Leysingjastaðir í Þingi

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Leysingjastaðir í Þingi

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(1000)

History

Leysingjastaðir I er fornbýli ef dæma má út frá nafninu. Bærinn stendur vestan við örlágan ás sem Hagavegur liggur eftir, stutt frá Hópinu. Tún austur, norður og vestur frá bæ, engjar austan Vatnsdalsár. Beitiland er norður og austur frá túni nálega allt graslendi. Áður mest mýrar, nú svo til allt framræst, ræktunarskilyrði mjög góð. Jörðin hefur lengi verið bændaeign. Sem stendur að mestu nýtt frá Leysingjastöðum II. Íbúðarhúsbyggt 1947 464 m3. Fjós fyrir 24 gripi með mjólkurhúsi og haughúsi. Fjárhús yfir 260 fjár. Hesthús fyrir 10 hross. Hlöður 700 m3. Vothey 85 m3. Geymsla 95 m3. Tún 33 ha. Veiðiréttur í hópinu og Vatnsdalsá.

Leysingjastaðir II. Jörðin er byggð út úr landi Leysingjastaða af Jónasi og Ingibjörgu. Bærinn stendur við sama hlað og Leysingjastaðir. Tún austur, vestur og suður frá bænum. Engjar austan Vatnsdalsár, nú að nokkru ræktaðar. Beitiland suður og austur frá túni að mestu framræst.
Íbúðarhúsbyggt 1965 330 m3. Hlaða 1600m3 að nokkru notað sem fjárhús. Tún 34,3 ha. Veiðiréttur í hópinu og Vatnsdalsá.

Places

Sveinsstaðahreppur; Þing; Rústarhólmi; Hópið: Haginn; Ásinn; Steintjörn; Landengjatún; Hestakrókur; Fornistekkur; Fornastekkskvísl [Langhólmakvísl]; Leysingjastaðagarður; Meginkvísl; Saurhólmi; Seigur, sem nú er að mestu leyti samvaxinn Saurhólma; Þingeyraklaustur; Hagavegur; Vatnsdalsá;

Legal status

Rafmagn kom að Leysingjastöðum árið 1965. Fram að þeim tíma var yfirleitt notast við steinolíulampa og kerti til lýsingar, en við eldamennsku og bakstur var notuð forláta kokseldavél.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Ábúendur;

<1890-1925- Guðjón Ingvi Jónsson 9. nóv. 1860 - 5. júlí 1930. Bóndi á Leysingjastöðum. Kona hans; Steinunn Pálsdóttir 30. ágúst 1857. Var á Gilsstöðum, Undirfellssókn, Hún. 1860.

1925-1932- Jón Þorsteinn Jónsson 9. apríl 1895 - 17. ágúst 1982 Verkamaður. Síðast bús. í Reykjavík. og fyrri kona hans; Engilráð Hallgrímsdóttir 5. maí 1886 - 10. desember 1961 Húsfreyja á Leysingjastöðum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja.

1932- Guðmundur Halldór Jónsson 8. nóvember 1904 - 21. janúar 1983 Bóndi á Brekku, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Heimili: Litla-Giljá. Var á Leysingjastöðum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Bóndi þar. Kona hans; Oktavía Bergmann Jónasdóttir 14. júní 1912 - 2. ágúst 1989 Lausakona á Hofi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Leysingjastöðum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Húsfreyja þar. Síðast bús. í Blönduóshreppi, frá Marðarnúpi í Vatnsdal, frábærri konu að dugnaði og mannkostum.

1965-1973- Jónas Halldórsson 10. maí 1936 - 25. ágúst 1973 Var á Leysingjastöðum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Bóndi. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi. Kona hans; Ingibjörg Dórotea Baldursdóttir 22. des. 1945. Var á Hólabaki, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957.

um1973- Hreinn Magnússon 28. maí 1931 og kona hans; Hjördís Jónsdóttir 27. mars 1934 Leysingkastöðum

General context

Landamerkjaskrá fyrir Leysingjastöðum í Sveinsstaðahreppi.

Að sunnan úr vörðu við keldudrag það, sem glöggsjeð er, skammt fyrir norðan Rústarhólma, og liggur niður að Hópinu, beint í aðra vörðu austur á Haganum, þá sömu línu beint í stóran stein við veginn á Ásnum, og er steinn sá merktur L., síðan beina línu frá nefndum steini yfir norðurenda Steintjarnar í snidduvörðu, sem hlaðin er á Landengjatúni. Að norðan ræður bein lína úr Hestakrók og vestur í Hóp, og er við Hópið hlaðin upp merkjavarðaúr grjóti, úr nefndum Hestakrók ræður ennfremur bein lína yfir Hagann í svo nefndan Fornastekk, þá ræður Fornistekkjarkvíslin, öðru nafni Langhólmakvísl, merkjum fram að skurði, sem, er rjett fyrir sunnan svo kallaðan Leysingjastaðagarð, og er við skurðinn hlaðinn merkjavarða, frá nefndri vörðu ræður bein lína til austurs í aðra vörðu, sem hlaðin er á Meginkvíslar bakkanum, að austanverðu ræður meginkvíslin merkjum, að öðru leyti en því, að fyrir austan Meginkvíslina eiga Leysingjastaðir hólmann Seig, sem nú er að mestu leyti samvaxinn Saurhólma, glöggsjeð starardrag ræður þar merkjum.

