Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Mánavík á Skaga
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
1835-1920
History
Ábúð Mánavík kemur ekki fyrir nema í einu manntali og það er frá árinu 1835, þar var þá tvíbýlt og fimm skráðir til heimilis. Mánavíkurkot var auk þess komið í eyði töluvert fyrir fyrsta manntalið árið 1703. Mánavík fór í eyði um 1920.
Places
Vindhælishreppur; Skagabyggð; Mánavíkurkot; Fossá; Mánaþúfa; Hvammskirkja á Laxárdal; Bólstaðarhlíðarkirkja; Víkur; Ásbúðir; Engjavegur; Mánavíkurstekkur austan Ytri-Víkur; Mánavíkursel; Vesturbotn; Mánavíkurflói; Víknasel;
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Landnámabók; Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín;
Internal structures/genealogy
Síðasti ábúandinn;
Sigurjón Hallgrímsson 11. mars 1866 - 23. jan. 1942. Bóndi í Meðalheimi í Mið-Ásum, Hún. Bóndi í Meðalheimi, Blönudóssókn, Hún. 1901. Ekkill Örlygsstöðum 1920.
General context
Mánavíkur er getið í Landnámabók en þar segir að Hólmgöngu-Máni hafi numið Skagaströnd frá Fossá að vestan til Mánaþúfu að austan og hafi búið í Mánavík.
Mánavík kemur fyrir í fornbréfi frá 1360 þar sem getið er um eignir og ítök Hvammskirkju á Laxárdal, en þá átti kirkjan fisktoll um allan skaga vestur að Mánavík.
Í sóknarlýsingu frá árinu 1842 kemur fram að kirkjan í Bólstaðarhlíð hafi átt 10 hdr. úr jörðinni Mánavík á Skaga.13 Þetta var 1/3 partur jarðarinnar og inní því tún og tvær víkur með ágætis rekavon.
Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1708 segir að jörðin sé í eyði og hafi verið það undanfarin sex ár. Síðast þegar hún var byggð var álitið að hún gæti fóðrað eitt ungneyti á heyjum og annað ekki. Torfrista var sögð lítt nýtandi og valla teljandi þótt hún væri brúkuð árlega, móskurður til eldiviðar sagður til staðar en ekki nýttur. Lyng og hrísrif var bjarglegt til eldiviðar, grasatekja næg en selveiði lítil. Rekavon var sögð góð en reki fyrir jörðum Víkna, Mánavíkur og Ásbúða var óskiptur en deildist niður í hlutfalli við dýrleika jarðanna. Sölvafjara var áður fín en hafði eyðst mjög síðustu árin sem búið var á Mánavík. Túnið var sagt hart og graslítið og mestalt komið í mosa með litlum grashýjungi. Engar engjar voru taldar til jarðarinnar en landið sagt mest alt hraun, holt, melar og grasleysu mosamóar. Lending var góð fyrir landi og heimræði meðan aflavon var og gengu eins mörg skip og ábúandi fékk við komið.
Í úttekt frá fyrri helmingi 20. aldar segir um túnið að það sé jafnlent, harðlent og þýft og gefi um 50 hest af heyi (1 hestur = 100 kg.) og túnræktunarskilyrði nokkur. Engjavegur var sagður langur en víðlendar og blautar og gáfu að jafnaði um 150 hesta. Beitilandi Víkna og Mánavíkur var óskipt, bæði víðlent og gott auk þess sem fjörubeit var góð. Mótak var sæmilegt en rekaviður notaður til brennslu. Torfrista léleg en hleðslugrjót og steypuefni nærtækt. Vatnsbólið slæmt. Hlunnindi voru selveiði, að meðaltali fjórir kópar á ári og reki um tveir hestburðir árlega. Ókostir jarðarinnar voru ágangur búfjár af öðrum bæjum, landbrot af túni og flæðihætta fyrir fé og nokkrar hættur í beitilandi
Mánavíkurkot Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1708 segir að Mánavíkurkot hafi verið byggð í heimalandi Mánavíkur fyrir meir en þrjátíu árum og hafi byggð varað þar í sex ár en kotið síðan legið í auðn. Landskuld var 20 álnir í landaurum en kúgildi ekkert. Hægt var að heyja sem svaraði sex vikna fóðri í eina kú á landi þess og ekki talið mögulegt að byggja það upp aftur sökum grasleysis, bæði á túni og úthögum.
Ekki er vitað hvar Mánavíkurkot stóð og könnuðust heimildamenn ekki við örnefni sem veitt gætu vísbendingar þar um. Túngarðsbrot er í kringum svonefndan Mánavíkurstekk austan Ytri-Víkur og má vera að það séu leifar túngarðs kotsins, fyrir því er þó engin vissa og vel mögulegt að garðlagið sé mun yngra.
Mánavíkursel Selstaða hefur verið frá Mánavík í svonefndum Vesturbotni, sem er suðvestasti hluti Mánavíkurflóa. Tóftirnar eru um 700m austur af Víknaseli en urðarhryggur skilur selin. Engar heimildir eru um búsetu á Mánavíkurseli og ekkert sem bendir sérstaklega til þess þótt þar séu töluverðar tóftaleifar.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Bæ
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 2.4.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
http://skagabyggd.is/gogn/asbudirogmanavik.pdf
Húnaþing II bls 103