- HAH04055
- Einstaklingur
- 23.12.1946 -
Guðmundur Ingi Leifsson 23. desember 1946 Skólastjóri Kópavogi
Guðmundur Ingi Leifsson 23. desember 1946 Skólastjóri Kópavogi
Guðmundur Sigurgeirsson (1967)
Guðmundur Jóhann Sigurgeirsson 6. ágúst 1967 Kópavogi
Guðmundur Jónsson (1868-1904) Auðólfsstöðum
Guðmundur Jóhannes Jónsson 23. apríl 1868 - 28. apríl 1904 Bóndi á Auðólfsstöðum.
Guðmundur Jónasson Bergmann (1869-1954) Tjörn Manitoba
Guðmundur Bergmann Jónasson 25. september 1869 - 14. maí 1954 Var í Rófu, Staðarbakkasókn, Hún. 1870. Með föður í Litlutungu, Staðarbakkasókn, Hún. 1880. Vinnumaður á Auðunnarstöðum, Víðidalstungusókn, Hún. 1890. Fór til Vesturheims 1900. Var í Selkirk, Manitoba, Kanada 1916. Bóndi á Tjörn í Geysir, Manitoba, Kanada. Síðast bús. í Gimli, Manitoba, Kanada.
Guðmundur Jónsson (1885-1946) Vesturhópshólum
Guðmundur Jónsson 14. júní 1885 - 26. mars 1946 Bóndi á Vesturhópshólum, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Bóndi í Vesturhópshólum, V-Hún.
Guðmundur Karl Ellertsson (1972) Blönduósi
Guðmundur Karl Ellertsson 19. ágúst 1972 símsmiður Blönduósi.
Guðmundur Ólafsson (1941-2012) Náttúrufræðingur
Guðmundur Páll Ólafsson 2. júní 1941 - 30. ágúst 2012 Náttúrufræðingur, náttúruljósmyndari og náttúruverndarsinni, rithöfundur og fyrirlesari, bús. í Stykkishólmi. Hlaut fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir störf sín. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 30. ágúst 2012.
Útför Guðmundar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 6. september 2012, og hefst athöfnin kl. 15.
Guðmundur Pálsson (1886-1976) Sjómaður á Jaðri í Höfðakaupstað
Guðmundur Pálsson 1. desember 1886 - 14. desember 1976 Útgerðarmaður í Skagastrandarkaupstað 1930. Sjómaður á Jaðri í Höfðakaupstað , Höfðahr., A-Hún. Var í Karlsminni, Höfðahr., A-Hún. 1957. Ókvæntur og barnlaus.
Guðmundur Scheving (1861-1909) Læknir Hólmavík
Guðmundur Scheving Bjarnason 27. júlí 1861 - 24. janúar 1909 Var í foreldrahúsum í Noisomhed, Vestmannaeyjasókn 1870. Læknir í Liverpool, Dvergasteinssókn, N-Múl. 1890. Héraðslæknir á Hólmavík. Læknir Liverpool Seyðisfirði 1890. Barnlaus.
Guðmundur Sigurðsson (1845-1919) Vatnshlíð
Guðmundur Sigurðsson 10. mars 1845 - 26. maí 1919 Vinnumaður í Þverárdal, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1870. Bóndi í Vatnshlíð á Skörðum, A-Hún.
Guðmundur Sigurðsson (1853-1928) Fossum í Svartárdal
Guðmundur Sigurðsson 14. febrúar 1853 - 28. mars 1928 Bóndi á Fossum í Svartárdal.
Guðmundur Sigurðsson (1875-1923) Svertingsstöðum
Guðmundur Sigurðsson 26. mars 1875 - 14. janúar 1923 Bóndi á Svertingsstöðum í Miðfirði, V-Hún. og síðar kaupfélagsstjóri á Hvammstanga. Giftingarár hans er rangt í ÍÆ. Einbirni.
Guðmundur Sigurðsson (1876-1956) Klæðskeri
Guðmundur Sigurðsson 18. september 1876 - 21. júní 1956 Var á Nýjabæ, Arnarbælissókn, Árn. 1880. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Ekkill Bergstaðastræti 11a, 1920. Klæðskeri í Bergstaðastræti 11 a, Reykjavík 1930.
Stefán Þórhallsson (1931-2020) Syðri-Ánastöðum
Guðmundur Stefán Þórhallsson 17. apríl 1931 Var á Syðri-Ánastöðum, Kirkjuhvammshr., V-Hún. 1957. Slökkviliðsstjóri og Hafnarstjóri á Hvammstanga.
Guðmundur Sveinsson (1868-1945) Enniskoti
Guðmundur Sveinsson 4. september 1868 - 15. júlí 1945 Lausamaður í Enniskoti í Víðidal 1901. Daglaunamaður í Vestmannaeyjum 1930. Flutti til Vesturheims frá Kóngsgarði, bróðir Sigurbjörns rithöfundar. Ólst upp í Enniskoti. Leysingjastöðum 1910
Guðmundur Tómasson (1870-1909) Ljótshólum
Guðmundur Tómasson 22. nóvember 1870 - 13. mars 1909 Bóndi á Ljótshólum, Auðkúlusókn, Hún. 1901, bl.
Gunnar Dagbjartsson 22. nóvember 1950 húsasmíðameistari og formaóur Meistarafélags húsasmiða
Ásgeir Pétursson (1922-2019) Bæjarfógeti Kópavogi
Lögfræðingur, ráðuneytisstarfsmaður, sýslumaður í Mýrar- og Borgarfjarðarsýslu, bæjarfógeti í Kópavogi og varaþingmaður. Var á Suðurgötu , Reykjavík 1930. Gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum.
Guðmundur Þorkelsson (1846-1919) Miðgili
Guðmundur Þorkelsson 4. maí 1846 - 27. desember 1919 Bóndi á Miðgili, Engihlíðarhr. og víðar í A-Hún. Talinn bóndi í Barkarstaðagerði í Svartárdal, A-Hún. 1879. Húsbóndi, bóndi á Torfastöðum, Bergsstaðasókn, Hún. 1880. Húsbóndi á Refsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1890.
Guðný Guðmundsdóttir (1868-1951) Króki
Guðný Kristín Guðmundsdóttir 19. janúar 1868 - 9. ágúst 1951 Var í Borgarhöfn, Kálfafellsstaðarsókn, A-Skaft. 1870. Húsfreyja í Króki.
Guðný Hjartardóttir (1884-1956) Litla-Enni
Guðný Ragnhildur Hjartardóttir 25. ágúst 1884 - 15. október 1956 Húsfreyja á Litla-Enni, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Litla-Enni, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1920.
Ada Severson (1906-1985) N-Dakota
Ada Severson 28.7.1905 - 24.7.1985 [Arnbjörg Gísladóttir Samson], dáin í Cornelius Washington Oregon. Jarðsett í Fir Lawn Cemetery Hillsboro, Washington, Oregon, United States of America. Park River, Park River City, Walsh, North Dakota, United States 1940. Skírð 3.9.1905, Evangelical Lutheran Church, Gardar, Pembina, North Dakota
Christiana Finnsson (1906) Þórshöfn í Færeyjum
Christiana Helena Finnsson 7.1.1906 Þórshöfn í Færeyjum
Gestur Arnarsson (1962) Brandaskarði
Gestur Arnarson 1. ágúst 1962 Brandaskarði
Brynleifur Steingrímsson (1929-2018) Læknir
Hásteinn Brynleifur Steingrímsson 14. september 1929 - 24. apríl 2018 Héraðslæknir og yfirlæknir á Selfossi. Var á Blönduósi 1930. Síðast bús. í Kópavogi. Gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum.
Hann fæddist 14.9. 1929 á Blönduósi og lést á Landakotsspítala 24. apríl 2018.
