Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Neskirkja Reykjavík
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
14.4.1957 -
History
Nesprestakall nær yfir byggðina í Vesturbænum sunnan Hringbrautar, frá Skerjafirði sem tilheyrir því og að mörkum Seltjarnarness. Íbúar í sókninni eru um 11 þúsund og er Nesprestakall næstfjölmennast í Reykjavík, á eftir Grafarvogsprestakalli.
Nesprestakall var stofnað 1940 ásamt Laugarnes - og Hallgrímsprestaköllum. Fram að þeim tíma var Dómkirkjan sóknarkirkja allra Reykvíkinga
sem tilheyrðu Þjóðkirkjunni. Var landsvæðið sem tilheyrði prestakallinu nokkuð stórt. Eða eins og stóð í lögum „liggur Nesprestakall að hinum prestaköllunum þremur og nær yfir land Reykjavíkurbæjar vestan Reykjanesbrautar, Seltjarnarnes og Engey.“
Fyrsti prestur safnaðarins, sr. Jón Thorarensen, kom til starfa í byrjun ársins 1941.
Safnaðarstarfið fór fyrst fram í Háskólakapellunni og í skólanum á Seltjarnarnesi.
Kirkjan sjálf var vígð pálmasunnudag 1957. Arkitekt kirkjunnar var Ágúst Pálsson, húsameistari. Fyrir nokkrum árum var kirkjan friðuð hið ytra en hún er fyrsta kirkja landsins sem ekki lýtur hefðbundnum stíl í arkitektúr.
Í kirkjunni er að finna tvö glerverk eftir Gerði Helgadóttur, annað í forkirkju og hitt í kór kirkjunnar.
Árið 1999 var nýtt orgel tekið í notkun og um leið voru gerðar nokkrar breytingar á kirkjunni hið innra.
Places
Seltjarnarnes;
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Kir
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 27.2.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Guðmundur Paul http://www.kirkjukort.net/kirkjur/neskirkja_0231.html