Refabú við Votmúla

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Refabú við Votmúla

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(1950)

History

Eg fór í refamennskuna. Það voru hérna þrjú refabú, tvö þeirra stór.

Refa-Björn, sem kallaður var, sá um bú hér uppi undir Brekku.
Kolka var með annað sem hét Silfri, og var þar sem Héraðshælið er núna.
Síðan voru Páll Geirmundsson og fleiri komnir með eitt á melunum heldur vestar en þar sem nýja kirkjan er og ég var fenginn til þess að sjá um það bú.

Ég hafði aldrei komið nærri tófum, og vinnan hjá mér byrjaði þannig að það þurfti að hreinsa dýrin í öllum búunum þremur. Þeir Svavar frá Móbergi og Björn Jónsson sem höfðu verið í þessu í nokkur ár spyrja mig hvað ég vilji helst gera. Ég sagði að mér væri alveg sama. „Þú vilt kannski taka dýrin", segja þeir.

Þeir fengu mér töng og ég fór inn í fyrsta búrið. Tófan fer náttúrulega yfir mig og undir og alls staðar því að ég kunni ekki að taka dýr. Þeir hlógu svo mikið að mér að þeir urðu að leggjast á grasið úti. En það endaði nú samt með því að ég tók hvert einasta dýr og þeir voru orðnir skrítnir á svipinn í lokin.

Ég fékk aldrei bit en þeir voru alltaf með einhverja putta reifaða. Við Svavar hlógum mikið einu sinni, við fórum í heimsókn upp til Björns þegar við vorum búnir í okkar búum. Þá var hann með prímus með vatnsfötu á og einn putta niðri og var að sótthreinsa hann eftir bit.

Þeir voru klaufar að láta bíta sig. Þegar tófurnar voru hreinsaðar var sett töng í kjaftinn á þeim, pillur ofan í þær og laxerolía. En svo kom verðfall.

Fyrst gafst Björn upp og þá tókum við Svavar það bú að okkur, síðan gafst Svavar upp og þá drap ég þetta allt niður. Það var feikna verk. Ég hreinsaði skinnin líka og spýtti þau." Viðtal við Sverri Kristófersson

Places

Blönduós;

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Björn Elíeser Jónsson (Refa-Björn) f. 9. nóvember 1899 - 13. nóvember 1975 Bóndi á Hamri á Bakásum, síðar verkstjóri. Árbæ á Blönduósi 1937 og 1941.

Sverrir Kristófersson 3. mars 1921 - 9. des. 1995. Var á Blönduósi 1930. Flugvallavörður á Blönduósi. Var í Halldórshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957.

Páll Valdimar Guðmundsson Kolka 25. jan. 1895 - 19. júlí 1971. Spítalalæknir á Kirkjuvegi 27, Vestmannaeyjum 1930. Var á Héraðshælinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Héraðslæknir í Vestmannaeyjum, á Blönduósi og síðast í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.

Ottó Svavar Jóhannesson 1. júlí 1912 - 12. okt. 2000. Bóndi á Hrútsstöðum í Laxárdal, Dal. og síðar trésmiður. Vinnumaður á Móbergi, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Kópavogi.

Páll Geirmundsson 19. okt. 1895 - 28. jan. 1975. Daglaunamaður á Blönduósi 1930. Veitingasali á Blönduósi 1926. Var á Mosfelli, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

General context

Relationships area

Related entity

Björn Elíeser Jónsson (1899-1975) Hamri á Bakásum, Árbæ á Blönduósi (9.11.1899 - 13.11.1975)

Identifier of related entity

HAH02801

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

rak refabú uppundir brekkunni.

Related entity

Blönduós / Blönduóssbær / Húnabyggð (1.1.1876 -)

Identifier of related entity

HAH00080

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Sverrir Kristófersson (1921-1995) Halldórshúsi utan ár, Blönduós (3.3.1921 - 9.12.1995)

Identifier of related entity

HAH02072

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Sögumaður og refahirðir ofan við Votmúla

Related entity

Héraðshæli Austur Húnvetninga Blönduósi (1955-) (31.12.1955)

Identifier of related entity

HAH10014

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Þar sem Héraðshælið stendur nú var Páll Kolka með refarækt

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00392

Institution identifier

IS HAH-Blö

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 23.4.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Sæll og blessaður Sæi minn – Húnavaka, 1. tölublað (01.05.1991), Bls. 9-28. https://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000542567

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places