Útför Brynleifs fór fram frá Fossvogskirkju, 4. maí 2018, kl. 15.
Guðríður Helgadóttir (1921) Austurhlíð
Guðríður Bjargey Helgadóttir 16. mars 1921 Var á Núpsöxl, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Austurhlíð.
Guðríður Einarsdóttir (1831-1907) Keldulandi
Guðríður Einarsdóttir 18. október 1831 - 20. september 1907 Var á Veðramóti í Gönguskörðum, Skag. 1835. Húsfreyja á Keldulandi á Skaga.
[á íslendingabók er hún sögð húsfreyja á Keldunesi á Kjálka.]
Unnur Brynja Guðmundsdóttir 3. október 1971 skrifstofumaður hjá KH. Leikskólakennari í Reykjavík. Einkabarn foreldra sinna.
Guðríður Jónsdóttir (1820) Kárdalstungu
Guðríður Jónsdóttir 13. október 1820 Sennilega sú sem var vinnuhjú í Þórormstungu, Grímstungusókn, Hún. 1845. Húsfreyja í Káradalstungu í Vatnsdal.
Hrefna Hinriksdóttir (1901-1979) Nýpukoti
Guðríður Hrefna Hinriksdóttir frá Jörfa, andaðist 30. okt. 1979 af afleiðingum slyss, á Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavík.
. Var í Nýpukoti, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Þorkelshólshreppi.
Útför hennar fór fram frá Blönduóskirkju 10. nóvember.
Guðrún Bjarnhéðinsdóttir (1859-1900) Halldórsstöðum í Laxárdal
Guðrún Bjarnhéðinsdóttir 16. september 1859 - 21. ágúst 1900 Var á Böðvarshólum, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1860. Kom til Húsavíkur í vist 1887, í vinnumennsku næstu árin. Húsfreyja á Halldórsstöðum í Laxárdal, Þing. 1891-1900. Saumakona Stóru-Völlum 1890.
Guðrún Björnsdóttir (1883-1970) frá Vaði í Skriðdal
Guðrún Björnsdóttir 25. maí 1883 Fór til Vesturheims 1905 frá Eiðum, Eiðahreppi, S-Múl.
Guðrún Magnúsdóttir (1899-1988) Austurhlíð
Guðrún Elísa Magnúsdóttir 24. apríl 1899 - 26. júní 1988. Húsfreyja í Austurhlíð, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Kolgröf Skagafirði o.v. Síðast bús. á Sauðárkróki.
Guðrún Erlendsdóttir (1904-1913) Auðólfsstöðum
Guðrún Erlendsdóttir 8. apríl 1904 - 11. apríl 1913. Auðólfsstöðum.
Erlendur Halldórsson (1957) Reykjavík
Erlendur Halldórsson 17.12.1957.
Ruth Gillies (1867 - 1910) Winnipeg
Ólína Guðrún Guðmundsdóttir f. 17.9.1867 - 1910. [Ruth Gillies]. Fór til Vesturheims 1878 frá Felli, Broddaneshreppi, Strand. með skipinu Osborne frá Borðeyri.
Guðrún Rafnsdóttir (1875-1932) Vesturheimi
Guðrún Ingibjörg Rafnsdóttir 10. september 1875 - 24. maí 1932 Fór til Vesturheims 1900 frá Hvalnesi í Skefilsstaðahr., Skag. Gardar, Pembina, North Dakota. Innflytjandi til Pembina, North Dakota, Canada 8.7.1900 frá Quebec, Canada með skipinu Lake Megantic. Walsh, North Dakota, United States Census 1932, jarðsett í Gardar
Guðrún Sigurðardóttir (1871) Sauðadalsá ov
Guðrún Ingibjörg Sigurðardóttir 16. apríl 1871. Breiðabólsstað 1880, óg vk Pósthússtræti 3 1901. Hólabaki 1910. Ekkja, sjúklingur í Helguhvammi 1920
Guðrún Jóhannesdóttir (23.5.1889) Bakka á Barðaströnd
Guðrún Jóhannesdóttir 23.5.1889. Bakka á Barðaströnd 1901.
Guðrún Jóhannsdóttir (1884-1958) frá Böðvarshólum
Guðrún Jóhannsdóttir 17. apríl 1884 - 15. júlí 1958. Húsfreyja í Reykjavík. Hjú á Böðvarshólum, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Grundarstíg 4 a, Reykjavík 1930.
Guðrún Bergmann Thorlacius (1831-1918) Hafsteinsstöðum Skagaf
Guðrún Jónasdóttir Bergmann Thorlacius 10. jan. 1831 - 8. feb. 1918. Húsfreyja á Hafsteinsstöðum í Staðarhr. Skag. Fór til Vesturheims 1897 frá Glaumbæ í Seyluhr., Skag.
Guðrún Jónsdóttir (1818-1902) Mosfelli ov
Guðrún Jónsdóttir 18. okt. 1818 - 24. okt. 1902. Sennilega sú sem var vinnuhjú í Litladal, Auðkúlusókn, Hún. 1845. Sólheimum 1850. Vinnukona á Mosfelli.
Guðrún Jónsdóttir (1852-1914) Kagaðarhóli
Guðrún Jónsdóttir 20. sept. 1852 - 16. júní 1914. Húsfreyja á Kagaðarhóli.
Guðrún Jónsdóttir (1864-1953) Hólabæ
Guðrún Jónsdóttir 24. des. 1864 - 8. ágúst 1953. Húsfreyja á Hólabæ, Holtastaðasókn, Hún. 1890. Húsfreyja í Ásgrímsbúð, Hofssókn, Skag. 1901. Húsfreyja á Akureyri.
Guðrún Jónsdóttir (1881-1952) Snæringsstöðum
Guðrún Jónsdóttir 12. júlí 1881 - 28. apríl 1952. Húsfreyja á Snæringsstöðum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Snæringsstöðum.
Guðmundur Helgason (1926-2017) frá Núpsöxl
Guðmundur Helgason [Mundi] 30. júní 1926 - 25. júlí 2017. Starfaði sem bílstjóri, lögreglumaður og landpóstur. Var á Núpsöxl, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. París Sauðárkróki [Freyjugata 17].
Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 25. júlí 2017. Útför Guðmundar fór fram frá Sauðárkrókskirkju, 4. ágúst 2017, klukkan 14.
Guðrún Pétursdóttir (1970) Brandsstöðum
Guðrún Karólína Pétursdóttir 5. des. 1970. Brandsstöðum
Guðrún Bebensee (1912-1994) Akureyri og Reykjavík
Guðrún Kristín Gígja Bebensee 9. apríl 1912 - 23. jan. 1994. Innanbúðarstúlka á Akureyri 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Útförin fór fram í kyrrþey.
Var nefnd Gígja framan af en síðari ár nefnist hún Guðrún og í Íslendingabók er búið að fella niður Gígju nafnið.
Kristín Hallgrímsdóttir-Grassl (1942) frá Helgavatni
Guðrún Kristín Hallgrímsdóttir-Grassl 18. jan. 1942, frá Helgavatni. München
Laufey Eggertsdóttir (1902-1991) frá Sauðadalsá
Laufey Eggertsdóttir lést 28. desember 1992. Hún var fædd á Sauðadalsá á Vatnsnesi, Vestur-Húnavatnssýslu, 2. mars 1913. Laufey ólst upp við almenn sveitastörf. Hún byrjaði ung að vinna eins og títt var til sveita. Skólanám var takmarkað enda aðeins um farskóla að ræða, sem voru 8-10 vikur á vetri og alls ekki árlega. Um framhaldsnám var ekki að ræða hjá þorra ungmenna í byggðarlaginu. Laufey vann heima fram yfir tvítugsaldur, en þá fór hún til Reykjavíkur og réði sig í vist. Hún var heppin með heimili, fólkið elskulegt og tók henni eins og hún tilheyrði fjölskyldunni.
