Corporate body
  • (1930)

Laxá í Refasveit er dragá í Austur-Húnavatnssýslu. Hún á upptök á Laxárdal fremri, löngum, grösugum dal sem liggur samhliða Langadal, austan Langadalsfjalls. Þar voru áður um tuttugu bæir en nú er dalurinn nær allur kominn í eyði.
Við Skrapatungurétt rennur Norðurá í Laxá ofan úr Norðurárdal og þar sveigir Laxá til vesturs og rennur út í Húnaflóa í Laxárvík í Refasveit. Vegurinn yfir Þverárfjall til Sauðárkróks liggur meðfram Laxá að ármótunum en síðan með Norðurá. Neðan við þjóðveginn sem liggur út á Skagaströnd rennur Laxá í gljúfri og þar var áður brú þar sem þrengst er. Heitir það Ámundahlaup. Þar er nú laxastigi.
Wikipedia

Laxá er dragá að uppruna og er vatnasvið hennar um 167km2. Medalrennsli er 4-6 m/s. (Sigurj6n Rist 1969). Laxá er um 22km. að lengd en þverá hennar Nordurá er 13 km að lengd.
Áin er fiskgeng að fossi um 1,5km frá ósi. Annar foss er um, 0, 5 km ofar Nýir laxastigar hafa verið reistir i stað eldri stiga sem reyndust ekki koma að tilætluðum notum. Var framkvæmdum við þessa nýju fiskvegi að fullu lokið siðla sumars 1982.
Ekki er ástæda til annars að ætla en að stigar þessir komi að tilætluðum notum og má þvi segja að áin sé nú öll fiskgeng.

Svæði sem til hafa að bera góð uppeldisskilyrði eru fyrir neðan fossa (um 3ha.) en ofar fossa má ætla svæði séu um 2Oha. gróflega áætlað. Um staðsetningu
Þar sem mjög fáir laxar fóru upp gömlu stigana nýttust uppeldissvæðin ofan fossa lítið. Þvi hefur sumaröldum seiðum verið dreift í ánna frá árinu 1975. Árið 1981 var sleppt 30.000 sumaröldum seiðum og 1982 var sleppt 20.000 seiðum. Í ár var aðeins sleppt, gönguseiðum á vegum Veiðimálastofnunarinnar var ástand seiða og áranqur seiðasleppinga athugaður dagana 17-19 júlí 1983.

Laxárdalur fremri

  • HAH00694
  • Corporate body
  • 874 -

Laxárdalur er dalur í Austur-Húnavatnssýslu sem oft er kallaður Laxárdalur fremri til aðgreiningar frá Laxárdal í Skagafjarðarsýslu, sem er handan við fjallgarðinn milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslu og er stundum kallaður Laxárdalur ytri.
Laxárdalur fremri liggur samsíða Langadal, frá Refasveit og næstum fram að Bólstaðarhlíð og Vatnsskarði. Þar var áður allmikil byggð, um tuttugu bæir, en nú er aðeins einn eftir í byggð. Dalurinn er grösugur og nokkuð búsældarlegur en mjög snjóþungur.

Norður eftir dalnum rennur Laxá á Laxárdal, sem kallast Laxá á Refasveit eftir að hún kemur fram úr dalnum og sameinast Norðurá. Vatnaskil eru nokkuð sunnan við miðjan dal, á móts við Litla-Vatnsskarð og rennur Auðólfsstaðaá þaðan til suðurs og síðan til vesturs um Auðólfsstaðaskarð í Blöndu.

Laxárbrúin á Refasveit

  • HAH00368
  • Corporate body
  • 1928 -

Laxárbrú.
Endurbyggingu hennar var lokið 1974.
Elsta brúin á Laxá, var á hlaupinu fyrir ofan gljúfrin í Laxá. Miðbrúin var ofar fyrir sunnan Syðra-Hól, var byggð 1928 og var 24 m löng, en hæð frá brúargólfi niður á botn 16 metrar. Kostaði hún 13 þúsund og 200 kr. Var mynd af henni í hinu svonefnda riti ríkisstjórnarinnar, „Verkin tala". Erfitt hefur oft verið beggja vegna við þessa brú. Hliðarhalli að sunnan, en var lagaður. Að norðan var snjóþung brekka og snjósækin og svellrunninn vegurinn því uppspretta virtist vera í jarðveginum. Auk þess var brúin brostin og verið sett á hana timburgólf ofan á steingólfið. Hin nýja brú er nokkru ofar, lengri og hærri en sú eldri og mikil uppfylling beggja megin brúarsproða svo lárétt er að aka að og frá brúnni

Laxabrekka í Torfalækjarhreppi

  • HAH00699
  • Corporate body
  • 1965 -

Nýbýli stofnað við skiptingu Sauðaness í fjóra hluta. Lítið timburhús byggt 1965 77 m3, notað sem sumarhús. Stendur það nokkru ofar en bærinn Röðull. Veiðiréttur í Laxá á Ásum og Laxárvatni. Landi er nytjað af Hauki á Röðli.

