Héraðshæli Austur Húnvetninga Blönduósi (1955-)

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Héraðshæli Austur Húnvetninga Blönduósi (1955-)

Parallel form(s) of name

  • Heilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduósi (HSN)

Standardized form(s) of name according to other rules

  • Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi (HSB)

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

31.12.1955

History

„Á árunum 1952 til 1955 var Héraðshælið á Blönduósi byggt. Var það sameiginlegt átak allra sýslubúa. Í þeirri stofnun er m.a. að finna dvalarheimili aldraðra fyrir 27 vistmenn, sjúkradeild fyrir 26 sjúklinga, sem jafnframt er langlegudeild fyrir sjúk gamalmenni, heilsugæslustöð, þjónustudeild og fleira . . .

Þetta stóra hús hefur aðeins verið í byggingu í 32 mánuði. Það kostar um 6 milljónir króna. Við það bætast allir innanstokksmunir og lækningaáhöld, sem áætlað er að kosti allt að einni milljón króna. Gjafir frá einstaklingum og félögum nema um 660 þús. kr. Hafa Húnvetningar sjálfir sýnt hið mesta örlæti gagn vart þessari heilbrigðisstofnun. Ríkissjóður mun greiða 2/3 hluta byggingakostnaðarins. Kemur þá í hlut Austur-Húnavatnssýslu að standa undir tveimur milljónum króna af honum.

Héraðshælið er 9 þús. rúmmetrar að stærð. Það er fjórar hæðir og kjallari. Stórar svalir eru á öllum hæðum og sjúkralyfta gengur frá kjallara til þakhæðar. Ennfremur er í húsinu matarlyfta frá eldhúsi til fjórðu hæðar. Geislahitun er í byggingunni og hreinlætistæki öll hin fullkomnustu. Í henni eru sjö baðherbergi og níu snyrtiklefar með salernum. Í kjallara eru kynditæki, frystir, rafstöð, geymslur, smíðahús: þvottahús og fleiri nauðsynlegar vistarverur. Er öllu mjög haganlega fyrir komið. Er hægt að aka sjúklingum beint inn að sjúkralyftu.

Á fyrstu hæð er m.a. íbúð aðstoðarlæknis, eldhús, búr, borðstofa starfsfólks, ráðskonuherbergi og líkhús. Á annari hæð er aðal anddyri hússins. Liggja upp að því breiðar tröppur. Yfir vængjahurðum anddyranna er áformað að setja skjaldarmerki Austur-Húnavatnssýslu, birnu með tvo húna. Á þessari hæð er biðstofa fyrir sjúklinga, skrifstofa, rannsóknarstofa, skiptistofa og slysastofa ásamt viðtalsstofu læknis. Þá er þar lesstofa yfirlæknis og íbúð hans, ljóslækningastofa, röntgenstofa, klefi fyrir nudd og rafmagnsmeðferð, dagstofa fyrir sjúklinga, sem hafa fótavist og íbúðir hjúkrunarkvenna.

Á þriðju hæð er aðalsjúkradeild hælisins. Eru þar fjórar fjórbýlisstofur, tvær þríbýlisitofur og fjórar tvíbýlisstofur. Ennfremur er þar sérstök fæðingarstofa. Í þessum herbergjum er rúm fyrir 31 sjúkling. Á þessari hæð er einnig rúmgóð skurðstofa búin hinum fullkomnustu tækjum, þar á meðal skurðstofulampa með níu kvikasilfursljósum. sem auðvelt er að hagræða, hvernig sem bezt hentar við skurðaðgerðir. Kvað Kolka læknir lampa þennan vera hið mesta þing og af nýjustu gerð. Var vissulega ánægjulegt að fylgjast með lýsingum hins ágæta og reynda skurðiæknis á tækjum og fyrirkomulagi skurðstofunnar, sem leikmenn hljóta að telja hið „allra helgasta" á sjúkrahúsi.