Lárus Björnsson (1889-1987) Grímstungu
Hann var fæddur á Réttarhóli í Forsæludalskvíslum 10. desember árið 1889, en Réttarhóll var ekki neitt venjulegt býli. Faðir hans, Björn Eysteinsson, reisti þar frumstæð bæjarhús sumarið 1886 og bjó þar ásamt konu sinni, Helgu Sigurgeirsdóttur, til vorsins 1891 að hann flutti vestur að Skárastöð um í Austurdal í Miðfirði. Síðan hefur ekki verið búið á Réttarhóli og leitarmannakofi, sem þar stóðum eitt skeið, var aflagður vegna draugagangs, að því er sagt er. Um lífshlaup þeirra feðga á Réttar hóli og annars staðar eru gagnmerkar heimildir í ævisögum þeirra beggja. Lárus og Petrína í Grímstungu voru enn á unga aldri er við vorum börn. Í okkar huga voru þau ímynd þess fullkomleika og öryggis, sem ekkert gat raskað. Faðir hans bjó á ýmsum jörðum og ég held að Lárusi hafi fundist hann fá öryggið og staðfestuna í Grímstungu. Þar lést móðir hans líka. Grímstunga var hans kastali og þaðan sótti hann til velsældar og til þess að verða fjárríkasti bóndi í Húnavatnssýslu og vera með búskap á þremur jörðum. En þar var líka stutt á heiðarnar til þeirra heima er hannhafði slitið barnsskónum í og þekkti betur en nokkur annar, og það svo, að hann fór í leitir nær sviptur sýn, en lét dreng vera augun.
Lárus var alla ævi mikill sjálfstæðismaður. Hugsjónir Sjálfstæðisflokksins hæfðu vel skaphöfn hansog atorku. Það lýsir vel festu Lárusar í þessum efnum, að Hannes á Undirfelli falaðist eftir fylgi hans til þess að fella Jón á Akri. En Hannes fór bónleiður til búðar og segir um það í ævisögu sinni: "Þetta taldi ég of langt gengið, þó að ég væri móðurbróðir hans, því að hann vissi, hvað ákveðinn ég var." Dóttursonur Hannesar er Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
En nú er fjallahöfðinginn fallinn. Hann fer ekki framar á heiðina, en heiðin man hann.
Leifur Gíslason (1919-1998) Ásbúðum
Leifur Gíslason fæddist í Neðra- Nesi í Skefilsstaðahreppi 22. október 1919. Hann lést 17. febrúar síðastliðinn. Útför Leifs fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Magnús Bjarni Blöndal (1959-2001)
Magnús Bjarni Blöndal fæddist á Skagaströnd 12. janúar 1959. Hann lést í Svíþjóð 7. september síðastliðinn. Maggi var tiltölulega nýbúinn að kaupa sér harmonikku og var búinn að læra á hana og var yndislegt að hlusta og horfa á hann spila. Oftar en ekki spilaði hann lagið Blíðasti blær eftir Óðin G. Þórarinsson, sem var í miklu uppáhaldi hjá honum, enda lagið gullfallegt. Maggi átti eftir að láta nokkra af draumum sínum rætast, þ. á m. að byggja hesthús á Snæringsstöðum í Vatnsdal. Meðan hann lá á sjúkrahúsinu í Svíþjóð teiknaði hann upp draumahesthúsið sitt og hann var búinn að reikna út upp á nagla hvað hann þyrfti mikið efni og hvað allt kostaði. Maggi var mikið náttúrubarn og undi sér vel í Vatnsdalnum, sem hann sagði að væri paradís að sumri til.
Útför Magnúsar fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Magnús Björnsson (1942-2014) frá Flögu
Magnús Björnsson frá Flögu í Vatnsdal fæddist í Reykjavík 1. september 1942. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 26. febrúar 2014. Magnús ólst upp á Flögu í Vatnsdal. Magnús verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju í dag, 11. mars 2014, og hefst athöfnin kl. 11.
Magnús Blöndal Bjarnason (1924-2002) læknir Blönduósi 1970-1973
Magnús Blöndal Bjarnason fæddist á Borg í Skriðdal 1. desember 1924. Hann andaðist á lungnadeild öldrunarsjúklinga á Landakoti 31. janúar 2002.
Útför Magnúsar fór fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 11. febrúar, og hófst athöfnin klukkan 15.
Magnús Danielsson (1909-1993) Syðri-Ey
Magnús Daníelsson bóndi í Syðri-Ey fæddur 28. júní 1909 dáinn 1. júní 1993.
Árið 1930 flutti fjölskyldan að Syðri-Ey og bjó Magnús þar alla tíð síðan. Foreldrar hans, afi minn og amma, voru alla tíð þar á heimilinu og þar ólust systkinin upp og fósturbróðir.
Magnús byggði upp öll hús á Syðri-Ey, jók við tún og ræktun og önnur mannvirki.
Magnús Sveinbjörnsson (1929-2016) Hrísum í Fitjárdal
Magnús Helgi Sveinbjörnsson fæddist á Flögu í Vatnsdal 25. nóvember 1929. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 30. apríl 2016. Magnús ólst upp á Flögu í Vatnsdal og Hrísum í Fitjárdal. 1954 hóf Magnús búskap að Hrísum í Fitjárdal og bjó þar ásamt konu sinni og börnum. 1992 fluttu Magnús og Vilborg að Norðurbraut 13 á Hvammstanga og bjuggu þar til æviloka.
Útför Magnúsar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Magnús Jónsson fæddist 13. október 1927 og lést 17. júní síðastliðinn. Útför Magnúsar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Margrét Björnsdóttir (1919-1996) Stóru-Borg
Margrét Björnsdóttir fæddist á Litlu Borg í Þverárhreppi í Vestur-Húnavatnssýslu 22. mars 1919. Hún lést á Sjúkrahúsi Hvammstanga 18. ágúst 1996.
Útför Andreu fór fram frá Hvammstangakirkju 30. ágúst 1996
Margrét Hallgrímsdóttir (1920-1990)
Margrét Hallgrímsdóttir. Minning Fædd 12. janúar 1920 Dáin 31. janúar 1990 Andlátsfregn Margrétar er kvödd er hinstu kveðju í dag kom öllum er þekktu hana mjög á óvart. Margrét hafði verið hraust, að þvíer best var vitað og hélt sinni andlegu og líkamlegu reisn til síðustu stundar. Hún dó á heimili sínu "á snöggu augabragði". Heilablóðfall varð henni að aldurtila.
Margrét fæddist og ólst upp í Hafnarfirði. Þegar hjónin komu suður byggðu þau sér hús í Ytri-Njarðvík. Læknastofa hans var þar sambyggð. Það urðu mikil umskipti hjá læknishjónunum að þurfa ekki að vera til taks allan sólarhringinn allt árið um kring nema í sumarleyfum eins og áðurvar. Þau bjuggu 27 ár í Ytri-Njarðvík.
Margrét Jósefína Sigurðardóttir (1904-1996)
Margrét Sigurðardóttir fæddist á Eiðsstöðum í Blöndudal 3. janúar 1904. Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 8. apríl síðastliðinn. Margrét var að hluta til alin upp hjá þeim hjónum Sveini Geirssyni og Sigrúnu Gunnarsdóttur, sem um nokkurt skeið bjuggu í Sléttárdal í Svínavatnshreppi og leit jafnan á þau sem fósturforeldra sína. Eftir það flutti hún í öldrunaríbúð við Héraðshælið á Blönduósi ásamt Soffíu systur sinni sem þá var orðin ekkja, og héldu þær þar heimili saman. Útför Margrétar fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00
Marinó Kristinsson (1910-1994) prestur Valþjófsstað
Marinó Friðrik Kristinsson fæddist í Grimsby á Englandi 17. september 1910. Hann lést í Reykjavík 20. júlí 1994. Vann jafnframt mikið að söngmálum og kirkjukórastarfi á prestskaparárum sínum 1936-1979. Marinó ólst upp í Reykjavík með móður sinni, sem vann ein fyrir sér og honum, þar til hún giftist Þorsteini sem reyndist Marinó vel í alla staði svo og börnum hans.
