Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Ragnhildur Stefánsdóttir (1931-2007)
Parallel form(s) of name
- Ragnhildur Stefánsdóttir (1931-2007) Vatnshóli
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
18.4.1931 - 6.12.2007
History
Ragnhildur Stefánsdóttir fæddist á Brunngili í Bitru hinn 18. apríl 1931. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga að morgni 6. desember síðastliðins, eftir stutta legu þar. Ragnhildur ólst upp á Brunngili til 9 ára aldurs, fluttist fjölskyldan þá að Geithóli og síðar að Reykjum í Hrútafirði. Þegar Ragnhildur var 16 ára fluttu þau að Haugi í Miðfirði.
Ragnhildur verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Places
Brunngil í Bitru: Geithóll 1940: Reykir í Hrútafirði: Haugur í Miðfirði 1947: Vatnshóll: Hvammstangi:
Legal status
Veturinn 1950–1951 stundaði hún nám í Kvennaskólanum á Blönduósi.
Functions, occupations and activities
Árið 1955 hófu Ragnhildur og Jósafat búskap á Vatnshóli í Kirkjuhvammshreppi. Eftir um 40 ár við búskap tók Halldór sonur þeirra við búinu og fluttu þau þá til Hvammstanga. Ragnhildur starfaði í nokkur ár í eldhúsi Sjúkrahússins á Hvammstanga.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar voru hjónin Guðný Gísladóttir, f. 8. maí 1906, d. 4. apríl 1993 og Stefán Davíðsson, f. 6. júní 1902, d. 29. mars 1997.
Ragnhildur var elst af 11 systkinum, næstur var Jón, f. 1932, d. 2001. Eftirlifandi systkini Ragnhildar eru Davíð, f. 1933, Gunnar Hermann, f. 1934, Elsa, f. 1936, Jensína, f. 1937, Arndís Jenný, f. 1938, Bryndís, f. 1940, Haukur, f. 1941, Gísli Björgvin, f. 1942 og Fanney Svana, f. 1949. Ragnhildur giftist hinn 19. febrúar 1956 Jósafat Tryggva Jósafatssyni, f. 28. nóvember 1930. Foreldrar hans voru Guðrún Elísabet Ebenesersdóttir 25. maí 1890 - 13. nóvember 1955 Var a Bergsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1890. Húsfreyja á Svertingsstöðum í Ytri-Torfustaðahr., V-Hún og Jósafat Hansson 10. desember 1870 - 8. september 1930 Var á Litla-Ós, Melstaðarsókn, Hún. 1880. Vinnumaður á Heggstöðum, Melstaðarsókn, Hún. 1890. Vinnumaður í Almenningi, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1901. Bóndi á Svertingsstöðum í Ytri-Torfustaðahr., V-Hún.
Ragnhildur og Jósafat eiga fjögur börn, þau eru:
1) Guðrún sölumaður, f. 20. júlí 1956, gift Magnúsi Benediktssyni. Börn þeirra eru a) Benedikt Steinar, kvæntur Hrafnhildi Körlu Jónsdóttur, sonur þeirra er Magnús Indriði og b) Helga Dóra.
2) Stefán Gunnar húsasmíðameistari, f. 2. febrúar 1959, kvæntur Önnu I. Hjaltalín. Börn þeirra eru Davíð, Ragnar og Guðný Elísabet. Dóttir Stefáns er Guðrún Arna, sambýlismaður Bjarni R. Guðmundsson. Sonur Önnu er Magnús Einarsson. Börn hans eru Sóley Sara og Hlynur Freyr.
3) Sigríður sjúkraliði, f. 1.júní 1960. Börn hennar eru Sigrún Birna Gunnarsdóttir og Sverrir Jónsson. Sigrún er gift Benedikt Guðna Benediktssyni. Börn þeirra eru Rakel Jana, Arnheiður Diljá og Ástvaldur Máni.
4) Halldór Líndal bóndi, f. 12.mars 1968, sambýliskona Katarina Fatima Borg. Börn þeirra eru Freyja Ebba og Tryggvi Nils.
General context
Relationships area
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 12.7.2017
Language(s)
- Icelandic