Á fjórðu og efstu hæð héraðshælisins er svo hjúkrunardeild fyrir rólfæra sjúklinga og gamalmenni. Eru þar 5 herbergi fyrir vistmenn, flest tveggja manna herbergi. Þar er því rúm fyrir 30—40 manns. Samtals tekur þvf héraðshælið 60—70 sjúklinga og gamalmenni. Hafa Austur-Húnvetningar sameinað hér á myndarlegan og merkilegan hátt rekstur fullkomins sjúkrahúss og notalegs elliheimilis. Á efstu hæðinni er einnig „baðstofa", sem er setustofa hjúkrunar- og elliheimilisdeildarinnar. Er hún stór og rúmgóð með glugg um móti austri, suðri og vestri. Stórt yfirbyggt sólskýli er fram af henni. Hefur gamla fólkið og sjúklingar deildarinnaí þarna hina ákjósanlegustu aðstöðu til þess að láta fara vel um sig.

Þetta fallega og fullkomna sjúkrahús og elliheimili AusturHúnvetninga er um ýmsa hluti sérstætt. Það hefur í raun og veru fremur á sér svip heimilis fólksins, sem dvelur þar en opinberrar stofnunar og sjúkrahúss. Okkur finnst athyglisvert að tjöldin fyrir gluggum íbúðarherbergjanna eru rósótt og veggir og loft eru máluð ýmsum litum, mjúkum og mildum. Þetta gefur húsakynnunum persónulegri og hlýlegri blæ en tíðkast á sjúkrastofum. Við heilsum upp á nokkra sjúklinga sem þarna liggja. Þeir taka brosandi á móti yfirlækni sínum og okkur, sem erum í fylgd með honum. Fólkinu hérna í Húnavatnssýslu þykir þegar vænt um Héraðshælið segir Kolka læknir. Það hefur unnið að stofnun þess af miklum áhuga og fórnfýsi. Þessi heilindismiðstöð og rekstur hennar verður merkur þáttur í lífi héraðsins."

Places

Blönduós

Legal status

Functions, occupations and activities

Á Blönduósi var um árabil aðsetur héraðslæknis sem þjónaði staðnum og nágrannasveitum. Sjúkraskýli var byggt árið 1932 og árið 1956 var nýtt sjúkrahús tekið í notkun. Stofnunin hét þá Héraðshæli AusturHúnvetninga. Öll almenn læknisþjónusta var í boði, t.d. bæði skurð- og fæðingarþjónusta. Árið 1993 var byggt við sjúkrahúsið. Starfsemi skurðstofu var síðan lögð af árið 1998 og fæðingar fáum árum síðar.

Mandates/sources of authority

Það var daginn fyrir gamlársdag 1955, sem flutt var inn í nýja Héraðshælið hérna á Blönduósi. — Þá voru sjúklingarnir á gamla Hælinu fluttir hingað og við tvær konur, gamlir Húnvetningar, hérna á Ellideildina á 4. hæð. Sigurlaug Guðmundsdóttir, frændkona mín, frá Ási í Vatnsdal og ég með allt mitt hafurtask. Lauga hafði ekki mikið hafurtask, hún átti fimm fósturbörn og var búin að losa sig við búslóðina. Siðan, þessi 17 ár, hef ég verið hér í Kolkakoti, sem ég kalla stundum, því að Páli Kolka, lækni, á ég það að þakka. Viðtal við Halldóru Bjarnadóttur Húnavaka 1973.

Heilsugæslustöðin á Blönduósi flutti haustið 1992 í nýtt húsnæði á fyrstu hæð í viðbyggingu við Héraðshælið. Framkvæmdir við nýja húsið hófust fyrir tólf árum og er ekki lokið, en þegar Héraðshælið var byggt fyrir tæpum fjörutíu árum tók það aðeins rúm tvö ár. Húsnæði heilsugæslunnar er rúmir 400 fermetrar sem er tvöföldun frá því sem áður var. Heilsugæslustöðin þjónar um 2500 íbúum á Blönduósi og í Austur-Húnavatnssýslu.

Á annarri hæð nýbyggingarinnar átti að vera stór skurðdeild en nú hefur verið fallið frá þeim hugmyndum, að sögn framkvæmdastjóra sjúkrahússins og heilsugæslunnar, enda hafa forsendur breyst síðan húsið var teiknað. Þess í stað verður þar aðstaða fyrir tannlækna, rannsóknir o. fl. A þriðju hæð verður legudeild fyrir tuttugu sjúklinga og verður fækkað um jafn mörg rúm í eldri byggingunni. Efri hæðirnar eru tilbúnar undir tréverk og er þess vænst að framkvæmdum ljúki á næstu tveimur til þremur árum. Heilbrigðismál 1993.

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Guðbjörg Kolka (1888-1974) Blönduósi (8.10.1888 - 11.6.1974)

Identifier of related entity

HAH03839

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

1956

Description of relationship

Húsfreyja á Héraðshælinu

Related entity

Anna Sigurbjörg Jónsdóttir Reiners (1901-1981) Héraðshælinu (10.12.1901 - 15.12.1981)

Identifier of related entity

HAH02413

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Hjúkrunarkona þar

Related entity

Kristján Stefán Sigurðsson (1924-1997) Læknir Blönduósi (14.11.1924 - 9.11.1997)

Identifier of related entity

HAH01690

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Læknir þar 1957

Related entity

Halldóra Bjarnadóttir (1873-1981) Blönduósi (15.10.1873 - 27.11.1981)

Identifier of related entity

HAH04700

Category of relationship

temporal

Dates of relationship

1955-1981

Description of relationship

Heimilisföst þar, fyrsti íbúinn

Related entity

Refabú við Votmúla ((1950))

Identifier of related entity

HAH00392

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Þar sem Héraðshælið stendur nú var Páll Kolka með refarækt

Related entity

Ingibjörg Bjarnadóttir [Ýja] (1925-2022) garðyrkjukona Blöndudalshólum (10.5.1925-12. júlí 2022)

Identifier of related entity

HAH06249

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Búsett þar

Related entity

Magnús Blöndal Bjarnason (1924-2002) læknir Blönduósi 1970-1973 (1.12.1924 - 31.1.2002)

Identifier of related entity

HAH01730

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1970-1973

Description of relationship

Læknir þar

Related entity

Jóhanna Björnsdóttir (1891-1991) hjúkrunarkona Blönduósi (25.3.1891 - 28.8.1991)

Identifier of related entity

HAH05405

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Hjúkrunarkona þar

Related entity

Sturla Þórðarson (1946-2018) frá Sauðanesi, tannlæknir Blönduósi (14.11.1946 - 31.5.2018)

Identifier of related entity

HAH06833

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1974-2000

Description of relationship

Tannlæknir þar frá 1974 - 2000

Related entity

Eyrún Gísladóttir (1931-1997) hjúkrunarfræðingur Blönduósi (17.1.1931 - 2.12.1997)

Identifier of related entity

HAH01218

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Hjúkrunarfræðingur þar

Related entity

Valgerður Halldórsdóttir (1929-2000) Héraðshælinu 1957 (20.4.1929 - 25.4.2000)

Identifier of related entity

HAH02113

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar 1957

Related entity

Hólmfríður Einarsdóttir (1925-2002) ljósmóðir (19.5.1925 - 6.3.2002)

Identifier of related entity

HAH01448

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1960

Description of relationship

Ljósmóðir þar 1960 - 1962

Related entity

Halldór Kristjánsson (1952) Héraðshælinu 1957 (29.5.1952 -)

Identifier of related entity

HAH04676

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Var þar 1957

Related entity

Sjúkraskýli Aðalgötu 7 Blönduósi 1915 (1915-)

Identifier of related entity

HAH00666

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1955

Description of relationship

Related entity

Blönduós / Blönduóssbær / Húnabyggð (1.1.1876 -)