Marinó var með stærstu og sterkustu mönnum, beinvaxinn, þrekinn og mikill íþróttamaður á yngri árum. Hann var glaður í bragði og bar mótlæti og heilsubrest með trú og þolgæði, var lítið fyrir hégómaskap og gekk í öll störf inni á heimilinu og utandyra.
María Steingrímsdóttir (1934-1999)
María Steingrímsdóttir fæddist á Grímsnesi á Látraströnd hinn 14. maí 1934. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar hinn 24. febrúar síðastliðinn. María var á leið til suðrænna stranda með Helga sínum er för hennar var beint til annarrar strandar, enn fegurri og bjartari. Þau Helgi höfðu lent í bílslysi með þeim hörmulegu afleiðingum sem nú eru orðnar.
Útför Maríu fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Oddný Jónsdóttir (1902-1989) Hnausum
Þann 11. janúar 1989. lést á Héraðshælinu á Blönduósi Oddný Jónsdóttir. Árið 1955 hófu systursynir Oddnýjar, Jón og Zophonías, synir Guðrúnar og Pálma á Bjarnastöðum, búskap á Hjallalandi, næsta bæ sunnan Másstaða. Þar sem Oddný hafði aldrei gifst þótti henni sjálfsagt að styðja við bakið á frændum sínum og gerðist ráðskona hjá þeim. Þar bjó hún til ársins 1980 er hún fluttist með þeim bræðrum að Hnausum í Þingi.
Ólafur Eiríksson fæddist í Fornahvammi í Norðurárdal í Mýrasýslu 13. september árið 1921. Hann lést á Heilsugæslunni í Borgarnesi sunnudaginn 21. ágúst síðastliðinn. Ólafur bjó alla sína ævi á Grjóti í Þverárhlíð í Mýrasýslu, utan fyrsta hálfa árið, en vorið 1922 fluttu foreldrar hans með þau tvíburasystkinin að Grjóti frá Fornahvammi. Grjótsheimilið var annálað fyrir alúð og gestrisni og voru þau systkinin samhent í því að taka vel á móti gestum og gangandi.
Útför Ólafs verður gerð frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Norðtungukirkjugarði.
Ólafur Þórhallsson (1924-2013) Ánastöðum
Ólafur Þórður Þórhallsson fæddist á Ánastöðum á Vatnsnesi 2. júní 1924. Hann lést á Landakoti 18. ágúst 2013. Árið 1983 fluttust Ólafur og Halldóra til Reykjavíkur og bjuggu á Neshaga 14 eftir það. Í Reykjavík starfaði Ólafur hjá afurðasölu SÍS þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Ólafur var vel lesinn og fróður. Ólafur verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag, 30. ágúst 2013, kl. 15.
Ólöf Ragnheiður Jóhannsdóttir (1908-1991)
Á Löngumýri voru því Ólafar bernsku- og æskuspor og sjálf bjó hún hér ætíð á næsta bæ, Krossanesi, ásamt manni sínum, Sigurði Óskarssyni.
Ósk Guðrún Aradóttir fæddist á Móbergi í Langadal 27. september 1909. Hún lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 24. desember síðastliðinn. Fyrstu búskaparár sín bjuggu Guðrún og Páll fyrir norðan, á Móbergi í Langadal og Glaumbæ í Langadal. Árið 1951 fluttu þau ásamt sonum sínum til Vestmannaeyja og hófu búskap í V-Þorlaugargerði. Árið 1985 flytja þau að Heiðarvegi 38 í Vestmannaeyjum þar sem þau voru farin að reskjast, vildu minnka við sig og komast nær bænum. Guðrún hélt sínum hætti og alltaf var heitt á könnunni og heimilið var hlýtt og notalegt. Í byrjun ársins 1995 fór hún að dvalarheimili aldraðra, Hraunbúðum, þar sem hún dvaldi til síðasta dags. Það þótti sérstakt á sínum tíma þegar þau Páll og Guðrún fluttu inn í veröld Ofanbyggjara í Vestmannaeyjum árið 1951, búferlum úr Langadal af Norðurlandi. Það þótti sérstakt að bóndi af fastalandinu skyldi halda út í Eyjar til þess að yrkja jörðina.
Útför Óskar Guðrúnar fór fram frá Landakirkju 30. desember.
Páll Hannesson (1925-2002) frá Undirfelli
Páll Hannesson fæddist á Undirfelli í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu 6. júlí 1925. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 6. janúar síðastliðinn. Útför Páls fer fram frá Kópavogskirkju á morgun, mánudaginn 14. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Pálmi Sigurðsson húsasmiður frá Skagaströnd er látinn. Hann fórst í bílslysi 21. apríl. Pálmi var fæddur á Steiná í Svartárdal í AusturHúnavatnssýslu 22. febrúar 1914. Pálmi ólst upp á Steiná en fór ungur að heiman, stundaði vinnumennsku fyrst, en árið 1936 flytur hann til Skagastrandar og stofnar þar heimili með konu sinni. Hann stóð yfir moldum eiginkonu sinnar nokkrum dögum fyrir síðustu jól. Eilítið grár og gugginn eftir margra ára andlegt og líkamlegt álag vegna heilsuleysis konu sinnar, er hann annaðist af fágætri ósérhlífni og fórnfýsi allt til hennar hinstu stundar. En beinn í baki og óbugaður.
Hann þreyði þorrann og góuna á Grettisgötunni og gekk tafarlaust og rösklega til verks við að skipta búi og var ekki í rónni fyrr en allt var upp gert og erfingjar allir höfðu fengið arfshlut sinn greiddan að fullu.
Næstsíðasta vetrardag ók hann dóttur sinni upp í Skálatún eftir dvöl hennar í föðurhúsum yfir páskahátíðina, samkvæmt venju á hátíðum og tyllidögum. Hann hafði skilað henni af sér og var á heimleið. Yfir hátíðina hafði hann einnig átt góðar stundir með öðrum börnum sínum í stuttum heimsóknum. Enn lifði einn dagur einmánaðar, en harpa á næsta leiti með gróandi jörð og lækjanið. Hugur hans leitaði norður yfir fjöll og dali, því römm er sú taug enn sem fyrr. Hann hlakkaði til þess lengi vetrar að halda með vorinu norður í Svartárdalinn til Stefáns bróður síns á Steiná til að eyða með honum björtum vordögum með leikandi lömb um blómgaða bala í fornum föðurtúnum.
En hér voru verkalok. Við borgarmörkin mætti hann örlögum sínum og átti sitt skapadægur þennan eftirmiðdag í lok einmánaðar
Pétur Aðalsteinsson (1920-2003) Stóru-Borg
Pétur Aðalsteinsson fæddist að Stóru-Borg í V-Hún. 12. ágúst 1920. Hann andaðist á Landsspítalanum í Fossvogi 9. maí 2003.
Útför Péturs var gerð frá Hvammstangakirkju í kyrrþey 17. maí 2003.
Pétur Brynjólfsson (1940-2012) Blönduóis 1983-1990, Hólum í Hjaltadal
Pétur Brynjólfsson fæddist á Bíldudal við Arnarfjörð 17. júlí 1940. Hann lést á Akureyri 7. júní 2012. Pétur sleit barnsskónum á Bíldudal en dvaldi í Haga á Barðaströnd á sumrin frá 9 ára aldri og fram yfir fermingu. Síðustu fjögur árin glímdi Pétur af æðruleysi við MND sjúkdóminn sem lagði hann að lokum að velli. Pétur var náttúruunnandi og ástríðufullur veiðimaður.
