Mjóadalsrétt á Laxárdal fremri

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Mjóadalsrétt á Laxárdal fremri

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1910 -

History

Vegurinn frá Gautsdal upp að Mjóadal var lagður 1910. Hann var mjög hættulegur á parti þar sem hann var lagður á hengiflugsbrún og fljúgandi háll moldarvegur í bleytu. Það átti að heita að hægt væri að fara þennan veg á bíl en samt var það mikill glannaakstur. Oft kom hann ekki upp undan snjó fyrr en í júní. Nýr vegur var lagður sunnan við gilið 1960 og kemur aldrei snjór á hann.

Mjóidalur var fimm jarðir áður fyrr: Ytri-Mjóidalur, Syðri-Mjóidalur, Þrælagerði, Hólkot og Kringlugerði. Nú er þetta talin ein jörð og er landið um 10 þúsund hektarar að stærð. Af bæjarhóli Hólkots er víðsýnt. Það er eini bæjarhóllinn á Laxárdal sem af sést eftir öllum dalnum.

Flóalækur heitir á sú er rennur framan frá Skyttudal og fyrir norðan túnið í Mjóadal. Þessi á er með öllu fiskilaus en skilyrði fyrir silung eru þó ágæt. Allhár foss er í ánni norðantil og kemst enginn silungur þar upp fyrir. Samt er það undarlegt að enginn skyldi hafa framtak í sér tíl þess að koma til veiði í ánni.

Fyrsta skilaréttin í Mjóadalslandi, sem vitað er um, stendur á háum hól upp undan bænum í Mjóadal. Hún er að öllum líkindum byggð fyrir aldamótin 1800. Enn sést þar vel fyrir veggjum. Árið 1910 var réttin færð og endurbyggð á eyrinni niður við ána. Stefán Sigurðsson þá bóndi í Mjóadal var yfirsmiður í því verki. Áður fyrr á árum var geysilega mörgu fé smalað að þessari rétt. Það var ekki bara fjallgarðurinn milli Litla-Vatnsskarðs og Þröngadals sem genginn var til réttarinnar heldur var líka smalað Vesturfjallið og sumt af Suðurfjalli. Enginn nátthagi var við réttina svo að staðið var yfir safninu í tvo daga, fyrr var sundurdrætti fjárins ekki að fullu lokið. Þetta er haft eftir Bóasi Magnússyni í Bólstaðarhlíð sem var einn þeirra er stóð yfir safninu þegar hann var unglingur. Þessi rétt stóð til ársins 1947. Það ár var byggð ný rétt á grunni hinnar en allmiklu minni. Á þeim árum var mæðiveiki í fé bænda og ekki um neinn stórhug að ræða sem ekki var von. Síðast var réttað í Mjóadalsrétt haustið 1956.

Places

Laxárdalur fremri; Ytri-Mjóidalur; Syðri-Mjóidalur; Þrælagerði; Hólkot; Kringlugerði; Flóalækur; Skyttudalur; Litla-Vatnsskarð; Þröngidalur; Vesturfjall; Suðurfjall; Bólstaðarhlíð; Víðidalur; Gautsdalur;

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Haustið 1934 gerði mikið rok fyrir göngur og urðu víða heyskaðar. Í þessu veðri brotnaði rúða í baðstofunni í Gautsdal. Til bráðabirgða var einni sænginni troðið upp í gluggann en sængin fauk út og sást ekki neins staðar nálægt. Að ári liðnu var smalað til Mjóadalsréttar að vanda. Einar Björnsson, sem þá átti heima í Mjóadal, fór í þessar göngur. Hann fann sængina austur á Víðidal og kom með hana til réttar. Hún virtist óskemmd með öllu þótt búin væri að liggja austur í fjöllum í eitt ár.

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Einar Björnsson (1908-1992) Móbergi (31.7.1908 - 24.2.1992)

Identifier of related entity

HAH01180

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Mjóidalur á Laxárdal fremri ([1300])

Identifier of related entity

HAH00158

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Gautsdalur í Bólstaðarhlíðarhreppi ((1950))

Identifier of related entity

HAH00162

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Bólstaðarhlíð ([900])

Identifier of related entity

HAH00148

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Bóas Magnússon (1908-1991) (11.4.1908 - 17.12.1991)

Identifier of related entity

HAH01151

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Elísabet Guðmundsdóttir (1884-1969) Gili (8.3.1884 - 7.7.1969)

Identifier of related entity

HAH03251

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1910

Description of relationship

Stefán maður Elísabetar var smiður að nýju skilaréttinni

Related entity

Bólstaðarhlíðarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00427

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00373

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 8.4.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Húnavaka, 1. tölublað (01.05.1994), Blaðsíða 155. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6351390

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places