Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Miklabæjarkirkja í Blönduhlíð
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
1973 -
History
Miklabæjarkirkja er í Miklabæjarprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Miklibær í Blönduhlíð hefur verið prestssetur um aldaraðir.
Fyrstu heimildir geta um kirkju og prest í Miklabæ í tíð Sturlunga árið 1234, þegar Kolbeinn ungi lét vega þar Kálf Guttormsson og Guttorm djákna, son hans. Næstu heimildir um kirkjuna eru í Örlygsstaðabardaga árið 1238. Á Örlygsstöðum, skammt frá, var mikill bardagi, þegar Sighvatur Sturluson og Sturla Sighvatsson, sonur hans, mættu þar Kolbeini unga og Gissuri Þorvaldssyni. Bardaganum lauk með sigri Kolbeins og Gissurar og Sighvatur og Sturla féllu báðir. Eftir að þeirra féllu flýðu margir úr liðinu í kirkjuna á Miklabæ og flestir fengu grið.
Kirkjan á Miklabæ var helguð Ólafi helga Noregskonungi, sem dó 1030. Hann er verndardýrlingur Noregs. Tákn hans eru bikar eða ríkisepli, tákn valdsins, og öxi. Ólafur sendi trúboða til Íslands og Grænlands. Eftir kristnitökuna voru margar fyrstu kirkjurnar helgaðar Ólafi.
Kirkjan sem nú stendur á Miklabæ er yngsta kirkja í Skagafirði í lúterskri trú, byggð árið 1973.
Places
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Miklibær er kirkjustaður og prestssetur í Blönduhlíð í Skagafirði. Elsta heimild um kirkju á Miklabæ er frá 1234, en í Sturlungu segir frá því að þá lét Kolbeinn ungi vega þar Kálf Guttormsson og Guttorm son hans.
Miklibær kom töluvert við sögu á Sturlungaöld, einkum í Örlygsstaðabardaga. Þar gisti Sturla Sighvatsson með hluta af liði sínu nóttina fyrir bardagann og þangað flúðu bræður hans, Kolbeinn og Þórður, og leituðu griða í kirkjunni en neyddust að lokum til að koma út og voru þá teknir og höggnir ásamt fleirum.
Þekktasti prestur sem verið hefur á Miklabæ er án efa Oddur Gíslason, (1740-1786), sem varð prestur þar 1768. Hann tók sér ráðskonu sem Solveig hét og varð hún ástfangin af honum en hann vildi hana ekki og eftir að hann kvæntist annarri konu 1777 varð Solveig sinnisveik og reyndi hvað eftir annað að fremja sjálfsmorð. Það tókst henni að lokum 11. apríl 1778, er hún skar sig á háls. Hún var jarðsett utan kirkjugarðs eins og þá var gert við þá sem förguðu sér sjálfir. Sagt var að hún gengi aftur. Nokkrum árum seinna, þann 1. október 1786, fór séra Oddur til messugjörðar á Silfrastöðum en skilaði sér aldrei aftur úr þeirri ferð. Miklar þjóðsögur urðu til um hvarf séra Odds og var sagt að Solveig hefði dregið hann og jafnvel hestinn einnig ofan í gröf sína en raunar fannst hesturinn strax morguninn eftir og í bréfi sem skrifað er 1789 kemur fram að lík séra Odds hafði fundist þá um vorið í læknum Gegni fyrir neðan bæinn.
Núverandi kirkju á Miklabæ teiknaði byggingameistarinn Jörundur Pálsson en hún var reist árið 1973 eftir að eldri kirkja brann. Í kirkjugarðinum á Miklabæ er leiði Bólu-Hjálmars Jónssonar og Guðnýjar konu hans.
Gottskálk Þorvaldsson (1741-1806), faðir Bertels Thorvaldsen myndhöggvara, var prestssonur frá Miklabæ.
Relationships area
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
Miklabæjarkirkja í Blönduhlíð
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ skráning 12.5.2020
Language(s)
- Icelandic