Ásgeir Pétursson (1922-2019) Bæjarfógeti Kópavogi

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Ásgeir Pétursson (1922-2019) Bæjarfógeti Kópavogi

Parallel form(s) of name

  • Ásgeir Pétursson Bæjarfógeti Kópavogi

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

21.3.1922 - 24.6.2019

History

Lögfræðingur, ráðuneytisstarfsmaður, sýslumaður í Mýrar- og Borgarfjarðarsýslu, bæjarfógeti í Kópavogi og varaþingmaður. Var á Suðurgötu , Reykjavík 1930. Gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum.

Places

Hólavellir Reykjavík; Borgarnes; Kópavogur:

Legal status

Functions, occupations and activities

Sýslumaður Borgarnesi. Bæjarfógeti Kópavogi. Varaþingmaður Vesturlands apríl 1964, nóvember–desember 1967, janúar–mars, október–nóvember 1968, mars og október–nóvember 1969, nóvember 1970 og desember 1972, landskjörinn varaþingmaður (Vesturlands) maí og nóvember–desember 1965 (Sjálfstæðisflokkur).

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Pétur Magnússon 10. janúar 1888 - 26. júní 1948 Hæstaréttarlögmaður, bankastjóri, alþingismaður og ráðherra í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Málflutningsmaður á Suðurgötu , Reykjavík 1930 og kona hans 4.11.1916; Þórunn Ingibjörg Guðmundsdóttir 6. júní 1895 - 14. janúar 1966 Húsfreyja og listakona. Var á Laugavegi, Reykjavík. 1901. Húsfreyja á Suðurgötu , Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
Systkini Ásgeirs;
1) Magnús Pétursson 4. ágúst 1914 - 30. janúar 1984 Nemandi á Hvanneyri, Hvanneyrarsókn, Borg. 1930. Lögregluþjónn í Reykjavík 1945. Búfræðingur, lögreglumaður og forstjóri á Litla-Hrauni. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Guðmundur Pétursson 25. júlí 1917 - 20. nóvember 2009 Var á Suðurgötu, Reykjavík 1930. Hæstaréttarlögmaður í Reykjavík. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum og hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, m.a. fálkaorðuna. Kona hans 16.4.1949; Sigríður Ingibjörg Níelsdóttir 11. ágúst 1920 - 26. febrúar 2014 Var á Valshamri, Álftanessókn, Mýr. 1930. Húsfreyja og verslunarstarfsmaður í Reykjavík.
3) Sigríður Pétursdóttir Faaberg 6. desember 1919 - 4. október 1994 Var á Suðurgötu , Reykjavík 1930. Bús. í Noregi. Maður hennar er Lars Faaberg.
4) Andrés Pétursson 1. júlí 1924 - 22. nóvember 1992 Var á Suðurgötu , Reykjavík 1930. Útgerðarmaður í Garðabæ. Síðar framkvæmdastjóri. Síðast búsettur í Garðabæ. Kona hans 5.11.1953; Svanhvít Reynisdóttir 13. apríl 1930 - 26. ágúst 2016 Var á Grettisgötu 84, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Garðabæ. Sonur þeirra Pétur í BYKO.
5) Stefán Pétursson 9. apríl 1926 - 18. febrúar 1998 Hæstaréttarlögmaður og aðstoðarbankastjóri. Var á Suðurgötu , Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Kona hans 21.6.1950; Bryndís Ingibjörg Einarsdóttir 27. febrúar 1934 - 25. apríl 2008 Húsfreyja og matráðskona í Reykjavík.
6) Þorbjörg Pétursdóttir 8. apríl 1928 Var á Suðurgötu , Reykjavík 1930.
7) Pétur Pétursson 8. febrúar 1931 - 2. mars 2017 Framkvæmdastjóri. Síðast bús. í Reykjavík. Gegndi margvíslegum stjórnarstörfum. Kona hans 1952; Erla Guðrún Tryggvadóttir 9. júlí 1929 - 20. október 2011 Var á Túngötu 34, Reykjavík 1930. Framkvæmdastjóri og sjálfstæður atvinnurekandi í Reykjavík. Gegndi fjölmörgum félags- og stjórnarstörfum. Faðir hennar Tryggvi Ólafsson (1899-1999) framkbæmdastjóri Lýsis.
Sonur Péturs, móðir; Lára Eggertsdóttir Nehm 17. júlí 1892 - 26. febrúar 1949 Húsfreyja í Kaupmannahöfn, síðast bús. í Reykjavík.
8) Gunnar Már Nehm Pétursson 16. október 1919 - 5. ágúst 2010 Viðskiptafræðingur í Danmörku og síðar í Reykjavík. Gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum. Fyrri kona Gunnars var Nina Praëm. Kona hans 2.7.1955; Anna Georgsdóttir 20. febrúar 1928 - 17. janúar 2009 Starfaði hjá Landsbókasafni Íslands, síðar Þjóðarbókhlöðu.

Kona hans 25.5.1946; Sigrún Hannesdóttir 15. október 1923 - 6. ágúst 2006 Var á Laugavegi 70 b, Reykjavík 1930. Aðstoðarstúlka í Reykjavík 1945. Vann meðal annars á yngri árum hjá Ósvaldi Knudsen og við ljósmyndun og litun á ljósmyndastofu Vigfúsar Sigurgeirssonar. Húsfreyja í Borgarnesi og Kópavogi. Vann einnig við listbókband og viðgerðir gamalla bóka. Síðast bús. í Kópavogi.
Börn Sigrúnar og Ásgeirs eru:
1) Guðrún, f. 6. september 1946, lyfjatæknir á LSH, gift Sigurði Halldórssyni hagfræðingi, f. 25. maí 1946, d. 16. apríl 2002.
2) Ingibjörg, f. 14. júlí 1951, forstjóri Námsgagnastofnunar, gift Ólafi Þorbjörnssyni verkfræðingi, f. 11. mars 1950. Þau skildu. Dætur þeirra eru Sigrún, f. 26. nóvember 1973, Ragnheiður, f. 10. september 1979, og Auður Árný, f. 13. júlí 1985.
3) Sigríður myndlistarmaður, f. 20. apríl 1953, gift Þórði Kristinssyni, framkvæmdastjóra akademískrar stjórnsýslu HÍ, f. 22. september 1952. Þau eiga tvo syni, Andrés Pétur Rúnarsson, f. 18. febrúar 1971, og Ásgeir, f. 6. nóvember 1975.
4) Pétur, f. 3. nóvember 1962, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, kvæntur Jóhönnu Gunnarsdóttur, lögfræðingi í dómsmálaráðuneytinu, f. 8. september 1963. Þau eiga tvo syni, Ásgeir Hafstein, f. 25. desember 1991, og Magnús, f. 17. nóvember 1993.

Auk þess ólu þau upp dótturson sinn; Andrés Pétur Rúnarsson, f. 18. febrúar 1971,

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH03626

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 8.10.2018

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places