Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Páll Hannesson (1925-2002) frá Undirfelli
Parallel form(s) of name
- Páll Hannesson (1925-2002) frá Undirfelli
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
6.7.1925 - 6.1.2002
History
Páll Hannesson fæddist á Undirfelli í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu 6. júlí 1925. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 6. janúar síðastliðinn. Útför Páls fer fram frá Kópavogskirkju á morgun, mánudaginn 14. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Places
Undirfell í Vatnsdal:
Legal status
Páll lauk stúdentsprófi frá MR 1945 og verkfræðiprófi frá Danmarks Tekniske Højskole 1952.
Functions, occupations and activities
Páll var verkfræðingur hjá MHSB Cos á Keflavíkurflugvelli 1953-54, verkfræðingur og verklegur framkvæmdastjóri hjá Regin hf. 1955-58, þar af um tveggja ára skeið yfirverkfræðingur hjá Íslenskum aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli, var sjálfstætt starfandi verkfræðingur 1959-62, bæjarverkfræðingur í Kópavogi 1962-64, stofnaði, ásamt öðrum, verktakafyrirtækið Hlaðbæ hf. 1965 og var framkvæmdastjóri þess til 1981, stofnaði, ásamt öðrum, verktakafyrirtækið Þórisós hf. 1970 er síðar sameinaðist Hlaðbæ hf. og var framkvæmdastjóri þess 1970-75. Páll hætti rekstri 1982 og fékkst frá þeim tíma við margháttuð áhugamál.
Páll stofnaði, ásamt öðrum, Verktakasamband Íslands 1968 og var formaður þess 1971-74, auk þess sem hann sat um leið í stjórn VSÍ, er félagi í Rotaryklúbbi Kópavogs frá 1962 og forseti hans 1984-85, sat í stjórn Byggingasamvinnufélags Reykjavíkur 1958-81 og hafði verkfræðilega umsjón með byggingu fjölbýlishúsa á þess vegum, var einn af stofnendum Dagblaðsins hf. 1975 og sat í varastjórn þess um tuttugu ára skeið og sat í landsnefnd Bandalags jafnaðarmanna 1984-85.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans voru hjónin Hannes Pálsson, bóndi á Undirfelli og síðar stjórnarráðsfulltrúi í Reykjavík, f. 18.4. 1898, d. 15.1. 1978, og Hólmfríður S. Jónsdóttir húsfreyja, f. 1.6. 1903, d. 20.1. 1967. Hannes var sonur Páls Hannessonar, bónda á Guðlaugsstöðum í Blöndudal, og Guðrúnar Björnsdóttur. Hólmfríður var dóttir Jóns, Hannessonar, bónda á Undirfelli, og Ástu Bjarnadóttur.
Alsystkini Páls eru: Ásta, f. 14.7. 1926, d. 2.10. 2000, Jón, framkvæmdastjóri á Blönduósi, f. 2.6. 1927; Guðrún, f. 19.4. 1931, d. 20.7. 1945; og Bjarni Guðlaugur fræðimaður, f. 5.7. 1942. Hálfbróðir Páls, samfeðra, er Guðmundur, húsgagnasmiður og verslunareigandi, f. 22.9. 1960.
Eiginkona Páls var Hjördís Rannveig Pétursdóttur, snyrtisérfræðingur og húsmóðir, f. 11.8. 1926, d. 2.1. 1989. Hún var dóttir Péturs Péturssonar, kaupmanns á Akureyri, og Þórönnu Pálmadóttur húsmóður.
Dætur Páls og Hjördísar Rannveigar eru:
1) Þóranna veðurfræðingur, f. 31.7. 1951, gift Jónasi Sigurðsson kerfisfræðingi, f. 25.6. 1951. Dætur Þórönnu af fyrra hjónabandi, með Þorsteini Ólafssyni dýralækni, eru: a) Sigrún kennari, f. 6.12. 1974, stundar nám í Álaborg, maki Jóhannes Smári Þórarinsson, smiður og nemi í byggingaverkfræði í Álaborg, f. 18.12. 1973, börn þeirra eru: Þorsteinn Þór, f. 29.5. 1995, og Valgerður, f. 17.10. 2001. b) Hjördís, læknanemi við HÍ., f. 3.7. 1979. c)Anna, nemi í FÁ f. 10.7. 1983.
2) Hólmfríður Guðrún, M.Sc. í tölvunarfræði, þjónustu- og verkefnisstjóri, f. 28.4. 1955. Synir Hólmfríðar með Guðmundi Skúla Stefánssyni íþróttakennara eru: Páll, búfræðingur og tamningamaður, f. 6.7. 1977, Garðar Snorri, nemi í tölvunarfræði við Háskóla Reykjavíkur, f. 14.3. 1980, og Hjörtur Pálmi grunnskólanemi, f. 24.11. 1990. Sambýliskona Páls frá 1991 er Gyða Guðjónsdóttir húsmóðir, f. 29.9. 1926.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Páll Hannesson (1925-2002) frá Undirfelli
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Páll Hannesson (1925-2002) frá Undirfelli
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Páll Hannesson (1925-2002) frá Undirfelli
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Páll Hannesson (1925-2002) frá Undirfelli
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the grandparent of
Páll Hannesson (1925-2002) frá Undirfelli
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 10.7.2017
Language(s)
- Icelandic