Pétur Aðalsteinsson (1920-2003) Stóru-Borg

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Pétur Aðalsteinsson (1920-2003) Stóru-Borg

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

12.8.1920 - 9.5.2003

History

Pétur Aðalsteinsson fæddist að Stóru-Borg í V-Hún. 12. ágúst 1920. Hann andaðist á Landsspítalanum í Fossvogi 9. maí 2003.
Útför Péturs var gerð frá Hvammstangakirkju í kyrrþey 17. maí 2003.

Places

Stóra-Borg í Víðidal: Grundarfjörður 1967: Hvammstangi:

Legal status

Kennari:

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Músikin var honum í blóð borin og spilaði hann bæði á harmonikku og hljómborð. Tvær ljóðabækur eftir hann og svo samdi hann fjölda lagatexta sem t.d. Lillukórinn á Hvammstanga hefur tekið inn í sína söngskrá.
"Bóndinn og landið" [Myndskreytingar eftir Halldór Pétursson] Bókaforlag Odds Björnssonar, 1969, 78 síður

Ég hylli þig Húnaþing
með heiðar og dali.
Með fjallanna fagran hring
með fossanna hjali.
Á tindum er gullin glóð
og glampar á voga.
Ég flyt þér minn ástaróð
þetta örstutta ljóð.

Ég fann aldrei fegri reit.
Ég fann aldrei grænni sveit.
Hér leikur sér lax í röst
með leiftrandi sporðaköst.
Ég hylli þig Húnaþing
og hér vil ég una.
Ég flyt þér minn ástaróð
þetta örstutta ljóð.


Heldur er að halla degi,
hljóðlát nóttin bíður mín.
Í draumum mínum oft ég eygi
annan heim, í leiftursýn.

Á fljótsins bakka ferja bíður
flytur mig á aðra strönd.
Ekki hamlar straumur stríður
styrk er ferjumannsins hönd.

Gott væri að deyja í drauminn
á dagmálunum enda för.
Hverfa hljótt og halda í strauminn,
hafa fengið óræk svör.

Vinna í garði vona sinna
vaxa að kærleik, gleði og trú.
Vera í fangi vina minna
að vexti og þroska öruggt hlú.
(Pétur Aðalsteinsson.)

Til átthaganna fer ég er þjóta vorsins vindar
og veröldin hún ljómar og blessuð sólin skín.
Í fjarlægðinni blána þá fjallsins háu tindar,
ég finn svo vel að þarna er heimabyggðin mín.

Er lóan fer að syngja og svanirnir að kvaka
og sindra björtu vötnin í ljóssins heitu glóð.
Og minningarnar vakna er lít ég langt til baka
ég leita þeirra slóða er fyrst mín vagga stóð.

Hér stóð gamli bærinn sem jafnað var að jörðu
og jörðin geymir sporin sem gekk ég hérna fyrr
og fornu veggjabrotin sem frosti og hríðum vörðu
frændur mína alla er vetur knúði dyr.

Óðalið hér stendur, sem ætt mín hefur fagnað
um aldalangar tíðir og blóði sínu vígt.
Athöfn þeirra hefur um áraraðir magnað
okkar stolt og heiður og minning þeirra ríkt.