Laxá í Refasveit (Ytri Laxá)

  • HAH00368
  • Corporate body
  • 874 -

Á skaganum milli Skagafjarðar og Húnaflóa eru 3 ár, er allar heita Laxá: Laxá í Laxárdal ytri, Laxá í Nesjum og Laxá í Laxárdal fremri [Ytri-Laxá / Laxá í Refasveit]. Þær eru allar smáar, einkum Laxá í Nesjum.
Laxá á Refasveit á upptök sín í Kattaraugum sem er uppspretta á milli Refsstaða og Litla-Vatnsskarðs á Laxárdal fram. Hún rennur þaðan eftir endilöngum Laxárdal, fyrir mynni Norðurárdals, og á mörkum Refasveitar og Skagastrandar til sjávar milli Höskuldsstaða og Neðri-Lækjardals í Ósvík og hefur um tíma verið samósa Blöndu í upphafi áður en en vatnið sprengdi haftið við Breiðavað og myndaði nýjan farveg. Þá hefur árfarvegurinn legið um vötnin og í Ósvík og sjást þar merki ósa hennar þegar miklu gili sleppir. Hylir í ánni niður við ósa eru; Kistan og Hjónahylur / Bríkarhylur
“Sýsluvegur Engihlíðarlirepps liggur frá brúnni á Blöndu út Refasveitina, hjá Grund, Blöndubakka, Bakkakoti, fyrir vestan Svangrund, út hjá Sölvabakka, fyrir utan Langavatn, út hjá Neðri-Lækjardal og að brúnni á Ytri-Laxá.” [1913].
Brú á Ytri Laxá við Skrapatungu var byggð 1955.

Laxá í Kjós

  • Corporate body
  • 874 -

Laxá í Kjós er ein af þekktustu og gjöfulustu laxveiðiám Íslands. Hún á upptök sín í Stíflisdalsvatni, 178 m. yfir sjó, og rennur þaðan niður Kjósina um 20 km. veg, til sjávar í Laxárvogi. Laxgeng er hún að Þórufossi, skammt neðan Stíflisdalsvatns. Rúmlega 1 km. frá sjó fellur þveráin Bugða í Laxána frá suðri. Hún kemur úr Meðalfellsvatni og gengur lax upp í það í nokkrum mæli. Heildar vatnasvið Laxár er rétt tæpir 300 ferkm. Umhverfi árinnar er bæði fjölbreytt og fagurt. Eins er áin sjálf mjög breytileg ásýndum, rennur ýmist með stríðum straumi í djúpum gljúfrum eða liðast um grasigróið sléttlendi, lygn og rólyndisleg. Nokkuð er um fallega fossa. Gott aðgengi er að svo til öllum veiðistöðum, en þeir eru taldir vera yfir 90.
Meðalveiði í Laxánni árin 1974 til 2008 er 1269 laxar, mest 3422 árið 1988 en minnst 629 árið 1996. Auk laxins er oft nokkur sjóbirtingsveiði í ánni neðanverðri og er hún helst stunduð á vorin fyrir laxveiðitímann.

Laxaklak á Íslandi var reynt í Laxá árið 1884. Frumkvæði að þeirri tilraun átti Þorkell Bjarnason prestur á Reynivöllum en hann fékk hingað norræna fiskifræðinga og var kössum sem vatn gat runnið í gegnum komið fyrir í Laxá og í kassana settar 13 hrygnur og 18 hængar.

Laxá í Aðaldal

  • HAH00926
  • Corporate body
  • 874 -

Laxá í Aðaldal er klárlega ein þekktasta laxveiðiá landsins. Laxá skiptist í nokkur svæði en þekktasta svæðið, það vinsælasta og líklega það besta, hefur verið nefnd Nesveiðar einu nafni. Á hverju sumri veiðist fjöldinn allur af stórlöxum á svæðinu, löxum um og yfir 20 pundin. Síðasta sumar, sumarið 2013, veiddust 2 stærstu laxar ársins hér á landi, á Nessvæðinu. Veitt er á 8 stangir á svæðinu og leyfilegt agn er fluga.

