Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Magnús Blöndal Bjarnason (1924-2002) læknir Blönduósi 1970-1973
Hliðstæð nafnaform
- Magnús Blöndal Bjarnason (1924-2002) læknir
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1.12.1924 - 31.1.2002
Saga
Magnús Blöndal Bjarnason fæddist á Borg í Skriðdal 1. desember 1924. Hann andaðist á lungnadeild öldrunarsjúklinga á Landakoti 31. janúar 2002.
Útför Magnúsar fór fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 11. febrúar, og hófst athöfnin klukkan 15.
Staðir
Borg í Skriðdal: Reykjavík: Seyðisfjörður 1955-1957: Svíþjóð 1957-1962: Kópavogur 1962-1963: Reykjavík 1962-1970: Blönduós 1970-1973: Motala Svíþjóð 1972: Akureyri 1974-1994:
Réttindi
Magnús varð stúdent frá MR 1949. Hann lauk læknisfræði 1955 með 1. einkunn frá Háskóla Íslands. Hann fékk leyfi til að stunda almennar lækningar 1961 og sérfræðingsleyfi í handlækningum 1962.
Starfssvið
Magnús starfaði í Reykjavík á Landspítalanum og á Seyðisfirði á árunum 1955-57. Hann dvaldist í Svíþjóð við störf og nám 1957-1962, var héraðslæknir í Kópavogi í febrúar 1962 til mars 1963. Hann var starfandi læknir í Reykjavík 1962-1970 sem aðstoðarlæknir á Landspítalanum á handlækningadeild, fæðingardeild og röntgendeild. Magnús var læknir á Blönduósi 1970-1973, aðstoðarlæknir í Motala í Svíþjóð við fæðingar- og kvensjúkdómadeild sumarið 1972, aðstoðarlæknir við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, röntgendeild og kvensjúkdómadeild 1974-1994. Hann var læknir við mæðraeftirlitið á Akureyri 1974-1984.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru: Bjarni Björnsson, f. 16.5. 1889, d. 12.10. 1940, frá Vaði í Skriðdal, og Kristín Árnadóttir, f. 30.4. 1887, d. 18.10. 1969, frá Þvottá í Geithellnahreppi í Álftafirði. Þau bjuggu lengst af á Borg í Skriðdal.
Hann átti sex bræður og var hann yngstur. Þrír eru á lífi. Bræður hans eru: Stefán Bjarnason frá Flögu í Skriðdal, f. 7.4. 1912, d. 25.11. 2001. Björn Bjarnason frá Birkihlíð í Skriðdal, f. 18.3. 1914. Árni Bjarnason, bjó lengi í Litla-Sandfelli í Skriðdal, f. 7.8. 1915. Bergþór Bjarnason frá Hjarðarhlíð í Skriðdal, f. 16.4. 1919, d. 12.9. 1993. Ingi Bjarnason, f. 6.8. 1922, d. 11.8. 1952. Ragnar Bjarnason frá Borg í Skriðdal, f. 31.7. 1923.
Magnús kvæntist 9. september 1956 Brynhildi Jóhannesdóttur frá Hafnarfirði, f. 30.4. 1937, d. 11.1. 2000. Foreldrar hennar voru: Guðbjörg Lilja Einarsdóttir, f. 25.4. 1912, frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, og Jóhannes Eiðsson, f. 31.12. 1912, frá Klungurbrekku á Skógarströnd, síðar sjómaður í Hafnarfirði.
Börn Magnúsar og Brynhildar eru:
1) Nikulás, f. 26.5. 1953, maki Hrönn Sveinbjörnsdóttir, f. 4.9. 1952, búsett í Kópavogi, og eru börn þeirra Sveinbjörn Breiðfjörð, Brynhildur Helga, Fjóla Kristín, Nikulás Helgi og Arnar Freyr.
2) Kristín Blöndal, f. 30.4. 1957, maki Birgir Skaptason, f. 7.4. 1955, búsett í Garðabæ, og eru börn þeirra Unnur María, Vala Dís, Lilja Kristín og Skapti Magnús.
3) Jóhann Ingi Viktor, f. 7.9. 1958, maki Helga Stefánsdóttir, f. 7.4. 1966, búsett í Reykjavík, og eru börn þeirra Rakel Ýr og Stefán Ingi. Fyrir átti hann soninn Magnús Blöndal.
4) Valgeir Blöndal, f. 24.7. 1966, maki Lilja Valdimarsdóttir, f. 16.7. 1970, búsett á Akureyri, og eru börn þeirra Valdís Lilja og Brynjar Valur.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er barn
Magnús Blöndal Bjarnason (1924-2002) læknir Blönduósi 1970-1973
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er barn
Magnús Blöndal Bjarnason (1924-2002) læknir Blönduósi 1970-1973
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er maki
Magnús Blöndal Bjarnason (1924-2002) læknir Blönduósi 1970-1973
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 4.7.2017
Tungumál
- íslenska