Ólafur Þórhallsson (1924-2013) Ánastöðum

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Ólafur Þórhallsson (1924-2013) Ánastöðum

Parallel form(s) of name

  • Ólafur Þórður Þórhallsson (1924-2013) Ánastöðum

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

2.6.1924 - 18.8.2013

History

Ólafur Þórður Þórhallsson fæddist á Ánastöðum á Vatnsnesi 2. júní 1924. Hann lést á Landakoti 18. ágúst 2013. Árið 1983 fluttust Ólafur og Halldóra til Reykjavíkur og bjuggu á Neshaga 14 eftir það. Í Reykjavík starfaði Ólafur hjá afurðasölu SÍS þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Ólafur var vel lesinn og fróður. Ólafur verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag, 30. ágúst 2013, kl. 15.

Places

Ánastaðir á Vatnsnesi: Reykjavík 1983:

Legal status

Ólafur lauk héraðsskólaprófi úr Reykholtsskóla 1945.

Functions, occupations and activities

Á árunum 1947-1956 sinnti Ólafur kennslu. Hann stundaði búskap á Ánastöðum frá 1951 til 1983 en sinnti auk þess ýmsum félags- og trúnaðarstörfum. Hann var formaður ungmennafélagsins Hvatar um skeið, sat í hreppsnefnd og var formaður sóknarnefndar Hvammstangakirkju í nokkur ár. Hann var formaður Sparisjóðs Vestur-Húnvetninga um tíu ára skeið og endurskoðandi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga 1957-1975.
Þá hafði hann mikinn áhuga á sjómennsku og stundaði veiðar allt fram á síðustu ár.

Mandates/sources of authority

Hann ritaði margt um sögu Vatnsnesinga, fólk og atvinnuhætti þar.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Ólöf Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 21. júlí 1903, d. 11. apríl 1997, og Þórhallur Lárus Jakobsson, f. 21. október 1896, d. 24. mars 1984.
Ólafur var elstur átta systkina, en systkin hans eru Eggert, f. 1925, Jakob, f. 1928, Stefán, f. 1931, Ingibjörg, f. 1933, d. 2004, Steinar, f. 1936, d. 1989, Jón Þór, f. 1939, d. 1978, og Björn, f. 1940.
Hinn 2. janúar 1951 kvæntist Ólafur Halldóru Kristinsdóttur, f. 9. janúar 1930, d. 31. janúar 2013. Foreldrar hennar voru Kristinn Jónsson, f. 1908, d. 1998, og Halldóra Bjarnadóttir, f. 1903, d. 1930. Fósturforeldrar Halldóru voru Jóhannes Guðmundsson, f. 1904, d. 1982, og Þorbjörg Baldvinsdóttir, f. 1897, d. 1980.
Ólafur og Halldóra eignuðust fimm börn, en börn og afkomendur þeirra eru:
1) Þorbjörg Jóhanna, f. 1950, gift Jóni M. Benediktssyni, f. 1951, börn þeirra eru a) Þórólfur, f. 1974, í sambúð með Nönnu Viðarsdóttur, synir þeirra eru Jón Ívar og Logi, dóttir Þórólfs og Brynhildar Ólafsdóttur er Þorgerður, dóttir Nönnu er Edda Eik Vignisdóttir, b) Ragnheiður, f. 1979, í sambúð með Anders Dolve, c) Þórhildur, f. 1979, gift Jóni Hákoni Hjaltalín, börn þeirra eru Styrmir, Þorbjörg Sara og ónefndur drengur.
2) Ólöf Þórhildur, f. 1953, gift Necmi Ergün, f. 1950, dóttir þeirra er Özden Dóra, f. 1977, maður hennar var Alex Clow, d. 2013, og sonur þeirra er Edgar Tristan.
3) Halldór Kristinn, f. 1956, d. 1985, sambýliskona hans var Gunnhildur Hlöðversdóttir, f. 1959, dætur þeirra eru a) Bergrún, f. 1980, í sambúð með Birni Ólafssyni, sonur þeirra er Kristinn Hrafn, b) Halldóra, f. 1983, í sambúð með Sveinbirni J. Tryggvasyni, sonur þeirra er Tryggvi Kristinn; dóttir Gunnhildar er Þorbjörg Ómarsdóttir, f. 1993.
4) Bergur Helgi, f. 1960, d. 1988.
5) Júlíus Heimir, f. 1965, kvæntur Vigdísi Guðmundsdóttur, dætur þeirra eru a) Jóhanna, f. 2005, b) Matthea, f. 2006, sonur Júlíusar og Guðlaugar Elísabetar Ólafsdóttur er Ólafur, f. 1993, í sambúð með Melkorku Eddu Sigurgrímsdóttur.

General context

Relationships area

Related entity

Björn Ingi Guðmann Þórhallsson (1940) (9.9.1940 -)

Identifier of related entity

HAH02833

Category of relationship

family

Type of relationship

Björn Ingi Guðmann Þórhallsson (1940)

is the sibling of

Ólafur Þórhallsson (1924-2013) Ánastöðum

Dates of relationship

9.9.1940

Description of relationship

Related entity

Eggert Óskar Þórhallsson (1926) Ánastöðum (1.7.1926 -)

Identifier of related entity

HAH03080

Category of relationship

family

Type of relationship

Eggert Óskar Þórhallsson (1926) Ánastöðum

is the sibling of

Ólafur Þórhallsson (1924-2013) Ánastöðum

Dates of relationship

1.7.1926

Description of relationship

Related entity

Stefán Þórhallsson (1931-2020) Syðri-Ánastöðum (17.4.1931 - 8.10.2020)

Identifier of related entity

HAH04136

Category of relationship

family

Type of relationship

Stefán Þórhallsson (1931-2020) Syðri-Ánastöðum

is the sibling of

Ólafur Þórhallsson (1924-2013) Ánastöðum

Dates of relationship

17.4.1931

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01802

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 10.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places