Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Mjóadalsrétt á Laxárdal fremri
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1910 -
Saga
Vegurinn frá Gautsdal upp að Mjóadal var lagður 1910. Hann var mjög hættulegur á parti þar sem hann var lagður á hengiflugsbrún og fljúgandi háll moldarvegur í bleytu. Það átti að heita að hægt væri að fara þennan veg á bíl en samt var það mikill glannaakstur. Oft kom hann ekki upp undan snjó fyrr en í júní. Nýr vegur var lagður sunnan við gilið 1960 og kemur aldrei snjór á hann.
Mjóidalur var fimm jarðir áður fyrr: Ytri-Mjóidalur, Syðri-Mjóidalur, Þrælagerði, Hólkot og Kringlugerði. Nú er þetta talin ein jörð og er landið um 10 þúsund hektarar að stærð. Af bæjarhóli Hólkots er víðsýnt. Það er eini bæjarhóllinn á Laxárdal sem af sést eftir öllum dalnum.
Flóalækur heitir á sú er rennur framan frá Skyttudal og fyrir norðan túnið í Mjóadal. Þessi á er með öllu fiskilaus en skilyrði fyrir silung eru þó ágæt. Allhár foss er í ánni norðantil og kemst enginn silungur þar upp fyrir. Samt er það undarlegt að enginn skyldi hafa framtak í sér tíl þess að koma til veiði í ánni.
Fyrsta skilaréttin í Mjóadalslandi, sem vitað er um, stendur á háum hól upp undan bænum í Mjóadal. Hún er að öllum líkindum byggð fyrir aldamótin 1800. Enn sést þar vel fyrir veggjum. Árið 1910 var réttin færð og endurbyggð á eyrinni niður við ána. Stefán Sigurðsson þá bóndi í Mjóadal var yfirsmiður í því verki. Áður fyrr á árum var geysilega mörgu fé smalað að þessari rétt. Það var ekki bara fjallgarðurinn milli Litla-Vatnsskarðs og Þröngadals sem genginn var til réttarinnar heldur var líka smalað Vesturfjallið og sumt af Suðurfjalli. Enginn nátthagi var við réttina svo að staðið var yfir safninu í tvo daga, fyrr var sundurdrætti fjárins ekki að fullu lokið. Þetta er haft eftir Bóasi Magnússyni í Bólstaðarhlíð sem var einn þeirra er stóð yfir safninu þegar hann var unglingur. Þessi rétt stóð til ársins 1947. Það ár var byggð ný rétt á grunni hinnar en allmiklu minni. Á þeim árum var mæðiveiki í fé bænda og ekki um neinn stórhug að ræða sem ekki var von. Síðast var réttað í Mjóadalsrétt haustið 1956.
Staðir
Laxárdalur fremri; Ytri-Mjóidalur; Syðri-Mjóidalur; Þrælagerði; Hólkot; Kringlugerði; Flóalækur; Skyttudalur; Litla-Vatnsskarð; Þröngidalur; Vesturfjall; Suðurfjall; Bólstaðarhlíð; Víðidalur; Gautsdalur;
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Haustið 1934 gerði mikið rok fyrir göngur og urðu víða heyskaðar. Í þessu veðri brotnaði rúða í baðstofunni í Gautsdal. Til bráðabirgða var einni sænginni troðið upp í gluggann en sængin fauk út og sást ekki neins staðar nálægt. Að ári liðnu var smalað til Mjóadalsréttar að vanda. Einar Björnsson, sem þá átti heima í Mjóadal, fór í þessar göngur. Hann fann sængina austur á Víðidal og kom með hana til réttar. Hún virtist óskemmd með öllu þótt búin væri að liggja austur í fjöllum í eitt ár.
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Bæ
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 8.4.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Húnavaka, 1. tölublað (01.05.1994), Blaðsíða 155. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6351390