Magnús Blöndal Bjarnason (1924-2002) læknir Blönduósi 1970-1973

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Magnús Blöndal Bjarnason (1924-2002) læknir Blönduósi 1970-1973

Hliðstæð nafnaform

  • Magnús Blöndal Bjarnason (1924-2002) læknir

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1.12.1924 - 31.1.2002

Saga

Magnús Blöndal Bjarnason fæddist á Borg í Skriðdal 1. desember 1924. Hann andaðist á lungnadeild öldrunarsjúklinga á Landakoti 31. janúar 2002.
Útför Magnúsar fór fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 11. febrúar, og hófst athöfnin klukkan 15.

Staðir

Borg í Skriðdal: Reykjavík: Seyðisfjörður 1955-1957: Svíþjóð 1957-1962: Kópavogur 1962-1963: Reykjavík 1962-1970: Blönduós 1970-1973: Motala Svíþjóð 1972: Akureyri 1974-1994:

Réttindi

Magnús varð stúdent frá MR 1949. Hann lauk læknisfræði 1955 með 1. einkunn frá Háskóla Íslands. Hann fékk leyfi til að stunda almennar lækningar 1961 og sérfræðingsleyfi í handlækningum 1962.

Starfssvið

Magnús starfaði í Reykjavík á Landspítalanum og á Seyðisfirði á árunum 1955-57. Hann dvaldist í Svíþjóð við störf og nám 1957-1962, var héraðslæknir í Kópavogi í febrúar 1962 til mars 1963. Hann var starfandi læknir í Reykjavík 1962-1970 sem aðstoðarlæknir á Landspítalanum á handlækningadeild, fæðingardeild og röntgendeild. Magnús var læknir á Blönduósi 1970-1973, aðstoðarlæknir í Motala í Svíþjóð við fæðingar- og kvensjúkdómadeild sumarið 1972, aðstoðarlæknir við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, röntgendeild og kvensjúkdómadeild 1974-1994. Hann var læknir við mæðraeftirlitið á Akureyri 1974-1984.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru: Bjarni Björnsson, f. 16.5. 1889, d. 12.10. 1940, frá Vaði í Skriðdal, og Kristín Árnadóttir, f. 30.4. 1887, d. 18.10. 1969, frá Þvottá í Geithellnahreppi í Álftafirði. Þau bjuggu lengst af á Borg í Skriðdal.
Hann átti sex bræður og var hann yngstur. Þrír eru á lífi. Bræður hans eru: Stefán Bjarnason frá Flögu í Skriðdal, f. 7.4. 1912, d. 25.11. 2001. Björn Bjarnason frá Birkihlíð í Skriðdal, f. 18.3. 1914. Árni Bjarnason, bjó lengi í Litla-Sandfelli í Skriðdal, f. 7.8. 1915. Bergþór Bjarnason frá Hjarðarhlíð í Skriðdal, f. 16.4. 1919, d. 12.9. 1993. Ingi Bjarnason, f. 6.8. 1922, d. 11.8. 1952. Ragnar Bjarnason frá Borg í Skriðdal, f. 31.7. 1923.
Magnús kvæntist 9. september 1956 Brynhildi Jóhannesdóttur frá Hafnarfirði, f. 30.4. 1937, d. 11.1. 2000. Foreldrar hennar voru: Guðbjörg Lilja Einarsdóttir, f. 25.4. 1912, frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, og Jóhannes Eiðsson, f. 31.12. 1912, frá Klungurbrekku á Skógarströnd, síðar sjómaður í Hafnarfirði.
Börn Magnúsar og Brynhildar eru:
1) Nikulás, f. 26.5. 1953, maki Hrönn Sveinbjörnsdóttir, f. 4.9. 1952, búsett í Kópavogi, og eru börn þeirra Sveinbjörn Breiðfjörð, Brynhildur Helga, Fjóla Kristín, Nikulás Helgi og Arnar Freyr.
2) Kristín Blöndal, f. 30.4. 1957, maki Birgir Skaptason, f. 7.4. 1955, búsett í Garðabæ, og eru börn þeirra Unnur María, Vala Dís, Lilja Kristín og Skapti Magnús.
3) Jóhann Ingi Viktor, f. 7.9. 1958, maki Helga Stefánsdóttir, f. 7.4. 1966, búsett í Reykjavík, og eru börn þeirra Rakel Ýr og Stefán Ingi. Fyrir átti hann soninn Magnús Blöndal.
4) Valgeir Blöndal, f. 24.7. 1966, maki Lilja Valdimarsdóttir, f. 16.7. 1970, búsett á Akureyri, og eru börn þeirra Valdís Lilja og Brynjar Valur.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Héraðshæli Austur Húnvetninga Blönduósi (1955-) (31.12.1955)

Identifier of related entity

HAH10014

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristín Blöndal Magnúsdóttir (1957) (30.4.1957 -)

Identifier of related entity

HAH06032

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Kristín Blöndal Magnúsdóttir (1957)

er barn

Magnús Blöndal Bjarnason (1924-2002) læknir Blönduósi 1970-1973

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jóhann Magnússon Blöndal (1958) Blönduósi (7.9.1958 -)

Identifier of related entity

HAH06045

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jóhann Magnússon Blöndal (1958) Blönduósi

er barn

Magnús Blöndal Bjarnason (1924-2002) læknir Blönduósi 1970-1973

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Brynhildur Jóhannesdóttir (1937-2000) (30.4.1937 - 11.1.2000)

Identifier of related entity

HAH01157

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Brynhildur Jóhannesdóttir (1937-2000)

er maki

Magnús Blöndal Bjarnason (1924-2002) læknir Blönduósi 1970-1973

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01730

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 4.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir