Maríubær og Fögruvellir Blönduósi

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Maríubær og Fögruvellir Blönduósi

Parallel form(s) of name

  • Maríubær Blönduósi 1909
  • Fögruvellir Blönduósi 1924
  • Benediktshús 1892-1901
  • Guðmundarbær 1933
  • Máfaberg (Mágaberg)

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1892 -

History

Benediktshús 1892-1901. Guðmundarbær 1933. Máfaberg [Mágaberg].
Maríubær 1909 - Fögruvellir 1924 sitthvor bærinn á sömu torfu.

Places

Blönduós gamlibærinn við Blöndubyggð

Legal status

Functions, occupations and activities

Byggt 1892 af Benedikt Péturssyni. Virðist hafa fengið munnlegt leyfi prests fyrir lóðinni. Benedikt var fæddur á Hjaltabakk 24.1.1838 hafði búið út í Refasveit um tíma og síðan á Skagaströnd. Hann var búinn aðmissa konu sína frá mörgum börnum og hætti búskapnum, en lagði fyrir sig járnsmíðar. Dóttir hans Hólmfríður Metta var ráðskona hjá föður sínum. Hún var tvítug, er þau settust að á Blönduósi, en yngsti bróðir hennar 5 ára. Eitt barna Benedikts var Sigurjón er lengi bjó í Guðrúnarhúsi og stundaði líka smíði.

Presti þótti ástæða til að gera athugasemd við Benedikt í húsvitjunarbók sína 1893.
„Þegar presturinn spurði um húslestra, hvort þeir væru tíðkaðir, kom í ljós að á því var mikill misbrestur. Sýndi hann fram á hve slík vanræksla sómdi illa kristnum mönnum. Einkum átti hann alvarlegt samtal við Benedikt, sem hefur mörgum börnum forsjá að veita. Var áminningum hans dauflega tekið af manni þessum, en allstaðar annarsstaðar vel“ [Hólmfríður er síðar ráðskona hjá Birni Þórðarsyni settum sýslumanni og síðar ráðherra].
Benedikt bjó í húsi sínu til 1909, en þá verða eigendaskipti á húsinu og formlegur lóðasamningur.

Zophonías Hjálmsson mældi út lóðina 26.4.1909. Hún varfrá austri til vesturs að meðaltali 44 álnir en frá norðri til suðurs 54 álnir samtals 936 m2.
Lóðarsamningurinn var undirskrifaður 1.5.1909 við Kristmund Jónsson.
Takmarkast lóðin af árbakkanum að norðan, en af skurðum á aðrar hliðar.
Kristmundur dó skömmu síðar 16.2.1910, þá flytur Jakob Bergstað Lárusson smiður í bæinn en María er þar áfram.
Húsinu er lýst þannig í fasteignamati 1916: Bær 14 x 7 álnir hæð 5 álnir. Með torfveggjum og torfþaki, en einum þilstafni. Engin vatnsleiðsla. (Hún hefur líklega komið 1918). Lóðin sögð 180 ferfaðmar og aðeins notuð til mótektar.

Ýmsir leigjendur voru næstu árin í húsi Maríu, þó hún byggi þar einnig. Lengi var hjá henni Þorbjörg Magnúsdóttir með fósturson sinn Ragnar Einarsson.
1924 flytja þau í hús Þorfinns Jónatanssonar [Sólheima] en Guðmundur Agnarsson tengdasonur Þorfinns flytur að Fögruvöllum en svo er farið að kalla húsið uppfrá því. Guðmundur bjó þar til æviloka 1969.
María lét byggja sér lítið hús úr timbri 3,3 x 3 metrarvið bæinn. Var þetta þiljaður skúr með eldavél. Hún hafði áður látið Snjólaugu Baldvinsdóttur hafa skák úr lóð sinni undir ámóta skúr, sem áður hafði verið smiðja Einars í Einarsnesi.

Fögruvelli endurbyggðu Agnar, sonur Guðmundar og Sigurgeir Magnússon tengdasonur hans og kölluðu nýja húsið Mágaberg (Máfaberg). Húsið stóð autt í mörg ár og endaði lífdaga sína sem brunaæfing Slökkviliðsins sumarið 2014 og rifið í kjölfarið.

Mandates/sources of authority

1.5.1909 gerir Kristmundur lóðarsamning.Lóðin er 2376 ferálnir [912 m2]. Lóðin markast af skurðum á þrjár hliðar, en af Blöndubakkanum að norðan. Bær er byggður á lóðinni. Tekið er fram að áin geti valdið skemmdum á lóðinni í flóðum.

  1. janúar 1938 fær Guðmundur Agnarsson 0,64 ha. Lóð er takmarkast af ræktunarlóð Eyþórs Guðmundssonar að norðan, gömlum skurði að sunnan og austan, en af lóð Agnars Guðmundssonar að vestan.

Internal structures/genealogy

1892-1909- Benedikt Pétursson beykir, ekkill, f. 24. jan. 1838, sjá Möllersfjós.
Börn hans;
1) Benidikt Jakob (1887-1938). Sjá Kristófershús.
2) Hólmfríður Metta Benediktsdóttir (1872-1953). Sjá Kristófershús.

1909 og 1951- Ólafía (Ólína) María Guðmundsdóttir f. 9. sept. 1877 Óspakseyri, d. 23. júlí 1954. Sjá Böðvarshús 1910. Maki 4. jan. 1907; Kristmundur Líndal Jónsson f. 11. júní 1867, d. 16. febr. 1910, frá Auðólfsstöðum,
Börn þeirra;
1) Guðjón (1907-1995). Vinnumaður á Másstöðum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Hofi, Áshr., A-Hún. 1957. Vinnumaður á Másstöðum og í Hvammi í Vatnsdal. Ókvæntur.
2) Andrea Kristín (1908-1992) sjá Jaðar,
3) Elínborg Margrét (1909-1996) sjá Jaðar/Landsenda.

1910- Jakob Lárusson Bergstað trésmiður, f.  12. apríl 1874 d. 26. nóv. 1936, sjá Litla-Enni.
Hjú 1910; Þuríður Einarsdóttir (1896-1979) sjá Sandgerði.

1920- Elín Þorbjörg Magnúsdóttir f. 13. jan. 1852 frá Blöndubakka, sjá Halldórshús utan ár.
Fósturbarn 1920;  
Jónas Ragnar Einarsson (1898-1971) sjá Kistu og hér fyrir neðan.

1920- Sigurður Pétur Íshólm Klemensson f. 30. mars 1894 d. 26. júlí 1970, maki; Kristjana Erlendsdóttir f. 12. sept. 1894 d. 15. júní 1938, Rvík. Bróðir Súsönnu í Hemmertshúsi.
Seinnikona Sigurðar; Elísabet Halldórsdóttir 13. sept. 1900 - 10. mars 1967. Var í Magnússkógum, Hvammssókn, Dal. 1901. Vinnustúlka í Mjóstræti 8, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Börn hans og Kristjönu;
1) Þórður Sigurðsson, f. 13.8. 1917, d. 21.5. 1988. Síðast bús. í Reykjavík. Var á Öldugötu 61, Reykjavík 1930. Móðursystir: Magnea Guðrún Erlendsdóttir.
2) Sigurður Klemens (1919-1980). Sjómaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
3) Þórunn Dagný Karlsen (1920-2017). Var á Haðarstíg 4, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
4) Haraldur Íshólm (1923-1942). Tökubarn á Efri-Gegnishólum, Gaulverjabæjarsókn, Árn. 1930. Sjómaður, síðast á flutningaskipinu S.S. Induna sem sökkt var við Múrmansk 30. mars 1942. Drukknaði með bresku skipi sem skotið var niður. Morgunblaðið, 31. tölublað (01.02.2004), bls. 2. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3507528
5) Ragna Ester Sigurðardóttir Vickers, 31. maí 1927 - 14. okt. 2002. Var á Haðarstíg 4, Reykjavík 1930. Fluttist til Bandaríkjanna 1946. Tók upp nafnið Radna Esther Vickers. M2: Arthur Vickers, 7.7.1927-5.1985.
Uppeldisdóttir;
6) Ingibjörg Sigríður Hjaltadóttir, f. 22.11. 1956, maki Úlfar Pálmi Hillers, f. 3.5. 1953. Móðir hans; Ingibjörg Hillers Þorvaldsdóttir (1918-2005) Selfossi
Börn hans og Elísabetar;
1) Halldór Sigurðsson, f. 11.7. 1934, kvæntur Hanne Hintze, f. 4.8. 1937,
2) Haraldur Sigurðsson, f. 31.8. 1947, kvæntur Ólöfu Halldórsdóttur, f. 5.7. 1949.
Faðir hans, ekkill 1920; Klemens Ólafsson f. 23. júlí 1847 d. 26. ág. 1925. Bóndi í Kurfi undir Brekku á Skagaströnd. Maki 7. ágúst 1880; Þórunn Björnsdóttir f. 25.des. 1849 d. 28. júní 1919, Kurfi undir Brekku á Skstr, sjá Hemmertshús.

1920- Einar Jónsson f. 27. jan. 1862 Illugastöðum á Vatnsnesi, d. 6. maí 1944, Zóphoníasarhús 1941, áður bóndi Blöndubakka, sambýliskona; Margrét Sesselja Björnsdóttir f. 28. jan. 1861 Höskuldsstaðasókn, d. 17. mars 1929.
Börn þeirra;
1) Jón Ágúst (1895-1965). Sjómaður í Reykjavík 1945. Bryti.
2) Hannes Sigurður (1896-1940). Stýrimaður í Reykjavík.
3) Jónas Ragnar (1898-1971) sjá Kistu,
4) Ragnheiður (1899-1910),
5) Guðrún Helga (1900-1994), sjá Zophoníasarhús,
6) Björn Ebenharð (1903-1904).
7) Guðmundur Jóhannes (1904-1905).

1924-1969- Guðmundur Frímann Agnarsson f. 20. maí 1898 Hnjúkum, d. 11. maí 1969, maki 23. apríl 1919; Sigurunn Þorfinnsdóttir f. 16. okt. 1898,d. 22. apríl 1974 sjá Sólheima.
Börn þeirra;
1) Kristín Jóhanna (1918-1987) sjá Samkomuhús,
2) Agnar Bragi (1919-1989) sjá Bala,
3) Sigþór (1931-2008).

1947- Ósk Sigurðardóttir (1920-2014) sjá Agnarsbæ, dóttir hennar með  Gunnari Einari Jakobssyni (1920-1987). Var á Rauðarárstíg 10, Reykjavík 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
1) Guðrún Sigríður Gunnarsdóttir (1942) Rvk.

Kristbjörg Pétursdóttir (1882-1974) sjá Grænumýri.
Guðrún Jónína Þorfinnsdóttir (1895-1994) Holti á Ásum og Hnjúkum.

General context

Relationships area

Related entity

Klara Hall (1911-1997) Litla-Enni (5.8.1911 - 7.2.1997)

Identifier of related entity

HAH07763

Category of relationship

associative

Dates of relationship

5.8.1911

Description of relationship

líklega fædd þar

Related entity

Kristín Kristmundsdóttir (1908-1992) Jaðri Blönduósi (13.10.1908 - 25.11.1992)

Identifier of related entity

HAH02289

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar 1909

Related entity

Ragnar Einarsson (1898-1971) Hvammstanga (11.3.1898 - 26.8.1971)

Identifier of related entity

HAH05686

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

fósturbarn þar 1920

Related entity

Kristín Guðmundsdóttir(1918-1987) Mágabergi Blönduósi (30.3.1918 - 30.12.1987)

Identifier of related entity

HAH06077

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1924

Description of relationship

barn þar

Related entity

Blöndubyggð Blönduósi (1876 -)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1892

Description of relationship

Hét fyrst Benediktsbær

Related entity

Snjólaug Baldvinsdóttir (1861-1949) Blönduósi (3.7.1875 - 3.9.1960)

Identifier of related entity

HAH04958

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1927

Description of relationship

Snjólaug fékk leigðan 100 ferálna blett á lóð Maríu og býr þar í bæ sínum til 1937 að hún selur bæinn. Var áður smiðja Einars á Einarsnesi

Related entity

Jakob Lárusson Bergstað (1874-1936) Litla-Enni (12.4.1874 - 26.11.1936)

Identifier of related entity

HAH04895

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar í mt 1910

Related entity

Torfalækjarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00566

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Guðrún Jónína Þorfinnsdóttir (1895-1994) Hnjúkum (9.11.1895 - 1.12.1994)

Identifier of related entity

HAH01326

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

þar í mt 1947

Related entity

Sigþór Guðmundsson (1931-2008) Höfn í Hornafirði (17.7.1931 - 7.5.2008)

Identifier of related entity

HAH01990

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Agnar Bragi Guðmundsson (1919-1989) Sólheimum Blönduósi (17.8.1919 - 5.11.1989)

Identifier of related entity

HAH01012

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Blönduós- Gamlibærinn (26.6.1876 -)

Identifier of related entity

HAH00082

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1892

Description of relationship

við núverandi Blöndubyggð

Related entity

Þorbjörg Magnúsdóttir (1852-1929) Maríubæ Blönduósi ov (13.1.1852 - 15.3.1929 jarðsett)

Identifier of related entity

HAH03209

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

þar í mt 1920

Related entity

Elínborg Kristmundsdóttir (1909-1996) Kjalarlandi (10.10.1909 - 15.1.1996)

Identifier of related entity

HAH03231

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1909

Description of relationship

líklega fædd þar

Related entity

Guðjón Kristmundsson (1907-1995) Hvammi í Vatnsdal ov (31.3.1907 - 22.12.1995)

Identifier of related entity

HAH01267

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1909

Description of relationship

barn þar

Related entity

Guðmundur Frímann Agnarsson (1898-1969) Mágabergi (20.5.1898 - 11.5.1969)

Identifier of related entity

HAH01277

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðmundur Frímann Agnarsson (1898-1969) Mágabergi

controls

Maríubær og Fögruvellir Blönduósi

Dates of relationship

Description of relationship

1924-1969 síðast ár meginn við veginn, rifið 2014 nefndist þá Máfaberg

Related entity

Einar Jónsson (1862-1944) Blöndubakka (27.1.1862 - 6.5.1944)

Identifier of related entity

HAH03115

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Einar Jónsson (1862-1944) Blöndubakka

controls

Maríubær og Fögruvellir Blönduósi

Dates of relationship

Description of relationship

þar í mt 1920, gæti hafa búið þar til 1924

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00121

Institution identifier

IS HAH-Blö

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 21.5.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ Býlaskrá Blönduóss 1876 - 1957
Upplýsingar um lóðamörk eru fengnar frá Jóni Arasyni (1949) í Skuld.
Skilningur á staðsetningu er alfarið minn. GPJ

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places