Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Sigríður Sigurjónsdóttir (1916-1995)
Parallel form(s) of name
- Sigríður Sigurjónsdóttir (1916-1995) frá Álafossi
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
21.3.1916 - 30.4.1995
History
Var á Grundarstíg 4 a, Reykjavík 1930. Sundkennari, síðar forstjóri Sundhallarinnar í Reykjavík. Húsfreyja á Hurðarbaki í Reykholtsdal um árabil. Flutti í Borgarnes 1995. Þarna í dalverpinu við Varmá reis svo nokkur húsaþyrping og höfðu flestir íbúanna framfæri sitt af verksmiðjurekstrinum. Þarna var leyst af hendi brautryðjandastarf í iðnaði, þar sem unnið var úr íslenskri ull, með vatnsafl og jarðhita sem orkugjafa. Sannarlega lofsvert framtak, sem sýndi glögglega umbótavilja ¬ og reyndar hugrekki að leggja allt undir.
En Sigurjón lét ekki sitja við verksmiðjureksturinn einan. Hann var einn af vormönnum Íslands og vildi efla alla dáð. Ekki var nóg að tala um sjálfstæði. Líka varð að sækja að því í verki. Því var nauðsynlegt að efla hreysti og heilbrigði líkamans. Það gerði hann með því að koma á fót íþróttaskóla og byggja sundlaug. Þangað átti æskan að sækja sér þrótt og heilbrigði.
Þetta var það umhverfi, sem Sigríður Sigurjónsdóttir ólst upp í frá blautu barnsbeini. Hún var því enn á unglingsárum er hún byrjaði að hjálpa föður sínum við íþróttastarfsemina og sundkennsluna. Sjálf var hún vel af guði gerð, hávaxin, styrk og tíguleg. En hún var líka iðjusöm við nám og vel gefin stúlka. Það þótti því ljómi yfir Álafossi. Sigurjón var glímukappi Íslands og ólympíufari í London 1908 og Stokkhólmi 1912. Skautameistari Íslands og marverðlaunaður frjálsíþróttamaður. Sigríður snemma kunn fyrir sundafrek og leiðsögn í málum unga fólksins.
Það var því ekki að furða að bæði foreldrar barna og unglinga og auðvitað ungviðið sjálft í nágrenninu, sæktust eftir því að komast í íþróttir og sund á Álafossi. Og þar var frelsinu ekki gleymt. Síðustu hömlur á sjálfstæði landsins þurfti að slíta, svo við yrðum alfrjáls. Gott veganesti fyrir ungmenni að bera að braut sinni. Það voru fleiri í þessari fjölskyldu, sem ekki töldu nægilegt að tala um sjálfstæði. Tákn þess þurfti að sýna í verki. Lengi verður í minnum haft þegar Einar, bróðir Sigurjóns, reri um Reykjavíkurhöfn með bláhvíta fánann í stafni og kóngsins menn af dönsku varðskipi reru lífróður á eftir honum að hindra slíka ögrun. Verst að hvítbláinn varð ekki endanlegur fáni okkar.
Places
Álafoss: Hurðarbak í Kjós:
Legal status
Sigríður ákvað að hefja framhaldsnám og það gerði hún með því að nema og ljúka prófi í Verzlunarskóla Íslands vorið 1933 og síðan íþróttaskólaprófi með kennararéttindum í íþróttum 1934.
Functions, occupations and activities
Hún hóf svo störf sem íþróttakennari og þá aðallega sundkennari. Hún kenndi áfram á Álafossi, við Laugarnesskólann í Reykjavík 1936-1937. Síðan varð hún sundkennari við Sundhöll Reykjavíkur 1937-1943. En það ár var hún ráðin forstjóri Sundhallarinnar.
Hún beitti sér fyrir mörgum góðum málum til hagsbóta fyrir konur ¬ reyndar fyrir alla, þegar hún var formaður Sambands borgfirskra kvenna á árunum 1952-¬1968. Voru það ekki sízt mennta- og menningarmál kvenna sem hún lét til sín taka.
Hún tók einnig talsverðan þátt í stjórnmálastarfi á Vesturlandi. Var í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og einnig var hún fyrsti formaður Sjálfstæðiskvennafélags Borgarfjarðar. Hún tók þá drjúgan þátt í störfum þessara samtaka og hafði alltaf mikinn áhuga á framfara- og velfarnaðarmálum landsmanna.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar Sigríðar voru hjónin Sigurjón Pétursson 9. mars 1888 - 3. maí 1955 Var í Reykjavík 1910. Framkvæmdastjóri á Grundarstíg 4 a, Reykjavík 1930. Iðnrekandi á Álafossi í Mosfellssveit, og Sigurbjörg Ásbjörnsdóttir 31. mars 1892 - 8. júní 1975 Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Grundarstíg 4 a, Reykjavík 1930, sem kennd voru við Álafoss í Mosfellssveit. Þar hafði Sigurjón á árinu 1919 keypt klæðaverksmiðju og rak hana til æviloka. Þessi verksmiðja var stofnsett fyrir aldamót af Birni Þorlákssyni bónda á Varmá, en hann setti niður tóvinnuvélar við fossinn.
Árið 1945 giftist Sigríður eftirlifandi manni sínum, Bjarni Þorsteinsson 5. desember 1912 - 18. desember 2005 bóndi á Hurðarbaki um árabil. Flutti í Borgarnes 1995 og var þar búsettur eftir það. Kjörbörn: Gunnar f. 21.11.1953 og Þóra f. 5.2.1955. Var það mikið gæfuspor fyrir þau bæði. Þau voru ætíð einkar samrýmd hjón og samtaka um að leysa úr vanda dagsins og lífsins eins og hann birtist á hverjum tíma. Þessi góðu hjón þroskuðu með sér þann virðuleika, sem aðeins verður til fyrir hreint hugarfar og mannkosti. Heimili þeirra á Hurðarbaki, í hjarta Borgarfjarðar, var þekkt fyrir gestrisni og myndarskap. Lágu margra leiðir þar um garð.
Kjörbörn eignuðust þau Sigríður og Bjarni. Eru það þau
1) Gunnar Bjarnason f 21. nóvember 1953 Kjörforeldrar: Bjarni Þorsteinsson f. 5.12.1912 og Sigríður Sigurjónsdóttir f. 21.3.1916. Bóndi á Hurðarbaki, sem er kvæntur Ásthildi Thorsteinson og eiga þau fjögur börn.
2) Þóra Bjarnadóttir 5. febrúar 1955 Kjörforeldrar: Bjarni Þorsteinsson f. 5.12.1912 og Sigríður Sigurjónsdóttir f. 21.3.1916. hjúkrunarfræðingur, sem er gift Einari Sigurjónssyni lögfræðingi. Þau eiga tvö börn.
foreldrar þeirra voru, Sveinbjörn Þorsteinsson 18. mars 1914 - 29. júní 2007 Teiknikennari í Reykjavík. Áhugamaður um söng, tónlist og heimspeki. Barn fætt andvana 28.7.1940, og Gundela Lousie Deutschländer.
General context
Relationships area
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 18.7.2017
Language(s)
- Icelandic