Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Möðruvellir í Eyjafirði
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
(1950)
History
Möðruvellir í Eyjafirði er kirkjustaður og fornt höfuðból í Eyjafjarðarsveit og er jörðin framarlega í Eyjafirði austanverðum, rúma 25 km frá Akureyri. Þar hafa oft búið höfðingjar og ríkismenn. Möðruvöllum er oft ruglað saman við Möðruvelli í Hörgárdal.
Fyrsti bóndinn á Möðruvöllum sem sögur fara af var Eyjólfur Valgerðarson, goðorðsmaður og skáld, sem kemur við nokkrar Íslendingasögur. Synir hans voru þeir Einar Þveræingur og Guðmundur Eyjólfsson ríki, sem bjó á Möðruvöllum og barst mikið á, enda var hann einn helsti höfðingi Norðlendinga á söguöld.
Seinna átti Loftur ríki Guttormsson bú á Möðruvöllum og dvaldi þar löngum. Þorvarður sonur hans bjó á Möðruvöllum og síðar Margrét Vigfúsdóttir ekkja hans.
Möðruvellir eru kirkjustaður frá fornu fari og ekki ólíklegt að Guðmundur ríki hafi látið byggja fyrstu kirkjuna þar. Kirkjan er enn í bændaeign. Núverandi kirkja var byggð 1847-1848 og er timburkirkja í hefðbundnum stíl. Hún er turnlaus en klukknaport við kirkjuna er frá 1781 og er eitt elsta mannvirki úr timbri sem enn stendur á Íslandi. Helsti kjörgripur kirkjunnar er altarisbrík úr alabastri, sem Margrét Vigfúsdóttir gaf til hennar seint á 15. öld.
Places
Eyjafjarðarsveit; Eyjafjörður; Akureyri;
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Bæ
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 27.2.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Guðmundur Paul https://is.wikipedia.org/wiki/Möðruvellir_(Eyjafjarðarsveit)