Identity area
Reference code
Title
Date(s)
- 1953-1955 (Creation)
Level of description
Fonds
Extent and medium
Ljósmyndir frá Kvennaskólanum á Blönduósi og Leikfélagi Blönduóss.
Context area
Name of creator
Biographical history
Jóhann Kristinn Daníelsson (Jói Dan), kennari og söngvari, fæddist 18. nóvember 1927 að Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal. Hann lést á dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík, 23. nóvember 2015. Jóhann lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1946 og íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1949. Hann var við nám í Jærens Folkehöjskola á Jaðri í Noregi og Statens Gymnastikkskole í Ósló 1951-1952. Jóhann lauk söngkennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1959. Hann var íþróttakennari á Blönduósi og víðar 1949-56, á Ólafsfirði 1956-57 og sá um söngkennslu á Dalvík 1957-63, nema veturinn 1958-59 er hann var íþróttakennari í Reykjavík. Jóhann var kennari við Oddeyrarskóla á Akureyri 1964-74, en þá flutti hann öðru sinni með fjölskyldu sinni til Dalvíkur þar sem hann kenndi tónlist og varð meðal annars formaður Tónlistarskóla Dalvíkur. Hann varð síðar bókasafnsvörður í Dalvíkurskóla til ársins 2000.
Jóhann söng fyrst opinberlega níu ára gamall. Hann stundaði söngnám í Reykjavík og á Akureyri, hjá Sigurði Demetz Franssyni og Ingibjörgu Steingrímsdóttur, og kom víða fram sem einsöngvari með karlakórum og fleirum. Hann söng nær óslitið frá 16 ára aldri með ýmsum kórum víðs vegar um landið; Karlakór Blönduóss, Karlakór Ólafsfjarðar, Karlakór Akureyrar, Karlakórnum Geysi, Karlakór Fóstbræðra og síðast Karlakór Dalvíkur, sem gerði hann síðar að heiðursfélaga. Síðar söng hann einnig með samkór eldri borgara í Dalvíkurbyggð. Þrjár plötur voru útgefnar með söng Jóhanns; Jóhann Daníelsson og Eiríkur Stefánsson syngja einsöngva og tvísöngva (1976), Í kvöldró (1981) og síðast safnplata, Jóhann Daníelsson, með upptökum af söng hans frá árunum 1964-2004 (2010).
Jóhann tók þátt í leiklistarlífi Akureyrar og Dalvíkur í gegnum árin með söng og leik og átti hlutverk í myndinni Land og synir, þar sem hann söng eftirminnilega lagið „Við fjallavötnin fagurblá“.
Jóhann verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju á morgun, 6. desember 2015, og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Archival history
Héraðsskjalasafn Svarfdæla afhenti þann 20.3.2023, sent með pósti.
Immediate source of acquisition or transfer
Content and structure area
Scope and content
Ljósmyndir frá Kvennaskólanum á Blönduósi.
Ljósmyndir frá Leikfélagi Blönduóss.
Bréf fylgir afhendingu.
Appraisal, destruction and scheduling
Accruals
System of arrangement
Conditions of access and use area
Conditions governing access
Conditions governing reproduction
Language of material
- Icelandic
Script of material
Language and script notes
Physical characteristics and technical requirements
Finding aids
Allied materials area
Existence and location of originals
Ljósmyndaskápur
Existence and location of copies
Related units of description
Notes area
Alternative identifier(s)
Access points
Subject access points
Place access points
Name access points
- Jóhann Daníelsson (1927-2015) kennari (Subject)
- Kvennaskólinn á Blönduósi 1901-1974. Árbraut 31 (Subject)
- Leikfélagið á Blönduósi (1944) (Subject)
Genre access points
Description control area
Description identifier
Institution identifier
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Partial
Dates of creation revision deletion
23.3.2023 frumskráning í AtoM, SR
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Upplýsingar um ljósmyndir eru unnar ma uppúr Íslendingabók, minningargreinum og öðrum opinberum gögnum svo sem manntölum og ættfræðigrunni Guðmundar Paul Sch Jónssonar sem hefur með gjafabréfi verið afhent skjalasafninu til eignar og frjálsrar afnota.
Upplýsingar sem skráðar eru hér eru staðreyndir í almannaeigu sem meðal annars eru unnar úr opinberum ættfræðiupplýsingum og njóta því sem slíkar ekki verndar höfundarréttar. Ættfræðigunnurinn nýtur hins vegar lög verndar sem gagnagrunnur samkvæmt höfundalögum nr. 73/1972 með síðari breytingum, samanber einnig alþjóðlegar reglur um sama efni, svo sem tilskipun Evrópusambandsins um lög verndun gagnagrunna nr. 96/9/EB.