Við sjáum hann fyrir okkur röltandi með flugustöng í hendi við dimmbláan hyl, eða með byssu um öxl í víðerni fjalla, og silkigljáandi hundarnir hans skoppa í kringum hann, bíðandi eftir minnstu bendingu frá húsbóndanum, um hvað gera skuli. Náttúran öll skartar sínu fegursta eftir hverri árstíð, enda er hér á ferð einn þeirra, sem þekkir landið og nýtur samskipta við það og náttúran fagnar þeim sem þekkir, metur og virðir hana. (Björn Björnsson)
Útför Péturs fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 15. júní 2012, kl. 13.30.
Pétur Kristófersson (1922-2004)
Pétur Kristófersson var fæddur á Litluborg í Vestur-Húnavatnssýslu hinn 20. nóvember 1922. Hann lést á sjúkrahúsi Akraness 28. júní síðastliðinn.
Útför Péturs fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Innra- Hólmskirkjugarði.
Pétur Ingjaldsson (1911-1996) prestur Höskuldsstöðum og Skagaströnd
Pétur Þ. Ingjaldsson fæddist í Reykjavík 11. janúar 1911. Hann lést á Héraðshæli Húnvetninga á Blönduósi 1. júní síðastliðinn. Séra Pétur var fróður maður, einkum um ættfræði og sögu. Hann virtist kunna skil á ættum og ættareinkennum ótrúlegs fjölda fólks og eiga sagnir af því á hraðbergi. Hann var skemmtilegur maður með magnaða kímnigáfu og frásagnarhæfileika. Tilsvör hans komu stundum á óvart og verða því minnisstæð, kímnin hitti í mark og ekki var alltaf hirt um að hún væri sérstaklega prestleg. Vegna þessarar hæfni sinnar, gáfna og þekkingar var hann eftirsóttur sem tækifærisræðumaður, þótt hann yrði of sjaldan við þeim óskum. Útför Péturs verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Ragnar Ingi Tómasson (1946-2009)
Ragnar Ingi Tómasson fæddist á Blönduósi 8. september 1946. Hann lést á líknardeild Landsspítalans á Kópavogi 18. nóvember 2009. Ragnar Ingi ólst upp á Blönduósi og bjó þar alla ævi ef frá eru talin síðastliðin tvö ár, þar sem hann bjó í Reykjavík. Ragnar Ingi og Steinunn Anna fluttu til Reykjavíkur árið 2007. Ragnar Ingi vann fyrir bændur í Austur Húnavatnssýslu lengst af sinni starfsævi. Málefni bænda og landsbyggðar, Húnaþings og ekki síst Blönduóss voru honum afar hugleikin.
Ragnar verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag. 27. nóvember, og hefst athöfnin kl. 13.
Ragnheiður Árnadóttir (1912-2007) frá Tungu á Blönduósi
Ragnheiður Vilhelmína Árnadóttir fæddist á Auðólfsstöðum í Langadal, í Bólstaðarhlíðarhreppi, 11. desember 1912. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu á Sólvangi í Hafnarfirði 21. mars síðastliðinn. Í Reykjavík annaðist Ragnheiður húsmóðurstörf af miklum dugnaði og myndarskap. Hún var mikil hannyrðakona og féll sjaldan verk úr hendi. Saumaskapur hennar og hannyrðir allar báru vott um vandvirkni hennar og listfengi. Ragnheiður stundaði ýmis störf í Reykjavík auk húsmóðurstarfanna, m. a. . Allmörg síðustu ár Ragnheiðar og Zóphaníasar saman áttu þau heima í Sjálfsbjargarhúsinu í Hátúni 10 í Reykjavík. Eftir lát Zóphaníasar bjó Ragnheiður þar í rúm 8 ár. Þá flutti hún á dvalarheimilið á Blesastöðum á Skeiðum og þar dvaldist hún í 10 ár. Í febrúarmánuði 2005 fór hún á hjúkrunarheimilið Sólvang í Hafnarfirði.
Útför Ragnheiðar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag 28. mars 2007 og hefst athöfnin klukkan 15.
Ragnhildur Helga Magnúsdóttir (1920-2003)
Ragnhildur Helga Magnúsdóttir fæddist á Efri-Sýrlæk í Flóa 16. ágúst árið 1920. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 1. október síðastliðinn.
Útför Ragnhildar fór fram í kyrrþey.
Ragnhildur Stefánsdóttir (1931-2007)
Ragnhildur Stefánsdóttir fæddist á Brunngili í Bitru hinn 18. apríl 1931. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga að morgni 6. desember síðastliðins, eftir stutta legu þar. Ragnhildur ólst upp á Brunngili til 9 ára aldurs, fluttist fjölskyldan þá að Geithóli og síðar að Reykjum í Hrútafirði. Þegar Ragnhildur var 16 ára fluttu þau að Haugi í Miðfirði.
Ragnhildur verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Ríkey Magnúsdóttir (1911-2005) Eyvindarstöðum
Ríkey Kristín Magnúsdóttir fæddist á Ásmundarnesi í Bjarnarfirði 11. júlí 1911. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli 9. september síðastliðinn.
Útför Ríkeyjar verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.
Rósa Guðjónsdóttir (1933-2006)
Rósa Guðjónsdóttir fæddist á Hvammstanga 25. apríl 1933. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Hvammstanga 3. maí síðastliðinn. Rósa ólst upp á Vatnsnesi og Vesturhópi hjá móður sinni og hennar fólki. Rósa og Magnús hófu búskap á Hvammstanga 1952. Þau reistu sér hús á Garðavegi 8 sem þau fluttu í 1955 og bjuggu í alla tíð síðan. Rósa var hafsjór af fróðleik og leitaði ég oft til hennar með ættfræðispurningar og vangaveltur í þeim efnum.
Útför Rósu verður gerð frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Ólafur Emil Ingiberg Ingimarsson (1921-1971)
Ólafur fæddist á Skarfshóli í Miðfirði, V-Hún., 26. sept. 1921. Ungur fluttist hann til Hvammstanga með foreldrum sínum og systrum, ólst þar upp og dvaldi þar síðan til 22 ára aldurs. Árið 1944 andaðist móðir hans og eftir það fluttust þeir feðgar hingað til Reykjavíkur.
Ragnhildur Pálsdóttir Leví (1895-1970) frá Heggstöðum
Húsfreyja á Skólavörðustíg 9 , Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Þann 13. febr. s.l. lézt í Landakotsspítala Ragnhildur Levi Pálsdóttir húsfreyja að Kleppsvegi 20 hér í borg. Var hún eiginkona Jóns Sigtryggssonar fyrrum fangavarðar og síðar lengi dómvarðar i Hæstarétti.
Vegna örðugrar lífsbaráttu fjölskyldunnar hvarf Ingibjörg ung að höfuðbólinu Bessastöðum. Ólst hún þar upp til manndóms- og þroska hjá þjóðskörungnum Grími Thomsen og Jakobínu konu hans. Hefur Ingibjörg vafalítið borið svipmót þess fósturs með sér út í lífið. Ein í hópi 5 systkina, er á legg komust, ólst Ragnhildur upp í föðurgarði. Var æskuheimili hennar að Heggsstöðum þekkt að reglusemi, atorku
og hvers konar þrifnaði. Mun hún því ung hafa lært að beita hug og hönd við margvísleg störf og fara vel með allt það, það sem henni var trúað fyrir. Og með því að hún var eldri systir af tveimur, mun húshaldið snemma hafa kallað á krafta hennar til aðstoðar og úrbóta. Þaðan komu henni starfshæfnin, hirðusemin og snyrtimennskan, sem voru aðalsmerki hennar allt lifið.