Ekkert getur slitið þau bönd sem okkur binda
við bjarta, fagra dalinn og þessa helgu jörð.
Við austurfjöllin háu og strengi ljósra linda
við landið sem við elskum og færum þakkargjörð.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Aðalsteinn Dýrmundsson og Björg Margrét Pétursdóttir.
Pétur hóf búskap á Stóru-Borg árið 1941 ásamt Þóru Margréti Björnsdóttur, f. 22. mars 1919, d. 18. ágúst 1996, og bjuggu þau þar til 1966. Næstu ár á eftir stundaði Pétur kennslu í Grundarfirði og í Þverárhreppi en var síðan ráðsmaður á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga frá 1971 til 1987 er hann lét af störfum vegna aldurs.
Pétur og Margrét eignuðust fjögur börn, sem eru:
1) Aðalbjörg, f. 6. janúar 1942, maki Jakob Gísli Ágústsson, f. 6. ágúst 1921, d. 20. september 1994, og eru börn þeirra fimm.
2) Björn Leví, f. 9. apríl 1943, maki Marsibil Ágústsdóttir, f. 17. nóvember 1946, og eiga þau tvær dætur.
3) Haraldur Borgar, f. 18. janúar 1945, maki Bára Garðarsdóttir, f. 12. maí 1949, og eiga þau þrjú börn.
4) Vilhjálmur, f. 18. júní 1952, maki Anna Jónasdóttir, f. 26. júlí 1955, og eiga þau fjögur börn.

General context

Relationships area

Related entity

Vilhjálmur Pétursson (1952) Stóru-Borg (18.6.1952 -)

Identifier of related entity

HAH06865

Category of relationship

family

Type of relationship

Vilhjálmur Pétursson (1952) Stóru-Borg

is the child of

Pétur Aðalsteinsson (1920-2003) Stóru-Borg

Dates of relationship

18.6.1952

Description of relationship

Related entity

Aðalsteinn Dýrmundsson (1886-1959) Stóru-Borg (7.10.1886 - 26.3.1959)

Identifier of related entity

HAH02243

Category of relationship

family

Type of relationship

Aðalsteinn Dýrmundsson (1886-1959) Stóru-Borg

is the parent of

Pétur Aðalsteinsson (1920-2003) Stóru-Borg

Dates of relationship

12.8.1920

Description of relationship

Related entity

Margrét Pétursdóttir (1892-1963) Stóru-Borg (3.11.1892 - 17.6.1963)

Identifier of related entity

HAH02744

Category of relationship

family

Type of relationship

Margrét Pétursdóttir (1892-1963) Stóru-Borg

is the parent of

Pétur Aðalsteinsson (1920-2003) Stóru-Borg

Dates of relationship

12.8.1920

Description of relationship

Related entity

Margrét Björnsdóttir (1919-1996) Stóru-Borg (22.3.1919 - 18.8.1996)

Identifier of related entity

HAH01741

Category of relationship

family

Type of relationship

Margrét Björnsdóttir (1919-1996) Stóru-Borg

is the spouse of

Pétur Aðalsteinsson (1920-2003) Stóru-Borg

Dates of relationship

Description of relationship

Börn þeirra; 1) Aðalbjörg, f. 6. janúar 1942, maki Jakob Gísli Ágústsson, f. 6. ágúst 1921, d. 20. september 1994, og eru börn þeirra fimm. 2) Björn Leví, f. 9. apríl 1943, maki Marsibil Ágústsdóttir, f. 17. nóvember 1946, og eiga þau tvær dætur. 3) Haraldur Borgar, f. 18. janúar 1945, maki Bára Garðarsdóttir, f. 12. maí 1949, og eiga þau þrjú börn. 4) Vilhjálmur, f. 18. júní 1952, maki Anna Jónasdóttir, f. 26. júlí 1955, og eiga þau fjögur börn.

Related entity

Ólafur Dýrmundsson (1889-1973) Kistu Vestur-Hópi (24.11.1889 - 18.2.1973)

Identifier of related entity

HAH01788

Category of relationship

family

Type of relationship

Ólafur Dýrmundsson (1889-1973) Kistu Vestur-Hópi

is the cousin of

Pétur Aðalsteinsson (1920-2003) Stóru-Borg

Dates of relationship

12.8.1920

Description of relationship

Bróðursonur

Related entity

Stóra-Borg í Víðidal ((900))

Identifier of related entity

HAH00480

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Stóra-Borg í Víðidal

is controlled by

Pétur Aðalsteinsson (1920-2003) Stóru-Borg

Dates of relationship

1941-1966

Description of relationship

Húsbóndi þar

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01834

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 11.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places