Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Hilmar Kristjánsson (1948-2008) frkvst Stíganda
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
16.5.1948 - 1.1.2008
History
Hilmar Kristjánsson fæddist í Borgarnesi 16. maí 1948. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 1. janúar 2008.
Hilmar ólst upp á Blönduósi og bjó þar alla tíð. Hann og Valdís reistu sér fallegt hús á Hlíðarbraut 3 þar sem börnin uxu úr grasi á kærleiksríku heimili. Fjölskyldan flutti til Blönduóss þegar Hilmar var kornungur og þar sleit hann barnsskónum við leik og störf. Á unglingsárunum var Hilmar í sveit, fyrst á bænum Melkoti í Borgarfirði, síðar í Gautsdal í Húnavatnssýslu. Ungur að árum gekk Hilmar í hin ýmsu störf hjá fjölskyldufyrirtækinu, Trésmiðjunni Stíganda hf. Kom fljótt í ljós að smíðarnar áttu vel við hann og árið 1965 var hann kominn þar í fullt starf. Hilmar tók sveinspróf í trésmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1968 og meistaraprófi lauk hann 1973. Hilmar tók við sem framkvæmdastjóri Stíganda um áramótin 1975-1976 af föður sínum, Kristjáni Gunnarssyni, og gegndi því starfi til æviloka. Athafnamennskan var Hilmari í blóð borin og kom hann að rekstri fjölmargra fyrirtækja á lífsleiðinni. Hann var einn af stofnefndum og sat í stjórnum Bílaleigu Blönduóss hf., kranafyrirtækisins Átaks hf. og Steypustöðvar Blönduóss hf. Árið 1990 stofnaði hann Glaðheima hf., sem setti upp fjölda sumarhúsa og rak í Brautarhvammi við bakka Blöndu. Hilmar sat einnig í stjórn fjölda fyrirtækja til lengri og skemmri tíma; má þar nefna Kaupfélag Húnvetninga, Nökkva hf., Særúnu hf., Sólfell ehf. og Miðholt ehf. Hilmar var formaður stjórnar Vinnueftirlits ríkisins árin 1997 til 2003. Hilmar var mikill áhugamaður um sveitarstjórnarmál og unni hag landsbyggðarinnar. Hann var varamaður í hreppsnefnd Blönduóss frá 1970 til 1974 og aðalmaður í hreppsnefnd frá 1974. Síðan oddviti í hreppsnefnd Blönduóss frá 1978 til 1988 og fyrsti forseti bæjarstjórnar Blönduóss frá 1988 til 1990. Á þessum árum sat Hilmar í ótal nefndum og ráðum á vegum Blönduósbæjar. Hann var í stjórn Fjórðungssambands Norðurlands til margra ára. Hilmar var ávallt mikill félagsmálamaður og tók virkan þátt í félagsmálum á Blönduósi og víðar. Hann var einn af stofnefndum Hjálparsveitar skáta á Blönduósi og starfaði með sveitinni um árabil. Hann var alla tíð dyggur og mikill stuðningsmaður Ungmennafélagsins Hvatar og kom að starfi þess með margvíslegum hætti, allt frá því að leika með knattspyrnuliði Hvatar til þess að vera formaður stuðningsmanna. Hilmar tók virkan þátt í starfi JC Húnabyggðar, var um tíma formaður Lionsklúbbs Blönduóss og síðustu árin virkur í starfi Frímúrarareglunnar. Hilmar var formaður sóknarnefndar Blönduóskirkju frá árinu 2006. Fyrst og fremst var Hilmar mikill Blönduósingur. Stóran hluta lífs síns helgaði hann af áhuga, einlægni og gleði Blönduósi og Blönduósingum. Honum leið hvergi betur en á Blönduósi og alltaf þegar hann var einhvers staðar í burtu snerist allt um að komast aftur heim á Blönduós, þar vildi hann vera.
Útför Hilmars fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Places
Borgarnes: Blönduós:
Legal status
Trésmíðameistari 1973:
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans voru Kristján Gunnarsson húsasmíðameistari, f. 13.2. 1903, d. 30.6. 1986, og Valgerður Þorbjarnardóttir, húsmóðir, f. 31.8. 1908, d. 14.6. 1976. Bræður Hilmars eru Þormar, f. 18.3. 1945 og Sigurður, f. 10.10.1950. Samfeðra systkini eru Hrefna, f. 7.12. 1930, d. 2.5. 2003, Þórir, f. 21.7. 1932, d. 28.1. 2007, Hreinn, f. 4.11. 1933, og Hanna Gyða, f. 1.3. 1937.
Hilmar kvæntist 27.4. 1968 Valdísi Finnbogadóttur, f. í Reykjavík 4.2.1949. Foreldrar hennar voru Finnbogi Ólafsson, f. 31.3. 1920, d. 27.11. 1968, og Hulda Bjarnadóttir, f. 5.10. 1918. Börn Hilmars og Valdísar eru þrjú:
1) Finnbogi, f. 12.3. 1968, kvæntur Jakobínu Kristínu Arnljótsdóttur, f. 2.2. 1968. Börn þeirra eru Sóldís, f. 29.8. 1996, Selma, f. 17.2. 1998, og Friðrik, f. 22.7. 2004.
2) Hilmar Þór, f. 9.5. 1973, kvæntur Sædísi Gunnarsdóttur, f. 1.2. 1974. Börn þeirra eru Kristrún, f. 15.1. 1999, og Hilmar Smári, f. 20.5. 2001.
3) Valgerður, f. 14.12. 1977, í sambúð með Þorgils Herði Hallgrímssyni, f. 16.7. 1978. Dóttir þeirra er Valdís Eva, f. 17.11. 2006. Sonur Þorgils er Hallgrímur, f. 3.9. 2001.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the child of
Hilmar Kristjánsson (1948-2008) frkvst Stíganda
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Hilmar Kristjánsson (1948-2008) frkvst Stíganda
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Hilmar Kristjánsson (1948-2008) frkvst Stíganda
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Hilmar Kristjánsson (1948-2008) frkvst Stíganda
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the spouse of
Hilmar Kristjánsson (1948-2008) frkvst Stíganda
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 20.6.2017
Language(s)
- Icelandic