Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Magnús Blöndal Bjarnason (1924-2002) læknir Blönduósi 1970-1973
Parallel form(s) of name
- Magnús Blöndal Bjarnason (1924-2002) læknir
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
1.12.1924 - 31.1.2002
History
Magnús Blöndal Bjarnason fæddist á Borg í Skriðdal 1. desember 1924. Hann andaðist á lungnadeild öldrunarsjúklinga á Landakoti 31. janúar 2002.
Útför Magnúsar fór fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 11. febrúar, og hófst athöfnin klukkan 15.
Places
Borg í Skriðdal: Reykjavík: Seyðisfjörður 1955-1957: Svíþjóð 1957-1962: Kópavogur 1962-1963: Reykjavík 1962-1970: Blönduós 1970-1973: Motala Svíþjóð 1972: Akureyri 1974-1994:
Legal status
Magnús varð stúdent frá MR 1949. Hann lauk læknisfræði 1955 með 1. einkunn frá Háskóla Íslands. Hann fékk leyfi til að stunda almennar lækningar 1961 og sérfræðingsleyfi í handlækningum 1962.
Functions, occupations and activities
Magnús starfaði í Reykjavík á Landspítalanum og á Seyðisfirði á árunum 1955-57. Hann dvaldist í Svíþjóð við störf og nám 1957-1962, var héraðslæknir í Kópavogi í febrúar 1962 til mars 1963. Hann var starfandi læknir í Reykjavík 1962-1970 sem aðstoðarlæknir á Landspítalanum á handlækningadeild, fæðingardeild og röntgendeild. Magnús var læknir á Blönduósi 1970-1973, aðstoðarlæknir í Motala í Svíþjóð við fæðingar- og kvensjúkdómadeild sumarið 1972, aðstoðarlæknir við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, röntgendeild og kvensjúkdómadeild 1974-1994. Hann var læknir við mæðraeftirlitið á Akureyri 1974-1984.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans voru: Bjarni Björnsson, f. 16.5. 1889, d. 12.10. 1940, frá Vaði í Skriðdal, og Kristín Árnadóttir, f. 30.4. 1887, d. 18.10. 1969, frá Þvottá í Geithellnahreppi í Álftafirði. Þau bjuggu lengst af á Borg í Skriðdal.
Hann átti sex bræður og var hann yngstur. Þrír eru á lífi. Bræður hans eru: Stefán Bjarnason frá Flögu í Skriðdal, f. 7.4. 1912, d. 25.11. 2001. Björn Bjarnason frá Birkihlíð í Skriðdal, f. 18.3. 1914. Árni Bjarnason, bjó lengi í Litla-Sandfelli í Skriðdal, f. 7.8. 1915. Bergþór Bjarnason frá Hjarðarhlíð í Skriðdal, f. 16.4. 1919, d. 12.9. 1993. Ingi Bjarnason, f. 6.8. 1922, d. 11.8. 1952. Ragnar Bjarnason frá Borg í Skriðdal, f. 31.7. 1923.
Magnús kvæntist 9. september 1956 Brynhildi Jóhannesdóttur frá Hafnarfirði, f. 30.4. 1937, d. 11.1. 2000. Foreldrar hennar voru: Guðbjörg Lilja Einarsdóttir, f. 25.4. 1912, frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, og Jóhannes Eiðsson, f. 31.12. 1912, frá Klungurbrekku á Skógarströnd, síðar sjómaður í Hafnarfirði.
Börn Magnúsar og Brynhildar eru:
1) Nikulás, f. 26.5. 1953, maki Hrönn Sveinbjörnsdóttir, f. 4.9. 1952, búsett í Kópavogi, og eru börn þeirra Sveinbjörn Breiðfjörð, Brynhildur Helga, Fjóla Kristín, Nikulás Helgi og Arnar Freyr.
2) Kristín Blöndal, f. 30.4. 1957, maki Birgir Skaptason, f. 7.4. 1955, búsett í Garðabæ, og eru börn þeirra Unnur María, Vala Dís, Lilja Kristín og Skapti Magnús.
3) Jóhann Ingi Viktor, f. 7.9. 1958, maki Helga Stefánsdóttir, f. 7.4. 1966, búsett í Reykjavík, og eru börn þeirra Rakel Ýr og Stefán Ingi. Fyrir átti hann soninn Magnús Blöndal.
4) Valgeir Blöndal, f. 24.7. 1966, maki Lilja Valdimarsdóttir, f. 16.7. 1970, búsett á Akureyri, og eru börn þeirra Valdís Lilja og Brynjar Valur.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the child of
Magnús Blöndal Bjarnason (1924-2002) læknir Blönduósi 1970-1973
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the child of
Magnús Blöndal Bjarnason (1924-2002) læknir Blönduósi 1970-1973
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the spouse of
Magnús Blöndal Bjarnason (1924-2002) læknir Blönduósi 1970-1973
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 4.7.2017
Language(s)
- Icelandic