Aðaldalurinn og umhverfið þar í kring, er eitt fallegast svæði landsins og er óhætt að fullyrða að upplifi veiðimaður það að glíma við stórlax í Laxá í Aðaldal, þá verður það upplifun sem aldrei mun gleymast.

Laurits Olsen & Co Atelier ljósmyndastofa Östergade 13 Kjöbenhavn

  • HAH07075
  • Corporate body
  • 10.8.1872 - 9.5.1955

Ljósmyndari þar á einhverjum tíma Lauritz Olsen (10.8.1872 - 9.5.1955), leikari, kvikmyndaframleiðandi og bókbindari, gæti verið skyldmenni.
Laurits Olsen & Co Atelier Östergade 13 Kjöbenhavn. Authority record; Laurits Olsen & Co Atelier Östergade 13 Kjöbenhavn ...
Gæti verið bróðir Ludwig Olsen (1870) ljósmyndara á sama stað um1885

Laugarnes Reykjavík

  • HAH00398
  • Corporate body
  • (1950)

Laugarnes er landsvæði í Reykjavík sem telst til Laugardalsins. Fyrstu heimildir um Laugarnes koma fyrir í Njálu. Þórarinn ragabróðir, sem átti og bjó í Laugarnesi, var bróðir Glúms, annars manns Hallgerðar langbrókar, en eftir víg Glúms skiptu þau á jörðum og varð Hallgerður þá eigandi að Laugarnesi. Þar bjó hún síðustu æviár sín og segir Njála að hún sé grafin þar.

Laugar í Reykjadal

  • HAH00367
  • Corporate body
  • (1950)

Laugar í Reykjadal er þéttbýliskjarni í Þingeyjarsveit á Norðurlandi eystra. Þar er stjórnsýsla Þingeyjarsveitar og þar er aðalútibú Sparisjóður Suður-Þingeyinga. Á Laugum starfar fiskvinnslufyrirtækið Laugafiskur og hefur lengi verið rekin verslun. Íbúar voru 128 árið 2015.

Á Laugum starfa 4 skólar, leikskólinn Krílabær, Litlulaugaskóli sem er grunnskóli, Framhaldsskólinn á Laugum og Tónlistarskólinn á Laugum.

Á Laugum er glæsileg 25 m laug með tveimur rúmgóðum heitum pottum og vaðlaug. Sundlaugin er í sama húsnæði og íþróttahöllin.

Frá upphafi skólahalds á Laugum árið 1925 hafa um 7000 manns stundað nám, fyrst í lýðsskóla, síðan alþýðuskóla, þá héraðsskóla og loks í Framhaldsskólanum á Laugum eins og hann heitir nú. Framhaldsskólinn á Laugum er heimavistarskóli og þangað koma nemendur alls staðar að af landinu.
Tildrög stofnunar Laugaskóla má rekja til hinnar svokölluðu Þingeysku menningarbyltingar sem stóð frá sjöunda áratug 19. aldar til þriðja áratugs 20. aldar, en þá var skólinn stofnaður. Segja má að forverar skólans hafi verið fjórir. Fyrstur var stofnaður Hléskógaskóli en hann starfaði ekki lengi og kenndu margir slæmri staðsetningu um. Seinna var skólahúsið fært að Ljósavatni og var þá stofnaður Ljósavatnsskóli og starfaði hann í 11 ár. Unglingaskólinn á Breiðumýri var svo stofnaður árið 1918 og Lýðsskólinn á Laugum var arftaki hans.
Á fundi hjá Sambandi Þingeyskra ungmennafélaga (síðar HSÞ), 24. apríl 1915, var samþykkt tillaga þess efnis að allar deildir sambandsins innu að stofnun héraðsskóla. Í framhaldi af því var farið að huga að stað fyrir skólann. Upphaflega var horft til Grenjaðarstaðar, en á endanum var ákveðið að hinn nýi skóli skyldi rísa á Laugum í Reykjadal. Á Laugum var nægilegt heitt vatn og Sigurjón Friðjónsson á Litlu-Laugum gaf land undir skólann. Var Arnór Friðjónsson, sonur Sigurjóns, fyrsti skólastjóri þess skóla.
Skólinn er nú með heimavistir fyrir 150 nemendur.

Laufáskirkja Grýtubakkahrepp Þing

  • HAH00857
  • Corporate body
  • 1865 -

Laufáskirkja er í Laufásprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Staðurinn Laufás kemur fljótt við sögu eftir að land byggðist. Kirkjur hafa staðið þar frá fyrstu kristni og voru helgaðar Pétri postula í katólskum sið.

Núverandi kirkja var byggð 1865, 62 m², og rúmar 110 manns í sæti. Yfirsmiður var Tryggi Gunnarsson (Hallgilsstaðir, S.-Þing.) og verkstjóri og aðalsmiður Jóhann Bessason, bóndi að Skarði í Dalsmynni.

Meðal merkra gripa kirkjunnar er prédikunarstóllinn, sem ber ártalið 1698. Á honum eru útskornar myndir guðspjallamannanna fjögurra og Kristur konungur fyrir miðju með ríkiseplið í vinstri hendi. Fangamark sera Geirs Markússonar, sem var prestur í Laufási á þessum tíma, er efst á stólnum.

Tryggvi Gunnarsson gróðursetti reynivið, sem stendur við austurgafl kirkjunnar á leiði foreldra sinna. Séra Björn Halldórsson var aðalhvatamaður byggingar kirkjunnar 1865. Hann lét einnig byggja upp bæinn á árunum 1866-1870.

Laufás Grýtubakkahreppi í Eyjafirði

  • HAH00843
  • Corporate body
  • um1860

Laufás kemur við sögu skömmu eftir að Ísland byggðist og þar hefur staðið kirkja frá fyrstu kristni. Í katólskum sið var hún helguð Pétri postula. Prestssetur hefur verið í Laufási frá fyrstu kristni og er enn. Síðasti presturinn sem bjó í gamla bænum, séra Þorvaður Þormar, flutti árið 1936 í nýtt prestssetur og þar bjuggu Laufássprestar fram til ársins 2000.
Sú kirkja sem nú stendur í Laufási var byggð 1865. Meðal merkra gripa í eigu kirkjunnar er predikunarstóll sem ber ártalið 1698. Við austurgafl kirkjunnar stendur eitt elsta reynitré landsins frá 1855.

Torfbærinn í Laufási er gott dæmi um húsakynni á auðugu prestssetri á síðari hluta 19. aldar, en hann á sér óslitna byggingasögu allt aftur á miðaldir. Munirnir sem eru í bænum nú eru flestir frá nágrannabæjunum en nokkrir eru þó frá Laufási. Minjasafnið á Akureyri sér um starfsemina í bænum.

Búsetu í Laufási má rekja allt aftur til heiðni en í elsta hluta gamla bæjarins sem nú stendur er talið að séu viðir allt frá 16. og 17. öld. Bærinn var endurbyggður af mikilli reisn í tíð séra Björns Halldórssonar sem sat staðinn árin 1853-1882. Laufásbærinn er stílhreinn burstabær, dæmigerður fyrir íslenska bæjagerð þess tíma, en þó allmiklu stærri. Algengt var að tuttugu til þrjátíu manns væru til heimilis í Laufási, því margt vinnufólk þurfti til að nytja þessa gróðursælu kostajörð en henni fylgdu mikil hlunnindi.

Laufásbærinn er í dag búinn húsmunum og áhöldum líkast því sem tíðkaðist í kringum aldamótin 1900.

Langjökull

  • HAH00879
  • Corporate body
  • 874 -

Langjökull er annar stærsti jökull Íslands, um 950 km² að stærð og hæsti punktur hans í 1.355 m hæð.

Jökullinn er vestan við Hofsjökul á miðhálendi Íslands. Er hann talinn þekja tvær eldstöðvar. Hallmundarhraun rann um árið 900 frá eldvörpum við norðvesturbrún Langjökuls og alla leið til byggða í Hvítársíðu eða um 50 kílómetra leið.

Austan undir jöklinum er jökullónið Hvítárvatn en það er upphaf Hvítár.

Langiskúr 1891 - íbúðarhús 1911

  • HAH00662
  • Corporate body
  • 1891 -

Skúrinn lét Jóhann Möller byggja 1891, til suðurs frá austurenda Möllerspakkhúss (Hillebrantshúss). Þar var upphaflega fiskverkun og saltgeymsla. Skúrinn komst í eigu Jóns Benediktssonar á Húnsstöðum og Guðmundar Guðmundssonar á Torfalæk en síðar Jóns sonar hans. Þeir eignuðust skúrinn þegar Óli Möller fór á hausinn, höfðu gengið í ábyrgð fyrir hann. Íbúðarhús 1910.

Results 401 to 500 of 1161