Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Laufáskirkja Grýtubakkahrepp Þing
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
1865 -
History
Laufáskirkja er í Laufásprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Staðurinn Laufás kemur fljótt við sögu eftir að land byggðist. Kirkjur hafa staðið þar frá fyrstu kristni og voru helgaðar Pétri postula í katólskum sið.
Núverandi kirkja var byggð 1865, 62 m², og rúmar 110 manns í sæti. Yfirsmiður var Tryggi Gunnarsson (Hallgilsstaðir, S.-Þing.) og verkstjóri og aðalsmiður Jóhann Bessason, bóndi að Skarði í Dalsmynni.
Meðal merkra gripa kirkjunnar er prédikunarstóllinn, sem ber ártalið 1698. Á honum eru útskornar myndir guðspjallamannanna fjögurra og Kristur konungur fyrir miðju með ríkiseplið í vinstri hendi. Fangamark sera Geirs Markússonar, sem var prestur í Laufási á þessum tíma, er efst á stólnum.
Tryggvi Gunnarsson gróðursetti reynivið, sem stendur við austurgafl kirkjunnar á leiði foreldra sinna. Séra Björn Halldórsson var aðalhvatamaður byggingar kirkjunnar 1865. Hann lét einnig byggja upp bæinn á árunum 1866-1870.
Places
Legal status
Laufáskirkja er timburhús, 10,19 m að lengd og 6,15 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af framstafni er ferstrendur turn með tvískiptu þaki. Turninn er hár og ferstrendur og á hverri hlið er gluggi með sexrúðu ramma og strikuð brík og bogi yfir. Lágreist íbjúgt þak er á turninum upp að lágum og mjóum ferstrendum yfirturni skreyttur renndum pílárum á hliðum. Á honum er íbjúgt lágt píramítaþak sem há stöng rís upp af. Kirkjan er klædd plægðri borðaklæðningu; breið yfirborð eru felld yfir þynnri og mjórri borð, þak er klætt bárujárni, turnþök sléttu járni og húsið stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju og á kórbaki eru þrír gluggar en einn á framstafni. Í þeim er miðpóstur og tveir rammar með sex rúðum hvor. Hálfsúlur eru við gluggahliðar en yfir þeim strikuð brík og bjór. Fyrir kirkjudyrum eru bogadregnar spjaldsettar vængjahurðir til hlífðar innri spjaldahurð og um þær hálfsúlur og bogi.
Gangur er inn af dyrum og þverbekkir hvorum megin hans, þeir innstu tvísættir, og veggbekkir umhverfis í kór. Kórþil er á mörkum framkirkju og kórs. Það er klætt spjaldaþili að neðan en renndum pílárum að ofan. Kórstafir og bogi eru í kórdyrum. Prédikunarstóll er framan kórþils sunnan megin. Setuloft á bitum er yfir fremsta hluta framkirkju og stigi í norðvesturhorni og því eru bekkir og tvær turnstoðir. Veggir kirkju eru klæddir panelborðum en norðurveggur skoruðum plötum. Hvelfd sylla er efst á veggjum. Reitaskipt stjörnuprýdd hvelfing er yfir kirkju stafna á milli.
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ skráning 6.5.2020
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Guðmundur Paul http://www.kirkjukort.net/kirkjur/laufaskirkja_0291.html