Kristján Vigfússon (1880-1970) Vatnsdalshólum
Kristján Vigfússon 10. júní 1880 - 3. október 1970 Bóndi í Vatnsdalshólum í Sveinsstaðahr., A-Hún. Bóndi og járnsmiður í Vatnsdalshólum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Árið 1877 fluttust á þennan friðsæla stað ung hjón, konan tvítug og bóndinn 35 ára, og hófu þar búskap. Þessi hjón voru Vigfús Filippusson 26. febrúar 1843 - 3. desember 1925 Vinnumaður í Vatnsdal, Breiðabólstaðarsókn, Rang. 1860. Bóndi og smiður í Vatnsdalshólum, Sveinsstaðahr., A-Hún. og Ingibjörg Björnsdóttir 4. mars 1857 - 19. ágúst 1943. Þau hjón eignuðust alls 5 börn, sem komust til fullorðinsára.
Árið 1911 tók hann svo sjálfur við búi í Vatnsdalshólum og bjó þar að mestu óslitið í meira en hálfa öld, eða þar til dóttir hans, Margrét, tók við búsforráðnm 1965. Fyrstu búskaparárin voru foreldrar hans hjá honum, faðir hans til ársins 1925, er hann andaðist, og móðir hans til 1943 og annaðist hún lengi, eða meðan heilsa og kraftar entust, innanhússtörf fyrir hann, en síðustu 13 árin lá hún rúmföst og naut þá góðrar umönnnnar sonar síns og vandafólks. Kristján var mesti dugnaðarmaður að hverju sem hann gekk, fjölhæfur og laginn til allra verka. Búskapur hans mátti segja að gengi ágætlega eftir öllum aðstæðum. Hann bjó að vísu aldrei neitt sérlega stórt, en þess bera að gæta, að hann var ókvæntur alla tíð og varð því oft að búa með vandalansum ráðskonum og þótt þær geti verið góðar, þá þykir það naumast eins hagsældarlegt og að njóta samhjálpar og samhugar góðrar eiginkonu. Í annan stað mátti segja, að hann væri ekki mikið meira en hálfur við búskapinn. Járnsmíðina stundaði hann alltaf meira og minna jöfnum höndum. Og þegar þess er gætt, að hann var helzti járnsmiðurinn í héraðinu og ennfremur að hann var sá bónbezti og hjálplegasti maður, sem hugsazt gat, þá er auðvelt að gera sér í hugarlund, hve frátafirnar frá heimilinu og húskapnum voru gífurlega miklar, enda vissu kunnugir vel, að sú var raunin á. Má því í raun og veru undrast hversu vel og snurðulaust búskapurinn gekk hjá honum og hversu mikið hann fékk framkvæmt til umbóta á jörðinni.
Hinn þátturinn í lífsstarfi Kristjáns var handverkið eða járnsmíðin, og ég held að óhætt sé að fullyrða, að hann hafi staðið framarlega í sinni iðngrein. Hann þótti ágætur smiður og var mikið sótt til hans, ekki aðeins úr næsta nágrenni heldur langtum víðar að. Ég tel t. d. víst, að hann hafi ekki haft neina tölu á þeim skeifnagöngum, sem hann smíðaði um ævina, en alveg er víst að þeir hafa verið óhemjumargir líklega enn fleiri en Vatnsdalshólarnir, þótt óteljandi séu sagðir. Hann var hamhleypa við þessar smíðar. Ég man ekki glöggt, hvað hann sagðist venjulega hafa verið Iengi að smíða ganginn og járna hestinn, en mér fannst það ótrúlega stutt. Ég hygg því að segja megi, að eins og Kristján var hlutgengur sem bóndi, hafi hann ef til vill ekki verið síður hlutgengur sem smiður, þrátt fyrir tvískiptingu í störfum.
Tvennt var það einkum, sem mér fannst einkenna Kristján í Hólum, framkomu hans og samskipti við aðra menn. Annars vegar var það óvenju mikið glaðlyndi, gamansemi og æðruleysi í öllum hlutum og hins vegar frábær bóngæði, hjálpsemi og fúsleikur að liðsinna öðrum og það alveg eins, þótt hans eigin störf og þarfir yrðu fyrir það að sitja á hakanum. Fyrstu kynni mín af honum voru þau, að er ég fór suður í skóla í fyrsta sinn, fór ég á hesti ásamt fleira fólki til Borgarness. Var Kristján fylgdarmaður okkar og tók hestana til baka. Mun hann alloft hafa farið slíkar ferðir. Í þetta sinn gerðist ekkert sögulegt, en ég fann samt, að gott og tryggilegt var að njóta fylgdar hans. Næst minnist ég hans á markaði á Sveinsstöðum. Hann var að hjálpa ýmsum við járningu söluhrossa og annað, er með þurfti. Þar heyrði ég markaðshaldarann, sem mun hafa verið Guðmundur Böðvarsson, sem víða fór um í því skyni, lýsa því yfir í viðtali við mann þar, að Kristján í Hólum væri sá allra liðlegasti og greiðviknasti maður, sem hann hefði nokkru sinni kynnzt. Sjálfsagt hefir hann áður notið fyrirgreiðslu hans og hjálpsemi og glöggt er gestsaugað.
Eftir að ég var orðinn svo að segja nágranni hans, furðaði mig ekki á þessum vitnisburði. Þá var oft leitað til hans af mér og mínu heimili og sjaldan án árangurs. Það mátti heita föst venja, ef eitthvað fór aflaga eða bilaði, að leita til Kristjáns í Hólum. Því var fastlega treyst, að hann mundi hjálpa, ef nokkur tök voru á, og einnig, að hann kynni ráð við flestu, sem laga þyrfti. Það var oft minnzt á það, hvernig fara ætti að, ef Kristján væri ekki í nágrenninu. Og þótt við höfum ef til vill meira leitað til hans en ýmsir aðrir, sem meira voru sjálfbjarga, þá hygg ég að margir hafi svipaða sögu að segja um hjálpsemi hans og greiðvikni.
Hitt, sem einkenndi Kristján svo mjög, var að sjaldan hittist svo á að hann væri ekki í góðu skapi, tilbúinn að gera að gamni sínu og sjá alltaf einhverjar bjartar hliðar á hverju einu. Hann var þess vegna góður félagi, gestrisini. og skemmtilegur í allri umgengni. Ekkert var fjær honum en að æðrast, þótt á móti blési og erfitt væri fyrir fæti enda úrræðagóður í hverjum vanda. Hann var mjög vinsæll af öllum, sem kynntust honum, og munu margir minnast hans með hugheilu þakklæti fyrir störf hans í þeirra þágu, fyrir greiðasemi hans og hjálpfýsi.
Kristján hafði verið heilsuhraustur um ævina. Aðeins síðasta áratuginn tók hann að kenna sjúkleika, sem ágerðist og heltók hann loks allan. Hafði hann nú verið 5 ár á sjúkrahúsinu á Blönduósi, þrotinn að kröftum. Andaðist hann þar 3. þ. m. níræður að aldri og var jarðsettur að Þingeyrum 10. sama mánaðar.
Sesselja Svavarsdóttir (1922-2000) Saurbæ
Sesselja Svavarsdóttir var fædd á Akranesi 31. ágúst 1922. Hún lést á Blönduósi 4. janúar síðastliðinn. Útför Sesselju verður gerð frá Blönduósskirkju á morgun, mánudaginn 10. janúar, og hefst athöfnin klukkan 14.
