Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Guðmundur Sigurðsson (1876-1956) Klæðskeri
Parallel form(s) of name
- Guðmundur Sigurðsson Klæðskeri
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
18.9.1876 - 21.6.1956
History
Guðmundur Sigurðsson 18. september 1876 - 21. júní 1956 Var á Nýjabæ, Arnarbælissókn, Árn. 1880. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Ekkill Bergstaðastræti 11a, 1920. Klæðskeri í Bergstaðastræti 11 a, Reykjavík 1930.
Places
Krókur í Reykjasókn í Kjós; Nýibær í Ölfusi; Reykjavík:
Legal status
Functions, occupations and activities
Hjónin ráku umsvifamikla klæðaverslun. Guðmundur klæðskeri hafði marga lærlinga, bæði karla og konur. Þekktastur þeirra síðar var Andrés Andrésson, klæðskeri, sem margir Reykvíkingar muna enn. Nærri má geta að mikil sorg ríkti á heimilinu, þegar þessi góða móðir og kjölfesta heimilisins var dáin.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans; Sigurður Þórðarson 20. maí 1835 Tökudrengur á Þórustöðum, Arnarbælissókn, Árn. 1845. Bóndi á Völlum, Reykjasókn, Árn. 1860. Vinnumaður á Króki í Reykjasókn 1873-76 og barnsmóðir hans; Guðfinna Ásbjörnsdóttir 1. nóvember 1853 - 6. ágúst 1882 Tökubarn í Þverá, Reykjasókn, Árn. 1860. Vinnukona á Króki, Reykjasókn, 1874-76, í Gljúfraholti, 1880.
Kona Sigurðar 24.7.1859; Rannveig Jónsdóttir 11. desember 1825 Var í Merkinesi, Kirkjuvogssókn, Gull. 1835. Vinnuhjú í Höskuldskoti, Njarðvíkursókn, Gullbringusýslu 1845. Húsfreyja á Völlum í Ölfusi, Árn. Hjá dóttur og tengdasyni í Nýjabæ, Garðahr., Gull. 1890. Fyrrimaður Rannveigar 24.6.1847; Magnús Guðnason 21. febrúar 1822 - 24. ágúst 1857 Var á Saurbæ, Reykjasókn, Árn. 1835 og 1845. Bóndi á Völlum í Ölfusi.
Bróðir Guðmundar samfeðra;
1) Magnús Sigurðsson 28. apríl 1860 - 21. apríl 1927 Vinnumaður á Löngumýri, Skeiðhr., Árn. 1910.
2) Þórður Sigurðsson 5. október 1865 [8.10.1864]- 26. mars 1937 Húsbóndi í Reykjavík 1910. Prentari á Spítalastíg 5, Reykjavík 1930.
3) Jónbjörg Sigurðardóttir 18.12.1866
Kona Guðmundar; Svanlaug Benediktsdóttir 11. janúar 1880 [9.1.1880]- 31. janúar 1918 Húsfreyja í Reykjavík 1910.
Ráðskona Guðmundar 1920; Valgerður Anna Þorbjarnardóttir 10. ágúst 1870 - 10. janúar 1939 Hjú á Kaðalstöðum, Hjarðarholtssókn, Mýr. 1890. Var í Reykjavík 1910. Fór þaðan og kom aftur 1916. Ráðskona í Bergstaðastræti 11 a, Reykjavík 1930.
Börn þeirra;
1) Sigurður Guðmundsson 14. ágúst 1900 - 24. desember 1986 Var í Reykjavík 1910. Ljósmyndari í Bergstaðastræti 9 b, Reykjavík 1930. Ljósmyndari í Reykjavík 1945.
Barnsmóðir hans 21.10.1929; Ingibjörg Guðbjarnadóttir 22. júlí 1903 - 25. mars 1982 Húsfreyja í Bergstaðastræti 9 b, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
Kona hans; Elínborg Ása Guðbjarnadóttir 5. febrúar 1908 - 31. desember 1984 Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík, systir Ingibjargar.
2) Laufey Guðmundsdóttir 12. janúar 1903 - 25. september 1994 Var í Reykjavík 1910. Ekkja í Bergstaðastræti 11 a, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
3) Benedikt Baldvin Guðmundsson 16. nóvember 1907 - 2. júlí 1960 Var í Reykjavík 1910. Slátrari í Bergstaðastræti 11 a, Reykjavík 1930. Iðnaðarmaður í Reykjavík 1945. Listmálari.
4) Guðmundur Guðmundsson 22. desember 1909 - 30. maí 1974 Var í Reykjavík 1910. Klæðskerasveinn í Bergstaðastræti 11 a, Reykjavík 1930. Klæðskeri í Reykjavík 1945.
5) Guðríður Guðmundsdóttir Bang 1. maí 1912 - 16. mars 1991 Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Maður hennar 15.10.1938; Karl Oluf Bang 23. maí 1906 - 9. apríl 1996 Verslunarmaður á Ísafirði 1930. Verslunarmaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík 1994. Alin upp af Axel Meinholt.
6) Sverrir Guðmundsson 28. mars 1914 - 21. maí 1995 Síðast bús. í Reykjavík. Ókv. bl.
7) Haukur Guðmundsson 6. janúar 1916 - 11. desember 1969 Var í Bergstaðastræti 11 a, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Pressari.
8) Svanlaug Guðmundsdóttir 4. janúar 1918 - 25. september 1972 Var í Bergstaðastræti 11 a, Reykjavík 1930. Reglusystir í Landakoti. Tók upp nafnið systir Maria Clementina.
General context
Guðmundur klæðskeri varð kaþólskur eftir konumissinn. Hann vildi því að yngri börn sín yrðu kaþólsk. Ein af systrum Guðríðar varð nunna. Hún varð skólastjóri barnaskólans í Landakoti. Hún hét Svanlaug, en nunnunafn hennar var Klementía. Fljótlega kom í ljós, að Guðmundur gat ekki sinnt til fullnustu bæði börnunum og verkstæðinu. Þrjár móðursystur barnanna voru í bænum. Þær tóku saman ráð sín og buðu Guðmundi að fóstra fyrir hann sitt barnið hver. Þannig atvikaðist það að Guðríður litla ólst upp hjá Meinholtshjónunum, Kristínu og Axel Meinholt, sem var danskur. Hann var lærður húsgagnabólstrari.
Guðríður litla gekk í barnaskóla hjá nunnunum í Landakoti. Það gerðu líka mörg börn efnamanna í Reykjavík. Sá skóli þótti sérlega góður. Síðar gekk Guðríður í Verslunarskólann og lauk þaðan prófi. Því til viðbótar fékk hún sérstaka tíma í ensku. Meinholtshjónin kostuðu hana líka til náms í píanóleik og gáfu henni vandað píanó. Slík menntun til bókar var enganveginn sjálfsögð á þeirri tíð, þóttum greinda unglinga væri að ræða. Svo var Guðríður send á hússtjórnarskóla í Danmörku, sem fósturforeldrar hennar kostuðu. Hún kom svo strax heim að því námi loknu og var hjá fósturforeldrum sínum. Hún var mikið með þeim. Hún vann hjá þeim í búðinni, þau ráku snyrti og gjafavöruverslun á Laugavegi 5, þar sem þau bjuggu. Og unga stúlkan þjónaði þeim hjónum á alla lund.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 3.10.2018
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði