Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Helgi Helgason (1914-2005) Helgafelli Blönduósi
Parallel form(s) of name
- Helgi Breiðfjörð Helgason (1914-2005)
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
18.10.1914 - 8.10.2005
History
Helgi Breiðfjörð Helgason fæddist að Kveingrjóti í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu 18. október 1914. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 8. október síðastliðinn.
Helgi var í Gautsdal fram um tvítugt og starfaði að búinu með föður sínum og bræðrum. Hann stundaði ýmis störf á Blönduósi, fyrir vestan og sunnan, en sá um lyfjaafgreiðslu héraðslæknis á Blönduósi frá 1942 til 1974 og var jafnan kallaður Helgi apótekari. Eftir það rak hann verslun á staðnum í nokkur ár. Helgi var lengi í stjórn Garðfélagsins í Selvík og var formaður þess í mörg ár.
Útför Helga fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Places
Kveingrjót í Dölum: Gautsdalur í Geiradal Barð: Hólmavík: Blönduós:
Legal status
Hann var einn vetur í Héraðsskólanum að Laugum í Þingeyjarsýslu og annan í Menntaskólanum á Akureyri og lauk þaðan gagnfræðaprófi.
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans voru Helgi Helgason 21. nóvember 1871 - 21. maí 1945 Bóndi á Fremri-Brekku og á Kveingrjóti í Saurbæ, Dal. 1902-15. Fór 1915 frá Kveingrjóti í Staðarhólssókn að Gautsdal. Bóndi í Gautsdal, Geiradalshr., A-Barð. 1915-39 og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 1895, d. 1918. Hann ólst upp í Gautsdal hjá föður sínum og móður, Ingibjörgu Friðriksdóttur f. 30. júní 1874 - 21. apríl 1967. Húsfreyja í Gautsdal, Geiradalshr., A-Barð. Húsfreyja þar 1930. síðast bús. í Garðahreppi.
Systkini Helga voru:
1) Sigrún Helgadóttir f. 5. júlí 1898 - 25. maí 1925 Húsfreyja í Garpsdal.
2) Ólafur Helgason f. 14. febrúar 1903 - 10. mars 1998 Var í Gautsdal, Garpdalssókn, A-Barð. 1930. Tollvörður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Hafnarfirði. Ólafur ólst upp á Kveingrjóti og síðar í Gautsdal í Geiradal. Árið 1935 kvæntist Ólafur Ólöfu Ingimundardóttur frá Bæ í Króksfirði f. 13. janúar 1909 d. 19. febrúar 1987. Þau eignuðust þrjár dætur og eina fósturdóttur. Fósturdóttir skv. Thorarens.: Martha María Kalman Aðalsteinsdóttir, f. 5.10.1935.
3) Benedikt Karl Helgason f. 16. september 1904 - 26. júní 1981 Póst-og símastjóri á Blönduósi 1930. Síðast bús. á Seltjarnarnesi. Símstöðvarstjóri á Blönduósi og síðar á Akranesi.
4) Friðrik Ingólfur Helgason f. 17. janúar 1913 - 18. júní 1997 Var í Gautsdal, Garpdalssókn, A-Barð. 1930. Bóndi í Gautsdal, Geiradalshr., A-Barð. 1939-59, síðar verslunarmaður á Akranesi. Hinn 17. júní 1939 kvæntist Ingólfur Ólafíu Elísabetu Guðjónsdóttur f. 28. október 1911 - 15. desember 1995. Húsfreyja í Gautsdal, A-Barð., og síðast bús. á Akranesi. Vinnukona á Þórustöðum, Óspakseyrarsókn, Strand. 1930. Ólafía var dóttir hjónanna Margrétar Jóhönnu Gísladóttur og Guðjóns Magnúsar Ólafssonar sem bjuggu á Þórstöðum í Bitru í Strandasýslu. Við giftingu tóku þau við búi í Gautsdal
5) Margrét Helgadóttir f. 30.9.1915 -20.3.2006. Margrét giftist hinn 15. október 1942 Bjarna Pálssyni frá Hlíð í Gnúpverjahreppi, f. 1912, d. 1987. Foreldrar hans voru Ragnhildur Einarsdóttir, f. 1879, d. 1955, og Páll Lýðsson, f. 1869, d. 1943. Móðir hennar var Ingibjörg Guðmundsdóttir 25. apríl 1895 - 12. júní 1920 Var á Kveingrjóti, Staðarhólssókn, Dal. 1901. Fór 1915 frá Kveingrjóti í Staðarhólssókn að Gautsdal. Fór 1916 frá Gautsdal í Garpsdalssókn að Efri-Brunná. Vinnukona í Stórholti í Staðarhólssókn 1910. Ógift.
Helgi kvæntist 27.9. 1947 Helgu Guðmundsdóttur, f. á Blönduósi 3.7. 1921. Synir þeirra eru:
1) Karl lögfræðingur, f. 30.11. 1946, kvæntur Sigurborgu Bragadóttur kennara, f. 25.10. 1950. Börn þeirra eru: a) Friðþjófur Helgi aðstoðarskólastjóri, f. 22.3. 1972, kona hans er Þórey Sæmundsdóttir kennari, f. 27.9. 1971, börn þeirra Hrefna Sigurborg, f. 9.11. 2002, og Karl Sæmundur, f. 23.6. 2005. b) Guðrún Ingibjörg framhaldsskólakennari, f. 11.11. 1973, maður hennar er Ragnar Þórður Jónasson lögfræðingur, f. 29.5. 1971, synir þeirra eru Ragnar Loki, f. 8.5. 1999, og Róbert Orri, f. 17.5. 2002. c) Sigrún Nanna efnisverkfræðingur, f. 18.9. 1980, maður hennar er Magnús Örn Úlfarsson rafmagnsverkfræðingur, f. 18.5. 1976. Þau stunda framhaldsnám í verkfræði í Bandaríkjunum.
2) Guðmundur Helgi kennari, f. 4.7. 1952. Hann var kvæntur Þóru M Gísladóttur hjúkrunarfræðingi f. 9.4.1955. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Hjalti Rafn háskólanemi, f. 20.5. 1977, b) Helga María framhaldsskólanemi, f. 21.1. 1986.
Helgi var í Gautsdal fram um tvítugt og starfaði að búinu með föður sínum og bræðrum. Hann var einn vetur í Héraðsskólanum að Laugum í Þingeyjarsýslu og annan í Menntaskólanum á Akureyri og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Hann stundaði ýmis störf á Blönduósi, fyrir vestan og sunnan, en sá um lyfjaafgreiðslu héraðslæknis á Blönduósi frá 1942 til 1974 og var jafnan kallaður Helgi apótekari. Eftir það rak hann verslun á staðnum í nokkur ár. Helgi var lengi í stjórn Garðfélagsins í Selvík og var formaður þess í mörg ár.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the child of
Helgi Helgason (1914-2005) Helgafelli Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Helgi Helgason (1914-2005) Helgafelli Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Helgi Helgason (1914-2005) Helgafelli Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Helgi Helgason (1914-2005) Helgafelli Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the spouse of
Helgi Helgason (1914-2005) Helgafelli Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Helgi Helgason (1914-2005) Helgafelli Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is controlled by
Helgi Helgason (1914-2005) Helgafelli Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 11.5.2017
Language(s)
- Icelandic