Sigríður Þorvaldsdóttir (1938-1999)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Sigríður Þorvaldsdóttir (1938-1999)

Parallel form(s) of name

  • Sigríður Þorvaldsdóttir (1938-1999) frá Hjarðarholti

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

21.8.1938 - 5.8.1999

History

Sigríður Þorvaldsdóttir fæddist í Hjarðarholti 21. ágúst 1938. Hún lést 5. ágúst síðastliðinn. Sigríður ólst upp hjá foreldrum sínum í Hjarðarholti og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni frá 1961 til vorsins 1994. Síðustu þrjú ár hefur hún átt heima í Borgarnesi.
Sigríður verður jarðsungin frá Reykholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Places

Hjarðarholt: Borgarnes 1994:

Legal status

Sigríður stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík og Húsmæðraskólann á Varmalandi.

Functions, occupations and activities

Hún var húsmóðir í Hjarðarholti en stundaði einnig ýmis störf utan heimilis, lengst í mötuneyti Varmalandsskóla. Eftir að hún flutti í Borgarnes var hún við skrifstofustörf og vann hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi þegar hún lést. Sigríður tók virkan þátt í félagsstörfum og starfaði m.a. mikið að málefnum ungmennafélagshreyfingarinnar og var í forystu fyrir Leikdeild Ungmennafélags Stafholtstungna frá stofnun hennar.
Hún lék aðalhlutverkið í leikriti Dario Fo: "Nakinn maður og annar í kjólfötum" eða eins og það nefndist þá hjá nýstofnaðri leikdeild UMF Stafholtstungna "Nakin kona og önnur í pels" og konur að sjálfsögðu í aðalhlutverkum. Þetta var í litla salnum þar sem nú er miðstöð sumarhúsafólks í Munaðarnesi.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar voru Þorvaldur Tómas Jónsson, bóndi í Hjarðarholti, f. 11.12. 1891, d. 31.7. 1968, og Laufey Kristjánsdóttir Blöndal, f. 31.5. 1906, d. 14.6. 1995.
Systir Sigríðar er Kristín Þorvaldsdóttir, læknaritari, f. 18.7. 1942.
Sigríður giftist 27.12. 1959 Jóni Þór Jónassyni, f. 5. maí 1935 á Þuríðarstöðum í Fljótsdal. Foreldrar hans voru Jónas Þorsteinsson, bóndi á Þuríðarstöðum, f. 16.5. 1898, d. 11.5. 1968, og Soffía Ágústsdóttir, f. 8.7. 1906, d. 21.6. 1944.
Börn:
1) María, kennari, f. 27.8. 1961. Barn: Kristleifur Jónsson, f. 5.12. 1980. Faðir hans var Jón Kristleifsson 20. apríl 1955 - 2. nóvember 2008 Flugkennari, ökukennari, verktaki og síðar bílstjóri í Reykholti. Mikill söngmaður og félagi í nokkrum kórum og sönghópum. Gengdi ýmsum félagsstörfum.
2) Þorvaldur Tómas, bóndi, f. 14.4. 1963, maki Hrefna Bryndís Jónsdóttir, atvinnuráðgjafi, f. 13.8. 1964. Börn: Sigríður, f. 28.3. 1993, Steinunn, f. 25.7. 1994. 3) Ragnheiður Laufey, kennari, f. 13.12. 1964, maki Siggeir Lárusson, vélsmiður, f. 18.2. 1959. Börn: Sunna, f. 24. 5. 1990, Sóley, f. 5.8. 1992.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01916

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 18.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places