Leysingjastöðum, 28. maí 1890.
Guðjón Jónsson, eigandi Leysingjastaða.
Landamerkjaskrá þessi samþykkist hjer með:
Steinnesi, 7. júní 1890.
Bjarni Pálsson, prestur í Þingeyraklaustursbrauði.
Þingeyrum, 8. júní 1890,
Jón Ásgeirsson, eigandi Þingeyrar.
B.G. Blöndal, umboðsmaður Þingaeyrakl.jarða.

Lesið upp á manntalsþingi að Sveinsstöðum, hinn 27. maí 1891, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 233, fol. 121.

Relationships area

Related entity

Jón Þorsteinn Jónsson (1895-1982) Leysingjastöðum (9.4.1895 - 17.8.1982)

Identifier of related entity

HAH05760

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi þar

Related entity

Jón Ásgeir Þorsteinsson (1910-1987) Holti (14.06.1910 - 13.5.1987)

Identifier of related entity

HAH05508

Category of relationship

associative

Dates of relationship

14.6.1910

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Jóhann Jóhannsson (1856-1928) Valdasteinsstöðum (5.12.1856 - 22.9.1928)

Identifier of related entity

HAH05324

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Hjú þar 1901

Related entity

Þingeyrakirkja (1864 -)

Identifier of related entity

HAH00633

Category of relationship

associative

Dates of relationship

27.5.1891

Description of relationship

Sameiginleg landamerki

Related entity

Þingeyrar ((1000))

Identifier of related entity

HAH00274

Category of relationship

associative

Dates of relationship

27.5.1891

Description of relationship

Sameiginleg landamerki

Related entity

Hagi - Norðurhagi í Þingi ((1950))

Identifier of related entity

HAH00500

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Sveinsstaðahreppur 1000-2005 (1000-2005)

Identifier of related entity

HAH10031

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Páll Guðjónsson (1890) Vesturheimi, frá Leysingjastöðum, (30.4.1890 -)

Identifier of related entity

HAH06148

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Björn Olsen Guðjónsson (1892) frá Leysingjastöðum, (13.11.1892)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Sigríður Þorleifsdóttir (1836-1907) Kjörvogi frá Hjallalandi (11.11.1836 - 31.12.1907)

Identifier of related entity

HAH06791

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar 1840 og 1845

Related entity

Lárus Jakobsson (1892-1967) Leysingjastöðum ov. (12.10.1892 - 27.2.1967)

Identifier of related entity

HAH09248

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

fjármaður þar 1930

Related entity

Sigríður Karitas Jónsdóttir (1854-1925) frá Steinnesi (30.11.1854 - 20.11.1925)

Identifier of related entity

HAH06654

Category of relationship

associative

Type of relationship

Sigríður Karitas Jónsdóttir (1854-1925) frá Steinnesi

is the associate of

Leysingjastaðir í Þingi

Dates of relationship

Description of relationship

var þar 1880

Related entity

Jón Ólafsson (1865-1941) Másstöðum (29.7.1865 - 16.12.1941)

Identifier of related entity

HAH05676

Category of relationship

associative

Type of relationship

Jón Ólafsson (1865-1941) Másstöðum

is the associate of

Leysingjastaðir í Þingi

Dates of relationship

Description of relationship

þar 1880

Related entity

Jónas Halldórsson (1936-1973) Leysingjastöðum (10.5.1936 - 25.8.1973)

Identifier of related entity

HAH05807

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jónas Halldórsson (1936-1973) Leysingjastöðum

controls

Leysingjastaðir í Þingi

Dates of relationship

1947-1973

Description of relationship

barn þar og síðar bóndi

Related entity

Ingibjörg Jónsdóttir (1831-1894) Umsvölum (5.1.1831 - 28.12.1894)

Identifier of related entity

HAH06694

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ingibjörg Jónsdóttir (1831-1894) Umsvölum

controls

Leysingjastaðir í Þingi

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Oktavía Bergmann Jónasdóttir (1912-1989) Leysingjastöðum (14.6.1912 - 2.8.1989)

Identifier of related entity

HAH06942

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1938

Description of relationship

Húsfreyja þar, keyptu jörðina 1938 en hófu ekki búskap þar fyrr en 1947

Related entity

Halldóra Ívarsdóttir (1887-1967) Aralæk (12.3.1887 - 19.10.1967)

Identifier of related entity

HAH04709

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Halldóra Ívarsdóttir (1887-1967) Aralæk

controls

Leysingjastaðir í Þingi

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Guðjón Jónsson (1860-1930) Leysingjastöðum (9.11.1860 - 5.7.1930)

Identifier of related entity

HAH03898

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðjón Jónsson (1860-1930) Leysingjastöðum

controls

Leysingjastaðir í Þingi

Dates of relationship

um1890

Description of relationship

fyrir 1890 til 1925

Related entity

Halldór Jónsson (1904-1983) Leysingjastöðum (8.11.1904 - 21.1.1983)

Identifier of related entity

HAH04041

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Halldór Jónsson (1904-1983) Leysingjastöðum

controls

Leysingjastaðir í Þingi

Dates of relationship

1938

Description of relationship

Keypti jörðina 1938 en hóf ekki búskap þar fyrr en 1947

Related entity

Engilráð Hallgrímsdóttir (1886-1961) Leysingjastöðum (5.5.1886 - 10.12.1961)

Identifier of related entity

HAH03320

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1925

Description of relationship

1925-1932

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00260

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 12.3.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 233, fol. 121. 27.5.1891
Húnaþing II bls 317
Húnaþing II bls 318

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places