Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Leikfélagið á Blönduósi (1944)
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
1944-
History
Fyrsta leiksýning hér á Blönduósi svo vitað sé, var á höndum Leikfimifélags Blönduóss. Fyrsta verkefni félagsins var Kómedía í nóvember 1897 og í mars 1898 var sýnt leikritið Tímaleysinginn. Hlé varð á leikstarfsemi frá um það bil árinu 1906 til 1923. Um 1926 - 1927 var stofnað leikfélag sem starfaði til ársins 1930. Eftir það var það Ungmennafélagið Hvöt (stofnað 1924) sem hélt lífínu í leiklistinni og sýndi á hverjum vetri til ársins 1942. Það var svo þann 30. október 1944 að nokkrir félagar úr Umf. Hvöt stofnuðu Leikfélag Blönduóss. Eftir því sem heimildir herma voru stofnfélagarnir eftirtaldir: Tómas R. Jónsson, Jakobína Pálmadóttir, Bjarni Einarsson, Kristín Tómasdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Þórður Pálsson, Sverrir Kristófersson, Helgi B. Helgason, Stefán Þorkelsson, Jón Jónsson og Konráð Diomedesson.
Fyrsta verkefni þessa nýja Leikfélags var Ævintýri á gönguför [Aths Ráðskona Bakkabræðra skv Húnavöku 1985, var tilefni stofnunar félagsins.] og síðan hefur leiklistarstarf haldist gangandi nær óslitið fram til dagsins í dag. Til gamans má geta þess að fyrsta Húnavakan var haldin hér árið 1948 og var þá sýnt leikritið Maður og kona. Þetta sama leikrit var svo sett upp 16 árum síðar sem fyrsta verk í nýju og glæsilegu félagsheimili.
Formenn leikfélagsins frá upphafi hafa verið sem hér segir: Tómas R. Jónsson, Bjarni Einarsson, Skúli Pálsson, Jóhanna Ágústsdóttir, Sigurður H. Þorsteinsson, Sveinn Kjartansson, Benedikt Blöndal Lárusson, Njáll Þórðarson, Jón Ingi Einarsson og Guðmundur Karl Ellertsson.
Arið 1994 var merkisár í sögu Leikfélags Blönduóss því félagið varð 50 ára. Af því tilefni var ákveðið að setja upp íslenskt leikrit og varð Atómstöðin eftir Halldór Laxness fyrir valinu. Leikstjóri var Inga Bjarnason. Nokkuð erfítt reyndist að skipa í öll hlutverk en það hafðist þó á endanum eins og svo oft áður. Mörg ný andlit sáust í fyrsta skipti á fjölum Félagsheimilins og má með sanni segja að allir hafi staðið sig með prýði, jafnt ungir sem aldnir. Enda fékk sýningin fádæma góðar viðtökur á frumsýningu sem og á öðrum sýningum. Eins og oft áður reyndist aðsókn ekki nógu góð og ef áfram heldur sem horfir gæti léleg aðsókn á sýningar reynst banabiti Leikfélagsins. En við skulum nú vona að svo fari ekki og fólk fari að sjá sóma sinn í því að sækja skemmtanir í heimabyggð í staðinn fyrir að leita alltaf að einhverju betra annars staðar. En nóg um það, ætlunin var að fara stuttlega yfir sögu leiklistar á Blönduósi, úr nógu er að moða.
Places
Blönduós;
Legal status
Verkefnalisti;
1937 Tengdapabbi.
1938 Hinrik og Pernilla.
1939 Þorlákur þreytti.
1940 Þorlákur þreytti.
1944 Ráðskona Bakkabræðra.
1945 Ævintýri á gönguför.
1948 Maður og kona.
1950 Orrustan á Hálogalandi.
1951 Hallsteinn og Dóra, og Margrét.
1952 Leynimelur 13.
1953 Ekkert leikrit, en Rekkjan fengin á Húnavöku.
1954 Skugga-Sveinn.
1955 Þrír skálkar.
1956 Þorlákur þreytti.
1957 Lénharður fógeti.
1958 Svefnlausi brúðguminn.
1959 Fórnarlambið, og Borðdans og bíómyndir.
1960 Franska æfintýrið. Góð sögulok og fleiri þættir.
1961 Pétur kemur heim.
1962 Ráðskona Bakkabræðra.
1963 Ránið á kránni.
1964 Maður og kona.
1965 Hringurinn og Tangarsókn tengdamömmu.
1966 Draugalestin.
1967 Olfhildur.
1968 Á villigötum. 6 stúlkur léku, sú 7. minnti á.
1969 Húrrakrakki.
1970 Ekki leikið.
1971 Betur má ef duga skal.
1972 Dvergrikið.
1973 Þrírskálkar.
1974 Orrustan á Hálogalandi.
1975 Isjakinn.
1976 Þið munið hann Jörund.
1977 Ekki leikið.
1978 Yfirmáta ofur heitt.
1979 Ég vil fá minn mann.
1980 Skáld Rósa.
1981 Getraunagróðinn.
1982 Kristnihald undir Jökli og Æfintýri á gönguför.
1983 Tango.
1984 Spanskflugan.
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Þó starfsemi Hvatar lægi að mestu niðri um nokkurra ára bil meðan kaldir stríðsvindar geistust um mest alla jörðina, voru engu að síður haldnar barnaskemmtanir. Ennþá eru haldnar jólatrésskemmtanir, þótt afþreyingarefni sé margfalt meira og vonandi verða haldnar slíkar skemmtanir um ókomna framtíð með jólasveinum og öðru sem tilheyrir. Þegar á árinu 1927 vaknar áhugi hjá félagsmönnum að sýna sjónleiki á skemmtisamkomum hjá félaginu svo afla mætti því meiri tekna. Ákveðið var á fundi 1931 að æfa sjónleikinn Prestskosningin og sýna á samkomu er félagið hugðist hafa 1. desember sama ár. Næstu árin voru sýnd mörg leikrit á vegum þess og allt þar til Leikfélag Blönduóss var stofnað. Á Húnavöku hefur félagið verið með leikrit og aðrar skemmtidagskrár og má nefna Borðdans og bíómyndir og 17. júní 1965 sýndi félagið Hreppstjórann á Hraunhamri við góðar undirtektir. Einnig var farið í leikferð til Hvammstanga, með sama verk. Hvatarfélagar hafa séð um dagskrá 17. júní, einir sér og ásamt öðrum félögum til margra ára.
Til að halda ýmiss konar skemmtanir var mikil þörf fyrir hljóöfæri. Félagið eignaðist fljótlega orgel en mikill skortur var á hljóðfærum og dýrt að leigja orgel í hvert skipti er á þurfti að halda. Þá tókst að leigja það út og hafa tekjur af. Grammófón eignaðist félagið líka er tímar breyttust. Ekki hefur Hvöt fest kaup á þróaðri tækjum til tónlistarflutnings til dæmis geislaspilara, heldur hafa Hvatarfélagar oft á tíðum spilað sjálfír lifandi tónlist á dansleikjum er félagið hefur haldið.
Internal structures/genealogy
General context
Árið 1944 var leikritið Ráðskona Bakkabræðra sýnt. Leikendur voru: Jakobína Pálmadóttir þá kennslukona við Kvennaskólann, Bjarni Einarsson, Tómas R. Jónsson, Þórður Pálsson, Sverrir Kristófersson, Kristín Tómasdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Helgi Helgason og Konráð Diomedesson.
Þetta fólk kom svo saman 30. október 1944 og stofnaði Leikfélag Blönduóss. Á þessum fundi var ákveðið að taka danska söngleikinn Æfintýri á gönguför til sýningar eftir áramótin 1945. Leikendur í „Æfintýrinu" voru þessir: Tómas lék Skrifta-Hans, Bjarni lék kammerráðið, Guðrún kammerráðsfrúna, Hjálmar Eyþórsson og Ottó Þorvaldsson stúdentana, Jón Jónsson frá Stóradal Vermund, Margrét Jónsdóttir og Jakobína Pálmadóttir ungu stúlkurnar og Snorri Arnfinnsson assessorinn. Þessi leikrit þóttu mjög skemmtileg og voru bæði leikin aftur seinna.