Sigfús Guðmundsson (1934-2008) Bifrstj. Blönduósi
Sigfús Kristmann Guðmundsson fæddist á Eiríksstöðum í Svartárdal 4. júlí 1934. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 16. júní síðastliðinn. Hann fór snemma að vinna við ýmis störf í sveitinni. Hann var húsvörður í Húnaveri ásamt eiginkonu sinni í nokkur ár. Síðan fluttu þau á Blönduós og hann fór að vinna hjá Vegagerð ríkisins á veghefli og seinna í mörg ár hjá Mjólkursamlagi Húnvetninga sem mjólkurbílstjóri. Einnig voru þau hjónin skálaverðir á sumrin í Ströngukvíslar- og Galtarárskála á Eyvindastaðaheiði í 20 ár. Sigfús söng með Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og var einsöngvari með honum lengi. Hann spilaði á harmoniku og fleiri hljóðfæri við ýmis tækifæri.
Útför Sigfúsar fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Sigmund Jóhannsson (1931-2012) skopteiknari Vestmannaeyjum
Sigmund Jóhannsson fæddist í Ibestad í Gratangen, Noregi, 22. apríl 1931. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 19. maí 2012. Þau hjónin hafa haft búsetu í Vestmannaeyjum til dagsins í dag og nú fyrir stuttu héldu þau upp á 60 ára hjúskaparafmæli. Honum var veittur riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu 15. apríl 1982 af þáverandi forseta, Vigdísi Finnbogadóttur.
Sigríður Einarsdóttir (1902-1992)
Sigríður Einarsdóttir frá Eyrarlandi Fædd 4. október 1902 Dáin 24. júní 1992 Hún fæddist í dagrenningu þessarar aldar og dó skömmu fyrir sólarlag hennar. Langri ævi merkrar konu er lokið - á meðal okkar hún sofnaði svefninum langa inn í Jónsmessunóttina. Einkennandi fyrir hana, sem unni vorinu svo sem hún lýsti sjálf fyrir skömmu í bréfi: " . . . sem krakki fylltist ég svo sterkri ógn um leið og byrjaði að snjóa og skildi ekki fullorðna fólkið sem tók þessu með jafnaðargeði. Þá byrjaði ég strax að þrá vorið með lítil lömb, grænan gróður, blóm og fuglasöng".
Hún hét Sigríður Einarsdóttir og fæddist, ólst upp og bjó nánast alla sína ævi á Eyrarlandi, nú í Eyjafjarðarsveit.
Hún kvaddi þennan heim á þann veg sem hún var svo oft búin að óska sér - með fullri reisn. Hún skrifaði fyrir tveimur árum: "Þetta sígur allt til þessarar einu áttar sem við öll hljótum að feta, hvort sem okkur er það ljúft eða leitt. Ég segi bara með Davíð: "fyrr að kallið kemur, þá kem ég glaður um borð". Og hún kom svo sannarlega glöð um borð.
Hún skrifaði einnig: "Gamla fólkið okkar er alltaf að kveðja og ég samfagna því og gleðst með þeim sem eiga þörf á hvíldinni".
Útför hennar fer fram á Akureyrarkirkju í dag og enn skrifar hún: "Í þeirri kirkju er hljóður helgiblær, þar líður mér vel." Hún verður lögð til hinstu hvílu við hlið eiginmanns síns, í Kaupangskirkjugarði, í sveitinni hennar fögru.
Sigríður Fanný Ásgeirsdóttir (1914-2006) Lækjarbakka Skagaströnd
Sigríður Fanný Ásgeirsdóttir fæddist á Höfðahólum á Skagaströnd 14. febrúar 1914. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 11. desember síðastliðinn.
Útför Sigríðar verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Sigríður Þorleifsdóttir (1909-2003) Bjargi Blönnduósi
Sigríður Guðrún Þorleifsdóttir fæddist á Blönduósi 8. maí 1909. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 20. janúar síðastliðinn. Útför Sigríðar var gerð frá Bústaðakirkju 29. janúar í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sigríður Halldórsdóttir (1919-2001) Urðarbaki
Sigríður Halldórsdóttir fæddist á Efri-Þverá í Vesturhópi 12. mars 1919. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 11. desember síðastliðinn. Sigríður ólst upp á Efri-Þverá við hefðbundin sveitastörf. Lauk námi frá héraðsskólanum að Reykjum 1939. Útför Sigríðar fer fram frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Sigríður Hjördís Maggý Friðriksdóttir (1949-2004) Blönduósi
Sigríður Friðriksdóttir fæddist á Blönduósi 18. febrúar 1949. Hún lést á Landspítalanum 13. apríl síðastliðinn. Sigríður og Steindór bjuggu fyrstu búskaparárin í Reykjavík, síðan tvö ár á Selfossi, en eftir það bjuggu þau á Blönduósi til ársins 1991 er fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur.
Sigríður ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt systkinum á Blönduósi. Þar gekk hún í grunnskóla og lauk þaðan landsprófi vorið 1965. Starfsferill Sigríðar hefur verið fjölbreyttur í gegnum árin. Eftir að hún eignaðist börnin var hún heimavinnandi um nokkurra ára skeið. Þau hjónin fluttu síðan á Blönduós 1979, þar sem þau bjuggu allt fram til 1991. Á þessum tíma gegndi Sigríður ýmsum störfum. Útför Sigríðar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.
Sigríður Sigurjónsdóttir (1916-1995)
Var á Grundarstíg 4 a, Reykjavík 1930. Sundkennari, síðar forstjóri Sundhallarinnar í Reykjavík. Húsfreyja á Hurðarbaki í Reykholtsdal um árabil. Flutti í Borgarnes 1995. Þarna í dalverpinu við Varmá reis svo nokkur húsaþyrping og höfðu flestir íbúanna framfæri sitt af verksmiðjurekstrinum. Þarna var leyst af hendi brautryðjandastarf í iðnaði, þar sem unnið var úr íslenskri ull, með vatnsafl og jarðhita sem orkugjafa. Sannarlega lofsvert framtak, sem sýndi glögglega umbótavilja ¬ og reyndar hugrekki að leggja allt undir.
En Sigurjón lét ekki sitja við verksmiðjureksturinn einan. Hann var einn af vormönnum Íslands og vildi efla alla dáð. Ekki var nóg að tala um sjálfstæði. Líka varð að sækja að því í verki. Því var nauðsynlegt að efla hreysti og heilbrigði líkamans. Það gerði hann með því að koma á fót íþróttaskóla og byggja sundlaug. Þangað átti æskan að sækja sér þrótt og heilbrigði.
Þetta var það umhverfi, sem Sigríður Sigurjónsdóttir ólst upp í frá blautu barnsbeini. Hún var því enn á unglingsárum er hún byrjaði að hjálpa föður sínum við íþróttastarfsemina og sundkennsluna. Sjálf var hún vel af guði gerð, hávaxin, styrk og tíguleg. En hún var líka iðjusöm við nám og vel gefin stúlka. Það þótti því ljómi yfir Álafossi. Sigurjón var glímukappi Íslands og ólympíufari í London 1908 og Stokkhólmi 1912. Skautameistari Íslands og marverðlaunaður frjálsíþróttamaður. Sigríður snemma kunn fyrir sundafrek og leiðsögn í málum unga fólksins.
Það var því ekki að furða að bæði foreldrar barna og unglinga og auðvitað ungviðið sjálft í nágrenninu, sæktust eftir því að komast í íþróttir og sund á Álafossi. Og þar var frelsinu ekki gleymt. Síðustu hömlur á sjálfstæði landsins þurfti að slíta, svo við yrðum alfrjáls. Gott veganesti fyrir ungmenni að bera að braut sinni. Það voru fleiri í þessari fjölskyldu, sem ekki töldu nægilegt að tala um sjálfstæði. Tákn þess þurfti að sýna í verki. Lengi verður í minnum haft þegar Einar, bróðir Sigurjóns, reri um Reykjavíkurhöfn með bláhvíta fánann í stafni og kóngsins menn af dönsku varðskipi reru lífróður á eftir honum að hindra slíka ögrun. Verst að hvítbláinn varð ekki endanlegur fáni okkar.
