Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Sigríður Þorvaldsdóttir (1938-1999)
Hliðstæð nafnaform
- Sigríður Þorvaldsdóttir (1938-1999) frá Hjarðarholti
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
21.8.1938 - 5.8.1999
Saga
Sigríður Þorvaldsdóttir fæddist í Hjarðarholti 21. ágúst 1938. Hún lést 5. ágúst síðastliðinn. Sigríður ólst upp hjá foreldrum sínum í Hjarðarholti og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni frá 1961 til vorsins 1994. Síðustu þrjú ár hefur hún átt heima í Borgarnesi.
Sigríður verður jarðsungin frá Reykholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.
Staðir
Hjarðarholt: Borgarnes 1994:
Réttindi
Sigríður stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík og Húsmæðraskólann á Varmalandi.
Starfssvið
Hún var húsmóðir í Hjarðarholti en stundaði einnig ýmis störf utan heimilis, lengst í mötuneyti Varmalandsskóla. Eftir að hún flutti í Borgarnes var hún við skrifstofustörf og vann hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi þegar hún lést. Sigríður tók virkan þátt í félagsstörfum og starfaði m.a. mikið að málefnum ungmennafélagshreyfingarinnar og var í forystu fyrir Leikdeild Ungmennafélags Stafholtstungna frá stofnun hennar.
Hún lék aðalhlutverkið í leikriti Dario Fo: "Nakinn maður og annar í kjólfötum" eða eins og það nefndist þá hjá nýstofnaðri leikdeild UMF Stafholtstungna "Nakin kona og önnur í pels" og konur að sjálfsögðu í aðalhlutverkum. Þetta var í litla salnum þar sem nú er miðstöð sumarhúsafólks í Munaðarnesi.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru Þorvaldur Tómas Jónsson, bóndi í Hjarðarholti, f. 11.12. 1891, d. 31.7. 1968, og Laufey Kristjánsdóttir Blöndal, f. 31.5. 1906, d. 14.6. 1995.
Systir Sigríðar er Kristín Þorvaldsdóttir, læknaritari, f. 18.7. 1942.
Sigríður giftist 27.12. 1959 Jóni Þór Jónassyni, f. 5. maí 1935 á Þuríðarstöðum í Fljótsdal. Foreldrar hans voru Jónas Þorsteinsson, bóndi á Þuríðarstöðum, f. 16.5. 1898, d. 11.5. 1968, og Soffía Ágústsdóttir, f. 8.7. 1906, d. 21.6. 1944.
Börn:
1) María, kennari, f. 27.8. 1961. Barn: Kristleifur Jónsson, f. 5.12. 1980. Faðir hans var Jón Kristleifsson 20. apríl 1955 - 2. nóvember 2008 Flugkennari, ökukennari, verktaki og síðar bílstjóri í Reykholti. Mikill söngmaður og félagi í nokkrum kórum og sönghópum. Gengdi ýmsum félagsstörfum.
2) Þorvaldur Tómas, bóndi, f. 14.4. 1963, maki Hrefna Bryndís Jónsdóttir, atvinnuráðgjafi, f. 13.8. 1964. Börn: Sigríður, f. 28.3. 1993, Steinunn, f. 25.7. 1994. 3) Ragnheiður Laufey, kennari, f. 13.12. 1964, maki Siggeir Lárusson, vélsmiður, f. 18.2. 1959. Börn: Sunna, f. 24. 5. 1990, Sóley, f. 5.8. 1992.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 18.7.2017
Tungumál
- íslenska