Identifier of related entity

HAH00080

Category of relationship

associative

Dates of relationship

31.12.1955

Description of relationship

Related entity

Magnea Björnsdóttir (1885-1969) þvottatæknir á Héraðshælinu (11.10.1885 - 29.9.1969)

Identifier of related entity

HAH01725

Category of relationship

associative

Dates of relationship

31.12.1955

Description of relationship

Starfsmaður og hafði þar einnig heimili

Related entity

Blönduós- Gamlibærinn (26.6.1876 -)

Identifier of related entity

HAH00082

Category of relationship

associative

Dates of relationship

31.12.1955

Description of relationship

Related entity

Kolbrún Þórðardóttir (1950) hjúkrunarfræðingur og kennari (30.11.1950 -)

Identifier of related entity

HAH07053

Category of relationship

associative

Type of relationship

Kolbrún Þórðardóttir (1950) hjúkrunarfræðingur og kennari

is the associate of

Héraðshæli Austur Húnvetninga Blönduósi (1955-)

Dates of relationship

Description of relationship

Hjúkrunafræðingur þar um 1973

Related entity

Jósefína Blöndal (1942) Blönduósi (19.11.1942 -)

Identifier of related entity

HAH06956

Category of relationship

associative

Type of relationship

Jósefína Blöndal (1942) Blönduósi

is the associate of

Héraðshæli Austur Húnvetninga Blönduósi (1955-)

Dates of relationship

Description of relationship

Hjúkrunarkona þar

Related entity

Svava Ingimarsdóttir (1947) Hjúkrunarfræðingur frá Hróarsstöðum á Skaga (19.9.1947 -)

Identifier of related entity

HAH07046

Category of relationship

associative

Type of relationship

Svava Ingimarsdóttir (1947) Hjúkrunarfræðingur frá Hróarsstöðum á Skaga

is the associate of

Héraðshæli Austur Húnvetninga Blönduósi (1955-)

Dates of relationship

Description of relationship

Hjúkrunarfræðingur þar um1973

Related entity

Sveinfríður Sigurpálsdóttir(1948) hjúkrunarfræðingur MS (4.8.1948 -)

Identifier of related entity

HAH07044

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Sveinfríður Sigurpálsdóttir(1948) hjúkrunarfræðingur MS

controls

Héraðshæli Austur Húnvetninga Blönduósi (1955-)

Dates of relationship

Description of relationship

Hjúkrunarforstjóri og hjúkrunarfræðingur þar

Related entity

Páll Kolka (1895-1971) læknir Blönduósi (25.1.1895 - 19.7.1971)

Identifier of related entity

HAH04940

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Páll Kolka (1895-1971) læknir Blönduósi

controls

Héraðshæli Austur Húnvetninga Blönduósi (1955-)

Dates of relationship

31.12.1954

Description of relationship

Related entity

Flúðabakki 6 Blönduósi, Læknahús

Identifier of related entity

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Flúðabakki 6 Blönduósi, Læknahús

is owned by

Héraðshæli Austur Húnvetninga Blönduósi (1955-)

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Hnjúkabyggð 27 Blönduósi (um1967)

Identifier of related entity

HAH00841

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Hnjúkabyggð 27 Blönduósi

is owned by

Héraðshæli Austur Húnvetninga Blönduósi (1955-)

Dates of relationship

Description of relationship

Eigand nr 27, 2a, 1b og endaíbúð (nyrðri)

Related entity

Sigursteinn Guðmundsson (1928-2016) læknir Blönduósi (16.11.1928 - 20.4.2016)

Identifier of related entity

HAH01983

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Sigursteinn Guðmundsson (1928-2016) læknir Blönduósi

controls

Héraðshæli Austur Húnvetninga Blönduósi (1955-)

Dates of relationship

1959

Description of relationship

Héraðslæknir 1962-1999

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH10014

Institution identifier

IS-HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

12.9.2017 frumskráning í atom, SR
Viðbót 24.3.2019 GPJ

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

SR

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places