Sigríður Sigurveig Sigurðardóttir (1903-1989) kennari Borgarnesi
Sigríður Sigurveig Sigurðardóttir Fædd 31. maí 1903 Dáin 5. nóvember 1989 Sigríður Sigurveig, sem hér er minnst, var Austfirðingur að ætt, fædd að Brekku í Fljótsdal,
Sigríður Þorsteinsdóttir Bjarkan (1912-1990) Þorsteinshúsi
Sigríður Þorsteinsdóttir Bjarkan Fædd 22. júní 1912 Dáin 12. desember 1990. Hún lést í Landspítalanum aðfaranótt 12. desember sl. Síðustu mánuði hafði heilsu hennar hrakað mjög og trúi ég því að hún hafi verið hvíldinni þakklát.
Sigríður Þorvaldsdóttir (1938-1999)
Sigríður Þorvaldsdóttir fæddist í Hjarðarholti 21. ágúst 1938. Hún lést 5. ágúst síðastliðinn. Sigríður ólst upp hjá foreldrum sínum í Hjarðarholti og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni frá 1961 til vorsins 1994. Síðustu þrjú ár hefur hún átt heima í Borgarnesi.
Sigríður verður jarðsungin frá Reykholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.
Sigrún Ingólfsdóttir (1907-1997) Fjósatungu
Sigrún Ingólfsdóttir fæddist í Fjósatungu í Fnjóskadal 14. maí 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1. apríl síðastliðinn. Hún Útför Sigrúnar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Sigrún Jónsdóttir var fædd í Vík í Skagafirði 26. júlí 1904. Hún lést á Landspítalanum 17. júní síðastliðinn. Útför Sigrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Sigurbjörg Jónasardóttir (1895-1991) Litlu-Giljá
Sigurbjörg Jónasdóttir, sem andaðist þann 26. apríl síðastliðinn. Sigurbjörg fæddist þann 6. ágúst 1895 að Ásum í Svínavatnshreppi, en þangað höfðu foreldrar hennar flutt tveimur árum áður. Árið 1972 flutti Sigurbjörg til Reykjavíkur og bjó um nokkurt skeið með systrum sínum, Ástu og Guðrúnu. En hún festi ekki rætur í höfuðstaðnum sem varla var von eftir nær átta áratuga búsetu norður í landi. Því ákvað hún eftir veikindi og stranga sjúkrahúsvist að sækja um dvöl á Ellideild Héraðshælisins á Blönduósi. Dvöl hennar þar varð á annan áratug. Leið henni þar vel enda var starfsfólkið henni einstaklega gott. Fyrstu árin prjónaði hún mikið því henni var sýnd sú tillitssemi að fá að hafa prjónavélina sína hjá sér. Það var henni mikils virði því vinna var hennar hálft líf. En það kom að því að þrekið var búið og síðustu mánuði ævi sinnar var hún rúmföst.
Sigrún Theodóra Jakobsdóttir (1892-1969)
Ráðskona á Finnstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Ráðskona á Hesti í Andakíl. Síðast bús. í Hafnarfirði. Ógift. Sigrún Theódóra Jakobsdóttir fæddist 12. desember 1892 að Vakursstöðum í Hallárdal í Austur Húnavatnssýslu.
Ómegð og erfiðleikar urðu því valdandi að Sigrún var send i fóstur ársgömul. — Kjör mannanna eru misjöfn og hlutskipti hið sama. Það hlaut Sigrún að reyna frá upphafi lífsferils síns. Sigrún komst i góða vist. Hún var tekin i fóstur af hjónunum Sveini Jónssyni bónda í Hafursstaðakoti í Refasveit og konu hans Maríu Guðmundsdóttur. Hún naut þar ástríkis og atlætis sem væri hún eitt af börnum hjónanna. Þau eignuðust hins vegar þrjú börn, tvær dætur og einn son. Af fóstursystkinum Sigrúnar er nú aðeins eitt á lifi, Guðrún á 92. aldursári.
Sigrún Jakobsdóttir dvaldi í Hafursstaðakoti fram til tvítugsaldurs og var það heimili í huga hennar alla tíð hin mikla kjölfesta, sú tenging við lífið, sem sannaði að þrátt fyrir umbrot og sviptivinda, er þó skjól að fá, þar sem er hjartarúm og friðarreitur. Innan við fermingaraldur gerðist sá atburður í lífi Sigrúnar, sem skóp henni örlög, varð henni fjötur og helsi. Hún fékk berkla, er bjuggu um sig sem fótamein. Urðu þau sár ekki grædd, en það örþrifaráð að taka fótinn burtu til að bjarga lífi hennar. Sigrún hlaut því að vera bundin rúmi sínu þau ár ævinnar, sem öðrum eru ár mestra umbrota og æskufjörs. Það var erfiður og langur tími og fór ekki hjá þvi, að hann skildi eftir varanleg áhrif á hugsun og þrek.
Meðan Sigrún liggur rúmföst, nemur dauðinn burtu fósturforeldra hennar, Svein og Maríu. Við örkuml bætist sár ástvinamissir. En það er harmabót að dauði fósturforeldranna breytir engu um ástríki hinnar samhentu fjölskyldu í Hafursstaðakoti. Við búsforráðum hafa nú tekið Guðrún fóstursystir hennar og maður hennar Magnús Bjarni Steingrímsson 3. apríl 1881 - 25. júlí 1951 Bóndi á Bergsstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Bóndi og búfræðingur Þverá og á Sæunnarstöðum á Hallárdal og víðar í Vindhælishr., A-Hún. Hjá þeim dvelst Sigrún áfram. Brátt er rúmlegan á enda.
Æskukoma byrjar að nýju að feta lífsbraut í hópi hinna heilbrigðu, sem svo eru kallaðir. Hún styðst við hækjur, en horfir með einbeitni og ákveðnum lífsvilja fram á ókunna stigu.
Sigrún yfirgefur Finnsstaði ásamt fósturdóttur sinni. Hún er enn á Norðurlandi næstu 12 árin. Störfin, sem hún tekur að sér, eru margvísleg. Ýmist er hún ráðskona eða hjálparstúlka á heimilum vandalausra. Hún kynnist kjörum og lífi þeirra, sem rækta jörðina, sem og hinna, sem sækja sjóinn. — En hvert sem leið hennar liggur, hlýtur fósturdóttirin að fylgja, augasteinninn hennar. Sá fórnandi kærleikur, sem þar birtist, var hljóður en máttugur.
Aftur liggur leið Sigrúnar Jakobsdóttur til Reykjavíkur Hún hefur þá líklega ekki síður í huga framtíð fósturdóttur sinnar, að auðveldara muni að skapa fastan samastað syðra, líf þeirra muni taka á sig heilsteyptari mynd. — Eftir komuma suður gerist Sigrún hjálparstúlka hjá Halli Hallssyni, tannlækmi, og var það fjölda ára. Féll henni vistin vel og átti þaðan góðar og fagrar endurminningar.
Þó fór svo að lokum, að sjúkravist reyndist óumflýjanleg. Sigrún fékk vist á sjúkrahúsinu Sólvangi í Hafnarfirði. Þar dvaldi hún síðustu árin, og þar andaðist hún hinn 13. nóvember síðastliðinn á 78. aldursári.
Sigurbjörn Einarsson (1911-2008) Biskup yfir Íslandi
Sigurbjörn Einarsson fæddist á Efri-Steinsmýri í Meðallandi 30. júní 1911. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 28. ágúst síðastliðinn. Sigurbjörn ólst upp í Meðallandinu. Útför Sigurbjörns verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.