Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Pétur Brynjólfsson (1940-2012) Blönduóis 1983-1990, Hólum í Hjaltadal
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
17.7.1940 - 7.6.2012
History
Pétur Brynjólfsson fæddist á Bíldudal við Arnarfjörð 17. júlí 1940. Hann lést á Akureyri 7. júní 2012. Pétur sleit barnsskónum á Bíldudal en dvaldi í Haga á Barðaströnd á sumrin frá 9 ára aldri og fram yfir fermingu. Síðustu fjögur árin glímdi Pétur af æðruleysi við MND sjúkdóminn sem lagði hann að lokum að velli. Pétur var náttúruunnandi og ástríðufullur veiðimaður.
Við sjáum hann fyrir okkur röltandi með flugustöng í hendi við dimmbláan hyl, eða með byssu um öxl í víðerni fjalla, og silkigljáandi hundarnir hans skoppa í kringum hann, bíðandi eftir minnstu bendingu frá húsbóndanum, um hvað gera skuli. Náttúran öll skartar sínu fegursta eftir hverri árstíð, enda er hér á ferð einn þeirra, sem þekkir landið og nýtur samskipta við það og náttúran fagnar þeim sem þekkir, metur og virðir hana. (Björn Björnsson)
Útför Péturs fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 15. júní 2012, kl. 13.30.
Places
Bíldudalur: Hagi á Barðaströnd 1949: Akureyri: Blönduós 1983-1990: Hólar í Hjaltadal 1990-2002: Akureyri 2002:
Legal status
Gagnfræðaprófi lauk Pétur frá Skógaskóla undir Eyjafjöllum 1957, nam skipa- og húsasmíðar í Iðnskólanum á Akureyri og aflaði sér meistararéttinda í báðum greinum.
Functions, occupations and activities
Pétur starfaði við skipa- og húsasmíðar á Akureyri í tvo áratugi. Flutti með fjölskyldunni til Blönduóss árið 1983 og vann þar ýmis störf. Árið 1990 tók hann við starfi framkvæmdastjóra Hólalax hf. að Hólum í Hjaltadal. Pétur leiddi fyrirtækið inn á nýjar brautir og var frumkvöðull í bleikjueldi til útflutnings. Pétur og Sigfríður fluttu aftur til Akureyrar árið 2002 hvar Pétur starfaði m.a. við smíðar og húsvörslu.
Hann var brautryðjandi í fluguveiðum og var óþreytandi kennari á því sviði.
Pétur Brynjólfsson varð einn af stofnendum Oddfellowstúkunnar Sif nr. 22 þegar hann fluttist til Hóla og gerðist framkvæmdastjóri fyrirtækisins Hólalax, og var mjög virkur í starfi þar til er þau hjónin fluttust til Akureyrar.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar Péturs voru hjónin Fríða Pétursdóttir, f. 4. mars 1918 á Bíldudal og Brynjólfur Eiríksson, f. 4. október 1913 í Sperðlahlíð við Geirþjófsfjörð.
Pétur á þrjár yngri systur: Sigríður, f. 1942, Gyða, f. 1948 og Valgerður Kristín, f. 1956.
Pétur kvæntist Sigfríði L. Angantýsdóttur, f. 18. mars 1945. Foreldrar hennar voru Torfhildur Jósefsdóttir, f. 1925 og Angantýr Hjörvar Hjálmarsson, f. 1919. Börn Sigfríðar og Péturs eru:
1) Fríða, f. 1963, eiginmaður Bragi Hlíðar Kristinsson. Dætur þeirra eru Elín Inga, f. 1990 og Steinunn, f. 1993.
2) Pétur, f. 1966, eiginkona Vilborg Einarsdóttir. Börn þeirra eru Steinn Elliði, f. 1994, Þorfinnur, f. 1996 og Fríða Björg, f. 2001.
3) Hjörvar, f. 1972, eiginkona Árný Guðmundsdóttir. Börn þeirra eru: Hrefna, f. 2000, Una, f. 2003 og Logi, f. 2006.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 11.10.2017
Language(s)
- Icelandic