Auðkenni
Tilvísunarkóði
Titill
Dagsetning(ar)
- 1953-1955 (Sköpun)
Þrep lýsingar
Safn
Umfang og efnisform
Ljósmyndir frá Kvennaskólanum á Blönduósi og Leikfélagi Blönduóss.
Samhengi
Nafn skjalamyndara
Lífshlaup og æviatriði
Jóhann Kristinn Daníelsson (Jói Dan), kennari og söngvari, fæddist 18. nóvember 1927 að Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal. Hann lést á dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík, 23. nóvember 2015. Jóhann lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1946 og íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1949. Hann var við nám í Jærens Folkehöjskola á Jaðri í Noregi og Statens Gymnastikkskole í Ósló 1951-1952. Jóhann lauk söngkennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1959. Hann var íþróttakennari á Blönduósi og víðar 1949-56, á Ólafsfirði 1956-57 og sá um söngkennslu á Dalvík 1957-63, nema veturinn 1958-59 er hann var íþróttakennari í Reykjavík. Jóhann var kennari við Oddeyrarskóla á Akureyri 1964-74, en þá flutti hann öðru sinni með fjölskyldu sinni til Dalvíkur þar sem hann kenndi tónlist og varð meðal annars formaður Tónlistarskóla Dalvíkur. Hann varð síðar bókasafnsvörður í Dalvíkurskóla til ársins 2000.
Jóhann söng fyrst opinberlega níu ára gamall. Hann stundaði söngnám í Reykjavík og á Akureyri, hjá Sigurði Demetz Franssyni og Ingibjörgu Steingrímsdóttur, og kom víða fram sem einsöngvari með karlakórum og fleirum. Hann söng nær óslitið frá 16 ára aldri með ýmsum kórum víðs vegar um landið; Karlakór Blönduóss, Karlakór Ólafsfjarðar, Karlakór Akureyrar, Karlakórnum Geysi, Karlakór Fóstbræðra og síðast Karlakór Dalvíkur, sem gerði hann síðar að heiðursfélaga. Síðar söng hann einnig með samkór eldri borgara í Dalvíkurbyggð. Þrjár plötur voru útgefnar með söng Jóhanns; Jóhann Daníelsson og Eiríkur Stefánsson syngja einsöngva og tvísöngva (1976), Í kvöldró (1981) og síðast safnplata, Jóhann Daníelsson, með upptökum af söng hans frá árunum 1964-2004 (2010).
Jóhann tók þátt í leiklistarlífi Akureyrar og Dalvíkur í gegnum árin með söng og leik og átti hlutverk í myndinni Land og synir, þar sem hann söng eftirminnilega lagið „Við fjallavötnin fagurblá“.
Jóhann verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju á morgun, 6. desember 2015, og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Varðveislustaður
Varðveislusaga
Héraðsskjalasafn Svarfdæla afhenti þann 20.3.2023, sent með pósti.
Um aðföng eða flutning á safn
Innihald og uppbygging
Umfang og innihald
Ljósmyndir frá Kvennaskólanum á Blönduósi.
Ljósmyndir frá Leikfélagi Blönduóss.
Bréf fylgir afhendingu.
Grisjun, eyðing og áætlun
Viðbætur
Skipulag röðunar
Skilyrði um aðgengi og not
Skilyrði er ráða aðgengi
Skilyrði er ráða endurgerð
Tungumál efnis
- íslenska
Leturgerð efnis
Athugasemdir um tungumál og letur
Umfang og tæknilegar þarfir
Leiðarvísir
Tengd gögn
Staðsetning frumrita
Ljósmyndaskápur
Staðsetning afrita
Tengdar einingar
Athugasemdir
Annað auðkenni
Aðgangsleiðir
Efnisorð
Staðir
Nöfn
- Jóhann Daníelsson (1927-2015) kennari (Viðfangsefni)
- Kvennaskólinn á Blönduósi 1901-1974. Árbraut 31 (Viðfangsefni)
- Leikfélagið á Blönduósi (1944) (Viðfangsefni)
Genre access points
Um lýsinguna
Lýsinganúmer
Kennimark stofnunar
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Hluti
Dates of creation revision deletion
23.3.2023 frumskráning í AtoM, SR
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Upplýsingar um ljósmyndir eru unnar ma uppúr Íslendingabók, minningargreinum og öðrum opinberum gögnum svo sem manntölum og ættfræðigrunni Guðmundar Paul Sch Jónssonar sem hefur með gjafabréfi verið afhent skjalasafninu til eignar og frjálsrar afnota.
Upplýsingar sem skráðar eru hér eru staðreyndir í almannaeigu sem meðal annars eru unnar úr opinberum ættfræðiupplýsingum og njóta því sem slíkar ekki verndar höfundarréttar. Ættfræðigunnurinn nýtur hins vegar lög verndar sem gagnagrunnur samkvæmt höfundalögum nr. 73/1972 með síðari breytingum, samanber einnig alþjóðlegar reglur um sama efni, svo sem tilskipun Evrópusambandsins um lög verndun gagnagrunna nr. 96/9/EB.