Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Brynhildur Jóhannesdóttir (1937-2000)
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
30.4.1937 - 11.1.2000
History
Brynhildur Jóhannesdóttir fæddist í Hafnarfirði 30. apríl 1937. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 11. janúar síðastliðinn. Brynhildur var dóttir Guðbjargar Lilju Einarsdóttur, f. 25. apríl 1912 frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð og Jóhannesar Eiðssonar, f. 31. desember 1912 frá Klungurbrekku á Skógarströnd, síðar sjómanns í Hafnarfirði. Hún átti tvær systur og þrjá bræður sem öll eru á lífi. Systkini hennar eru Eiður, f. 14. mars 1932; Jóhann Smári, f. 6. september 1935; María, f. 20. september 1940; Ásthildur, f. 16. febrúar 1942; Einar Ægir, f. 28. febrúar 1948.
Brynhildur giftist 9. september 1956 Magnúsi Blöndal Bjarnasyni, lækni, sem er fæddur 1. desember 1924. Börn þeirra eru: 1) Nikulás, f. 27. maí 1953, maki: Hrönn Sveinbjörnsdóttir, f. 4. september 1952, búsett í Kópavogi og eru börn þeirra; Sveinbjörn Breiðfjörð, Brynhildur Helga, Fjóla Kristín, Nikulás Helgi og Arnar Freyr. 2) Kristín Blöndal, f. 30. apríl 1957, maki: Birgir Skaptason, f. 7. apríl 1955, búsett í Garðabæ og eru börn þeirra; Unnur María, Vala Dís, Lilja Kristín og Skapti Magnús. 3) Jóhann Ingi, f. 7. september 1958, maki: Helga Stefánsdóttir, f. 7. apríl 1966 búsett í Reykjavík og eru börn þeirra; Stefán Ingi og Rakel Ýr. Fyrir átti hann soninn Magnús Blöndal. 4) Valgeir Blöndal, f. 24. júlí 1966, maki Lilja Valdimarsdóttir, f. 16. júlí 1970 og er dóttir þeirra Valdís Lilja.
Foreldrar Magnúsar voru Bjarni Björnsson, f. 16. maí 1889 frá Vaði í Skriðdal og Kristín Árnadóttir, f. 30. apríl 1887 frá Þvottá í Álftafirði. Bjuggu þau lengst af á Borg í Skriðdal.
Brynhildur ólst upp í Hafnarfirði. Ung á árum fór hún að vinna á Kleppsspítala, en þar kynntist hún Magnúsi, sem starfaði þar sem kandídat í læknisfræði. Hún þurfti snemma að taka ábyrgð á lífi sínu sem ung móðir og hafði þegar eignast tvö börn þegar hún fylgdi þá tvítug að aldri Magnúsi utan til Svíþjóðar þar sem hann fór í framhaldsnám í læknisfræði. Næstu sex árin bjuggu þau á hinum ýmsu stöðum í Svíþjóð. 1963 flytja þau svo aftur heim til Íslands. Þau bjuggu í Reykjavík til 1970, en fluttust þá á Blönduós. 1974 fluttu þau til Akureyrar en þar bjuggu þau næsta aldarfjórðunginn eða til ársins 1998, þegar þau fluttu suður í Lindarsmárann í Kópavogi.
Útför Brynhildar fer fram frá Kópavogskirkju á morgun, mánudag 17. janúar, og hefst athöfnin klukkan 15.
Places
Hafnarfjörður: Svíþjóð: Reykjavík: Blönduós: Kópavogur.
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the spouse of
Brynhildur Jóhannesdóttir (1937-2000)
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
Language(s)
- Icelandic