Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Jóhann Daníelsson (1927-2015) kennari
Parallel form(s) of name
- Jóhann Kristinn Daníelsson (1927-2015) kennari
- Jóhann Kristinn Daníelsson kennari
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
18.11.1927 - 23.11.2015
History
Jóhann Kristinn Daníelsson (Jói Dan), kennari og söngvari, fæddist 18. nóvember 1927 að Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal. Hann lést á dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík, 23. nóvember 2015. Jóhann lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1946 og íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1949. Hann var við nám í Jærens Folkehöjskola á Jaðri í Noregi og Statens Gymnastikkskole í Ósló 1951-1952. Jóhann lauk söngkennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1959. Hann var íþróttakennari á Blönduósi og víðar 1949-56, á Ólafsfirði 1956-57 og sá um söngkennslu á Dalvík 1957-63, nema veturinn 1958-59 er hann var íþróttakennari í Reykjavík. Jóhann var kennari við Oddeyrarskóla á Akureyri 1964-74, en þá flutti hann öðru sinni með fjölskyldu sinni til Dalvíkur þar sem hann kenndi tónlist og varð meðal annars formaður Tónlistarskóla Dalvíkur. Hann varð síðar bókasafnsvörður í Dalvíkurskóla til ársins 2000.
Jóhann söng fyrst opinberlega níu ára gamall. Hann stundaði söngnám í Reykjavík og á Akureyri, hjá Sigurði Demetz Franssyni og Ingibjörgu Steingrímsdóttur, og kom víða fram sem einsöngvari með karlakórum og fleirum. Hann söng nær óslitið frá 16 ára aldri með ýmsum kórum víðs vegar um landið; Karlakór Blönduóss, Karlakór Ólafsfjarðar, Karlakór Akureyrar, Karlakórnum Geysi, Karlakór Fóstbræðra og síðast Karlakór Dalvíkur, sem gerði hann síðar að heiðursfélaga. Síðar söng hann einnig með samkór eldri borgara í Dalvíkurbyggð. Þrjár plötur voru útgefnar með söng Jóhanns; Jóhann Daníelsson og Eiríkur Stefánsson syngja einsöngva og tvísöngva (1976), Í kvöldró (1981) og síðast safnplata, Jóhann Daníelsson, með upptökum af söng hans frá árunum 1964-2004 (2010).
Jóhann tók þátt í leiklistarlífi Akureyrar og Dalvíkur í gegnum árin með söng og leik og átti hlutverk í myndinni Land og synir, þar sem hann söng eftirminnilega lagið „Við fjallavötnin fagurblá“.
Jóhann verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju á morgun, 6. desember 2015, og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Places
Syðra-Garðshorn í Svarfaðardal:
Legal status
Gagnfræðingur frá GA 1946: íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1949: Hann var við nám í Jærens Folkehöjskola á Jaðri í Noregi og Statens Gymnastikkskole í Ósló 1951-1952: Jóhann lauk söngkennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1959:
Functions, occupations and activities
Hann var íþróttakennari á Blönduósi og víðar 1949-56: Ólafsfirði 1956-57: sá um söngkennslu á Dalvík 1957-63, nema veturinn 1958-59 er hann var íþróttakennari í Reykjavík: Jóhann var kennari við Oddeyrarskóla á Akureyri 1964-74: Bókasafnsvörður í Dalvíkurskóla til ársins 2000:
Mandates/sources of authority
Þrjár plötur voru útgefnar með söng Jóhanns; Jóhann Daníelsson og Eiríkur Stefánsson syngja einsöngva og tvísöngva (1976), Í kvöldró (1981) og síðast safnplata, Jóhann Daníelsson, með upptökum af söng hans frá árunum 1964-2004 (2010).
Jóhann tók þátt í leiklistarlífi Akureyrar og Dalvíkur í gegnum árin með söng og leik og átti hlutverk í myndinni Land og synir, þar sem hann söng eftirminnilega lagið „Við fjallavötnin fagurblá“.
Internal structures/genealogy
Jóhann var sonur hjónanna Daníels Júlíussonar frá Syðra-Garðshorni, f. 5.11. 1891, d. 14.12. 1978, og Önnu Jóhannsdóttur, f. 27.4. 1893, d. 14.3. 1988, frá Brekkukoti í Svarfaðardal. Jóhann ólst upp í Syðra-Garðshorni ásamt fjórum systkinum; Steinunni, f. 8.1. 1919, látin, Jóhönnu Maríu, f. 6.12. 1921, látin, Júlíusi Jóni, f. 6.1. 1925, og Birni Garðars, f. 26.8. 1932.
Jóhann kvæntist 31.12. 1962 Gíslínu Hlíf Gísladóttur frá Eyvindarstöðum í Blöndudal, f. 11.10. 1935, d. 6.7. 2009.
Jóhann og Gíslína eignuðust þrjú börn, en fyrir átti Gíslína dreng:
1) Yngvi Örn Stefánsson, f. 3.4. 1956, maki Ragnheiður Elín Ragnarsdóttir. Barn þeirra er Theódóra Ýr. Önnur börn Yngva eru Ragnheiður Hlíf og Atli Már.
2) Anna Guðlaug, f. 10.11. 1962. Börn hennar eru Jóhann Björn og Hlíf.
3) Gísli Már, f. 19.5. 1967. Barn hans er Mia Líf.
4) Aðalbjörg Kristín, f. 8.12. 1971, maki Rúnar Dýrmundur Bjarnason. Börn þeirra eru Bjarni Ívar, Ísold Kristín og Gísli Dan.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 26.6.2017
Language(s)
- Icelandic