Árið 1948 var fyrsta Húnavakan haldin hér á Blönduósi og stóð hún í þrjá daga. Þá var sýnt leikritið Maður og kona eftir Jón Thoroddsen. Leikendur voru: Tómas, Bjarni, Margrét, Ósk Skarphéðinsdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Hjálmar Eyþórsson, Þorbjörg Andrésdóttir, Einar Guðlaugsson, Harrý Einarsson, Aðalbjörn Sigfússon frá Hvammi, Snorri Arnfinnsson og Þorsteinn Jónsson.
„Þrír skálkar" voru leiknir árið 1955, en þá lék Skúli Pálsson í fyrsta skipti, skeði óheppilegt atvik. Það hafði gleymst að slökkva á miðstöðinni áður en sýningin hófst og nú bullsauð á henni. Leiktjöldin voru alveg aftur við vegg baksviðs. Þetta átti að vera þéttur skógur og varð að nýta sviðið eins og hægt var. Allir leikendur, sem vera áttu í Jónsmessu-atriðinu, voru ásamt Þorsteini Jónssyni og píanóinu vinstra megin á sviðinu. Drunurnar í miðstöðinni ætluðu alla að æra, og við bjuggumst þá og þegar við sprengingu, en við máttum okkur ekki hræra því „Mallarinn" og „Istru-Mortein" voru að tala saman inni á sviðinu, þegar upp úr öllu sauð hægra megin og vatnið flóði inn á mitt svið. Þetta hefði getað verið myllulækurinn ef vatnið hefði komið inn á réttum stað. Það var ákaflega gaman að leika í „Skálkunum", leikendur margir og mikill söngur, sem var sjaldgæft þá. Þegar Skugga-Sveinn var leikinn aftur 1954, lék Þorvaldur Þorláksson titilhlutverkið. Þá léku líka: Þorgerður Sæmundsen, Einar Pétursson, Tómas, Bjarni, Margrét, Hjálmar, Sigurgeir Magnússon, Harrý Einarsson, Jóhann Daníelsson, Guðmundur Einarsson, Þorsteinn Jónsson, Baldur Sigurðsson, Sigurður Þorsteinsson, Ásta Tómasdóttir og Sigríður Zophoníasdóttir. Guðný Kristjánsdóttir söng fyrir Möngu, og var inni í skáp, sem var á sviðinu. Já, það var upp á ýmsu fundið þá.
Læt ég þá lokið þessari upptalningu, nefni aðeins fyrsta leikritið, sem leikið var í nýja Félagsheimilinu árið 1964. Þá var leikritið Maður og kona sýnt aftur. Tómas R. Jónsson stjórnaði leiksýningum allt til ársins 1975. Þá var fenginn leikstjóri að sunnan. Einnig var fenginn útlærður ljósameistari, og þótti í mikið ráðist. Ari Guðmundsson stjórnaði ljósaútbúnaði í gamla húsinu, jafnframt því sem hann var hvíslari. Anna Tryggvadóttir, Kristín Finnsdóttir og Helgi Helgason voru líka hvíslarar. En svo komu ljósamennirnir okkar til starfa í nýja húsinu. Bjarni og Stefán Þorkelsson smíðuðu tjöldin hér áður fyrr. Einnig voru Sigurður Kr. Jónsson, Guðmann Hjálmarsson og Ottó Finnsson lengi smiðir og tjaldamenn. Nú eru óteljandi karlar og konur til aðstoðar bak við tjöldin. Ingibjörg Vilhjálmsdóttir var alla tíð mjög áhugasöm um leikstarfsemi, því að auk þess að stuðla að því að Tómas maður hennar léki alltaf, teiknaði hún og saumaði heilmikið af vandasömum búningum. Hún* sneið líka í hendurnar á okkur hinum og var óþreytandi við að segja okkur til og sjá út hvað fallegast var á sviðinu. Síðar tók Margrét Jónsdóttir við af henni.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Blö
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 8.4.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði
Húnavaka, 1. tölublað (01.05.1995), Blaðsíða 267. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6351810
Sögubrot frá fyrri árum – Húnavaka, 1. tölublað (01.05.1995), Bls. 134-151. http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000562639